Þjóðólfur - 24.03.1879, Side 3

Þjóðólfur - 24.03.1879, Side 3
31 dagsverkunum í öllu prestakallinu; hann yrði því annaðhvort að féflettast, eða hann reyndi til að komast í annað presta- kall, þar sem sveitarþýngsli væri minni, en við þetta yxi byrð- in á þeim sem eptir væru. Allt niðurjöfnunargjald eiga menn að forðast, að vorri hyggju, allt hvað þeir geta, bæði af fyr téðri ástæðu, að það drepur niður allan dugnað, og líka af því, að þó því eigi að vera jafnað niður eptir efnum og ástæðum hvers eins, er þó niðprjöfnuðurinn ætíð gjörður mjög svo af handahófi, eins og reynslan sýnir. Gjaldmáta þenna ætti því aldrei að við hafa nema í viðlögum, eins og auka-útsvörin, t. d. til hreppa, þegar föstu gjöldin ekki hrökkva fyrir útgjöldunum. Oss virð- ist því eigi rétt að minka eða afnema föstu gjöldin en auka niðurjöfnuðu gjöldin eða setja þau í stað hinna. J>að virðist heldur ekki vera í sem beztri samhljóðun, að vilja afnema preststíundina, en halda þó kirkjutíundinni eins og nefndin vill, og jafnvel auka hana. þ>að virðist og eigi heldur réttur mælikvarði að skipta, þegar fleiri en einn hreppur, eða part- ur úr hreppum, eru í prestakallinu, þessu gjaldi milli þeirra eptir fólksfjölda, því að annar hreppurinn eða hreppspartur- inn getur verið langtum fjölmennari, en þó fátækari en hinn, svo að prestsgjaldið mætti til að hvíla miklu þyngra á sóknar- mönnum þar, en á hinum hluta prertakallsins, sem auðugri væri. Að vísu er nú afnumin kirkjutíundin til landssjóðs og í þess stað komið ábúðargjaldið, sem oss finst mjög eðlilegt gjald, og eins við helzt tíundin til landssjóðs af lausafé. Oss virðist því að bezt hefði verið, að halda preststíundinni af lausafé, en snúa preststíundinni af fasteign upp í ábúðargjald, sem allir eiga að lúka, sem jarðarlóð liafa til ábúðar. Að láta hreppsnefndirnar innheimta þessi prestgjöld, ábúðargjald- ið, lausafjártíundina og dagsverkin, ef þau eigi eru unnin að sumrinu hjá prestinum, virðist oss í alla staði gott; svo sýn- ist oss og hreppsnefndin ætti að hafa leyfi til, að mega lúka úr hreppssjóði ábúðargjaldið, lausafjártíundina og dagsverkin fyrir þá, sem annaðhvort eru öreigar eða þiggja af sveit. Samkvæmt því, seru vér hér höfum sagt, hefðum vér hcldur óskað, að frumvarpið hefði hljóðað þannig: Frumvarp til laga um breytingar á hinum föstu tekjum presta. 1. gr. Tíund til presta af fasteign skal afnumin; í þess stað skal hver sóknarbóndi greiða presti sínum á ári hverju 3/io úr alin af liverju jarðarhundraði, er hann býr á eða hefir undir bú sitt, og skal sami gjalddagi vera á þeirri greiðslu, sem verið hefir á preststíund. 2. gr. Hreppsnefndir skulu innheimta bæði þetta ábúðar- gjald og líka tíund þá, er prestinum ber af lausafé; eins skulu þær og innheimta borgun fyrir dagsverk þau, sem eigi hafa verið unnin hjá prestinum að sumrinu. J>að af gjöldum þessum, sem öreigar eða þeir, sem þyggja af sveit, eiga að greiða, skulu sörnu nefndir greiða úr hreppssjóði. Gjöld þessi skulu greiðast annaðhvort í peningum eptir meðalverði allra meðalverða í verðlagsskrá þeirri, er þar þá gildir í gjalddaga, eða í öðrum aurum, sem nefndir eru í verðlagsskránni og alinin er ekki undir meðalverðsalininni, og skal alin þar mæta alin. Skal greiða presti öll þessi gjöld fyrir fardaga. friðja frumparp nefndnarinnar hljóðar um breytingar á tilskipun frá 27. jan. 1847, að því er borgun snertir fyrir aukaverk presta. |>að má vera að ástæða sé til að hækka borgun þessa, eins og nefndin vill, einkum finst oss borgunin fyrir barna- fermingu ekki of hátt sett, því að samvizkusamur prestur hefir opt mjög mikið fyrir því að búa börnin undir fermingu. Aptur flnst oss minni ástæða til að hækka yfirsöngsgjaldið upp í 10 ál., því presturinn hefir þar lítið fyrir, þótt hann kasti moldinni á hinn dána, með því siður er að borga prest- um líkræðu sér í lagi. Borgunin fyrir að jarðsyngja hefir og ávallt verið 6 ál. og kallast því líksöngsei/rir. fað virðist oss sanngjarnt og alveg rétt, að prestar fái borgun af sveitar- sjóði fyrir aukaverk sín þau, er snerta öreiga og hreppsómaga. í>etta frnmparp ætti þá að orðast, líkt sem nefndin orðar það; Frumvarp til laga um breytingar á tilskipun 27. janúar 1847. 