Þjóðólfur - 10.10.1878, Síða 4

Þjóðólfur - 10.10.1878, Síða 4
112 — J»ar eð alls ekki hlýtur að vera síður skylt að minnast merkra kvenna en karla, og halda á lopti lofi og orðstír þeirra yerka, þá skal hér lltið eitt minnast á verk þau, sem ágætis- konan Margrét sál. E g i 1 s d ó 11 i r frá Landakoti (f 25. júlí þ. á.) hefir eptir sig látið og fært í verk í ekkjustandi sínu eptir að hún misti mann sinn, hinn nafnkunna gáfu- og at- orkumann Guðmund Brandsson alþingismann, f 1861. Þó skal hér að eins tekið fram hið helzta, sem hún lét gjöra af jarða- bótum og byggingum, enda vita allir sem þekktu hana, að hún var einhver hin ágælasta kona að öðru leiti fyrir flestra hluta sakir. Af jarðabótum lét hún gjöra: slétta af túnum (Landakots og J»órustaða) hérumbil 1500 □ faðma; hlaða garða til varnar sjávarágangi og til hlifðar við sandfok, 60 faðma, en til varn- ar sandfokinu, sem ógnaði hennar og fleiri manna túnum, var sá garður hið minsta af verkinu; hún lét rífa niðnr öll sand- börð þau, sem stöðugt færðust upp á túnið og víða voru 10 til 12 feta há, og stétta þau síðan og þekja. Var það svæði, sem þannig var þakið, fullir 1000 □ faðmar. Gekk til þessa starfs f fyrstu ekki minna en 150 dagsverk, en síðan lét hún end- urbæta verkið og tryggja uns örugt var orðið, og er það síð- an hin þarfasta jarðarbót. Til þessa starfs þáði hún alls eng- an styrk hvorki af opinberu fé né frá nágrönnum sínum. Tún- garð lét hún hlaða úr grjóti 150 faðma langan. Af húsum lét hún byggja: hlöðu með timbnrþaki og göflum 10 álna langa og 5 áln. breiða ; baðstofu 12 &!. langa og 6 áln. breiða með 8 stofuherbergjum undir lopti og 2 uppi, hið vandaðasta hús; og loksins timburhús 15 ál. lángt og 10 ál. breitt, 4 ál. hátt undir bita; bindíngur hússins úr steinlímdri hraunhellu en grunnurinn grafinn 2 ál. niður til hellu og múraður ut- an. Undir norðurhelming hússins er kjallari steinlímdur og með 2 gluggum. Undir loptinu eru 5 herbergi I húsinu eik- armáluð og «betrekt». Á hverri hlið hússins eru 4 stór gluggafög, og tröppur fyrir fordyri steyptar úr grjóti og se- menti. Yfir höfuð er húsiðbæði vandað mjög og skrautlegt — allt smíðað af Egli snikkara, ýngra syni ekkjunnar. Útihús jarðarinnar byggði hún og öll upp eða bætti. Af skipum lét hún smíða: 1 áttæríng, 3 sexmannaför og 10 báta. Úað sem hér er talið af verkum þessarar merkiskonu má duga fyrir almenning til að sýna, að hér eigi við orðtækið : • f>ess er vert að geta, sem gjört er». Að vísu studdu hana dyggilega báðir hennar efnilegu synir, af hvorjum hinn eldri, Guðmundur, var fyrirvinna móður sinnar meðan hún lifði, en skörúngskap hennar má þó engu síður fyrir það viðbregða. Til sönnunar á hjálpsemi hennar og hjartagæzku við aðra skal geta þess, að hún eptir að bún varð ekkja tók tvö föð- urlaus börn og veitti bezta uppfóstur endurgjaldslaust af mönnum. A LTGTj'VSÍ NGAR. — Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skor- að á alla þá, er telja til sknldar í dánarbúi skólakennara G í s 1 a heitins Magnússonar, að lýsa kröfum sínum inn- an 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar og sanna þær fyrir skiptarétti Reykjavíkur. Skrifstofu bæjarfógeta í Revkjavík 5. oklóber 1878. E. Th. Jónassen. — Hér með auglýsist, að miðvikudaginn hinn 16. þ. m. ki. 12 m. d. verður á bæjarþingstofunni hér ( bænum samkvæmt fyrirmælum 13. gr. laga 14. desember f. á. um tekjuskatt, haldinn fundur af skattanefnd bæjarins, og eiga bæjarbúar þar og þá að gefa skattanefndinni skýrslu um tekjur sínar, eða senda formanni skattanefndarinnar framtal sitt skrifað fyrir fundinn. t*egar skattanefndin hefir samið skrá yfir alla þá, er tekjuskatt eiga að greiða, verður hún samkvæmt greindra laga 15. gr. lögð fram á bæjarþingstofunni til sýnis bæjarbúum frá 1. til 15. nóvember næstkomaodi að báðum þessum dögum meðtöldum, og eiga, eptir sömu laga 16. gr., kærur frá þeim, sem eru óánægðir með ákvörðun skattanefndarinnar um tekj- ur þeirra, að vera bornar upp skriflega fyrir formanni skatta- nefndarinnar fyrir 15. nóvember næstkomandi. Skrifstofu bæjarfógetans í Reykjavík 7. okt. 1878. E. Th. Jónassen. — Eptir að eg samkvæmt fyrirmælum Cancellibréfs 19. nó- vember 1839 hefi leitað um það samþykkis amtsins, hefir amtið fallist á, að fvrirskipanir þær um sölu áfengra drykkja í sölubúðum hér í bænum og um nær loka skuli á kvöldin veitingahúsum bæjarins og hætta þar veitingum, sem inni- haldast í 2 auglýsingum hins selta bæjurfógeta dags. 11. júní þ. á. skuli framvegis standa í óhögguðu gildi, hvað eð hér- með auglýsist. