Þjóðólfur - 24.03.1879, Síða 2
30
1. Barð, Barðs, Holts og Hnappstaða s. Frá þessu brauði
leggst til Fells 250 kr.
18. Eyjafjarðar prófastsdœmi.
a. Miðgarður í Grímsey. |>essu brauði leggst frá Völlum í
Svarfaðardal 100 kr.
b. Hvanneyri, Hvanneyrar sókn. Jpessu brauði leggst frá
Völlum 50 kr.
c. Kvíabekkur, Iívíabekkjar sókn. J>essu brauði leggst frá
Völlum 50 kr.
d. Tjörn í Svarfaðardal, Tjarnar, Urða og Upsa sóknir.
e. Vellir, Vallna og St. Árskógs sóknir. Frá þessu brauði
leggjast til Miðgarðs 100 kr., Kvíabekks 50 og Hvanneyr-
ar 50 kr.
f. Möðruvallaklaustur, Möðruvalla sókn.
g. Bægisá, Bægisár, Bakka og Myrkár sóknir.
h. Glæsibær, Glæsibæjar og Lögmannshlíðar sóknir. |>essu
brauði leggst frá Laufási 100 kr.
í. Akureyri, Akureyrar, Múnkaþverár og Kaupang s.
k. Grundarþing, Grundar, og Möðruvalla sóknir. J>essu brauði
leggst frá Saurbæ 100 kr.
l. Saurbær, Saurbæjar, Miklagarðs og Hóla s. Hjer frá leggst
til Grundarþinga 100 kr.
19. í Suður-Pingeyjar prófaatsdœmi.
a. Laufás, Laufáss og Svalbarðs sóknir. Frá þessu brauði
leggst: til Glæsibæjar 100 kr., til Garðs í Kelduhverii 50 kr.
og til Skinnastaða 200 kr.
b. Höfði, Höfða og Grýtubakka sóknir.
c. |>önglabakki, J>önglabakka og Flateyjar sóknir. J>essu brauði
leggst frá Grenjað'arstað 250 kr.
d. Háls í Fnjóskadal, Háls, Illugastaða og Draflastaða sóknir.
e. J>óroddstaður, J>óroddstaðar og Ljósavatns s. J>essu brauði
leggst frá Grenjaðarstað 50 kr.
f. Lundarbrekka, Lundarbrekku sókn. J>etta brauð fær frá
Grenjaðarstað 350 kr.
g. Skútustaðir, Skútust. og Keykjahlíðar s. J>essu brauði leggst
frá Grenjaðarstað 250 kr.
h. Grenjaðarstaður, Grenjaðarst. og Ness sóknir. Múla sókn
sameinast við Grenjaðarstað. sókn og Múlakirkja leggst niður.
Frá þessu brauði leggjast: til J>önglabakka 250 kr. til
J>óroddstaðar 50 kr. til Lundarbrekku 350 kr. til Húsavík-
ur 50 kr., til Skútustaða 250 kr. til Fjallaþinga 50 kr. og
til Garðs 200 kr.
í. Helgastaðir, Einarsstaða og J>verár sóknir.
k. Húsavík, Húsavíkur sókn. J>essu brauði leggst frá Gren-
jaðarstað 50 kr.
20. í Norður-Þingeyjar prófastsdœmi.
a. Skinnastaðir, Skinnastaða sókn. J>essu brauðí leggst frá
Laufási 200 kr.
b. Garður í Kelduhverfi, Garðs sókn. Híngað leggst frá
Grenjaðarstað 200 kr. og frá Laufási 50 kr.
c. Fjallaþing, Víðihóls og Möðrudals s. J>essu nýja brauði
leggst frá Sauðanesi 300 kr. frá Grenjaðarst. 50 kr. og úr
landsjóði 150 kr.
d. Presthólar, Presthóla og Ásmundarstaða s. J>essu brauði
leggst frá Sauðanesi 100 kr.
e. Svalbarð, Svalbarðs sókn.
f. Sauðanes, Sauðaness sókn. Heðan leggst: til Presthóla 100
kr. og til Fjallaþinga 300 kr.
2. gr. Stjórnin hlutast til um, að þær breytingar um
brauðaskipun, sem hér eru ákveðnar, komist á svo fljótt sem
því verður við komið, eptir því sem brauðin losna.
3. gr. J>ar sem svo er ákveðið hér að framan, að leggja
skuli niður kirkjnr, gjörir landshöfðingi þær ráðstafanir, sem
nauðsynlegar eru til þess, að því verði framgengt, annaðhvort
strax, eða, þegar svo er ástatt, jafnframt því, að breyting sú
á brauðaskipuninni kemst á, sem stendur í sambandi við
þessa ráðstöfun.
4. gr. J>ar er ákveðið er að leggja megi niður kirkjur,
ákveður landshöfðingi, hvenær það skuli gjört, þegar fengist
hefir til þess samþykki eiganda, eða hann óskar þess, og nægi-
leg trygging er fengin fyrir því, að prestsmata sú, sem að
undanförnu hefir verið greidd af kirkjum þeim, ekki missist.
