Þjóðólfur - 31.05.1879, Page 4
60
— Ung i annað sinn. I norskum og sænskum blöðum
stendur: «Ekkjan Gunhild Baneveien (Gunnhildur á Brautar-
veg'1) — sem varð 100 ára í síðastl febrúar og hafði þá í mörg ár
haft mjög daufa heyrn og lítið séð gleraugnalaust — hefir nú
með sinm nýju öld fengið fulla heyrn aptur, og lagt niður
alla gleraugnabrúkun. pó er það nú ekkert — segja blöðin
intt er meira, að á höfði hennar er óðum að vaxa antur
hennar gamla hrafnsvarta hár. 1
■ 7T, Alþýðuskólahugmyndin byrjaði, að kalla má, fyrst
í stjórnarbyltingunm miklu. 18)6 galt stjórn Frakka 50,000
tranka til alþýðumenntunar, síðan vex talan óðum, en lang mest
siðan 1870;' það ár varði ríkið 24 miljónum franka til allra
skoia í landinu,_ en í ár nam það 56 miljónum franka. 1828
ve.1...1 .Frakkastjórn ekki fullar 2 miljónir til skóla, en 32
rmljómr franka var lagt á konungsborð, og annað jafn mikið
tirkjunnar. 1876 voru á Frakklandi yfir 70 þúsund
alþýðuskolar (barnaskólar), og frí kennsla í tæplega 10 þúsund.
Af hærn skólum töldust nálega 340 lærðir skólar með 80
þusund lærisveina og 5000 kennara, en 16 eru háskólarnir
með samtals 800 prófessóra og 55000 stúdenta. Varla hefir
nokkur þjóð nokkurn tíma, í helmi, sýnt jafn mikinn skör-
ungskap í fögrum framförum, sem hið franska þjóðveldi
siðan 1870.
— Á Englandi voru prentaðar árið sem leið 5,314 bækur
onnV?ÍÁ af f,eim nýiar- Kómanaflokkurinn var stærstur:
800 (17 á hverri viku); flestar af þeim bókum eru samdar af
konum, enda verða slík rit varla lengur talin með skáldskap
eða listaverkum, þótt skáldsögur geti verið og eigi að vera það
— Viktor konungur Emanúel, sem ítalir kalla hinn göfug-
fynda (il re galantuomo), var riddari mikill og veiðimaður;
kunna menn af honum margar smásögur. Ein er þessi: Eitt
sinn- skaut konungur héra skamt fyrir utan Kómaborg; borg-
an nokkur var þar nærstaddur, hleypur til og tekur héra þann
sem konungur hafði skotið, og kveðst hafa skotið hann. Kon-
ungur neitaði því, og kveðst sjálfur hafa fellt dýrið. f>eir
deildu um þetta uns báðir urðu reiðir og brugðu sverðum.
Konungur hjó hart og títt og hrökk borgarinn fyrir og flýði
sem skjótast. Um kvöldið fékk konungur að vita, að maður
þessi hét Giovanne og yar trésmiður þar í borginni. Hann
let þegar kalla hann fyrir sig upp í Kvírínshöllina. f>egar
smiðurinn ser konung, sá hann, við hvern hann hafði deilt
nm,"erann, °ö verðúr nú í meira lagi hræddur. f>á mælti
Viktor konungur: þ>að er satt, meistari, eg fann hagl í hér-
anum goða, sem eg á ekki, þér hafið hitt héraskollann líka».
Að svo mæltu opnar konungur næsta sal, og stendur þar mat-
ur a borðum. «Lítið þér nú á —segir konungur— nú skul-
um við skipta jafnt, hérna er karlinn á borðinu».
Hve nser fá menn að heyra nöfn
þen-ra nyju matsmanna, sem samþykkt var á fundinum
1U. desbr. í. a., að kaupmonn tilnefndu en yfirvöldin gæfu
embættisbref ? Vér spyrjum þessa fyrir þá sök, að oss undrar
að engin hreyfing virðist enn komin á þetta mál. Að vísu
er ekki tiitekið í nefndri samþykkt, hve nær þessir matsmenn
skuli vera settir, en vér ætluðum, að því yrði fráleitt frestað
lengur en til vorþinga; ættu kaupmenn eptir því, nú þegar
að vera búnir að útnefna monnina og skýra sýslumanni eða
fogeta fra því, og vonum vér að svo sé, og í annan stað
væntum ver þess, að kaupmenn leggi samhuga stund á, að
utnefna þá menn, sem mest líkindi eru til, að allur almenn-
íngur beri traust og trúnað til; því starf þeirra er bæði afar-
vandasamt og þýðingarmikið.
