Þjóðólfur - 30.12.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.12.1878, Blaðsíða 1
31. ár. Ivostar 3kr, (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágiistmán. Reykjavík, 30. desber. 1878. Sé borgaS að haustinu kostar árg. 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. 2. blað. ITIisprentmi. í svari Jóns liáyfirdómara Peturssonar, prentuðu í seinasta blaði J>jóðólfs, upp á spurningarnar í ísa- fold, liafa orðið þessar prentvillur, er raska meiningunni: a, í svarinu upp á 1. spurninguna: «og dæmin sýna bezt, bvort þetta ekki er gott», í staðinn fyrir: «og dæmin sýna bvort þetta ekki er satt». b, í svarinu upp á 2. spurningu: «þ>að skiptir engu, þó ís- lendingar í bráðinu einir befðu orðið til að nota námurnar sjálfir» fyrir: «það skiptir engu, þó íslendingar í bráðina eigi hefðu-----sjálfim. c, í 5. spurningunni: «en lofa íslendingum» fyrir: «en lofa Utlendingum». f — Veðrátta. Alla jólaföstuna gekk stöðugt blíðviðri, en frost mikið, 8—9° E. að moðaltali. Fiskiafli mikill spyrst vestan undan Jökli — meiri en mjög mörg ár að undanförnu — ef satt er að þar séu koranir 12 hundraða hlutir, og liá- karlsa að sama skapi, 2 tn. lifrar hjá hinum heppnustu. ’ ’ikindin í lœrða skólanum eru nú bötnuð. TX: >n almenni fundur í veiðilagamálinu, var haldinn sem tii gtóð, 17. þ. m. Urðu þar þær málalyktir, að ekkert varð að lögum samþykt, og verður því enn að Ieggja málið fyrir sýslufund. — Skipið «Ida» kom hingað til hafnar 24. þ. m. frá Spáni eptir fiski til Siemsens verzlunar. Maður kom rétt fyrir jólin norðan úr Húnavatnssýslu; ségir hajin þar sviplíkt tíðarfar því, sem liér gengur. Hafís- írir öllu norðurlandinu. ifmskaði. 21. þ. m. druknuðu 7 menn í Garðsjó, ii mili Arinbjarnar bónda Ólafssonar á Tjarnarkoti í unm-Njarðvík. Veður var gott í birtingunni, en hvessti við sólaruppkomu; frosthart var og ókyr sjór; þeir réru einskipa. Formaðurinn hét Jóntis Lýðsson. en hinir voru: Björn Guð- nun . 8son, ættaður norðan úr fingeyjarsýslu, Ietur Jónsson, ættaðnr frá Sveinatungu; Jóhnnnes Ilannesson, ættaður úr Mýrasýslu, og Guðmundur Guðmundsson, ættaður þar úr sveit. þessir 5 voru vinnumenn Arinbjarnar, «allir valdir menn að dugnaði og atgjörvi». Hinir tveirvoru haustióðrarbændur af Akranesi, «mestu myndar- og dugnaðarmenn»: Jóhannes, bróðir Jóns bónda á Bakka, og Jón Magnússon frá Garðhusi. c^Til Reykvikinga! Eins og birt var í síðasta tbl. jpjóðólfs, skal halda al- mennan kjörfund hér í bænum næstkomandi 2. jau., til Þess aðkjósa til 5 ára (eða endurkjósa) 5 nýja fulltrúa í stjórn hæjarins. Reykvíkingar! að því hefir opt verið fundið, að þéi sæktuð eigi sem bezt fundi þá, sem varða stjórn og velfeið bæjarins. Nú er yður þá því heldur ráð að sækja vel þennan fund, sem úrslit hans geta orðið og hljóta að verða þýðingar- meiri fyrir félag yðar. Hver sá borgari, sem á kostningar- eða kjörrétt, er skyldur til að mæta, cf liann getur mætt, — skyldur til þess bæði sjálfs sín vegna og meðbræðra sinna, en eiga ekki atkvæði sitt undir hverjum sem viJl. í annan stað ber bæði skylda og nauðsyn til, að þeir, sem körfundi sækja, athugi sem bezt atkvæði sín, og kjósi ekki eptir annara ráð- um, heldur af eigin sannfæringu. Eptir því sem bær þessi eflist og vex, vaxa og aukast skyldustörf og vandi bæjarstjórnarinnar, eins og sýna breyt- ingar þær, ráðstafanir og fyrirtæki, sem gjörð hafa verið hin síðustu ár með ráði bæjarstjórnarinnar. Tekjur