Þjóðólfur - 30.12.1878, Blaðsíða 2
6
legt nema smátt og smátt og á löngum tíma. Samt sem áð-
ur er mál þetta komið í það horf, að hér verður eitthvað úr
að ráða. £að er óyggjandi, að flestar verulegar breytingar til
bóta í verxlun lands vors hljóta fyrst og fremst að koma frá
kaupmönnum sjálfum, því þeir þekkja hetur þess konar efni
en alþýða, og meðal þeirra ræður hver einn málum margra.
Einn vitur maður (ekki kaupmaður) átti tal við oss fyrir
skömmu um þetta mál, og réð osa til að benda í blaði þessu
á fylgjandi reglur, ef ske kynni að bændur, og einkum kaup-
menn lands vors, vildu aðhyllast þær, og loita samtaka til
þess með þeim að létta á skuldaánau^ þeirri og vandræðum, sem
fylgja lánsverzlunarsið þeim, sem nú drottnar:
]. kaupmenn semji við skiptamenn sína, að þeir hafi borgað
skuldir sínar við þá innan 6 ára.
2. kaupmenn gjöri þau samtök sín í milli og auglýsi síðan,
að þeir frá ákveðnum tíma láni engum manni peninga né
vörur nema í móti bréflegri skuldbinding lánþiggjanda um
fulla borgun lánsins á ákveðnum gjaldtíma.
3. kaupmenn fastbindi með sér og auglýsi, að þeir heimti
5 af hundraði í leigu af hverri þeirri fjárupphæð, sem ó-
goldið er á síðasta gjalddegi.
4. kaupmenn og bændur komi þeirri reglu á, að þinglýsa
öllum þess konar stærri skuldabréfum, og að tryggja með
lögum samninga og viðskipti í kaupverzlun betur en hing-
að til heíir til gengið.
Nkýrslur og framtal.
Eins og dr. Gr. Thomsen skarplega benti á í ísafold fyrir
skömmu, eru flestar hagfræðistöflur hér á landi enn þá næsta
óáreiðanlegar, og mest fvrir þá sök, að framtals- og búnaðar-
skýrslur hinna ýmsu sveita og sýslna, som hagfræðin byggir
á, eru mjög svo ófullkomnar. Má það sjá ekki einucgis af
dæmum sem vér þekkjum, heldur af töflunum sjálfum. J>essi
óáreiðanleiki framtalsskýrslna landsmanna, er næsta skaðlegur
landinu. Að vita með vissu fjárhag hverrar sveitar, hverrar
sýslu, hvers fjórðungs og síðan gjörvalls landsins, er svo áríð-
andi, að fyrir þá þekkingu verður nokkurn veginn auðið að
koma við rjettlátri og hagfeldri stjórn. Eins og kaupmaður-
inn því að eins veit, hvernig verzlunarhag-hans er varið, éf
hann gætir svo bóka sinna, að hlutfall tekja og gjalda, eigna
og skulda sé ávalt auðsætt og við hendina þegar til þarf að
taka, allt eins þurfa þeir, sem landi stýra og lögum ráða, ætíð
að vita eða hafa til taks öll þau skilríki, sem sýnt geta hag
og hlutföll lands og lýða, en þó einkanlega allar hagfræðis-
skýrslur. Hagfræðin er svo að segja ný vísindagrein, en þó
svo langt á leið komin, að hennar þýðing vex nær daglega í
augum hins mentaða heims. Menn hafa meðal annars fundið
og sannfærst um, að margt viðvíkjandi lífi manna og högum
fylgir fösluni lögum, sem telja má tölum, eða er réiknanlegt,
þótt til síðustu tíma hafi talið verið alveg háð reglulausri til-
viljun. Með þessari fræði má því lángt komast og ótrúlega
mikið efia almennings heill, — einungis að tölur þær, sem
bygt er á, séu reltar. Séu þær rángar, verður allt, sem á
þcim er byggt, eða af þeim leitt, rángt, og er þá miklum
kostnaði og miklu ómaki illa varið, því dýrt er það verk, að
koma í eina skýrslu öllu fé hvers einstaks manns á landinu,
auk annara skýrslna. Sú þjóð, sem vill Iæra sjálfsforræðis-
listina, eða að vera frjáls í orðsins sann-pólitiska skilningi,
hún þarf fáa hluti fyr að kunna en hrein viðskipti við sjálfa
sig, eða trúmensku í gjöldum, greiðslu og framtali. Ef alþýða
í einhverju lýðstjórnarlandi vendi sig á tíundarsvik og allskon-
ar refjar í opinberri greiðslu, svíkur liún í rauninni eins skað-
lega og heimskulega sjálfa sig, eins og ef einstakir menn græfu
fé sitt í jörðu fyrir nízku sakir og vesalmensku. þ>ví miðurmun
mjög misjafnt framtal hafa viðgengist hér á landi, og mun enn
viðgángast of víða. Viljum vér skoða þann ósið sem erfða-
synd frá þjóðarinnar niðurlægindartímum. Með nýrri stjórn-
arskrá og nýjum tíundarlögum mun nú þotta smámsaman lag-
ast, enda ætti hver ærlegur bóndi að sjá, að tíundarfé það,
sem hann treystir sér undan að draga, þ. e. stela frá ætt-
jörðu sinni, það dregur hann aldrei mikils, en verkið er bæði
vesalmannlegt, ódrengilegt í sjálfu sér og miðar til beinna ó-
heilla fyrir land og lýð.
