Þjóðólfur - 27.07.1879, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.07.1879, Blaðsíða 3
83 11. Ávarp um, að afnema opið brjef, dags. 22. marz 1855, um bann gegn byssuskotum á sel á Breiðafirði. 12. Var rætt nefndarálit um greiðslu á tolli af áfengum drykbjum. Fundi slitið. Stykkishólmi, 28. maí 1879. Pórður Pórðarson, fundarstjóri. Grímur Jónsson, 0. A. Thorlacius, skrifarar. Athsemd. Skvrsla pessi, sem sökum rúmleysis hefir dregist að koma út í blabinu, ér að miklu leyti samhljóða fundarskýrslu Barðstrend- inga, og liggur má ske til grundvallai' fyrir henni. Úr brefi frá kaupanda fjóðólfs. (Aðsent). Alltaf er »f>jóðólfur« fjörugur og vekjandi hjá þér. j>að lyptir manni svo upp að lesa bann; þó eg ekki geti kannske gengiðinn á allar ástæður þínar, þávaknaeg æfinlega til að bugsa og íhuga það, sem er umtalsefni. f>að er ekki eins og ísa- fold einhvern veginn svo samanhniprað, né heldur manni svo strengdum innan einhvers afmarkaðs hugsanahrings. f>jóðólf- ur hefir jafnan þau áhrif á mig, að hann vekur bugann og færir hann út, en Isafold, með sínum, sléttu og felldu ástæð- um, dregur hann saman, svo að maður verður miklu takmark- aðri eptir en áður. í fjóðólfi er jafnan dálítill bylgjugangur, en Isafold er eins og slétt og slípað stöðuvatn, ekki með misfellurnar ofan á, en við og við gruggug undir niðri. — Með því þessa daga er von á landa vorum herra Jáii A. Ijaltóii, bókaverði við Advocata-bókasafnið í Edinburgh, er oss sönn ánægja, að geta um leið eptir nýjum skotskum blöðum, skýrt löndum hans frá þrekvirki því, sem hann ný- lega hefir lokið við og sér til frægðar leyst af hendi, en verk þetta er bókaskýrsla (Catalogue) þessa feyki-stóra bókasafns. The Scotsman, sem er hið útbreiddasta af skotsku blöðun- um, segir um Catalog þennan, að með honum hafi málfærslumanna- félagið (The faculty of Advocates), séð bókasafni sínu fyrir því verki, sem ekkertannað bókasafn í heimi geti hrósað sér af. Aðí honum séu miklu betri skýringar og upplýsingar um nafnlausa höf- unda, Psevdonyma, en í nokkru öðru samskonar verki, og blaðið minnist á »Monumenta Germaniæ historica», »Maxima biblio- theca veterum patrum», »Acta sanctorum, o. s. frv. Catalog þessi hefir líka verið nokkuð lengi á leiðinni, því tveir skozk- ir menn höfðu unnið að 2 fyrstu bindunum. Og komu þeir af sínu bindinu hver, og tók hvert þeirra um 10 ár. Herra Jón A. Hjaltalín kom að bókasafninu 1871 og var þá settur við að semja Catalog þess, og halda því fram sem byrjað var. Verk hans var að skrifa upp mestan hluta alls bókasafnsins, og hvert verk það sé, geta menn getið sér til þegar það kemur fram, að bókasafnið er þriðja stæzta bókasafn á Bret- landi hinu mikla og írlandi. (»British Museum» og Oxforð bókasáfnið eru stærri), og hefir það allt að 300,000 bindi. Við alla höfunda, sem nokkurs þykja verðir, eru tekin fram helztu atriði. úr lífi þeirra, fæðingarár og dánarár. f>ess utan er Qöldi af útlendum bókum, svo allar þjóðir eiga þar nokkuð. Til þess að koma þessu fyrir þurfti því mikla þekk- ingu á málum, fróðleik og lærdóm. Svo var að raða öllu bókasafninu eptir stafrofsröð og safna saman upplýsingum um höfundana, og leggur Scotsman dóm sinn á hvernig herra Hjaltalín hefir tekist það, með því sem áður hefir verið sagt. Lögfræðingar þeír, er að bókasafninu standa, voru þó farnir að örvænta áður en hann kom.aðv’erk þetta mundi nokkurn tíma fullgjört, en þegar herra Hjaltalín jafnan kom út 1. bindi á liðugu ári, (áður þurfti tíu ár til þess), þá fór þeim að létta um hug. J>að sannaðist ekki hér, sem Skotar álíta um sjálf- an sig, að þeir séu öllum útlendingum verkfærari. Og nú þegar Catalog bókasafnsins er búinn, er hann 8 bindi í 4°, hvert um og yfir 800 bls. með viðbæti upp á 400 bls., og nær fyrir utan annað yfir allar brezkar bókmentir frá dögum Önnu drottningar og til síðustu tíma. — B ú 1 g a r í a. Þetta nýja ríki, er nú loksins búið að velja sér höfðingja : Alexander fursta af Battenberg. Rússar réðu þvi, að hann varð hlutskarpastur. Fursti þess er þjóðverji 25 ára gamall. Hinir helstu, sem þóttu standa næstir að hljóta