Þjóðólfur - 28.01.1879, Blaðsíða 2
14
sen konferenzráð, Smith konsúll og Knudtzons verzlun 100,
Árni landfög. 98, dr. Hjaltalín 80, Jön Pétursson háyfirdóm.
91, Bernhöft bakari 70, Magnús Stephensen yfirdómari 76,
S. Melsteð lektor 62; aðrir eru undir 50 krónum.
í eignarskatt borgar biskup vor mest, 56 kr., þar næst
Magnús Jónsson á Bráðræði 40 kr., þá fröken Ingileif Bene-
diktsen 39, þá móðir hennar frú B. 31, þá Bjarni frá Esju-
bergi 20 kr., 0. s. frv., aðrir minna.
Hirkja og kirkjuskólar.
<> Hvað eigum vér að eta? hvað eigum vér að drekka?
hverju eigum vér að klæðast?« fannig andvarpa börn þess-
arar veraldar. Hvað segi eg? fannig andvarpa nú sjálf guðs-
börnin, prestarnir, og þjóð og þing í þeirra nafni. Hvernig bæta
skuli kjör presta, er nú daglega verið að ráðgast um, nefndir
settar, frumvörp samin, síðan prentuð, síðan sundurtætt, og
síðan aptur samin. Er þó meiri von, að mál þetta, svo og
hin riýja kirknaskipan, komizt bráðum í nokkurt horf. En —
mun ekki annað spursmál æðra vera til en þetta? mun ekki
hitt spursmálið liggja að minnsta kosti líka fyrir, þetta: hvað
eigum vér að gjöra? Og vér erum vissir um að mörgum
presti á landi voru liggur sú spurningin þýngra á hjarta en
hin — já, hverjum þeirn presti þýngst, sem verðastur er þess,
að hans ytri kjör séu endurbætt — ef hann óskar þess. Hvað
oss snertir, virðist oss full þörf á að bæta kjör presta þessa
lands, og þó einkum þess, að kjör þeirra verði jöfnuð, sum
brauð mínkuð en ýmsum steypt saman, en als ekki virðist oss
nauðsyn til bera, að íþýngja landssjóði með né einum eyri
presta eða kirkna vegna. Vér viljum að allar þær umbætur
sem í þessu efni eru gjörðar, séu látnar miða að því, að hvert
hinna einstöku kirkjuhéraða fyrir sig, fái sem fyllst frelsi með
sína stjórn og fjárhag, enda beri sjálft sjálfs sín kostnað, þar
sem slíkt er unt. En — maðurinn lifir ekki á einu saman
brauði, og þá ekki heldur kirkjan, kristnin, söfnuðurinn. fað
er grunsamlegt, að heyra kristninnar talsmenn í einhverju
landi tala mest um magann, en minst upi hjartað eða and-
ann, mest um hýðið en minst um kjarnan. Er ekki slíkt beinn
vottur þess, að andinn er farinn, að hin sanná kirkja «fyrir-
finst ekki» — eins og Skálholtsbiskup skrifaði um kirkjuna í
lleykjadal? Kirkjan er kölluð «hin stríðandi», og-stríðandi
og líðandi hafa jafnan allir hennar sönnu feður og synir ver-
ið. Vor kirkja er, vorir kirkjufeður og kifkjusynir eru einn-
ig stríðandi, en fremur, að oss virðist, gegn líkamleg-
um en andlegum óvinum, fremur fyrir vini holds og heims
en gegn óvinum sálar og anda. Eða, mun þetta of sagt? líða,
mun ekki eins brýn — mun ekki miklu brýnni nauðsyn bera
til, að prestar og söfnuðir spyrji: hvað eigum vér að gjöra?
Vér erum vissir um, að þeir prestar eru til, sem hugsa á
þessa leið: Fyrst af öllu líf í kirkjuna! fyrst af öllu Qör og
anda, trú, von og kærleika, ellegar enga þjóðkirkju, eng-
ar bollaleggingar um glingur og hégóma! Fyrst af öllu
Guðsríki — svo mat og drykk og peninga, en þó með sparn-
aði; Guðs þjónar mega ekki lifa í vellystingum praktuglega.
Kvarti þeir prestar, sem kvarta þurfa, en hræðist þeir ekki
svo mjög það, sem líkamann sveltir, heldur það, sem sveltir
sálina! Sé einhver kirkja ónýt að innan, stoðar ekki að
styrkja hana, né sæmir að prýða, að utan. J>essar blessuðu
þjóðkirkjur hafa þann breyskleika sameiginlega, að þeim hætt-
ir við að sofna í fornu formi, sofna upp við fúnar stoðir, sem
í fyrndinni voru reistar, en ormur tímans hefir etið að neðan
og innan, uns hýðið hrynur loks saman. Hvað eigum vér að
gjöra, kirkju og þar með þjóð vorri til andlegrar og guðlegrar
viðreisnar? |>ví miður spyr kirkjan stundum minst um þetta,
þegar þess mest þarf við, því þá er hún jafnan annaðhvort
huglaus eða trúarlaus, og hvort öm sig bindur henni fyrir
túngu. Og það er fullkomin sannfæring vor og hefir lengi
verið, að ekki einungis kirkjan á voru landi, heldur og meg-
inhluti hinnar prótentantisku kirkju sé banvænlega meiddur
af hvorutveggja, bæði hugleysi og trúleysi. En ef nú svo er,
eða l>ótt nú sé svq, — til hvers er þá að bæta hræsninni of-
an á og ætla að drepa alt með þögn? Styðja menn eigi miklu
fremur lýgina en sannleikan meðþví? Yér játum, að prestum
og söfnuðum sé mikil vorkunn á voru landi; eins og félagslífið
er strjált og dauft eða spilt, eins hlýtur kirkjulífið og að vera.