Um leið og vér endum þessa athugasemd, skulum vér
benda á eina eyðu í hinum árlegu búnaðarskýrslum, en það er
vöntun framtals á töðu og útheyji hvers búanda á landinu að
haustinu til. Slíkt framtal mundi fást nægilega glögt, og þarf
ekki all-hagfróðan mann til að sjá, til hvers það yrði notað.
galtfisksmálið (Niðurlag).
E e g I u r
um viðtöku á saltfiski frá hálfu kaupmanna, og meðferð á
eptir, o. s. frv.
1. Kaupmenn gæta þess vandlega, að gjöra mun á saltfiski
eptir gæðum. Til þess að meta gæði fisksins, skulu settir
matsmenn, er skeri úr, til hvers flokks fiskinn skuli telja, ef
nokkur ágreiningur er um það milli kaupanda og seljanda.
Til fyrsta flokks skal telja fisk þann, er talinn verður góður
og gjaldgengur varningur til sölu á Spáni, eins og fiskurinn
er, þegar hann er afhentur af seljanda. Auk þess skal hver
sá fiskur, sem talinn verður til fyrsta flokks, vera að minsta
kosti 18 þumlungar á lengd að sporði meðtöldum. Allan ann-
an fisk skal telja til annars flokks, og skal verð hans talið
fimmtungi minna, en fisks í fyrsta flokki.
2. Kaupmönnum ber að hafa til móttökumanna á fiskin-
um fyrir sína hönd þá eina, sem eru greindir menn og hæfir
til að meta gæði fisksins, hvort heldur er í verzlunarstöðun-
um sjalfum eða annarstaðar, þar sem þeir veita fiskinum mót-
töku. Kaupmönnum ber að brýna það alvarlega fyrir erinds-
rekum sínum, að taka á móti fiskinum samkvæmt þeim Tegl-
um, sem taldar eru í 1. gr., og leita matsmanna, ef nokkur
ágreiningur rís um gæði fisksins. Við afhendingu fisksins frá
móttökumönnum skal matsmaður við staddur, er gjöri grein
fyrir, hvort fiskurinn svari til þeirra gæða, sem mótsj
uriun hefur talið.
3. Að svo mildu leyti og svo fljótt, sem auðið erj
kaupmenn fækka móttökustöðum á fiski, hvort heldur er
landi eða skipum, og hafa þá sem fæsta, sem þeir geta kom-cr
izt af með.
4. Kaupmönnum ber að forðast, að láta flytja fisk út í
skip sín í vætu, hvort heldur er á stöku stöðum hjer og hvar í
veiðistöðum eða kaupstöðum, og yfir höfuð varast, að flskurinn
sæti neinum skemmdum úr því hann eí kominn í þeirra hend-
ur, og eins vanda hús þau, sem fiskurinn er í geymdur.
5. Ifver sá kaupmaður, sem verður uppvís í>ð því, að hafa
tekið fisk í fyrsta flokk, sem matsmenn liafa, svo að hann 1
viti, talið til annars flokks( skal greiða sekt, 5 krónur fyrir
hvert skippund, sem hann þannig tekur, og skal lielmingur
sektarinnar falla til uppljóstrarmanna, en hinn helmingurinn
til hlutaðeigandi sveitarsjóðs.
6. Matsmenn á fiski skulu kosnir á þaun hátt, að kaup-
menn stinga upp á þeim, svo mörgum í hverjum hrepp, sem
þeir ætla nauðsynlegt, en hlutaðeigandi sýslumaður eða bæjar-
fógeti skipar þá og gefur þeim erindisbrjef. Hann skal og
eiðfesta þá. Kaupmenn annast borgun til matsmanna fyrir
starf þeirra, eptir því sem báðum mólspörtum kemur saman
um, nema öðruvísi verði ákveðið.
7. þ>egar því verður við komið, skulu ávallt einhverjir þeir
matsmenn, sem þannig eru skipaðir af yfirvaldinu, til kallað-
ir, þá er fiskur W fluttur í skip til burtflutnings til annara
landa».. i
Eptir ályktun fundarmanna auglýsum vjer nú hjer meö
hvorartveggja þessar reglur, og skorum jafnframt í umboði
fundarins á alla fiskimenn og sjávatbændur í kringum Faxa-
flóa, að fara sem vandlegast eptir reglum þeim, sem skráðar
eru hjer á undan um verkun á saltfiski kringum Faxaflóa, og
enn fremur að vanda yfir höfuð verkun á allri vöru sinni, hvort
heldur er á fiski, lýsi, hrognum, sundmaga, eða hverju nafn