Þjóðólfur


Þjóðólfur - 16.10.1878, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 16.10.1878, Qupperneq 2
114 síðan hamast gegn stjórn mótstöðumanns síns, og einkum fylgt fram, að Tyrki skyldi flæma út úr álfunni, en engu of- urkappi etja við Rússa; hann hefir nú mjög mist fylgi fjöld- ans að sama skapi sem Beaconsfield hefir orðið þjóðsælli og hamingjudrýgri. Má vera að dómur alþýðu sé þó hér enginn guðsdómur. í haust ritaði Gladstone grein mikla í ameri- könsku blaði, þar sem hann lofar mjög stjórn og uppgang Bandaríkjanna, en niðrar löndum sínum, segir, að þeim beri að vaxa en sinni þjóð að minka; amerika verði Englandi yfirsterkari, enda muni þar «hinn hraustari» þýða = hinn hetri. fessi grein líkar löndum hans stórilla, og stendur nú G. nær einn uppi síns liðs. — Kleópötrunálin, hin mikla egyptska steinsúla, sem flutt var í fyrra til London frá Alexandríu með svo miklu far- aldri, er nú uppreist á hinum nýju steinbökkum við Tems (Thames), fyrir neðan Westminster. Undir fótstykkið voru greypt tvö leirker, og í þau látnir margir merkir hlutir, sem geym- ast skulu þar til dómsins, það er, þangað til hinu mikla Grettistaki er um koll hrundið. í kerin var iátið: öll æfisaga steinsins (skriíuð í bókfell); allar enskar myntir, vigt og mál; mynd steinstrýtunnar sjálfrar, eins og hún nú er, úr eiri; mynd Victoríu drottningar og ljósmyndir af 12 enskum fríðleiks- konum; lýsingarbók Lundúnarborgar, og margt annað fróðlegt fyrir menn að sjá, að 5—100 öldum liðnum! Færeyjar. Af 4 þilskipum úr Færeyjum, sem aflað hafa hér við landið í sumar, hafði það, sem aflaði minst fengið 19000 fiska, en það sem fékk mest, aflaði 34000. Geir Zoéga og félagar hans hafa keypt 41 tonna skip af Færey- ingum fyrir 10000 krónur. (Dimmalætting). Hjörfundnr var haldinn í Reykjavíkurbæ 12. þ. m.; skyldu bæjarins 240 kjósendur mæta til þess að velja 4 nýa menn til 6 ára, samkvæmt lögum þessa höfuðstaðar, til þess að jafna fátækraútsvörum niður á bæjarmenn. Er það bæði vandasamt og ábyrgðarmikið starf, þótt minni og fábrotnari sveit sé en Reykjavík er orðin. fessir hlutu kosningar: H. Sveinsson dómkirkjuprestur, Jónas læknir Jónassen, Árni Gísla- son, fyrrum pólití, og ólafur Ólafsson, fyrrum hreppstjóri. En hve margir sóttu þessa þýðingarmiklu málstefnu? Heilir 24! Að vísu var hér hvorki um persónulegan hagnað eða metorð að tefla, en vissulega um bæjarins hagnað og sóma, og því væri all-illt, ef þessi kjörfundur gæfi ástæðu til að ugga um félagsanda og borgaralega menningu bæarmanna. I öðrum löndum en þessu, er slíkt afskiptaleysi af sínum eigin málum, sem hér á sér opt stað, kallað allsherjar rænuleysi, borgaralegur volæðisskapur (ef ekki eitthvað verra), og óðara sett í háðblöð til spotts og aðhláturs. Vér svegjum alls ekki til einstakra manna, heldur til félagsins eða hans anda yfir höfuð, og höfum áður bent til hins sama, t. a. m. þess, að aldrei skuli vera lialdinn frjáls eða pólítiskur fundur í þessum bæ; aldrei fundur til ráðagjörðar eða undirbúnings eða varnar í neinum málum, nema þá ef vera skyldi í ótíma, eins og í kirkjuskattsmálinu í fyrra haust. J>etta spáir engri góðri fram- tíð og má ekki svo til gánga. fað verður að kveykja meiri félagsanda og drengskap í þessum bæ, anda, sem er bygður á rækt til félagsins og virðingu fyrir sjálfum sér sem meðborg- ara, anda, sem stefnir að sameiginlegum framförum. fessum anda er því miður margt til fyrirstöðu; vér skulum að eins benda á eitt eða tvcnnt. Bæjarbragurinn, smáborgarandi sá, sem hér eins og annarstaðar fæðir af sér töluverða léttúð út á við, en töluvert hugsunarleysi inn á við, hann er eitt. Og svo er hin ólíka mentun og staða bæjarbúa og hinar ólíku stéttir, sem í smábæ leiðir svo auðveldlega til sérdrægni og sundrúngar, og það ekki einúngis milli stétta og flokka, heldur og milli húsa. Vér ætlum nú víst að þesskonar ójöfnuður fari heldur minkandi í bæ vorum, en hann fer aldrei til fulls fyr cn fjöldinn vaknar til þess að vilja hann fari. J>að mun nú ekki eiga við hér, að minna menn á, að