Þjóðólfur - 16.10.1878, Side 4

Þjóðólfur - 16.10.1878, Side 4
116 |>egar bráðapest leggst að með krapti, þá er óbrygðulasta ráðið til að deyfa hana eða að koma í v.eg fyrir hana í það skipti að öllu leyti að láta féð standa inni nokkra daga allt að viku við sultargjöf af grænni töðu og ískalt vatn. Féð, sem þetta er reynt við, er tekið í hús og látið ekki koma út minnst 3 daga. , Kindinni er ætluð mörk vegin af töðunni í sólarhringínn. í vatnið, sem hjá er látið standa, er látin mörk mæld af salti í hverjar 20 merkur vatns. Eptir þenn- an «sultar kúr» er fénu beitt með varúð nokkra daga á eptir með nokkurri morgungjöf og ekki látið út í illviðri. Reynslan sannar að þetta er næstum óbrigðult ráð til að kæfa niður bráðapestina og vil eg reyna að skýra það fyrir mönnum, að svo sé, þó að mig vanti vísindalega þekkingu til þess. f>egar bráðapestin er svo megn hjá einhverjum búanda, að ein eða fleiri kindur drepast úr henni í sólarhring eða þó minna sé, þá má ganga að því vísu, að margt af fénu hefir pestarefnið í sér fólgið. Yæri féð þá tekið og skorið og skoð- að, þá skyldu þessi einkenni sjást: Lakinn meira og minna harður og þó hann findist linur, þá er á blöð hans innanverð komin svört húð, sem að öllum líkindum hamlar því aðlakinn geti unnið það, sem hann er ætlaður til. Vinstrin optast nær hálf tóm. Garnirnar tómar með köflum, fylltum vindi, með sparðastíflum á milli. Blóðið of dökkleitt og of þykkt, lengra þori eg ekki að fara út í lýsingu á því. Sú kind, sem svona er á sig komin, hlýtur að hafa sóttveikisumleitun eða jafnvel vera veik þó að ekki beri á. pegar féð, sem eg gjöri ráð fyrir að svona sé á sig komið, er tekið undir áðurnefnda lækningatilraunir, þá gefur að skilja, að lögurinn í töðunni og saltið í vatninu, sem kindin nærist á, mýkir stíflurnar, þynnir blóðið og jafnvel bætir það, og ásamt næðinu og hinni náttúrlegu hlýu, sem kindin hefir, deyfir sóttveikina eða blóð- æsinguna, sem kann að hafa verið komin meira eða minna. En því er töðugjöfin höfð lítil, að meltingarverkfærunum sem sjálfsagt eru orðin veilduð, sé hæfilega boðið, enda er mönnum og málleysingjum, sem sóttveikisumleitun er í, lítill en holl næring mjög hagfeld og vörn við stórveikjum. J>eim sem segir að hann hefði ekki töðuráð til að gefa fénu, megi ekki missa hana frá kúnum, vil eg benda á gott ráð sem hann getur brúkað, gæti hann þess í tíma. Sá sem á 100 fjár taki kind og kaupi sér fyrir hana 100 pund mjöls, geti hann ekki öðru vísi eignast þau, þessum 100 pundum ver hann til ábætis handa kúm sínum á þann hátt að gefa kúnni eina mörk af mjöli, gjörðu að deigi, í mál, en dregur af kúnni 3 merkur af töðu í staðinn. Hann fær þá G00 merkur af töðu þannig til tilraunar við fé sitt. Með þessu mun búr- komunni ekki hafa þótt minka yfirkosturinn á kúamjólkinni meðan mjölið var gefið. Um leið og jeg nefni þessa mjölgjöf get eg ekki varist því að benöa á, að það er mjög víða svo ástatt, að það er langtum betra í alla staði, að kaupa mjöl t-il skyrktar handa fénaði til fóðurs, heldur en kaupa fé dýr- um dómum, eða slægjur erviðar eða taka kaupafólk þar sem eptirtekjan er lítil. Eg óska að hugvekja þessi verði að eins góðum notum og liún er gefin af góðum huga. G. E. Hiö nýja kveiinaskólaliús, er þau hjónin Páll Melsteð og frú hans hafa látið byggja í sumar, mestmegnis á sjálfs þeirra kostnað, var svo lángt komið 1. okt. að skólinn gat þegar byrjað. Hús þetta má kalla hið snotrasta hús hér í bænum. Yfirsmiður hússins er Helgi snikk- ari Helgason. Húsið er 22 álnir á lengd 14 á breidd, tvíloptað, vandað að viðum og veggjum og milliþil úr límdum hraun- steini, Kjallari úr steini er undir öllu húsinu, ramlega bygður, er þar í eldhús, búr, þvotthús með brunni og fleiri herbergi; hann er 3*/« al. undir lopt, sem allt er klætt gipsi. Frá kjall- aragólfi til mænis er húsið 20 álnir að hæð. Á framhlið skólans, er snýr að Austurvelli, er lítið framskot á miðhluta veggjarins, girt hvítum röndum og bust yfir fram úr þekjunni; gefur það húsinu léttara og snotrara yfirbragð. Námsstúlkuruar verða í vetur 21, og búa 10 þeirra að öllu í skólanum, og skiptast þær til æfinga í matreiðslu með liúsfrúnni; hinar hafa bústað í öðrum húsum. Auk þess læra 10 stúlkur aðrar söng ásamt hinum í skólanum; skólanum er nú skipt í 2 bekki. Af kennurunum e_ru þrír karlmenn (Páll Melsteð, Jónas Helgasou organisti og