Hér við bætist, að lífsskoðun vorra tfma, sem ávalt striðir við
og smábreytir «hinni kirkjulegu», kemst eins ótt hingað til
lands og inn í meðvitund manna (þótt menn viti það ekki),
eins og annara þjóða, en aptur stendur vort fátæklega kirkju-
líf í stað, eða réttara: því miðar að sama skapi aptur, sem
órói meðvitundarinnar vex fyrir verzlegu áhrifin — órói, sem
sumpart bendir á vaxandi vantrú, einkum hinna mentaðri, á
mörgum eldri kirkjulærdómum og skoðunum, og sumpart á æ
vaxandi löngun eptir meiri samhljóðan milli trúar og lífsskoð-
unar (þekkingar), eða eptir einfaldari og skynsamari guðshug-
mynd, einfaldari og náttúrlegri skoðun á sambandi Guðs og
mannkynsins og allra þjóða innbirðis, eptir andlegri skilningi
á kristindóminum, 0. s. frv. í stað þess að kirkjan svari
þessari lifandi kröfu safnaðanna (sem þeir reyndar máske ekki
kannazt við) streytist kirkjan við að byggja einskonar nýja
kaþólsku, sem heldur öllu nauðugu-viljugu í «authoríséruðu»
móti, eptir fyrirmyndum löngu liðinna tíma, hefir sainvizku
og trúarfrelsi á vörunum, en bindur menn þó margvíslegu ó-
frelsi1, og aðferð hennar gagnvart vísindum og Iffsskoðunum
nýrri tíma er mjög sjálfri sér ósamkvæm. pessa galla leyfum
vér oss þannig lauslega að nefna, til þess að minna hugsandi
menn á, að það tré, sem vor kirkjugrein er viðföst, þarf sjálft
fyrst, eða jafnframt henni, að endurnýjast.
«Hvað eigum vér að gjöra?» Eigum vér að yfirgefa trú-
arfélag vort og annaðhvort hafa enga trú eða stofna nýtt
trúarfélag? Nei! Að hafna allri trú er mönnunum ómögulegt,
og að yfirgefa sína kirkju, þar sem engir aðrir, sízt háttupp-
lýstir, trúarflokkar eru, ætlum vér flestum óráð. Vér ætlum,
að það sé skylda hvers manns að lifa og stríða alla sína daga
í þeirri kirkju og — sé hann nokkurs megnugur — fyrir þá
kirkju, sem ól hann og mentaði á sínu skauti. Og ef margt
má finna að þessari kirkju, þá má einnig finna galla á öðrum
kirkjum, því fullkomið er ekkert félag á jörðunni. Hvað eiga
þá vorir prestar að gjöra? l>eir eiga að gjöra alt, sem þeir
geta, Guðs ríki til eflingar, og er í þessu fólgið alt, sem í jafn
fám orðum verður sagt. Að telja upp skylduverk þeirra, á
hér ekki við, en það, sem vér vildum sérstaklega benda á sem
þeirra skyldu, það er að vera nppbgggilegir. Uppbyggilegir
geta þeir því að eins verið, að þoirra kennimannsskapur sam-
svari anda og þörf tímans, og þeir staríi svo með anda og ár-
vekni — ekki hver sér, heldur sem andlegir félagsmenn einn-
ar lifandi kristni. Hið guðdómlega í kristindóminum er þess
eðlis, að það getur sigrað og samþýtt sér, og hlýtur að sigra,
fegra og fullkomna, alla skynsamlega eða náttúrlega lífsskoð-
un, sem til er, eða getur upp komið í heiminum. Eins og
frumefnin, sem mynda alla sýnilega hluti, eru fá, eins eru
frumsannindi Guðsríkis, þau oru fá, en þau má sundurliða og
þeim má blanda og þau má fiækja og þeim má spilla, uns
enginn skilur neitt; en snerti þau í sinni guðlegu ein-
feldni mannsins anda, þá eru þau Ijós og lifandi,
sennileg o g eðlileg í æðsta skilningi, jafnvel skyn-
semi barnsins; þá minkar hinn dogmatiski og yfirnátt-
úrlegi blær kenningarinnar, en hinn uppbyggjandi, fræðandi,
og eptir eðli manna lagaði kennimannskapur kemur fram.
«En — kann margur að spyrja — hverfur þá ekki allur trú-
arluaptur, allur hiti, allur nauðsynlegur ótti úr sálunum, sam-
fara því, sem þú kallar »dogmatiska» kenningu? Vér spyrjum
aptur: Er þetta ekki alt að hverfa hvort sem er? Vér
meinum og als ekki, að menn skuli niðurrífa það sem mörg-
um er heilagt; það sem lífið er undir komið, er það, að upp-
byggja. fessu til skýringar og til alvarlegrar íhugunar, öll-
------&——-----------■—
1) þannig heldur þessi kirkja öllu eiginlegu frelsi fyrir söfnuðunum;
hún ræður hverju menn s k u 1 i trúa, og hún ræBur, hverjir skuli kenna
trú eða fær söfhuðunum þá eina presta, sem hún vill, o. s. frv.