Þjóðólfur - 10.10.1878, Page 3

Þjóðólfur - 10.10.1878, Page 3
111 fjremur búnaðarlærisveinum, sem eru til náms við skól- ann í Stend í Noregi, hefir landsh. veitt, tveimur 200 kr. hverjum (Ólafi Ólafssyni frá Lundum í Mýras. og Boga Helga- syni frá Vogi í sömu sýslu), og einum 400 kr. (Jósefi Bjarna- syni úr Skagafirði) smkv. 10. gr. fjárlaganna C 5. Enn fremur hefir landshöfðingi veitt Jónasi Helgasyni organiota 100 kr. styrk fyrir tilsögn í söng og organslætti, samkv. 15. gr. fjárlaganna. Dómkirkjuvi^jörðin. Samkvæmt bréfi ráð- gjafans 15. ágúst, er landshöfðingja leyft að semja við Jakob trésmiðsmeistara Sveinsson að standa fyrir aðgjörð þeirri við dómkirkjuna, sem byrja á að vori, og kosta hana að öllu, og skal hann fá að launum 21000 krónur. — 24. ágústman. andaðist í Edinborg Grísli Tlagnús son, skólakennari. Var þess áður getið í bl. voru, að hann sigldi 13. júlí til að leita sér lækningar við steinsótt. And- aðist hann þar á spítala úr lúngnabólgu, eptir að nýlokið var við hættulegan læknaskurð við meini hans. Hann var fæddur 15. júlí 1815 að J>orlákshöfn í Arnes- sýslu; voru foreldrar hans höfði-ngshjónin Mngnús Beinteins- son (dótturson Halldórs Hólabiskups Brynjólfssonar f 1752), og Hólmfriður Árnadóttir, prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar, systir séra Jakobs í Gaulverjabæ, frú Valgerðar Briem og Páls rektors Árnasonar (Arnesens) í Danmörku. Gísli kom í Bessastaðaskóla haustið 1834; útskrifaðist þaðan 1839; sigldi sama ár til háskólans, ogtók skjótt examen arti- um, og síðan annað examen; hvorttveggja með lofseinkunn. Eptir það stundaði hann klassiska málfræði við háskólann, og aðstoðaði jafnframt móðurbróður sinn, hinn lærða rektor Pál Árnason, er þá var að semja latneska orðbók fyrir Danmörku, og er þess með lofsorði minst í formála höfundarins fyrir bókinni. Hann kom út aptur árið 1844, og kendi við Bessa- staðaskóla veturinn 1845—46, í fjærveru Svb. Egilssonar. Kcnnari við Reykjavíkurskóla var hann fyrst settur 31. okt. 1850, en fékk veitingu fyrir embættinu 26. maí 1852. pjón- aði hann því kennarastörfum hér á landi nærfelt í 30 ár. Margir minni háttar fræðimenn hafa ritað fieiri bækur en hann; eru helztu ritverk hans, sem prentuð eru: Önnur út- gáfa á Herslebs biflíusögum, Bvík 1844; Skirnir, 22. árg. Kh. 1848 (með H. Kr. Friðrikssyni); IJtil saga um herhlaup Tyrkj- ans á íslandi áril) 1627. tjtgef. Hallv. Hœngsson og Hrœ- rekr tlrólfsson; Rvík 1852. Grettissaga, Kh. 1853 (með Gunnl. fórðarsyni). Hann var og í ritnefnd Fjölnis 6. og 7. árgangs, Kh. 1844. Kvæðasafnið Snót gaf hann þrisvar út, tvær fyrri útgáfurnar með Jóni sál. Thoroddsen (Kh. 1850 og Rvík 1865) og síðustu einn, Akureyri 1877. Sjálfur hefir hanu starfað að samning þessara rita: Pýðing brefa Hórazar (með Jóni porkclssyni) Rvík 1864; latnesk orðmyndafrœði, (með Jóni porkelssyni) Rvík 1868; latnesk testrarbók. (með Jóni þorkelssyni og Jónasi Guðmundssyni) Rvík 1871. Við fráfall Gísla Magnússonar hefir land vort mist einn sinn lærðasta og skarpasta mann og skóli vor einn sinn elzta og vinsælasta kennara. Kostir þeir, sem jafnan áunnu lion- um ástsæld og virðing við skólann, voru, auk lærdóms hans, lipur og skemtileg umgengni, alúð og stök samvizkusemi. í klassiskri mentun, svo og í íslenzkri tungu og bókvísi verður hann talinn meðal hinna lærðustu sinna samtíðarmanna. Gísli sál. var meðalmaður á vöxt og vel á sig kominn, dökkur á hár, fagureygur, látprúður maður og hinn kurteis- asti í umgengni. Hann var fáum mönnum líkur að mælsku og orðfæri, og fmdni hans og spilandi íjör í samkvæmum og á mannfundum gleymist seint þeim, er þekktu hann. Hinn alkunni skarpleikur hans var og jafnan mörgum til yndis, þó var það œeðfætt einkenni þeirra gáfna, að þær voru miklu fremur prófandi og sundurliðandi, en úrskurðandi og saman- dragandi til fastrar skoðunar (prinsípa), heildar og yfirlits. En andríkur maður var hann í hvívetna, er hann ræddi um eða ritaði, og sem vísindamaður fylgdi hann fullkomlega í spor tímans, og lagði