Þjóðólfur - 02.11.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.11.1878, Blaðsíða 2
118 lenzku varanna, sem mest hefir komið af hinum fivissu prís- um að undanförnu'). * * * Vér skulum í þetta sinn lofa ofanskráðu bréfi sjálfu að mæla með sér; það er svo stillilega, og að voru álíti svo skyn- samlega samið, að það hlýtur að falla öilum greindum og hlutdrægnislausum lesendum vel í geð. Ýms atriði þess munu síðar verða betur skoðuð í blaði þessu. Eins og höfundurinn, álítum vér enn sem fyrri mjög mikið undir því komið, að hinn umtalaði fundur verði haldinn, og þetta afar-áríðanda mál þar rætt af helztu mönnum, sem til geta náð úr allri sýslunni, og einnig úr Kjösarsýslu og af Akranesi. Með hverri skipskomu heyrizt meiri og meiri uggur og kurr erlendis frá, að salan á Faxaflóa-fiskinum á Spáni muni verða alveg ótœk í næstu framtíð, ef skjótar og rammar skorður ekki verða við reistar og nauðsynlegar ráðstafanir gjörðar með samkomulagi allra fyrir næstu vertíð. Hin gamla góóa tíöin 4 Föereyjnm. «ísafold» færði nýlega lesendum sfnum epiirfylgjandi grein eptir blaði Færeyinga «Dimmalætting» frá 7. sept: «Verziunin hér á eyjunum var, eins og menn vita, einskonar konungs- verzlun, þangað til hún varð frjáls 1856. Við þessa breytingu sem menn almennt höfðu þráð, tók verzlun vor, eins og við var að búast, aðra stefnu. Stjórnin hafði fyr meir haft tillit til gagnsmuna landslýðsins, en síðan einstakir menn hafa fengið verzlunina f hendur sér, er ekki skipt sér neitt af því. Iíaupmenn finnast nú allavega um bygðirnar, og þeir hugsa ekki um annað, en hafa sem mestan ávinning á kostnað inn- búanna. Útlendu vörurnar hækkuðu fljótt i verði og það allt að helmingi; má nærri'geta hve hagfellt þetta hafi verið fyrir hina fátækari. Enginn láir kaupmönnunum, að þeir vilja auðgast á ærlegan hátt, en hitt er ófyrirgefanlegt, að steypa félaginu, og sér í lagi þeim aumari í eymd og uolæði. þegar frjálsa verzl- unin var innleidd, komu kaupmenn sér saman um verðið á vörunum, bæði útlendum og innlendum, og réðu með þvf lög- um og lofum við oss. Nú jókst vonum bráðar neyðin f þeirri verstu mynd við lánin. Tækifærið bauðst og freistingin var mikil; nú þurfti ekki lengur að róa til þórshafnar eptir vörum; það þurfti ekki að fara eptir þeim nema á næstu grös og láta skrifa það. Áður en menn vissu af, var þessi innskript á smá- munum orðin talsverð upphæð, og skuldin vaxin aumingunum yfir höfuðið. þá koma áhyggjurnar, kotið er veðsett, og síðan selt, og fálæklingurinn hefur engin úrræði, nema óráðvendni eða hreppinn. Siðferðisafiinu hnignar, sjálfstraustið sljóvgast, rneðvitund um mannlega tign og með henni kjarkurinn fara forgörðum ; menn sökkva niður f ánægju með vesaldóm sinn, og ofurgefa sig hugsunarlausu ábyggjuleysi fyrir ókomna tím- auum. Hversu má ekki þessi kynslóð, sem fallin er ofan f kveifarskap og naulnarlyst, skammast sín, þegar hún ber sig saman við forfeður sína, hina fornu Norðmenn sem með tápi, alvöru og þreki náðu þeirri heilbrigðis og sjálfstæðis lilfinningu, að þeir aldrei lutu harðstjórn og kúgun. Sumir treysta því að lögþingið muni gjöra eitthvað til að koma á reglu og velmeg- un meðal Færeyinga. En ekki ber enn þá neitt á því; heldur eykst armóðurinn og sveitarþýngslin ár frá ári». í öðru bl. «Dimmalættings» af 14. sept. stendur duglega samin grein til svars upp á þessa, og með þvf vér ætlum hana öllu skynsamari í sjálfri sér, og fróðlegri fyrir íslendinga en hina, skulum vér lilfæra útdrátt úr henni. Fyrst tekur höf. fram að ritari hins bréfsins sé frá Suðurey, og lýsi því ekki ástandi Færeyinga nema þar, enda sé frásögnin bogin samt. Meðan konungsverzlunin stóð á eyjunum, bafi enginn fiskur verið lagður inn í verzlun frá Suðurey, heldur álu eyjarskeggjar sjálfir upp það sem þá afiaðist; nú sé aptur útlluttur fiskur frá nefndri ey, er nemi frá 1 til 2 hundruð þúsund króna. Hvort eyðsla á innfluttu vörunum á þeirri ey eða öðrum hafi stígið að sama skapi og arðurinn, segir höf. sé erfitt að segja, en hitt sé víst, að því hægra sem verði að afla nauðsynjanna, því meir aukizt jafnan þarfir ‘ og eyðsla ; frjálsa verzlun