Þjóðólfur - 28.01.1879, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.01.1879, Blaðsíða 1
31. ár. Kostar 3kr, (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavik, 28- jan. 1879. Sé borgað að haustinu kostar árg. 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. 4. blað. Tíðarfar. Rétt eptir nýárið breyttist veðráttan úr harðindum í rigningar, umhleypinga og þýður, og hefir síðan verið alauð jörð hvervetna nema í nyrðstu héruðum iandsins. Aflabrögð hafa enn lítil orðið, þd sumir þeirra, er farið hafa suður í Garðsjó, haíi orðið vel varir. Norðanpóstur kom hing- að 25. þ. m. Jörð var nóg alstaðar, og hafísinn að mestu horfinn úr sýn. Frostið um jólaleytið varð þar nyrðra víða yfir 20° R. (25° C.), mátti skeiðríða endilangan Eyjafjörð langt út fyrir Laufás, og Skagafjörð út að Málmey, og muna ekki elztu menn slík ísalög, og það svo snemma vetrar. Nokkrir hvítabirnir höfðu skroppið í land af ísnum við Skaga, en unnu lítinn eða engan skaða. |>eir hurfu aptur með ísnum. Veik- indi mikil hafa gengið á austurlandinu, einkum í FJjótsbéraði; andaðist úr þeim einn helzti maður og merkasti austanlands, Sigurður Gunnarsson, prófastur á Hallormsstað. í Skagafirði var og nýdáinn presturinn til Reynistaðarþinga, sira MagnúsThorlacius. — Vestanpóstur kom 26. þ. mán. Vetrarfar allgott vestra, sem annarstaðar. 2 menn týndust við ísafjarðartanga af báti rétt fyrir jólin. Rétt áður en póst- ur fór af ísafirði, týndist skip úr Bolungarvík með 6 mönnum; þar af var helztur merkisb. og sjókappinn Guðm. Jóhann- e s s 0 n frá Kirkjubóli. Bezti afii í Bolúngarvík og undir Jökli. Bráðapestin hefir verið hin skæðasta víða hér syðra, eink- um í Kjósarsýslu og neðri hreppum Árnes'sýslu. Töður manna þykja óvenjulega léttar mjög víða, svo kýr mjólka mjög illa. Um vesturfarir heyrist nú fátt talað, þó er hreifing nokk- ur aö sögn í Dalasýslu, og önnur á austurlandi. liýprenfafí. Hjá Einari |>(5rðarsyni: Kristilegur barnalœrdómur eptir lútenkri kenningu. Höfundur Helgi Hálfdánarson, (kostar 65 aura), Og St.ultur leiðarvisir til að spyrja börn eptir sama kveri, eptir P. Pjetursson biskup. Kostar 66 a. (í prentsmiðju ísafoldar) Vér efumst ekki um, að bæði þessi kver fái beztu við- tökur hjá þjóð vorri. Að semja nýjan barnalærdóm, er jafn þýðingarmikið sem vandasamt verk. J>etta kver sira Helga er hið fyrsta frumsamda barnalærdómskver, sem út hefir komið hjá oss, I>að er töluvert styttra en Balles kver, og hefir aðra og einfaldari efnisskipan. Að öllu formi má þegar sjá, að það er miklu betur úr garði gjört. Fyrst hefir það Lúters minni fræði í lagfærðri þýðingu frummálsins; þá kem- ur trúarlærdómurinn í 12 köflum (fyrri partur), og síðan siðalærdómurinn, sér í lagi, í 6 köflum. Málið er hið hrein- asta — ef ekki um of hefiað á stöku stöðum — og hver grein svo ljós og greinileg að orðavali og málsgreinaskipan, sem bezt má verða. Með hinni heppilegu efnisskipan hefir höfundinum mjög vel tekizt, að bæta úr þeim efnisruglingi, sem er aðal-gallinn á Balles kveri. Ritningargreinarnar hefir og höfundinum tekizt víða að velja heppilega, enda þótt oss líki það val miður á slöku stöðum.' Eins og titillinn lofar, er kvenð samið stránglega eptir Lúters kenningu. Leiðarvísir biskupsins er prýðis-fallega af hendi leyst kver, að efni, formi og frágángi. Ráðum vér almenningi sér- staklega til að kaupa það og nota við barnaspurningar. J>að þræðir nákvæmlega og mjög smekklega grein fyrjr grein í kverinu unz ekkert verður eptir og ekkert gleymist, sem hún inniheldur. Kverið sjálft er að vísu Ijóst og skarplega samið,en einmitt þess vegna að ein grein er ljós, gleymir margur, sem