kuldi og óhreinlyndi sé mestur meinvættur í mannlegu félagi, en vér viljum segja hitt, að þótt stéttirnar væru jafnmargar og húsin eru og hvert hús vildi, hvað velvild snertir, vera sem lengst frá hinu, þá ætt hver stétt samt að styðja aðra sem borgaralega stétt, og hvert hús að hallast upp að hjarta annars sem hús í sömu borg. Eins hinir einstöku borgarar, þeir eiga, þeir hljóta, þeim er nauðugur einn kostur að halda hóp, reynast hver öðrum trúir, já elska hver annan sem borgara, sem samfé- laga. I>ennan anda eiga menn, sem skulu byggja saman höf- uðstað, að innræta sér þegar í neðsta bekk barnaskóla bæjarins. Takist mönnum, og fyrst þegar mönnum tekst, að kenna sam- borgarmönnum þann lifandi allsherjaranda, sem t. a. m. ein- kennir samvinnu borgara á Englandi og í Vesturheimi, þá fyrst hséttir hinn auðvirðilegi stétta- og húsarígur að hafa mikla þýðingu, þá fyrst fara menn að skilja hvað atkvæðis- réttur þýðir og koma á allsherjarfundi, þá fyrst hætta menn að láta afskiptalaust líf og heiður lands síns eða borgar, og þá fyrst sézt hvað frjálst félagslíf þýðir, hvað langt má kom- ast með litlum efnum, og hvernig sú borg blessast, sem allir íbúar með eindrægni efla. Ilolí»fregn. fetta ár er með fjðrlegustu árum, sem vér munum, hvað bókmentir vorar snertir: Náttúrufræðisbæk- ur Gröndals, landafræði og saga Melsteðs, siðabótarsaga síra forkells, Lear og Hamlet, Skírnir eptir Eirík Jónsson, Bisk- upasögur 2. b. ÍII. (kvæði Jóns piskups Arasonar, ættartðlur og registur), og nú síðast Lýsing á pingvelli, eptir Sig- urð sál. málara, prýðilega vel samið og þjóðlega merkilegt rit, sem geta skal um sérstaklega. En af öðru, sem prentað hefir verið á þessu ári, skal hér geta um: j§»álmas<ing’sbóli með þremur röddum optirPétur Guðjohnsen. Gefin út af sonum hans. K.höfn 1878. fessa bók samdi höfundurinn í hjáverkum sínum síðustu árin sem hann lifði, og var verkið ekki fullbúið til prentunar, er hann andaðist, og lá síðari hluti þess hjá vini hans Berggreen pró- fessori til frekari yfirlesturs. En að höfundinum látnum, tóku synir hans, Pétur og pórður, að ser útgáfuna og fengu Einar stúdent Jónsson, sem af lærisvoinum hins látna var einhver hinn færasti í söngfræði, til að enda við handritið, síðan var það sent til K.hafnar og Berggreen fenginn tll að lesa próf- arkir nótnanna. Allur frágangur þessa verks er hinn vandað- asti, en dóm um verkið sjálft erum vér ekki færir um að uppkveða, en þykumst þess fullvissir, að það er hið bezta verk, því það er fullkunnugt, að höfundinn skorti hvorki þekkingu, samvizkusemi né þrek til að leysa þesskonar starf af hendi eins og beztu söngfræðingnm, sem nú lifa, t. d. prófessor Berggreen, þætti vel eða betur. Að lögin eru að eins með þremur röddum, mun höfundurinn hafa gjört með vilja, því eins og tekið er fram í æfisögunni, mundi fjórrödd- uð söngbók hafa orðið of þúng fyrir alþýðu vora, eins og hún er nú, og er betra að hafa færri raddir vel súngnar en fleiri illa súngnar, í bókinni eru 109 lög, og þess utan 10 lög í viðbæti (við sálma eptir séra Helga Hálfdánarson). Regist- ur er ekkert við bókina enda þarf þess ekki, þar sem sálm- unum er raðað eptir stafrófinu. Fáein lög vanta af þeim sem eru í messusöngs bókinni, en þeirra munu færri sakna nema ef vera skyldi lagsins: «Nálgast jól». Registur yfir höfunda nöfn, sem hægt er að finna, þeirra er samið hafa lög við sálma í bókinni, finst í sálmabók P. G. hinni fyrri frá 1861. Æfisaga Péturs sál. er samin af Einari stúdent Jóns- syni með rögg og ræktarsemi. Margir munu sakna þess, að mynd P. Guðjónssonar fylgir ekki með æfisögunni, sem heppi- lega fylgir bók þessari. Nákvæm andlitsmynd hans mundi hvervetna þykja prýða, en hvergi fremur en fyrsta blað þessa hans síðasta listaverks. Fylgjandi nótna-prentvillur í bókinni auglýsast hér: uo. 34 6. takt miðrödd cis les c; no. 69 19. takt yfirröddin as les a; no. 86. 3. takt yfirrödd h los ff; no. 103 c 7. takt mið- rödd b les 1); no. 103 15. takt bassi b les h.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.