Þjóðólfur - 28.01.1879, Blaðsíða 4
16
f Merkisböndinn J<5n sál. Finsson, andaðist að Langár-
fossi í Mýrasýslu 4. ndv. síðastl.; hann var borinn 15. sept.
1798, og dvaldi þar alla sína 80 ára æfi á sama bæ. «Jón
sál. var einu hinn merkari sómabdndi; gæddur ágætum gáf-
um, prýðilega greindur og guðrækinn, stiltur og hægur í lund,
kjarkmikill atkvæðamaður, tryggur og trúfastur, vinvandur og
vinfastur, stjörnsamur og staðfastur, sem hvorki leið nokkra
óreglu né skeytingarleysi. Hann var stgjörvismaður bæði til
líkama og sálar, og snillingur sem lagði allt á gjörva
hönd, heppinn og lipur formaður, búhöldur góður og varði
efnum sínum vel. Ástúðlegasti og rkylduræknasti ektamaki,
sannkallaður sómi sinnar stéttar, og er því sárt saknaður ekki
einasta af hans ekkju og vandamönnum, heldur af þeim sem
honum kyntust. Hann lifði blindur síðustu 9 ár æíi sinnar».
f Annan dag jóla næstliðinn andaðist að Neðrahálsi í Kjós
merkisbóndinn Jón Sæm undsson, 78 ára að aldri. Hann
var borinn að Haukagili í Vatnsdal árið 1800. Móðir hans
Briget var sonardóttir Haldórs bps Brynjólfssonar. Frá því hann
var 10 ára og fram að tvítugu var hann hjá Ólafi sáluga á
Auðúlfsstöðum í Blöndudal, en kona Ólafs var móðursystir hans.
29 ára fluttist hann á suðurland og hefir búið 49 ár á
Fossá og Neðrahálsi. Hann var tvígiptur og átti 19 börn, en
af þeim lifa 7. Jón sálugi var einn af þeim, sem ekki hafði
úngur verið til menta settur, en hafði náttúru atgjörvi ekki
lítið. Hann var fljótgreindur maður og bar gott skyn á mart;
hann var karlmenskumaður, ör og fjörmikill, reiðmaður mesti,
gestrisinn og góðgjarn. Hans var og mjög leitað til lækninga,
því hann stundaði þá list frá únga aldri, og þótti mjög hepp-
inn blóðtökumaður, og þó einkum, er hans var vitjað til kvenna
í barnsnauð. Til slíkra kærleiksferða var hann jafnan fljótur
til bragðs og tók sjaldnast fé fyrir. Hann bjó jafnan all-
góðu búi, því ekki skorti dug og starfsemi. Húsfaðir var
hann hinn bezti og ástfólginn öllum sínum.
— Nýlega er sáluð frú Hildur kona Hjartar læknis Jóns-
sonar í Stykkíshólmi, fædd Tborarensen (dóttir Boga sál.),
skörulig kona, barnung að aldri.
— Nýdáinn var og, er póstur fóraðvestan: Guðmundur
Brynjólfsson, dannebrogsmaður á Mýrum í Dýrafirði;
mun hann hafa verið nálægt sjötugs aldri. Mistu þar Vest-
firðingar einn sinn helzta og merkasta mann í bændaröð.
AUGLÝSÍNGAR
— Hér með er skorað á þá, er eiga til skuldar að telja
í dánarbúi ekkjunnar Valgerðar Ólafsdóttur, er andaðist hér
í bænum árið 1877, að gefa sig fram með kröfur sínar og
sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í bænum innan 6 mánaða
frá birtingu þessarar auglýsingar, samkvæmt fyrirmælum í
opnu bréfi 4. janúar 1861.
Skrifstofu bæjarfógetans í Eeykjavík 24. janúar 1879.
E. Th. Jnnassen.
— Hér með auglýsist, að við 3 uppboð, er haldin verða
um hádegi hinn 1., 14. og 26. apríl þ. á. verða seld hæðst-
bjóðanda verzlunarhús dánarbús 0. P. Möllers, liggjandi í
strandgötunni hér í bænum; hús þessi eru: stórt íbúðar- og
búðarhús með kvisti á og 2 pakkhús, öll virt á 12,402 kr.
til brunabóta og fylgir þeim góð lóð. Tvö fyrstu uppboðin
verða haldin á bæjarþingstofunni, en 3. uppboðið í greindum
húsum. Skilmálar fyrir uppboði þessu verða til sýnis á skrif-
stofu bæjarfógetans viku á undan 1. uppboðinu, og verða
birtir á uppboðsstaðnum í hvert skipti áður en uppboðið fer
fram. Skrifstofu bæjarfógetans í Eeykjavík 27/i 1879.