lærir, að athuga efnið, og margur, sem fræðir, að spyrja út úr því, en úr þessu bætir þetta kver ágætlega. iStyrbjörn í Höfn. «Styrbjörn í Nesi», skrifar síg nú «í Höfn», — sjá greinina «Til sálmabókarnefndarinna. > í 59. nr. Norðanfara f. á. — enda er auðséð, að hann þykist liggja öruggur fyrir öllu andviðri, þótt hann enn leggi «drek- anum» djarflega fram móti biskupi vorum. Jafn ómaklega ó- svífni hefir maður þessi aldrei komið með, sem í áminnstri grein. J>ar segir beinlínis aðallar húslestrarbækur biskups séu «útlagð- ar», enda »virðisthann hafa komið á ránga hyllu, sem guðfræð- ingur». |>etta og fleira þess kyns um þennan ágætismann og biskup landsins, er alveg óþolandi að sjá og lesa í blöði m, svo mikil frekja er í slíkri rángsleitni. Að frátöldum óvinum Péturs biskups, munu allir landar hans játa skýlaust, að.hann í sannleika sé merkasti kennimaður þessa lands, og einn af vorum fjölhæfustu ágætismönnum, þegar á allt er litið; mund- um vér kveða sama dóm upp yfir honum, þótt hann væri ekki lengur lifandi meðal vor. Að kalla guðsorðabækur hans «útleggingar» er eins hin mesta rangsleitni, því að þó þýddar rædur, hugvekjur eða bænir kunni að flnnast, enda víðá, í ritum hans, er bæði svo meistarlega með það farið, að það er eins og frumsamið, og hins vegar vitum vér með vissu, að hið frumsamda er meginhluti hans guðsorðabóka. Hús- lestrarbók Péturs biskups, og eins hinar hjartnæmu hugvekjur hans, einkum fyrri partur þeirra, er að voru áliti eitthvert hið nytsamasta og blessunarríkasta verk, sem unnið hefir verið fyrir þjóð vora á þessari öld. |>aö sem einkum virðist einkenna öld vora í andlegum efnum, er ófriður og léttúð, og það sem einkum einkennir kenningu Péturs biskups, er einmitt friður og stilling og guðrækileg trúar- og lífsskoðun. íslenzkir menn! horfið eigi hlutlaust á að kastað sé skarni á yðar ellstu og æruverðustu höfuð, því það er hið versta og ves- almannlegasta verk, og engra drengilegra þjóða dæmi! Fátækragjalfl, tekjn- o^: eigrnarsbattar i Reykjarik 1879. þ>eir, sem gjalda 50 kr. eða meira, eru: Fischers verzlun 560 kr., Knudtzons 460, Smiths 420, Thomsens 375, Havsteens 375, landshöfðingi og biskup, hver 350, Siemsens verzlun 240, S. Melsteð lector 210, |>. Jónassen konferenzráð 180, Bernhöft bakari 160, B. Thorberg amtmaður, dr. Hjaltalín, landlæknir, og Á Thorsteinson, landfógeti, hver 150, Jón Pétursson háyfirdómari, M. Stephensen yfirdómari og Einar |>órðarson prentari, hver 140. Jón rektor |>orkels- son 145, Möller gestgjafi og norska verzlunin, hver 130, Jónassen læknir, M. Jónsson í Bráðræði, hver 120, H. Árna- son prestaskólak. og Símon kaupm. Johnsen, hver 110, L. E. Sveinbjörnsson yfirdómari, E. Th. Jónassen, bæjarfógeti, J. Steffensen faktor, G. Zoéga, Hallberg gestgjafi, hver 100, Jón ritari 90, Kriiger lyfsali 85, hlutafélagið og dómkirkjuprestur- inn 80, 0. Finsen póstmeistari og H. Guðmundsson kennari, hver 75, Jón J>órðarson á Hlíðarhúsum, og H. Kr. Friðriks- son yfirkennari, hvor 70, Jón Ólafsson á Hlíðarh., Helgikenn- ari Hálfdánarson og Guðm. Jóhannesson smiður, hver 65, Kr. Jónsson sýslum., B. Bjarnason frá Esjubergi og Jón Sveins- son kennari, hver 60, H. E. Helgesen kennari, frú H. Bene- dictsen og M. Jóhannessen faktor, hver 55, Jensen bakari 50, kr. Af þessum lista og eptirfylgjandi um tekju- og eign- arskatt Reykvíkinga má sjá, að vorir hálaunuðu og smá-öfund- nðu embættismenn sleppa ekki alveg varhluta frá sköttum og skyldum. / tekjuskatt borgar landshöfðingi 287 kr., biskup 149, Fischers verzlun 175, amtmaður B. Thorberg 110, Jónas- 13

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.