Ásm. kand. Sveinsson), en konur þær, sem kenna, eru frökenarnar Valgerður Gísia- dóttir, Sigríður Thorarensen, Anna Bjering og Martha Guð- jóhnsen. Námsgreinir þær, er stúlkurnar fá tilsögn í, verða hinar sömu, er voru í fyrra. Nöfn meyjanna eru: heimastúlkur: Guðný* | (*æ*'ur s®ra Pr<5fast3 þórðarsonar á Auðkúlu. Anna Jónsdóttir prófasts á Mosfelli í Grímsnesi. Steinunn Arinbjarnardóttir bónda í Njarðvík í Gullbr.sýslu. Solveig Snæbjarnardóttir bónda á Hrísum á Snæfellsnesi. Lilja Jónsdóttir, bónda á Akranesi í Borgarfjarðarsýslu. Steinunn Frimannsdóttir bónda á Helgavatni í Húnavatnssýslu. Láretta f>orvaldsdóttir prests í Saurbæ á HvalQarðarströnd. Sigurlaug Árnadóttir bonda á Höfnum í Húnavatnssýslu. En bæjarstúlkur: Olafía Jóhannsdóttir prests á Iválfafellsstað í Skaptafellssj^slu. Sigríður Tómasdóttir Zoéga fyrrum bónda á Akranesi. Magnea Norðfjörð fyrrum verzlunarmanns í Rvík. Jóhanna Arnljótsdóttir prests á Bægisá í Eyjafjarðarsýslu. Kristjana Goirsdóttir Zoega Dannebrogsmanns í Reykjavík. Jónína Jóusdóttir bónda í Reykjavík. Katrín Sigrfður Skúladóttir bónda í Hrappsey í Dalasýslu. Helga Guðbrandsdóttir bónda á Hvítadal í Dalasýslu. fóra, J Guðbjörg ogj dætur Torfa prentara í Reykjavík. María ) Jóhanna Jóhannesdóttir bónda á Bústöðum í Gullbr.sýslu. AUGLÝ8ÍNGAR — Sumkvaimt opnu bréti 4. janúar 1861 er hér með skor- að á alla þá, er telja til gkuldar f dánarbúi skólakenuara G f s 1 a lieitins Magnússonar, að lýsa kröfum sfnum inn- an 6 mánaða frá sfðustu birtingu þessarar auglýsingar og sanna þær fyrir skiptarétti Beykjavíkur. Skrifstofu bæjarfógeta í Iteykjavfk 5. október 1878. E. Th. Jónassen. Hér með auglýsist, að ekkjur þær og bðrn drukknaðra flskimauna í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavíkurbæ, er óska að fá styrk úr fiskimannasjóði þessara héraða, eiga að senda bónarbréf um styrk þeunan til bæjarfógetans í lleykjavík fvrir lok næstkomandi nóvember, og láta þvf fylgja greinilega skýrslu um efnahag þeirra og ástæður. Skrifstofu bæjarfógeta, 9. október 1878. E. Th. Jánassen. — Kverið: «Kristilegurbarnalærdómureptir lúterskri kenningu», samið af mér, verður á þessu hausti prentað að nýju, Iftið eitt aukið og breytt, ásamt Lúters litlu fræðum í lagfærðri þýðingu. þetta kver, þauuig aukið Og breytt, hefir stjórnarherra íslands leyft, að börn á íslandi megi læra undir fermiugu. J>á, sem óska að fá þetta kver, bið eg að láta mig vita, hvað mörg kver þeir vilja fá. Reykjavík, 14. októb. 1878. Helgi Hátfdánarson. — f'eir, sem vilja panta lijá mér Gjörðabæknr (Skrifbækur), vel innbtindnar fyrir hreppanefndir og sýslunefndir geta fengið þær á góðan pappír með vægu verði. Um leið og bækurnar eru pantaður, þá læt eg löggilda þær. Enn fremur geta sýslu- nefndir og hreppanefndfr fengið allt prentað hjá mér, sem þær rneð þurfa, og hver einstakur maður og félag. Um leið og menn semja um þetta við mig, þá skal eg sjá um, að óskir hlutaðeiganda verði sem bezt uppfylltar. Reykjavík, 14. okt. 1878. Einar Pórðarson. Hver sá, sem nú hefir í láni frá mér bók dr. C. Rósen- bergs: Aandslivet i Norden, gjöri svo vel að láta mig vita það. Matth. Jochumsson. — Með síðustu ferð póstskipsins hefi eg fengið nýjar birgðir afýmsum fatnaði, sem stendur til boða. Reykjavlk, 11. okt. 1878. F. A. Löve. — Til leigu fæst eitt eða tvö góð herbergi í roiðj- um bænum. Má semja við ritstjóra þjóðólfs. — Fundist hefir b u d d a með nokkrnm króuum f, á veg- inum frá Hraunsholtslæk fram á Álptanes. Sá sem sannar sig eiganda að buddunni, má vitja henuar, ef hann borgar fund- arlaun til Eiriks Guðmundssonar á Árnakoti á Álptanesi — í næstliðnum réttum var mér dregin hvíthyrnd gimbur veturgömul með roínu marki: sýlt bæði, biti aptan vinstra, brennimark: A. Æ. Getur eigandi vitjað hennar mót borgun fyrir hirðingu og þessa auglýsingu lil Guðna Tómassonar að Austurey í Laugardal. — 10. þ. m. týndist úr rekstri I Rvík hvitur sauður, 3vetur, mark: sneiðrifað fr. h., stúfrifað v., lagðaður í hnakk- ann með svörtum lagði. Bið eg hvern sem hittir kind þessa, að koma henni til Gísla Jónssonar á Nýlendu við Rvfk, eðatil Guðmundar vaktara, eða til skrifstofu þjóðólfs. Grimur Jónsson, frá Laugardalshólum. Afgreiðslustofa þjóðólfs: í Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías .Jochimuss' Prentaður í prentsmiðju Einars þóröarsonar.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.