1. gr. Fyrir barnskírn skal greiða presti 5 ál. á lands- vísu, fyrir fermings barns 15 ah, og fyrir að jarðsyngja 6 áln- ir. Fyrir kirkjuleiðslu kvenna skal enga sérstaka borgun greiða. 2. gr. Fyrir aukaverk þau, er snerta sveitarlimi og aðra öreiga, ber að greiða presti horgun úr sveitarsjóði. Fjórða frumvarp nefndarinnar er um gjöld tilkirkna og innheimtu kirkjugjalda. í 1. grein leggur nefndin til að af- nema skuli tíundarfrelsi það, sem ýmsar jarðir hafa haft og eins undanþágu þá, sem einstöku menn hafa haft frá að greiða kirkjutíund af lausafé. Tíundarfrelsi geta menn ekki svipt þær jarðir, sem seldar hafa verið a^ stjórninní með tíundar- frelsi, en það er ekkert á móti því, að láta alla ábúendur án undantekningar lúka ákveðið gjald af býli sínu til kirkju, og þetta hefir nefndin, ef til vill, meint. 2., 3. og 4. grein tal- ar um, að leggja toll til kirkju á öll hús önnur en jarðar- hús. Að vísu er svo, að slík lög eru nú komin á fyrir Reykja- vík, en fyrir það er ekki ástæða til að koma líkum lögum á um allt landið. Gjald þetta hefur ekki orðið vinsælt í þess- um bæ, og má þó vera að meiri ástæða hafi verið að koma því hér á en annarstaðar. Vér vildum því að þessum húsa- skattsgreinum væri sleppt úr frumvarpinu. Lögin ættu frem- ur að hvetja menn til þess að byggja góð hús, og betri en á sér stað,heldur en fæla menn frá því með sköttum. 5.-8. grein frumvarpsins þykja oss vera á góðum rökum byggðar; að eins þykir oss óþarfi, að breyta eindaga á Ijóstolli, og eindagi á- búðargjaldsins ætti að vera hinn sami og verið hefir á kirkju- tíundinni. Vér vildum því að frumvarp þetta hefði hljóSað þannig: Frumvarp til laga um gjöld til kirkna og innheimtu kirkjugjalda : 1. gr. Tíund til kirkju af fasteign skal af numin, en hver bóndi skal greiða á ári hverju til dómkirkju sinnar 3/io úr alin af hverju jarðarhundraði, sem hann býr á, eða hefir undir bú sitt; skal samieindagi vera á því gjaldi, sem á kirkju- tíund. Undanþágur þær, er einstakir menn hafa hingað til notið frá því að gjalda kirkjutíund af lausafé, skulu hér eptir vera af numdar. 2. gr. Hver sá utansóknarmaður, sem stundar sjóróðra á opnu skipi 6 vikur eða lengur, skal greiða til kirkju þeirrar sóknar, þar sem hann rær fyrst eptir nýár, sætisfisk, hálfa alin í fiski eða peningum. Sá, sem hefir greitt gjald þetta einu sinni á árinu, þarf ekki að greiða það optar á því ári. 3. gr. Eigendur skipa og báta skulu, ef þeir eru innan- sóknar, en ella formaður, standa hreppsnefndinni skil á gjaldi því, sem um er rætt í 5. gr., fyrir þá utansóknarmenn, sem róa á skipum þeirra. Ef fleiri eiga skip saman, og eru eig' allir innansóknar, þá skulu þeir, sem innansóknar eru, standa skil á gjaldinu. Ef formaðurinn á að greiða gjaldið, og sé hann utansóknarmaður, skal hann hafa greitt hreppsnefndinni gjaldið áður en hann fer burt úr sókninni. Fari hann burt úr sókninni áður en hann hefir greitt gjaldið, ber honum að greiða það þrefalt. 4. gr. Hreppsnefnd skal innheimta öll föst kirkjugjöld, og standa kirkjuráðanda skil á tekjunum fyrir nýár. 5. gr. Legkaup skal greiða fyrir börn yngri en tvævetur með 5 álnum, en fyrir eldri með 10 álnum. 6. gr. Fyrir sveitarlimi og öreiga skal greiða gjöld til kirkna úr sveitarsjóði. Frumvörp minnihluta nefndarinnar eru 3, eins og áður er sagt; hið 1. hljóðar um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda, 2. um sóknargjald til prests, og 3. um að söfn- uðirnir taki að sér umsjón og fjárhald kirkna. Að vér getum ekki aðhyllst miðfrumvarpið, skilst á því, sem vér höfum áður sagt uui breytingu á tekjum presta. Aptur virðast oss hug-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.