og einkum gjöld bæjarins hafa og á skömmum tíroa aukist ekki smávegi- lega; — jafnaðarupphæð í árs-áætlun þeirri, sem nú er lögð fram á þingstofunni er yfir 18000 krónur — veldur því einkum lán þau, sem bærinn hefir tekið til ýmsra hinna nýju stórvirkja. Hin spánýju lóðargjaldslög verða hin ýngstu lög, sem hin tilvonanda nýja stjórn á að fram fylgja — eða rétt- ara að segja: athuga, því oss er með öllu óskiljanlegt, ef menn ári lengur þola þau í því formi, sem þau nú eru, sem betur skal bent á í blaði þessu, þegar niðurjöfnunarskrá bæj- arins kemur til sýnis. Eélagsmenn, bræður! sækjum skörulega kjörfund þennan, og kjósum einarðlega; sýnum þeim, sem stýra málum vorum, að vér sjálfir hugsum um velferð vora og kunnum að meta hvað við oss er gjört! Hvernig á að minka kaupstaðarskuld- irnar? Hvorirtveggja málsaðilar, bændur og kaupmenn, viður- kenna leynt og Ijóst, að sú skuldasúpu-viðskipti, sem gánga hér á landi, þurfi skjótra bóta við og breytinga. Að vísu liggur það í hlutarins eðli, að afleiðingar útlánanna verða enn skaðlegri og óbærilegri lántakendum en kaupmönnum. Kaup- maðurinn er einn gagnvart mörgum; hann streytist í lengstu lög að vinna það upp á öðrum sem hann eyðir á hinum; hann hefir lánardrottins réttindi og notar þau á margan hátt til margvíslegs hagnaðar, og kann optast þá íþrótt, að ráða lögum og lofum við skuldunaut sinn, svo reyndin verður sú, að sá sem í skuldasúpuna er kominn, má með réttu kallast ánauðugur maður ogekki Qár síns ráðandi. J>ó eru hin siða- spillandi áhrif kaupstaðarskuldanna, ef til vill, enn þá óbæri- legri fyrir mannlegt félag. Hinn skuldháði glatar trausti og virðingu ekki einungis annara, heldur og sjálfs sín, venst á að skoða sig eins og aumingja, sem ekki eigi viðreisnar von og verði allt að þiggja af náð, kemur fram fyrir lánardrottinn sinn með meir og meir skríðandi vesalmennsku, mætir meiri og meiri fyrirlitningu, og endar — ef ekki í æruleysi og ó- ráðvendni — þá samt sem húsgángur með húsgángssál. J>ess- ar afieiðingar hafa hin heimskulegu útlán og útlána-okur haft fyrir ærið marga, enda þótt ærið margir hafi, sem betur fer, betur sloppið. Regla og trygging í viðskiptum, almenn hrein- skilni, áræði, dugnaður og framtakssemi — allt þetta eyðist, og fer ótrúlega á ringulreið, þar sem verzlunin kemst í þetta horf; og sjálfir kaupmennirnir komast engu síður að keyptu en bændur að lokum; því, ef þeir ekki missa stórfé (sem opt- ast verður endirinn) við útlánin, þá bregst þö ekki, að þeir skapi sér þá skiptamenn, sem þeir hvorki geta virt né reitt sig á; tortryggni og óvild á báðar síður sýnir og sannar, að slík viðskipti eru í frá upphafi í eðli sínu óhrein og óeðlileg, og aldrei þrifvænleg milli frjálsra msnna, sem dáð og dreng- skapur er í. Hin hreinu og eðlilegu viðskipti eru þessi: að hvorugir blekkí eða svíki annan, kaupandi né seljandi, að hvorir fyrir sig vandi sína vöru og haldi til hæzta verðs; að hvorir fyrir sig keppist við að gjöra annan ángigðan, einkum með orð- heldni og hreinskilni; að öll lán sé bundin föstum en frjáls- legum skildögum, gjalddagi ákveðinn og leigumáli settur, þeg- ar auðsætt er, að sá hafi ella óhag, sem öðrum lánar. En — hægra er að kenna heilræðin en halda þau. Yíðar en hér á landi mun þykja torvelt að af nema þennan lánsvana; og að aftaka lán eða kaupstaðarskuldir með öllu, er eflaust ómögu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.