Þjóðólfur - 25.09.1878, Page 3

Þjóðólfur - 25.09.1878, Page 3
107 þeim í hinni hveinustu og uppliaflegustu mynd sinni. Höfuð skinnbókin 677.4to 'ætla jeg muni í síðasta lagi rituð um 1240. í formálanum hefir höfundurinn gert nákvæma grein fyrir skinnbókunum, sem bókin er prentuð eftir, og hinum latnesku frumritum þeirra. Á 199. — 201. bls. eru tilfœrðir staðir úr heilagri ritningu, er þýddir eru í bókinni, og er það eigi lítill kostr við útgáfuna. Á 202. bls. eru upplýsingar um höfunda hinna latnesku frumrita. Á 203.—207. bls. eru at- hugasemdir, leiðréttingar og prentvillur. Útgefandinn á miluð lof skilið og mikla þökk fyrir verk sitt, og því fó hefir sannlega verið vel varið, er veitt hefir verið af landssjóði til útgáfunnar. Stjórnir og vísindalegar stofnanir í öðrum löndum veita fé til útgefningar slíkra bóka, sem eigi eru alpýðubœliur og þess vegna eigi eru keyptar af alþýðu, enn eru dýrmætar fyrir vísindin. faunig hefir há- skólinn í Kristíaníu kostað útgáfuna á Karlamagnússögu, Postolasögum og Ileilagra Manna sögum; hið norska fornrita- fólag á Gammel narsk Homiliebog, sem Dr. Unger í Kristí- aníu gaf út 1864, og stjórnin í Svíþjóð hefir veitt styrk til prentunarkostnaðar á þeirri íslenzku HómiHu-Bbk, er Dr. Theodor Wisen í Lundi gaf út 1872; enda kunna Norðmonn og Svíar að meta gildi hinna.ágætu fornrita vorra, og telja eigi eftir það fé, er varið er til útgefningar þeirra.. Gerum oss sjálfum eigi þá óvirðing, að láta það sjást á prenti, að vér, sem eigum pessi fornrit, kunnim eigi að meta þau Og teljim það eftir, er veitt er af landssjóði til að koma þeirn á prent. |>að er sannlega eigi vel giört, að reyna til að drepa niður tilraun hinna fáu íslenzku frœðimanna, er reyna til að halda uppi sóma vorum mcðal útlendra þjóða. Eg skal að endingu geta þess þeim til leiðbeiningar, er kyuni að vilja bera bók þessa saman við hin latnesku frumrit, að þau fmnast flest í bókasafni Prestaskólans í Eeykjavík í Migne’s Patrologia Latina. Prosperi Áquitani liber senten- tiarum finst í Tom. 51, col. 427—494 ;epigrammata col. 498 —552. Gregorii Magni Homiliæ in evangelia í Tom. 76, col. 1077—1314. Gregorii Magni Dialogi í Tom. 77, col. 149— 429. Brot það, er byrjar á 180 bls. í bók síra forvalds, finst í Tom. 83 og byrjar þar col. 1154. Brotið á 188.—198 bls. (Sancti Bernardi Meditationes piissimæ de cognitione hu- manæ conditionis) í Tom. 184, col. 485—508. Jón Porkelsson. t EggertJónsson frá Mælifelli. (DruknaSi í fyrra haust mo8 skipinu „Gefjun“). Bleikur situr dauðinn und báru köldum fald; hið efra svífur engill frá æðstum himnavald. Allt var svo dimt og svo dauðalegt að sjá; unn við hamra liamast og hríðin skellur á. Áð vonum var allt dimmt og dauðalegt að sjá: nú áttir þú, minn elskuvinur, oss að hverfa frá. Vér héldum að þú dveldir hjá oss langa stund, og á þinn drengskap mændi vor allra fósturgrund. Sjá aldraðan föður streitast aðkast sorga við! Hlustið á móður hjartað, það hefir engan frið! Og syskyni þín syrgja, sárt þau drottinn slær; dýrar táradaggir hníga, drottinn þerri þær. Og mær ein horfir harmþrungin á hrannar kaldan stig. Ó, fús hún ijeti lífið í lausnargjald fyrir þig. Já, ástin unnustu þinnar, sem áður var svo heit, blómgast með hverju bárufalli. fað blóm jeg fegurst veit. Ó að þú værir aptur ástmey þinni hjá, og horíá mætta’g álengdar hennar fögnuð á. Kvöldblærinn blæs nú svo blítt um vanga mér — skyldi það vora kvcðja, vinur minn, frá þér. Ó, sælt er að deyja svona frá syndum og hrygð, og hafa að eins elskað og að eins sýnt trygð. Bleikur situr dauðinn und báru köldum fald ; hið efra svífur engill frá æðstum himna vald. Hann ofan í djúpið brá sér og önd þína bar til hans, sem áður hún svo^opt var hjá, upp til Frelsarans. E. H. ? A t vV-ð* r v // . - / Um framfarir vorar