Þjóðólfur - 09.04.1879, Page 2
!
38
inn og vel að sér. Nú hefur veðráttu brugðið til suðurs og
hlýinda, og vona menn því að — fyrir guðs náð — gangi
betri dagar í hönd.
Aðvorim til baenda. J>eir sem úr þessu taka
kornvöru og kol út hjá kaupmönnum, ættu, sjálfs sín vegna,
að muna eptir lögunum frá 14. desbr. 1877, sem fyrirskipa
að nefndar vörur séu framvegis vegnar út, en ekki mældar.
Nú er rúgurinn seldur á 16 kr.; eiga því bændur að fá fyrir
sama verð 200 pd. af þeirri vöru. Að ótal menn hafi löngum
beðið halla við kornvörumælingu hér á landi, ætti ekki að
þurfa að segja neinum, sem veit, að stór vigtarmunur er á
góðu korni og slæmu.
— Innan um allar þær vitleysur, rangar skoðanir og öll
þau ósannindi, sem blaðið ísafold hefur haft meðferðis í vet-
ur, um verzlunarmálefni vor, og sem auðsjáanlega eru ritaðar
til þess að spilla samkomulagi milli bænda og kaupmanna, og
vekja hatur á milli þessara stétta, kemur í 7. tölublaði þ.árs
svo látandi kafli:
«Líka aðferð sjáum vér að enn þá á við að hafa; eig-
andi Knudtzons vorzlananna liggur í eyrunum bæði á stjórn-
inni og dönskum þingmönnum; en, hvað hefur hann að lok-
um upp úr því? Nær væri honum að ganga á undan öðrum
kaupmönnum, sem hér verzla, með góðu eptirdæmi, flytja inn
/andaðar og nægar nauðsynjavörur, minna kram og meiri
peninga, en tvístra ekki efnum sínum með því að senda hing-
áð til landsins allar upphugsanlegar tegundir af dóti og rusli,
sem opt liggur árum saman óselt hjá honum eins og öðrum,
bó það seljist sjálfsagt vel, sem selzt, af nema alla salteinok-
.n, og hlýða lögunum, heldur en andæfa gegn þeim», o. *. frv.
Af því að almenningi mun eigi vera fullljóst, hvað það
er, sem «Isafold» brígslar húsbónda mínum um, þarsem hún
segir, að hann liggi í eyrunum bæði á stjórninni og dönskum
þingmönnum, þá skal eg leyfa mér að útlista þetta betur, að
svo miklu leyti sem eg skil það. Eg ímynda mér, að hin til-
vitnuðu orð eigi fyrst og fremst að heimfærast upp á tilraunir
þær, er húsbóndi minn, ásamt öðrum íslen&kum kaupmönnum,
hefur gjört til þess, að fá vissu fyrir, hvernig hinum nýju lög-
um um skatt af atvinnu mundi verða beitt móti kaupmönn-
um, er hafa aðsetur utanlands, það nefnil., að húsbóndi minn
hefur skriflega reynt að fá upplýsingar þessu viðvíkjandi hjá
landsstjórninni, og svo það, að íslenzkir kaupmenn í fj'rra
vetur fengu þingmenn til að hreifa þessu máli á ríkisþinginu.
]?ar eð lögin eru nokkuð óljós um þetta atriði, getur enginn
láð kaupmönnum, þó þeir undir eins frá upphafi, hafi reynt
til að koma í veg fyrir, að lög þessi yrðu misbrúkuð gagn-
vart þeim. jpetta hefur reyndar komið fyrir ekkert, því lands-
stjórnin hefur eigi, mér vitanlega, getað svarað aðalspurningu
kaupmanna, nefnil. því, hverng þeir eigi að sanna tebjur sín-
ar, þegar hlutaðeigandi skattanefnd finnur hvöt hjá sér til að
vefengja framtal þeirra; reynslan hefursýnt, að kaupmenn, og
jafnvel allir þeir, er hafa tekjur af atvinnu, standa alveg rétt-
lausir gagnvart skattanefndunum, þrátt fyrir það að þeir telja
fram tekjur sínar, — því nefndirnar hafa vald til að vefengja
framtalið, þrátt fyrir allar þær skýrslur og skilríki, er fram-
teléndur geta lagt fram, með því að nefndunum virðast engin
takmörk vera sett fyrir vefengingum sínum. J>að er langt frá
mér að halda, að skattanefndirnar yíir höfuð muni nota sér
þetta ótakmarkaða vald til þess að láta kaupmenn verða fyrir
óbærilegum ójöfnuði, en réttara hefði það sjálfsagt verið, ef
lögin hefðu sett nefndunum eitthvert takmark, eða tekið skýrt
fram, hvernig kaupmenn þeir, er búsettir eru utanlands, ættu
að sanna tekjur sínar, því margir menn hér á landi þykjast
ómögulega geta skilið, að þau ár geta komið fyrir, að kaup-
menn græði lítið sem ekkert á verzlun sinni, eða jafnvel hafa
lialla á henni. — Allir verða líka að játa, að engin nefnd
getur haft nokkra hugmynd um, hvað hver einstakur kaup-
maður græðir, heldur verður hún að skapa tekjur hans alveg
af handahófi, úr því hún tekur ekki framtal hans til greina;
þetta hlýtur að vera gagnstætt anda laganna, úr því að skatt-
urinn á að vera tekjuskattur. En hvað sem nú þessu líður,
þá get eg ómögulega séð, að nokkur ástæða hafi verið til þess
fyrir «ísafold», að fara að rýra álit húsbónda míns í augum
almennings hér á landi, fyrir það sem hann hefur gjört í þessu
máli. Máske ísafold hafi líka sárnað það, að húsbóndi minn
hefur nýlega unnið mál það, er hann höfðaði gegn ráðgjafa
íslands, við «Hof- og Stadsretten» út af tolli, er hann sam-
kvæmt skoðun sinni var ranglega látinn borga, skömmu eptir
það að hina djúphugsuðu lög um breyting á brennivínsgjaldinu
voru komin í gildi í Reykjavík, en hvergi annarstaðar á land-
inu; mál þetta gengur sjálfsagt til hæstaréttar, en hver sem
skoðun hans verður á því, sannar þó dómur «Hof- og Stads-
rettens», að húsbóndi minn standi þó ekki einn með skoðun
sína í þessu máli, og víst getur enginn kastað á hann steini
fyrir það, að hann gjörði tilraun til að ná aptur þeim rúm-
nm 1400krónum, er hann áleít að ranglega hefðu verið tekn-
ar af sér; þess skal getið, að mál þetta var fyrri höfðað hér
á landi gegn bæjarfógetanum í Reykjavík, en var frávísað af
því að rétturinn áleit, að það væri ekki höfðað gegn réttum
hlutaðeiganda.