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavlk 5. okt. 1878. E. Th. Jónassen. télr Almenn barnakennsla. Kennsla ( skript, alls konar reikningi, tungumálum og fleiru. Tilsögnin kostar tiu aur a um klukkutímann, en þeir, sem njóta hennar unt tiltekið tfmabil, fá hana síðar ókeypis. Nákvæmari upplýsingar fást hjá ritstjóra Þjóðólfs. — Af þvf sá ágángur fer með ári hverju vaxandi, sem vér undirskrifaðir bændur á Seltjarnarnesi fyrir framan Reykjavik- urland verðum fyrir af hestasæg þeim, er ásækir ábýlisjarðir vorar, bæði tún og beitiland utantúns fyrir kýr vorar og annan pening, þá neyðumst vér tii að auglýsa hér með, að hér eptir munum vér taka hvert það hross, er leyfislaust gengur ( land- eign vorri og setja það í varðhald og meðhöndla það sem lög framast leyfa. Ritað 19. júlí 1878. Sigurður Ingjaldsson. Ingjaldur Sigurðsson. Eiríkur Bjarnason. Brynjólfur Magnússon. Ólafur þórðarson. Ólafur Guðmundsson. Lesið á manntalsþiugi fyrir Seltjarnarneshrepp að Nesi 23. júll 1878 og síðan innritað í afsals- og veðbréfabók Kjós- ar- og Gullbringusýslu Ltr F N 86, bls. 102. Skrifstofn Kjósar- Gullbringusýslu 15. ágúst 1878. Guðm. Pálsson settur. — Brunabótagjaldi til hinna dönsku kaupstaða fyrir tíma- bilið frá 1. október til 31. marz n. á. verður veitt móttaka á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til kl. 12 til útgöngu næstkom. nóvembermán. Reykjavík 25. sept. 1878. 0. Finsen. — Hjá undirskrifuðnm hefir verið f óskilum siðan um næst- liðna fardaga rauðkúfótt hryssa með bletti í vinstri nára, hér- um bil 8 vetra; mark: (granngert) biti aptan hægra. Sá, sem getur helgað sér hryssu þessa, getur vitjað hennar til mín, ef hann borgar hagatoll og þessa angtýsingu fyrir næstkomandi jólaföstu, ella verður hún seld sem óskilahross. Snjallsteinshöfðahjáleigu 24. september 1878. Guðmundur Sigurðsson. — Rauð hryssa, mark: heilrifað hægra, biti framan, biti apt. vinstra, aljárnuð, hefir týnzt af Álptanesi, og er beðið að koma henni til Jósefs Árnasonar á Sviðholti. — f>ann 25. júlí síðastliðinn tapaði eg á markaði á Leirá rauðum fola tvævetrum, velgengum, óafrökuðum; mark á hon- um er: hamrað hægra, blaðrifað aptan vinstra. Eg bið góða menn að gjöra mér vísbendingu, ef þeir hitta fola þenna. Hæli 2. okt. 1878. J. Porsteinsson. — Rauð-glóföxóttur foli, óvanaður, óaffextur, 3 vetur með mark: stúfrifað hægra, sýlt vinstra, tapaðist mér úr heimahög- um um fardagaleyti, og bið eg hvern þann, er hann hitta kynni, að gjöra mér sem allra-fyrst vísbendingu. Kolsholtshellir í sept. 1878. Þorsteinn Magnússon. — 2. okt. týndist hliðartaska úr selskinni, á austurleið yfir Hellisheiði eða niður Ölfusið; í henni voru sokkar með hálsbúnaði I og gullnál, og fleira smalegt. Sá, sem finnur, er beðinn að skila henni og þv( sem I var, á skrifstofu þjóðólfs, eða þá að Arnarbæli f Ölfusi, fundarlaun geta fengist. — Á Flóaréttadaginn 27. f. m. týndist einhverstaðar á svæð- inu frá hólnum fyrir austan Skaptholtsréttir vestur fyrir al- menninginn, peninga-pýngja með 4 t(ú króna pen- ingum og 9 kr. ( silfri og nokkrum aurum. Auk þess var ( henni vigtarseðill. Sá, sem kann að hafa fundið pyngjuþessa, er beðinn að halda henni til skila gegn ríflegum fundarlaun- um til Jóns Jónsonar á Hruna. — HálsbandúT mannshári með gull-lás (biluðum), hef- ir týnst ( einhverri af búðunum hér i bænum, eða milli þeirra. Finnandinn er beðinu að skiia þessu sem fyrst á skrifstofu þjóðólfs mót sanngjörnum fundarlaunum. — Á liðnu sumrl týndist á veginum fyrir ofan Vatnasælu- húsið — líklega skamt fyrir ofan mela þá, sem eru þar fyrir ofan — g u 11 n i s t i (Kapsel) með kvennmanns-mynd í og gullkeðjuspotta við. Sá sem finnur þetta og skilar á skrifstofu “t>jóðóifs», má kjósa sér fundarlaun. 3^=” í niðurjöfnunarnefnd þá, sem kjósa skal í þ. 12. næst- kom., stíngum vér upp á séra Hallgr. Sveinssyni, Geir Zoéga, Ólafi Ólafssyni (á Lækjarkoti) og Árna Gislasyni. Afgreiðslustofa fjóðólfs: í Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars pórOarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.