Þjóðólfur - 12.07.1879, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.07.1879, Blaðsíða 4
76 — Útl. fréttir. (Eptir enskum blöðum til 24. f. m.). Napoleon keisarason var felldur í orustu af Zúlú-mönnum sjálfan hvítasunnudag, 1. f. m. Hann hafði verið á njósn með fáeinum förunautum og stigið af baki; komu þá Zúlú- menn skyndilega að og drápu prinsinn og tvo menn aðra. Við fregn þessa sló hinum mesta harmi og hryggð á hina frönsku Bonapartista, og móðir prinsins liggur síðan sjúk af helstríði. Prins Louis Napoleon var fæddur 16. marz 1856, og þótti gott mannsefni. Jjóðveldismenn harma lítt þennan voða-atburð, en þó má vera, að þeim, sem öðrum hugsandi mönnum, vakni alvara við afdrif þessa saklausa unglings, því ekki hafði hann kallað fram á sögunnar svið hinar römmu fylgjur frænda sinna. Victor sonur Napoleons prins, þess er hingað kom, er nefndur erfingi hins fallna, samkvæmt erfða- skrá hans; aptur var faðir Victors gjörður áður erfingi hans bæði með öldungasamþykkt og alþýðu-atkvæði (senatus con- sultus og plébiscite). — Á fjöru jarðarinnar Teigagerðis í Beiðarfjarðarhrepd innan Suðurmúlasýslu rak næstliðinn vetur stórt tré, 14 áln. langt, ferstrent, 17 þuml. breitt á hvern veg, úr óþekkjanleg- um við, með stafamyndunum í hvern enda þess á níu stöð- um B. & C. en að öðru leyti engin merki á því. Eigandinn að tré þessu innkallast hér með með árs og dags fresti, samkvæmt opnu bréfi frá 2. apríl 1863, til að sanna fyrir amtmanninum yfir Norður- og Austurumdæminu eignarétt sinn að umgetnu tré, hvers andvirði verður honum borgað að kostnaði frádregnum. Skrifstofu Norður- og Austuramtsins 29. maí 1879. Christiansson. — Skip til söln. Skonnortu-skip, hér um bil 28 smálesta, er í smíðum, og verður fullsmíðað selt.á 170 kr. smálestin. Skip þetta er byggt úr eik, og JJoyds agent sett- ur til yfirumsjónar; er ætlast til að það verði merkt í 1. fiokk til níu ára (Kegister veritas). pað getur orðið fullsmíðað innan fárra vikna. Listhafandi má snúa sér til: Skibsbygger V. Krogh i Grenaa, Jylland. — Eptir undirlagi búnaðarfélags Suðuramtsins er Kristín Wíum nú komin aptur hingað til Suðurumdæmisins, og mun á þessu sumri svo sem í fyrra, gefa þeim, sem þess óska, leiðbeiningu og tilsögn um betri meðferð á mjólk, og öðru því, sem þar að lýtur. Hún fer nú fyrst austur að Hraun- gerði í Árnessýslu, og verða þeir, sem leiðbeiningar hennar óska, að vitja hennar, og kosta sjálfir flutning hennar lil sín og frá sér aptur, ef svo ber undir, og veita henni kost, hús- næði og þjónustu kauplaust meðan hún dvelur hjá þeim. Annan kostnað þurfa þeir eigi að greiða fyrir tilsögn hennar. **'" Keykjavík, 5. júli 1879. H. Kr. Friðriksson. — Útsölumönnum að þríraddaðri sálmasöngsbók eptir föður ökkar sál. P. Guðjónsson, auglýsist hér með, að við ætlumst til, að frá því auglýsing þessi birtist í blöðunum, sé ,bókin hér á landi seld við helmingi síns uppruna- lega verðs, eða í kápu 2 kr., og bundin 2 kr. 25 aura. — Og þár eð við höfum gjört ráðstafanir til þess, að hver kirkja á landinu eignist eitt expi. af henni, óskum við hér með, að útsölumenn vorir alhendi próföstum eða prestum 1 expl. í ^ kápu handa hverri kirkju. eptir ávísun biskups. J>ess óskum við einnig, að útsölumenn gefi oss sem fyrst skýrslu um, hvað hjá þeim er óselt af bókinni þegar auglýs- ing þessi kemur út, verði þeir ekki búnir að því fyrri. Húsavík og Vopnafirði í maí 