Að öðru leyti verð eg fastlega að mótmæla því, að hús-
bóndi minn hafi óhlýðnast lögum þessa lands, og bið eg ísa-
fold að skýra þetta betur; eins og að ofan er frá sagt, hefur
hann einmitt gjört tilraun til þess, að öðrum yrði kent að
fylgja lögunum.
J>ar sem ísafold kvartar yfir því, að húsbóndi minn flytji
of mikið af krami og of lítið af peningum inn í landið, hafi
salteinokun o. fl., þá sýnir það einungis, að ritstjóri hennar
er ókunnugur máli því, er hann talar um, og þó að mér sé
málið skilt, þá verð eg þó að fræða hann á því, að fáir kaup-
menn hér á suðurlandi, og jafnvel enginn, flytur að tiltölu
eins lítið kram, og eins mikið af nauðsynjavörum og pening-
um inn í landið, eins og einmitt húsbóndi minn.
Öllum þeim góðu ráðum, er ísafold í vetur hefur gefið
kaupmönnum yfir höfuð, og nú seiuast húsbónda mínum sér
í lagi, mundi verða vel tekið, ef þau kæmu frá þeim manni,
er tekið hefði próf í verzlunarfræði, en eins og nú á stendur,
er eg hræddur um, að þau fari inn um annað eyrað og út
um hitt. Hafnarfirði, 1. apríl 1879.
C. Zimsen.
Veraslunarsamning'nr í§l. kanpmanna.
Hin síðari ár hafa íslenzkar vörur mjög fallið í áliti á
útlendum mörkuðum fyrir miður góða verkun, ,og þess vegna
minna verð fengizt fyrir þær, heldur en ef þær hefðu verið
vel vandaðar, sem aptur kemur niður á bændum á íslandi,
því kaupmenn þurfa að haga vöruverðinu eptir því, hve mikla
borgun þeir geta búizt við að fá fyrir vöruna aptur í útlönd-
um.
því verður heldur eigi neitað, að það er í alla staði rétt
að sá maður, sem hefur góða vöru, fái meira fyrir hana, en
hinn, sem kemur með slæmar vörur, en því verður naumast
við komið nema með samvinnu seljanda og kaupanda.
Af þessum ástæðum höfum við undirskrifaðir komið okk-
ur saman um, að reyna í ár eptirfylgjandi verzlunaraðferð,
sem engu síður er gjörð bændum í hag en kaupmönnum, og
væntum því velvildar viðskiptamanna, og liðsinnis þeirra til
að fá þessu framgengt.
|>ó svo fari, að á þessu ákveðna fyrirkomulagi reynist
nokkrir gallar, þá má það ekki fráfæla menn, því þá verður
reynt að ráða bót á því næsta ár:
1. a, Verðmunur á ull skal gjörður eptir þeirri flokkaskipun,
sem ákveðið er af einum manni við hverja verzlan, sem þar
til er valinn af sveitarmönnum, og jafnframt útnefndur af
sýslumanni, en þessir matsmenn, binda dóm sinn og flokka-
sldpan við þrennskonar sýnishorn, «Pröur» af ull, sem upp-
haflega eru valdar og teknar frá af matsmönnum öllum og
verzlunarstjórum í sameiningu, á hverjum verzlunarstað fyrir
sig, þar sem eru fleiri en ein verzlan; en þar sem ekki er
nema ein verzlan, þá af matsmanni og verzlunarstjóra.
b, Verðmunur skal einnig gjörður á kjöti og gærum og
ákveðinn af sama eða öðrum matsmanni, eptir þeim reglum,
seip matsmenn og verzlunarstjórar í byrjun haustkauptíðar
koma sér sanaan um á hverjum verzlunarstað, og nákvæmleg-
ar verða teknar fram í erindisbréfi matsmanna. Þýngd hvers