þessa, ef til vill dýrkeyptu tign, voru furstinn Dondnkoff — Korsakoff, general ígnatieff, prins Reuss, prins Bibesco, og prios Valdimar af Danmörk. Allsherjar (international) nefnd er sett í Paris og skal eiga fund með sér í sumar til þess, að ráðgast nm skurðgröft þvert i gegnum mið-Afriku. Forseti nefndarinnar er Lesseps, sá sem gjörði Suezskurðinn. Hinn frægi norðmaður profersor 0. G. Brock er kvaddur af Frökkum til að sitja f nefnd þessari. — M a n n al á t. (Aðsent) 26. d. Febrúarm. þ. á. andaðisí að Hala i Holtum eptir 7 viknalegu húsfrú Valdis Gunnarsdóttir. Hún var fædd 3. Sept. 1844 að Sandhólaferju í Holtum, dóttir þeirra hjóna Gunnars Bjarnasonar og Þórunnar íngimundar- dóttir sem enn búa þar. þegar f barnæku var hún tekin til fósturs afiséra Jóni Brynjólfssyní, og búsfrú hans l’órunni Bjarnadóttur, föður systur hennar, er þá bjuggu ( Háfshól. Þaðan giftist hún 22. oktbr. 1869, þórði hreppstjðra Guðmundssyni, og reistu þau bú að Hala i Holtum, er óðum blómgaðist. Þau áttu 3 dætur barna. |>að var hvortveggja, að Valdís heitinn átti það að sækja bæði til frænda og fósturs, enda reyndist hún sann-nefnd sómakona, ávann sér hylli og virðing allra ec til hennar þekktu, skyldra og vandalausra, og þó maki og börn, sem unnu henni húgástum, mest hafi mist við fráfall hennar, er hún almennt treguð, því hún vildi reynast og reyndist öllum góð. Minning hennar lifi í heiðri! — f>ann 13. d. febr. þ. árs, andaðist eptir langvinna Lúngna- bólguveikí, húsfrú Vigdís Pálsdóltir, á Neðradal, fædd 1826, kona Stefáns Þorlákssonar, er þar heflr búið og býr enn. |>au hjón voru bræðrabörn, hún alsystir Egils Pálssonar, sátta- semjara á Múla, hún var ein af hinni margkvísluðu Breiðaból- staðar ætt, 4. liður frá séra Högna sál. Vigdís sál. var greind- arkona, ástrikur maki og umhyggjusöm móðir, og hafði hylli þeirra er við hana kynntusí. |>ess skal getíð að þá lifandi uppgjafaprestur sira G. Torfason gjörði grafskrift eptir hana, fallega orkta, og var hún sú seinasta af þeim mörgu er hann hafði gjðrt, hann átti þá eptir ólifaðar einungis 6 vikur. — þriðja dag hvftasunnu næstliðið vor andaðist af ellilas- leika bændaöldungurinn Guðmundur Magnússon að minna Hofi í Gnúpverjahreppi, nærfellt 84 ára gamall. Foreldrar hans voru Magnús bóndi i efra Langholti í Hrunamannahreppi, Eyríksson frá Bolholti, einn af hinum mörgu kynsælu Bolholts- syslkinum, og Guðrún Magnúsdóttir, frá Austurhlíð f Biskups- tungum. Guðmundur sál. hafði nú búið að Minna Hofi 53 ár, og var jafnan talinn meðal hinna merkustu bænda í sinni sveit og þó viðar væri leitað. Mörg ár var hann hreppstjóri þar f sveit og stofnaði þá vaxtasjóð þann sem hreppurinn á. Hann var greindur maður og gætinn, fróður og minnugur, fylgdi fram hverju þvi er til bóta borfði, ogþráttfyrir sinn háa aldur og þrátt l'yrir það, að hanu var orðinn sjónlans og karlægur hin síðustu ár, varð hann samt aldrei, sem menn segja,- «á eptir tímanum». — Samkvæmt fyrirmælum í lögum 12 apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá er telja tíl skuldar i dánarbúi steinhöggvara Sverris Runólfssonar, sem drukknaði í síðastliðnum maímánuði, að koma fram með skulda- kröfur sínaráhendur dánarbúi þessu og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum hér í sýslu innan 6 mánaða frá síðasta birtingar- degi þessarar innköllunar. Svo er og með sama fyrirvara hér með skorað á lögerlingja Sverris heitins að sanna erfða- rétt sinn eptir hann fyrir nefndum skiptaráðanda. Skrifstofu Húnavatnssýslu 15. júli 1879. Lárus Blöndal. — Samkvæmt fyrirmælum i lögum 12. april 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861, er hér með skorað á alla þá, er telja til skuldar I dánarbúi fyrrum sýslunefndarmanns Jóhannesar Guðmundssonar, sem siðastliðið vor andaðist að Undirfelli í Vatnsdal, að koma fram með skuldakröfur sínar á hendur dán- arbúi þessu og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér I sýslu innao 6 mánaða frá síðaeta birtingardegi þessarra inoköllunar. Skrifstofu Húnavatnssýslu, 15. júli 1879. Lárus Blöndal.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.