5. gr. Nú æskir maður, að ábýlisjörð hans megi leggja
til annarar kirkjusóknar en verið hefir, og má þá landshöfð-
indi veita leyíi til þess, eptir að hann hefir fengið um það
tillögur biskups. Eins má og landshöfðingi veita leyfi til
þess, að lénskirkja eða þjóðkirkja sé færð á aðra þjóðjörðu
innansóknar, ef meginnhluti sóknarmanna beiðist þess.
6. gr. Meðan hin nýja brauðaskipun er að komast á, og
þangað til allt það tillag getur fengizt, sem ákveðið er að
greiðist frá ýmsum brauðum til annara, er stjórninni heimilt
að verja þeim 5550 kr., sem eptir 1. gr. eru veittar úr lands-
sjóði til uppbótar brauðum á landinu, á þann hátt, er bezt á
við, til þess þeim verði viðunanlega þjónað.
7. gr. Árgjald það, sem eptir tilskipun 15. des. 1865
ber að greiða af brauðum, skal vera afnumið. Úr landssjóði
skal greiða 5000 kr. á ári til styrks handa fátækum uppgjafa-
prestum og prestaekkjum.
8. gr. J>egar kirkja er lögð niður, tilfellur sjóður hennar
kirkju þeirri eða kirkjum, sem sóknin er lögð til; svo er og
um ornamenta og instrumenta kirkjunnar og andvirði fyrir
kirkjuna sjálfa. En eigi kirkjan engan sjóð, og sé í skuld við
kirkjueigandann eða prestinn, skulu þeir fá skuld sína greidda
af andvirði kirkjunnar, og hrökkvi það ekki til, þá af kirkju
eða kirkjum þeim, sem sóknin er lögð til.
9. gr. J>ar sem eigi er ákveðið öðruvísi með lögum þess-
um, hverfa kirkjujarðir og aðrar fasteignir, ítök og hlunnindi
þeirra prestakalla, sem lögð eru niður, til þeirra brauða, sem
hin eru sameinuð við.
Ánnað frumvarp nefndarinnar hljóðarum nolekrar breyt-
ingar á tekjum presta. Fyrirsögnin hefði verið nákvæmari,
ef staðið hefði: «Frumvarp til laga um nokkrar breytingar á
hinurn föstu tekjum presta», því nefndin stingur í 3. frum-
varpi sínu upp á fleiri breytingum á tekjum presta, en þær
breytingar snerta hinar lausu tekjur þeirra.
í þessu öðru frumvarpi sínu leggur nefndin til, að prests
tíundin og dagsverkin verði afnumin, að í stað þessara tekja
komi fast ákveðið gjald í hverju prestakalli, er samsvari því,
sem nefndar tekjur hafa verið á 5 ára bilinu frá fardögum
1873 til fardaga 1878, ár hvert að meðaltali í álnum, að
hreppsnefndirnar jafni þessu gjaldi niður á alla þá íbúa hvers
prestakalls, eptir efnum og ástæðum, er greiða eiga opinber
gjöld, og inn heimti þau. Ef fleiri en einn hreppur eða part-
ur úr hreppum eru í prestaköllum, þá skuli skipta gjaldinu
á milli þeirra eptir fólkstali um næsta nýár á undan. Gjaldið
á að greiðast í peningum, sauðum, ullu, smjöri eða fiski, og
vera goldið presti innan ársloka, en eindagi þess- hjá gjald-
endum á að vera um veturnætur.
Yér getum nú ekki álitið þetta nýja gjald betra eða
heppilegra en preststíundina og dagsverkin. J>að yrði eitt-
hvað niðurlægjandi og óviðkunnalegt fyrir prestinn að verða
eins og að fara á sveit eða að láta setja sig að nokkru leyti
í flokk með hreppsómögum; það getur og stundum ekki orðið
svo þægilegt fyrir hann að láta borga sér, kannske méginn
hlutann af gjaldi þessu, í sauðum um jól, einkum ef hann er
heylítill eða búlaus. Gjald þetta kernur og lítið sanngjarnara
niður, að oss virðist, á sóknarmönnum en preststíundin og
getur haft mjög slæm áhrif fyrir þá, það kæmi opt til að
losa ódugnaðarmanninn og hinn eyðslusama, sem byggi á
góðri og stórri jörð, með öllu við gjöld til prestsins, og ylti
byrðinni yfir á dugnaðar og sparsemdarmanninn, og það þótt
ábýli hans væri miklu lakara; þar sem hreppsþýngslin væru
mikil, gæti dugnaðarmaðurinn opt og tíðum eigi risið undir
þeirri byrði, að eiga að borga auk aukaútsvarsins, er svo
þungt hvílir á honum, mikinn hluta af preststíundinni og