Þjóðólfur - 27.07.1879, Blaðsíða 2
82
ættartölu, 3. erfiljóð (eptir E.Ó. Briem og Matth. Jocliumsson)
og 4. Sýnisborn af þingræðum Bjarna sál. Ritið er ekki
prentuð tii útsölu, en er i sjálfu sér þess vert að alþýða ætti
það, því bæði er það vel samið og lýsir einum röggsamasta
og beztlátna yngri embættismanni landsins.
Af Mrlejutíðindunum er komið út l.h. II.árg., efni: auglýs-
ing um hinn nýja lærdóm H. Hálfdánars ; um presta og kirkna-
málið; um ástand hinna hólpnu sálna frá dauðanum til upp-
risunnar, úr dönsku; um ríki. og kirkju; kirkjuleg bindindis
hreifing á Englandi. Heptið er allt, nema 2 bls. af 48, sam-
ið af Þórarni Böðvarssyni. 1. 2. og 3. ritgjðrðin lýsir óneit-
anlega meiri álúð og áhuga á málefnum og hag kirku vorrar,
en almennt er nú eða verið hefir, en ekki fellum vér oss
alstaðar við skoðanir böfundarins, og allra sizt um huxanir
hans um samband ríki og kirkju, sem vér ætlum að standi
reglulega á höfði. Meðal annars segir hann, að það sem
menn meini með því að aðskilja ríki og kirkju sé það, að
oþjóðfélagið, sé ekki bundið við neina trú». Nei! heldur er
meiningin hitt, sem höfundurinn nefndi á fyrri blaðsíðunni,
og neitar að sé meiningin : «réttur aðskilnaður á því andlega
og veraldlega valdi». Höf gengur út frá þeirri skoðun, að
kirkjan hætti að vera til og bver einstaW maður verði guð-
leysingi, ef konungur og landsstjórn sleppi takinu, og krist-
innamanna félagi sé leyft að annast sín málefni sjált.t Ti.1 þess
að svara þessu þarf í sannleika postullega þolinmæði, enda
leiðum vér það hjá oss að sinni. Prestum hér á landi er nýtt
um varninginn, «að pólitísera» um kirkjumál og andlegt frelsi,
enda sézt þess skjótt vottur, þegar þeim málum skal hreifa ;
jafnvel sumir vorir beztu og vitrustu menn koma þar fram, að
oss virðist, líkara unglingum en fulltíðamönnum, og þverneita allri
tilslökun til frjálsari siða í trúar- og kirkjumálum — ef ekki
af annari ástæðu, þá af þeirri, að »tíminn se ekki kominn» (!)
Nær er tíminn kotninn, vorir elskulegu bræður, að brjóta af
oss forn heimsku-fjötur og vakna til guðsbarna frelsis? Nær
er tími kominn til að byrja á þvf, að losa kirkju frá konungs-
valdi og fá umráð hennar i hendur henni sjálfri, það er söfn-
uðunum ? Nær er tfminn kominn til að leysa menn frá sókn-
arbandi og öðrum persónulegum höptum, sem frá fornum
harðstjórnar- og myrkratímum, hafa skert rétt manna og æru
og þvingað og svæft samvizkur manna ? í Ameriku er kirkjulíf
fjörugast í heimi; þar hafa kirkjur tvöfaldast að tölu, efnum
og sóknarmönnum síðast liðin 20 ár. En hver stjórnar þar
kirkjunum ? Svar : ekki ríkið, heldur söfnuðirnir sjálfir. Meðan
rfkiskirkjur standa, verða prestar ætíð apturhaldsmenn og að
eins til bálfrar uppbyggingar.
Gripasýnin^. «Sunnlendingurinn kemurá eptir», segir
fornt spakmæli, og datt oss það f hug hér um kvöldið, er oss
varð reikað upp Bakarastíginn, þvi þá heyrðist oss ekki betur,
en einhverstaðar í þingholtunum væri hviskrað : «Við skulum
líka halda gripasýningu*. Það var að tarna — hugsaði eg —
jú, Sunnlendingurinn kemur á eptir. í alvöru að tala, mun
dálítil hreifing komin hér syðra á hugi manna í þessa átt, síð-
an menu fréttu um sýningarnar ( Eyjafirði og f Skagafirði.
Búnaðarfélagið hefir og hreift gripasýningar- tillögn, en þess
hrefingar eru bæði seinar og sérstaklegar. Hvar er sjálfsagð-
ari sýning en hér í höfðstaðnum og í miðjum fjölmennustu
sveitum landsins? Hverja gripi skal hér sýna? Hér skal sýna
allt, sem her er alið, unnið og gjört að vöru eða varningi:;
fyrst og fremst getur handiðnamannafélagið gengið í broddi
fylkingar; það ætti að stofna sýninguna ; þar næst koma sjáv-
arbændurnir með sín handbrögð, skipasmiðirnir með sín, kon-
urnar með sín, sveitamenn með sín, o. s. frv. Til þess að
slík fyrirtæki, sem þetta, komist lengra en á pappirinn, þarf
að vísu almennan áhuga, félagslíf og félagsanda. Vér álítum
tilgangslltið að fara að eyða orðum til þess að reyna að koma
mönnum í skilning um nytsemi sýninga, en látum nægja, að
geta þess, að þær þjóðir, sem ekkí hafa sýningar, eru ekki
lengur f mannatölu. Og hvað oss Sunnlendinga snertir, álít-
ura vér, að hvergi hér á landi sé gripasýning nauðsynlegri en
hér, bæði sökum þess, að hér blasir allt bezt við útlandinu,
og hér er á minnstu svæði saman kominn mestur slyrkur land-
sins. En framfarirnar standa þvf miður i mörgum greinum í
öfugu hlutfalli þar við. Vér álítum þvf, að það væri hið mesta
snjallræði ef handiðnamannafélagið hér f bænum vildi sem
fyrst eiga fund með sér lil að fhuga þetta mál, og kjósa nefnd
maona til þess að þoka því lengra áleiðis.