1879. F. Gudjohnsen. P. Gudjohnsen. — Hjá mér fást til kaups 5—7 hundruð hestar af góðum mó frá í fyrra. Jeg flyt móinn heim til kaupenda og sel hestinn fyrir 50 aura. D. Bernhöft. Carl Franz Siemsen’s verzlun. Hjá G. Emil Unbehagen fæst: Hengi-Iampar, fallegir, á 8 til 12 kr. Og borð-lampar, frá 9 til 11 kr., mjög fáséðir; vindlor, frá 5 til 8 aura hver, eða 4'/2 til 7‘/2 kr. kassinn; cognac og romm, dýrara og ódýrara; allskonar ofin vara; allskonar borðbúnaður; alls- konar lcram- og kryddvörur; allskonar smíðatól og járn- vörur; allskonar hampvörur og hnyklagarn. Sérstaklega góður gulur sykur; rúsínur og rúgmél mjög gott. Alls- konar leðurvörur, o. s. frv. ÚFt Ljóðmæli Bólu-Hjálmars, 1. hepti, eru til sölu hjá j)rentara Einari J>órðarsyni. Kosta 1 kl*. ÚúT Norðlenzkt vaðmál, sterkt og vandað, er til sölu í Smitlis og Thomsens búð, með afbragðsgóðu verði. Mif^urg'cir langt að vestan: |>orgeir minn, hvar hefir þú verið? lestin er komin á stað og eg er að bíða eptir þér. jþorg/eir að austan: Eg hljóp inn til hans Einars prentara og keypti hina nýju skemmtisögu eptir forlák Ó. Johnsen sem heitir: Hún er 6 arkir og kostar einungis 75 aura. Sigurgeir: Hana má eg til að kaupa, fæst hún ekki víðar? Hún fæst líka hjá bóksala Kristjáni Ó. J>orgrímssyni, og verzlunarmanni Sigurði Magnússyni í Liverpóls-verzluninni. — Poka með skjóðu í, hefir einhver týnt hér á bakarastignum. — Á leið frá Hvassahrauni inn í Fossvog, hefir týnst klæðissjal, nýtt, steingrátt með ljósgráum bekkjum utan með. Bið eg hvern sem finnur það, að gjöra svo vel og skila því sem fyrst á skrifstofu pjóðólfs mót sanngjörnum fundarlaunum. — SkoIbleikskjóLtur hestur, þrevetur, bustafrakaður, mark gagnbitað hægra og hálít af fr. v., járnaður á framíótum, lítt taminn — tapaöist úr Stafneshverti á Miðnesi hjer um bil 8 vikur af sumri. Sá sem fiunur hest þennan, umbiðst að koma honum, sem allra fyrst — mót fullri borgun — að Hólakoti á Stafnesi á Suðurnesjum. Jón Jonsson. — Vasabók með bréfseðlum í, hefir týnst nú á lestunum frá Glasgow fram að iitlaSeli, Má skila henni á skrifstofu pjóðólfs. Elis G. Árnason frá Gerhóli. — Svipa úr spansreir með járnhólkum týndist frá Reykja- vík fram á nesið, og er finnandinn beöinn að skila henni á skrifstoíu pjóðólfs. — Norðienzkur baukur nýsilfurbújnn, merktur p. J. týnd- ist frá Hafnarlirði fram á Alptanes, og er beðið að koma hon- um til porsteins á Litlabæ eða á skrifstofu pjóðólfs. — Sá sem finnur brðfaveski, með þinggjaldsseðli, bréfum og skjölum í, er beðinn að sýna það ritsjóra þjóðólfs, sem borgar rífieg fundarlaun og tekur það til hirðingar NÝUPPTEKIN FJÁRMÖRK. Hér með auglýsist, að fjármark mitt er: sneitt apt/h., geirstýft vinstra. Brennimark: BOGI. Skyldi efnhver í sömu eða næstu sýslum eiga sammerkt við mig, bið eg hann að gjöra svo vel og semja við mig um það. Vestri Kirkjubæ á Rangárvöllum í júní 1879. Bogi P. Pétursson. — Hér með auglýsist, að fjármark mitt, nýupptekið, er: geirstýft hægra; sneiðrifað aptan, standfjaðrað framan vinstra. 8é nokkur innan Rángárvallasýslu, sem brúkar þetta mark, bið eg hann að gjöra mér aðvart um það. Velli í Hvolhreppi, 1. júlí 1879. Árni Filippusarson. — Nýupptekið fjármark Margrétar Guðmundsdóttir í Lang- holti í Flóa, er: Hálftaf aptan vinstra. — Fjármark Jóns Jónssonar á Gíslaholti í Rangárvalla- sýslu: hvatt hægra, sneiðrifað framan vinstra, biti aplan. Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.