E. Th. Jónassen.
— Hér með auglýsist, að við 3 uppboð, er baldin verða
um hádegi 2. apríl, 9. apríl og 5. maí þ. á. hér í bænum,
verður boðið upp og .selt hæðstbjóðanda hús dánarbús Gísla
skólakennara Magnússonar, liggjandi í Tjarnargötu hér í bæn-
um, með tilheyrandi lóð; húseign þessi er virt til brunabóta
3,201 kr. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á bæjarþingstof-
unni en 3. uppboðið í greindu húsi.
Skilmálar fyrir uppbodi þessu verða til sýnis á skrif-
stofu bæjarfógetans viku á undan 1. uppboðinu og verða
birtir á uppboðsstaðnum í hvert skipti áður en uppboðið fer
fram. Skrifstofu bæjarfógeta í Eeykjavík 27. janúar 1879.
E. Th. Jónasson.
— Fyrri ársfundur búnaðarfjelags suðuramtsins verður
haldin föstudaginn 31. dag þ. m. á hádegi (kl. 12) í «Glasgow»
upp á loptinu. Verður á fundi þessum lagður fram reikn-
ingur yfir tekjur og útgjöld fjelagsins hið liðna ár, skýrt frá
aðgjörðum þess og ýmsum jarðabótum, sem fjelaginu hafa
borist skýrslur um, og rætt um fyrirætlaðar athafnir þess á
þessu ári, og enn fremur nefnd kosin til að yfirfara skýrslur
um jarðabætur og verðlaunabeiðslur, og loks kosnir endur-
skoðunarmenn á reikningi hins liðna árs.
Beykjavík 20. d. janúarm. 1879.
H. Kr. Friðriksson.
— par eð landsstjórnin Iieíir, með vissum skilyrð-
um, selt mér forlagsréttinn á pessum tveim
Lókum: 1, gömlu Lærdómsbókinni (Balle), eins
og liún hefir verið prentuð að undanförnu á kostnað
landsprentsmiðjunnar, og 2, Biflíusögum handa úngl-
ingum, íslenzkuðum og löguðum eptir biflíusögum 0.
F. Balslevs af prófastinum sál. Ólafi Pálssyni,
með viðbæti eptir Helga Einarsson barnaskóla-
kennara, eins og pær voru útgefnar 1 Keykjavík 1877,
pá banna eg hér með öllum, að prenta þessar bækur.
Enn fremur óska eg að prestar vildu gjöra mér
pann greiða, að gefa mér bendingar um, hvað mikið
peir mundu vilja fá sent af pessum bókum í sínar
sóknir á yfirstandandi ári; einnig vil eg biðja bóka-
sölumenn mína að láta mig vita, livað mikið peir óska
að fá af pessum bókum.
Beykjavík 27. janúar 1879.
Einar Pórðarson.
— Hvíthyrntur hrútur á annan vctur hvarf hér af mýr-
unum, m.: tvístíft framan hægra biti undir; sneitt framan
vinstra biti 'undir. Mark Gísla Jónssonar i Hvammkoti. Hver
sem verður var við kind þessa, umbiðst að koma henni strax
til mín mót fullri borgun. 22/t 1879.
Jón Steffensen.
— Seldar óskilakíndur í Seltjarnarneshrepp haustið 1878.
1. Hvítbyrnd ær 3v., mark blaðstýft fr. hægra, hálftaf aptan
vinstra, hornamark: sneitt fr. h. blaðstýft fr. v.
2. Hvítt lamb, sýlt h. biti fr., heilrifaö v., biti fr.
3. Hvítt lamb, gagnbita hægra, sneitt apt. vinstra.
4. Hvítt lamb, tvístýft aptan hægra sneitt apt. vinstra.
peir sem sanna eignarrétt sinn að ófannefndum kindum,
geta vitjað andvirðisins að frádregnum áföllnum kostnaði til
Ingjaldar Sigurðssonar á Lambastöð. til næstkomandi fardaga.
— Bauð bryssa með síðutökum, um miðaldra, merkt
gagnfjaðrað hægra, strandfjöður framan vinstra, hefir verið í
í óskilum I Breiðholti síðan um veturnætur.
Nýveitt prestakall. pingvellir við Öxará aðstoðar-
presti að Arnarbæli sira Jens Pálsyni. Auk hans sóttu:
sira porvaldur Ásgeirsson á Hofteigi (v. 1862), sira Sveinn
Skúlason á Staðarbakka (v. 1868), sira Oddgeir Gudmundsen
á Felli (v. 1876) og kand. theol. Magnús Andrjesson í E.vík.
Óveitt eru: Hallormsstaður í Suðurmúlasýslu (822,95 kr.)
Eeynistaðarþing í Skagafirði (518 kr. 28 a.)
Afgreiðslustofa Jpjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson.
Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.