Gfrænlandsior "íngólfsr,, «íngólfur», hið danska
herskip, er nýkomið úr ferð norðan úr Dumbshafi eða Dan-
merkursundi. Komust þeir norður á 70. gráðu, eða ekki lang-
an veg fyrir vestan Scoresbyfjörð. þeir fenga bjart veður og
kyrt. Nær ströndum komust þeir hvergi en 5 mílur undan,
sökum fsa, enda þorðu þeir ekki lengra norður að halda á svo
veiku skipi; héldu þeir síðan all-langan veg vestur með ísnum
allt á móts við Vestfirði, og höfðu svo bjarta landsýn, að þeir
gátu bæði mælt fjöll og teiknað; var það og allmikil strand-
lengja, er þeir þanuig skoðuðu, og ekki var áður kunn. Einn
jökultind á þvi svæði sunnanverðu nefndu þeir (ngólfsfjall;
það er yfir 5000 feta hátt. Allt er það land jöklum þakið,
með hamraklettum í milli, úfið, skörðótt og tindótt, og efiaust
blá óbyggð, optast nær ísum lokuð.
Fnndarskýrsla.
Hinn 27. dag maímánaðar 1879, var J>ómessfundur hald-
inn í Stykkishólmi, samkvæmt fundarboðuu þingmanns Snæ-
fellinga. Til fundarstjóra var kosinn alþingismaður þórður
J>órðarson, en fyrir skrifara cand. theol. Grímur Jónsson og
verzlunarmaður 0. A. Thorlacius.
Til undirbúnings undir fund þennan hafði sýslunefndin
með þingmanni sínum og fleiri merkismönnum, að afloknum
sýslunefndarfundi 2. s. m., skotið á frjálsum fundi, sem kaus
nefndir, er íhuga skyldu hin vandasömustu mál sem sýslubú-
ar óskuðu að lögð yrðu fyrir alþingi í sumar. Voru nú
nefndarálitin lögð fyrir fundinn og síðan ítarlega rædd:
1. Presta- og kirknamálið, og varð sú niðurstaða, að ágrip
til alþingis var samið þess efnis: að talsverðar breyt-
ingar þyrfti að gjöra á því sem brauðamatsnefndin hefði
gjört, hvað laun presta áhrærir, og að brauðum verði
steypt saman þar sem því verður við komið.
2. Um stjórnarskrá íslands urðu all-langar umræður, en að
þeim loknum, var sýslumanni Sigurði Jónssyni falið á
hendur, að semja ávarp til alþingis um, að stjórnar-
skráin verði vandlega íhuguð, og, að alþingi haldi fast
við þá rás, sem þjóðfundurinn tók 1851, og ráðgjafar-
þingin þar á optir, o£ var ávarp þetta á fundinum sam-
þykkt af meiri hluta fundarmanna.
3. Agrip til alþingis um, að konungur undirskrifi einungis
hinn íslenzka texta laganna; sömuleiðis samþykkt.
4. Landbúnaðarmálið kom til umræðu, en varð ekki útkljáð
svo að ávarp yrði samið um það, en a!lir fundarmenn
voru á því, að bezt mundi fara, að það mál yrði ,ekki út-
kljáð á þessu þingi, og að nokkur atriði þess yrðu borin
undir álit hreppa- og sýslunefnda áður en það yrði gjört að
lögum.
5. Var samþykkt nefndarálit um, að leggja niður landlæknis-
embættið, en stofna í þess stað heilbrigðisráð í lieykjavík.
6. Um gufuskipsferðir var samið ávarp til alþingis í þá átt,
að það láti semja við Slimon eða einhvern anuan um
gufuskipsferðir milli íslands og útlanda og urahverfis
strendur íslands, og semji sjálft eða láti semja ferða-
áætlun fyrir gufuskipið; en fái alþingi ekki full umráð
yfir tilhögun á ferðum strandsiglingaskipsins, þá neiti það
alveg um fé úr landssjóði til gufuskipsferða.
7. Ávarp um að byggja nýtt alþingishúá á pingvelli við
öxará.
8. Ágrip um breytingu á nöfnum þingdeilda alþingis þann-
ig: að deildir þessar verði nefndar eptirleiðis »lögrjetta«
og »lögþingi«.
9. Ávarp til alþingis um, að gjöra ekki að lögum að egg
verði friðuð með lögum.
10. Bænarskrá um þóknun handa hreppstjórum úr landssjóði.