i jarðrækt og húsabyggingu. Eptir jústitsráð, dr. J. Hjaltalín. II. þ>ó framfarir vorar í raun og veru séu minni en þær ættu að vera, þá er þó auðséð, þegar maður fer um landið, að þær eru víða hvar að lifna við, og áhugi fólks á þeim að aukast og verða almennari. Á stuttri ferð, er eg nýlega gjörði upp í Borgarfjörðinn, sá eg ljós merki þessa á nokkrum stöðum, eink- um á Leirá og í Laxnesi í Kjós. Á hinn fyrra staðinn hefi eg optsinnis komið, og get því fullkomlega dæmt um, þvílík- um umbreytingum hann hefir tekið; í stað hins gamla bæjar, er þar var áður, er þar nú komið rúmgott og stórt nýbyggt hús, sem hvar sem væri erlendis, mundi þykja fnllboðlegt hverjum efnuðum landmanni; bóndinn þar herra þ>órður forsteinsson er mesti atorkumaður, og getur ómögulega hjá því farið, að hann með atorku sinni og dugnaði verði ágæt fyrirmynd hinna næstliggjandi sveita. Hann er einn af þeim, sem fullkomlega hefir skilið það, hvorsu nauð- synlegt það sé, að losa oss við hina gömlu moldarkofa, sem í mörg hundruð ár hafa verið hið mesta átumein lands þessa, og munu verða svo, meðan þeir eru eigi niðurrifnir og alveg eyðilagðir, svo að í stað þeirra geti komið varanlegri og holl- ari híbýli. En það er eigi alleina íveruhúsið, sem áðurnefndur mað- ur hefir bætt svo mjög, heldur hefir túnið og engjarnar orðið fyrir líkum umbótum, enda hefir og búfræðingurinn Sveinn Sveinsson sýnt þar, hversu kringt honum er um upp á hagan- legan hátt að bæta tún og engjar, og væri óskanda, að ísland hefði nokkur hundruð af slíkum mönnum, því að þá mundi útlit jarðanna verða allt annað, en það er víðast hvar enn þá og hefir verið um hinar siðustu aldir. — þótt pað hafi talsverðan kostnað í för með sér, að prenta með nótum, þá hefi eg samt ráðist í, að byrja aö prenta „sálmalög“ með þremur röddum, sem ætlast er til, að geti orðið brúkuð við söngkennslu í skólum og á heimilum. Lögin eru búin undir prentun og yfir lesin ó- keypis af organista Jónasi Helgasyni, sem opt hefir óskað eptir, að eg tækist þetta á hendur, svo að skólurn yfir höfuð, og öðrum, sem læra vilja sálma-söng, gæti gefist kostur á, að fá sem ódýrasta og hentugasta bók, til að læra söng af, því hann telur mikil vandkvæði á, að kenna „sálmasönginn" eins og allan annan söng, svo að hann geti komið að til- ætluðum notum, ef slíkar bækur ekkierutil. pað er ætlast til, aðsálma- lög pessi komi út í smá-heptum, sem svarar 2 örkum í hepti; arkið verður selt, með hér um bil 12 lögum á, fyrir 26 aura. Til pess að gjöra öllum sem hægast fyrir að eignast pessa bók, þá geta mcnn feng- ið keypt hvert ark fyrir sig. Eg veit til þess, að herra Jónas Helgason hefir fyrir stuttu sent út um landið boðsbréf til fjórraddaðrar Choralbókar, sem hann hofir í hyggju að láta byrja að prenta á næstkomanda vori, ef áskrifendur fást nægilega margir; og er ætlast til, að sú bók verði brúkuð til að spila organ eptir henni, og um leið geti orðið brúkuð þegar fjórraddaðan sálmasöng skal kenna; hann hagar því svo til, að pau þrírödduðu lög, sem hann nú og síðar kann að búa undir prentun, grundvallist á hinni fyrirkuguðu fjórrödduðu útgáfu þannig: að grundvöllur harmoníunnar verði hinn sami í báðum bókunum, og útraddirnar a: Sopran og Bass, verði eins í hvorutveggju, svo að þeir er læra bassröddina i hinum ofannefndu þrírödduðu lögum, ekki þurfi að læra nýja bassrödd er hin fjórradaða kemur. Reykjavík 23. septbr. 1878. Einar pórðarson. — P r e s t v í g s 1 a 8. þ. m. vígði biskup landsins kand. theol. Þorleif Jónsson prest til presthóla í Júngeyjarsýslu. — Yeitt brauð 27. ágúst: Sandfell í Öræfum sira Sveini Eiríkssyni á Kálfafelli. — Óveitt brauð: Kálfafell (236,85 kr.). Árnarbæli í Ölfusi (1438,72 kr.). Auglýst í Khöfn 31. f. m. Uppgjafa-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.