megi misbrúka eins og öll önnur gæði, en þrátt fyrir það, sé óþarfi að fara að sanna, að án hennar komizt ekkert mannlegt félag áleiðis lil sjálfsmenningar. Ilann neitar þvf og sem bréfið segir, að verðið á útlendn vörunnm hafi hækkað, því þegar brennivínið sé undanskilið, græði kaupmenn nú minna á öllum innfluttnm vörum en áður. Og hvað útfluttu vörurnar snertir, séu þær borgaðar svo hátt að Kaupmenn hafi skaða en ekki ábata af þeim. «Frlverzlunin hér á eyjunum er enn ekki eldri en 22 ára, og þótt henni hafi á vissum stöðum fylgt sú afleið- ing, að fýsnin til nautnar hafi orðið sterkari en fýsnin til ábat- ans, þá þarf vart að efa, að félaginu hafi s'ðan stór- um farið fram». Höf. efast ekki um að ofdrykkja á Suðurey kunni að valda meiri framfarahnekki þar en á hinum eyjunum, með því salan á brennivlni sé enn ótakmörkuð á Suðurey, en á tvennan hátt hafi kaupmenn takmarkað hana á hinum eyjuoum, fyrst með því, að binda útsölu á brennivíni cingöngu við þórs- höfn og Vt>g á norðureyjum, og f annan stað með þvf, að af taka smáskamtasölu á brennivfni á þessum stöðum. J>ó efazt höf. ekki um að kaupmennirnir á Suðurey muni innan skams vinnast til að gjöra sömn takmörkun þar. Hvað lánsverzlun- ina snertir, játar höf. að hana sé auðvelt að vanbrúka á báðar hliðar, t. a. m. þegar kaupmenn gynna bændur með rífum lánnm til að veðsetja sér jarðir þeirra f þvf skyni að festa þá við sig upp frá þvf sem skiptamenn og skuldunauta, eða þegar bændur nota lánstraustið á þann hátt, að þeir fyrst gabba einn kaupmann meðan uokkuð gengur, síðan annan, og svo koll ef kolli. Við þvllíkt háttalag deyr og drafnar allur dugur og drengskapur f viðskiptum. Hðf. neitar þvl, að keppni kaup- manna muni vera of Iftil en samtök þeirra of mikil; aptur hyggur hann að verzlunin á eyjunum fari allt of mikið á víð og dreif og að samkomulag kaupmanna sé mikils til of lítið ; því — segir hann — að sama skapi sem verzlun er meiri á ein- stökum slöðum, að sama skapi æiti úlsöluverðið að lækka; á slíkum stöðum er og hægra að hafa eptirlit eptir vöruvöndun og vörugæðum. En þar sem einstakir verzlunarmenn kaupa og selja hver í sinni bygð, þar geta þeir miklu fremur «prang- að» og þar á sér mikið minna vöru-eptirlit stað, með því þeir er þannig verzla, eru optast annara menn og láta sér þvf minna skipta gæðin á vörunni en vextina, þvf af þeim fái þeir aukarentur en ekki af gæðunum. Þvf næst fer þessi skynsami höfundur að tala um eyjaskeggja i öðrum greinum. Uann játar að visu að skattar hafi drjúgum aukizt á cyjunum sfðan hinar nýju réttarbætur byrjuðu þar, verzlunarlögin 1856, fá- tækrareglugjörð 1854, og sveitalög 1873, en hann sýnir, að efnahagur og nálega öll menning hefir eflst þar að sama skapi eða fremur; hið leiða ölmusubetl hefir alveg hætt (enáðurlifðu þar allir öreigar á betli); konur og karlar halda sig miklu betur að vistum og klæðum ; og mentunin þá? Áður var enginn skóli á Færeyjum og börnum var ekki annað kent en kristinndóm- urinn einn (á dönsku); uú eru barnaskólar á hverri ey, áður kostuðu slíkir skólar ekkert, þvl þeir voru ekki til, nú eru þeir til og kosta mikið fé, en hvort — spyr höf. — er ábatameira? Þá voru heldur engir vegaskattar, nú liggur vegabótargjald á hverjum bónda. Reyndar hefir einn og annar eldri manna heyrzt segja: oþessar vegabætur eru óþarfi, því eg er ekki of góður að rölta sömu slóðina, sem hann faðir minn sæll gekk um slna daga og þurfti sjaldan að styðja hann, karlinn*, en þó þykir nú fæstum efamál að vegabætur eyjanna feli f sér einhverjar hinar beztu og mestu framafarir; eru nú komnir góðir vegir milli flestra bæja og bygðarlaga á eyjunum, og byrjað að leggja þjóðvegi. Þá telur höf. með beinum framför- um hinn vaknanda áhuga á jarðrækt og útgræðslu, en bætir þó við þeirrí athugaseind, að í þvf efni sé enn við ramman reyp að draga, þar sern sé hleypidómar jarðeigenda. Um fiski- veiðar landa sinna segir höfundurinn: «Áður fiskuðu hér allir eingöngu á opnum skipum; þegar því komu ár og ár, er fisk- ur lagðist frá og gekk eigi til venjulegra miða, fékkst engiun

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.