í sambandi við þessa bending, skulum vér leyfa oss að
snúa annari bemling- til helztu manna, sem byggðirhafa reist
ser og bú hér við sunnanverðan Faxaflóa, og þó sérstaklega
til alþingismanna þessara sveita, hvort ekki væri ráð að stofna
til almenns fundar t. a. m. í Hafnarflrði, og ekki seinna en
næstkomanda jónsmessudag (24. júní), þannig, að þar mættu
2 eða 3 kjörnir menn úr hreppi hverjum til þess að heyra og
ræða reynslu manna, ráð og tillögur viðvíkjandi voru aðal-
atvinnumáli, sjávarútveginum, og þar næst öðrum allsherjar-
malum. J>essu hreifum vér hér lauslega fyrst um sinn í þeirri
von að þeir, sem nær munu þykja standa að gangast fyrir
slikum fundi, inuni bratt láta til sín heyra. En í þeirri von,
að slikur funduy verði haldinn, skulum vér í spurningum
benda a þau atriði, sem oss virðast helzt þurfi að íhuga og
leysa ur með andsvörum. þ>au eru: Hvernig var hagað neta-
lögnum 1 Garðssjó á umliðinni vertíð, og hver áhrif ætla skyn-
samir og ohlutdrægir fiskimenn þær hafi haft á göngu fiskjar-
íns og aflabrögð almennings? Hvernig virtist fiskurinn hao-a
ferðum sinum her í flóanum í ár? Vita menn nokkur ráð til
að tryggja fiskigöngur eða laða þær nær landi, e&a sjá menn
engin ráð til bráðaby gðar-samtaka því viðvíkjandi, að trygma
almenmngi aflabrögð, betur en nú á sér stað? Hvernío
virðast bændur og kaupmenn fylgja reglum þeim, sem sam-
þykktar voru 10. desbr. f. á.? Hvernig má efla þilskipaútveo,
eða eru ráð til að stofna ábirgðarsjóð fyrir þilskip? Fleiri at-
riði mætti spyrja um, en þetta nægir í bráð.
&" e & & t ® fi» & &
tSamkvæmt opnu bréfi 6. janúar 1861 innkallast hér
með allir þeir, sem eiga að telja til skulda í dánarbúi Ein-
ars heitins Jafetssonar faktors hér í bænum, til þess að gefa
sig fram og sanna skuldakröfur sínar í þetta bú innan 6
mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar fyrir skipta-
ráðandanum hér í bænum.
Skrifstofu bæjarfógetans í Reykjavík 21. maí 1879,
E. Th. Jónassen.
I veizlun minni fast einkar-góð og vönduð gleraugu.
M. Smith.
— £eir menn í Borgarfjarðar-og Mýra-sýslu,
sem skulda við norsku verzlunina, eru hér með beðnir
að borga skuldir sinar við teða verzlun til herra kaupmanns
J. Johnsens á Borgarnesi, sem góðfúslega hefir lofað að veita
þeim móttöku, ef mönnum þætti það hægra að borga nefndar
skuldii til hans, heldur en til undirskrifaðs hér í Reykjavík.
Reykjavík 24. maí 1879.
Matth. Johannessen.
— Her með gjöri eg almenningi kunnugt, að eg hef til sölu
mikinn fjölda af útlendurn og innlendum bókum. þ>ar að auki
hef eg til sölu allt það, er að skrifstörfum lýtur, gnægð af
allskonar þappír með óvanalega lágu verði, og segi rétt til
um tegundir hans, við hvern sem er að skipta; sömuleiðis
fást hjá mér viðskiptabœkur, stærri og smærri, strikaðar og
óstrikaðar. Sérstaklega vil eg geta þess, að eg liefi talsvert
fyrirliggjandi af KONKÁÐS OIíÐABÓK.
Reykjavík 13. maí 1879. Kristján Ö. Porgrímsson.
— Úti í Garðsjó kom upp í þorskanetum hálft net með
flotholti,' merkt með stöfunum 0. þ>. Kr., og sumt af flotholt-
inu merkt 0. þ>. og 10. Sömuleiðis netstúfur með flotholti,
með hrosshárs-steinateini. Réttur eigandi getur vitjað þessara
neta til undirskrifaðs mót borgun fyrir þessa augiýsingu.
Hákoti 20. maí 1819. P. Bjarnason.
í næstl. febrúarmán. fannst sjórekin kind hér í hreppi,
með mark: sýlt í hamar hægra, hvatt vinstra. Kind þessi
var seld, og má réttur eigandi vitja verðs hennar, að frá
dregnri borgun fyrir auglýsingu þessa til undirskrifaðs.
' Innri-Njarðvík í maí 1879. Ásb. Ólafsson.
NÝUPITEKIÐ FJÁRMARIv. Af því að eg hingað til
hefi átt sammerkt við bónda einn í Árnessýslu með leyfi hans
(o: sýlt og gagnbitað hægra, og- geirstýft vinstra), hef eg í
hyggju að breyta í vor fjármarki mínu þannig, að það verði:
stýft og gagnbitað hœgra, geirstýft vinstra. Ef nokkur kynni
að brúka mark þetta, nú sem stendur, í Árnessýslu, eða þeim
hluta Gullbríngusýslu, er fjársamgöngur hefir við Ölves, bið
eg hann að láta mig vita þ^ð hið afiva fyrsta.
Brennimark mitt er: í. G. E.; hrossamark: sýlt hægra.
Kirkjubæ vestri, 15. apríl 1879. ísteifur Gíslason.
.— LEIÐRÉTTING. í nokkrum expl. af síðasta tbl. þ>dfs.
misprentaðist á síðara dálki 54. bls., 26. 1. að neðan: «J>að
virðist því sanngjarnt, að landssjóðurinti og letti á henni», o.
S. frv. — í staðinn fyrir: Pað virðist því sanngjarnt, að lands*-
sjóðurinn letti af prestastettinni, o. s. frv. — 5 línum neðar
stendur : «unir sér», fyrir; unir hér. >
C(ST Hið bezta fiskirí, sem stendur, hér á sviðinu. »
Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðannaður: Matthías Jochumsson.
Prentaður í prentsmiöju Einars þórflarsonar.