einkum mikinn hug á hina nýju stefnu túngumálafræðinnar, er kallast comparativ philologi. — 11. f. m. sálaðist að Seljalandi í Fljótshverfi heiðurs- konan Gnðríður Eyjólfsd^ 72 ára. Hun liafði búið þar 45 ár, lengst "af með manni sínum f>órarni Ejyólfssyni. f>au eignuðust saman 14 börn (10 syni og 4 dætur), og lifa 4 dætur og 4 synir. Guðríður sál. var dugnaðar- og sæmdar- kona, hreinlynd, hjartagóð og vel metin. — Hinn 30. f. m. andaðist hér í bænum eptir 5 daga sjúkdóm ekkjufrú §igríðnr fiórðardóttir iitepliensen. Hún var fædd í Garði í Aðalreykjadal í fungeyjarsýslu 9. d. okt. 1803, og voru jforeldrar hennar merkishjónin f>órður sýslu- maður og kanselíráð Björnsson og frú Bóthildur Guðbrands- dóttir. Á fyrsta vetrardag 1834 giptist hún kand. theoL Tómasi Sæmundssyni, sem þá hafði fengið veitingu fyrir Breiða- bólstað í Fljótshlíð, en vígðist þangað vorið eptir, og varð ári síðar prófastur í Rangárþingi. Með honum eignaðist hún 5 börn, en 3 þeirra dóu í æsku. í maímán. 1841 misti bún þennan mann sinn, móður sína, sem þá var homin til hennar, og 2 börn sín, og fylgdi þeim öllum til grafar sama dag. Síðan var hún til uæsta vors á Breiðabólstað, og næstu 2 ár þar á eptir á Flókastöðum. En 10. d. júnímán. 1844 giptist hún síðara manni sínum, sekretéra Ólafi Stephensen í Viðey. Með honum eignaðist hún 1 barn, sem dó nýfætt. Síðara mann sinn misti hún vorið 1872, en hálfu öðru ári síðar |>órð son sinn, sem fyrir nokkrum árum var orðinn héraðslæknir í Eyjafjarðar- og f>ingeyjarsýslum. Sumarið 1876 flutti hún úr Viðey í Reykjavík til tengdasonar síns. Ein dóttir, frú f>ór- hildur, kona sira Helga Hálfdánarsonar prestaskólakennara, 8 dótturbörn og 2 sonarbörn lifa hana. — Frú Sigríður sáluga var sannkallað kvennval og ein af mestu og merkustu konum samtíðar sinnar hér á landi. Allir, sem kynntust henni og kunnu að meta mannkosti hennar, elskuðu hana og virtu fyr og síðar. — Jarðarför hennar fram fór í Viðey á afmælisdegi hennar 9. þ. m. Fnndin mannabein. Á dögunum fundu gangna- menn (Steinn Eiríksson frá Odda og annar maður) afRangár- völlum bein fjögurra manna og þar með farángur, sem von var á. Bein þessi eru af þeim 4 mönnum úr Skaptártúngum, sem úti urðu haustið 1868 á Qallveg þeim, sem liggur milli Skaptártúngna og Rangárvalla. Helztur þeirra manna var f>orlákur Jónsson, bóndi frá Gröf, bróðir Ólafs sál. frá Hlíð í Skaptártúngum. t állá miIEME PÁLSDÖTTIE, (Frá Vatnsdal). Hve dapurt er hið djúpa skarð, er dauðinn enn nú hjó! hve sár og hjartoæm sorgin varð, er svanna-prýðin dó! Hún vonglöð fyrir stuttu stóð ( styrk og blóma lífs, og bóndinn kær og börnin góð sig bundu að örmum vífs. Og vott bar heiðurs-heimilið um hennar skörungs-dáð; og heill þess glöddust veslir við, þvi velgjörð mörg var tjáð. En dauðinn við þá Itru ætt var áður harðskiptinn: Öll systkin fljóðs beit sverð hans skætt og sjálfan föðurinn. Hin aldna móðir eptir stóð, með örugt þrek og trú, og Anna, hennar elzta jóð, var ein á lifi nú. En forlaga svo rist var rún — þó reyndist næsla hörð — fyri’ augum móður einnig hún að yrði lögð í jörð. Og biturt var það banaráð, sem blómgan knérunn sló, og iét nú slitna lífsins þráð, sem leizt svo sterkur þó. Þv( ber nú ekkill bitran harm, og bóta von ei sér; hann misti traustan ástar-arm, og einn sinn veg nú fer. t>v( gráta nú hin blíðn börn, og brjóstin vantar frið, þv( ljúfrar móður leiðslu’ og vörn ei lengur huggast við. Hin aldna móðir, ekkjan þreytt, s(n ýfast finnur sár; það hennar barn, sem eptir eitt var uppi, liggur nár. En Drottinn gaf og Drottinn tók og Drottinn lofa ber: hann skapadóma skráði bók, sem skiljum ekki vér. Og hann einn getur ekkils arm um æfi stutt og leitt; og góðra barna gráti’ og harm’ í gleði’ og fögnuð breytt. Og hann einn þerra hrygðar tár af hvarmi móður kann og hennar græða sérhvert sár, er svíða brjósti vann. Og hann — sú von er heilög náð — mun heljar vekja af blund, og elskendur á lífsins láð þá leiða' á endurfund. Br. J.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.