Þjóðólfur - 27.07.1879, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.07.1879, Blaðsíða 1
31. ár. Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Sé borgað a3 haustinu kostar árg. oi klaa 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. Reykjavik, 27. júli. 1879. Verzlnnin. I’rátt fyrir tölnvert vægara verð á nauðsynjavörura i ár en var i fyrra, og þrátt fvrir töluvert meiri sjávarvöru en þá hér á soðurlandi, ~ mun verzluDin þykja engu hægari, nema miður sé. l’vi meiri deifð, sem er i verzluninni og hugleysi hjá kanpmönnum að bjóða í sjávarvöruna, því sárara kenna sjávarbændnr á þeirn geisi-kostnaði, sem útvegi þeirra fylgir. Útlitið er allt annað en glæsilegt: Á Spáni, sem nálcga I öll- um löndum Evrópu, drottnar deyfð og drúngi yfir atvinnu og viðskiptum; sunnlenskur fiskur, er þar mjög grunsamur á markaði, og i þriðja lagi er allur markaður þar þegar fyrir löngu fullur af hinum óvenjulega mikla fiski frá Noregi (eflaust hátt upp I 300,000 skpd ). Útlitið hér er aptur þetla: varan töluvert meiri —líklega full I5,000skpd. af saltfiski innanþessa flóa—og miklu betri en hún vari fyrra; hrogn og sundmagi í mjög háu verði; útlend nauðsynjavara með viðunanda verði. Aptur er athuganda : hinn góði afli varð mjög misjafn hjá almenningi bæði yfir veturinn og vorið, með því hlutir um allan Strandar- hrepp urðu að tiltölu mjög lágir pþá kemur það, að öll útlend vara f fyrra stóð I háu verði, ekki síst salt og hampur, svo að greindir útvegsmenn hafa sagt oss að varla standi lU eptir til góða af 40 kr. verði skippundsins, þegar allur kostnaður sé frádregin — 40 kr. verði (segjnm vér), því athuganda er, að megnið af þeirri vöru, sem almenningur leggur inn i sum- ar hér við sjóinn, fer upp í skuldir, er lagt inn til borgunar hinni dýru eða framfærðu vöru frá í fyrra. Nú bætist oían á hin nýja vöruvöndun, sem bændur og kaupmenn jafnt, og báðum til sóma, keppast við að hafa fram með fyllsta krapti í sumar. En þótt hún se lífsspursmál og til sýns ábata ( framtiðindi, veldur hún bændum engan hag í ár, heldur miklu fremur hinu gagnstæða, enda ósagt að Spánverjar, sem kaupa ilestallan fisk fyrirfram og óséðan, virði hana mikils í ár, eða fyrri en næsta sumar. Verðmunurinn á fiski nr. I og fiski nr. 2 er 10 kr., og má eflaust gjöra ráð fyrir að lU fiskjarins verði í ár borgaður með lægra verðinu, þannig að sá hluti innlátningar bænda borgar að eins kostnað þeirra og ekki fremur. þetta er nú yfiriitið, og er þvi síður en ekki kyn, þótt kurr sé daufur í sjávarmanninum, enda er verzlunarástand landvörusveitannna engu betra að sínu leyti. Skuldir eru þar að visu almennt minni, enda er vöruupphæðin minni að sama hlutfalli. llæði kreppir þar að lítil vara eptir mikinn fjármissi víða og illa framgengið fé nálega hvervetna, og verðið á ull- inni er hið lægsla, (60 a.), sem það mun hafa orðið siðan 1850, eða áður en verzlunin var gefin laus,. Allt um það segjast kaupmenn þó fremur af nauðnng en með fúsum vilja gefa 40 kr. fyrir besta saltfisk og 60 a. fyrir hvíta ull, og að þeir borgi þessar aðalvörur landsmanna í öðru en framfærðri vöru, er ekki að nefna. Nýlega áttu kaupmenn samtalsfund með nokkrum góðum bændum hér úr nágrenninu, og var helzt fyrir svörum af þeirra hendi, Jón hreppstjóri Breiðfjörð úr Strand- arhreppi. Gengu allar viðræður f bróðerni, enda þekkja vorir menntaðri bændur nú nálega eins vel og kaupmenn sjálfir útlit markaðarins. Ivaupmenn skýrðu frá, að sala á fsl. fiski til Spánar væri ekki byrjuð og útlitið með verðið væri engu betra en það var í vor. Bændur mæltust til að kaupmenn gjörðu sitt ítrasta og gæfu 45 k'r., enda töldu þeir bæði sanngjarnt og nauðsynlegt, að þeir bæri að sfnum hluta hallan, sem allir hlytu í ár að bíða sökum fiskisorteringarinnar; kváðu það hættulegt fyrir vöruvöndunina framvegis, ef almenningur yrðí strax þeirrar skoðunar, að sorteringin yrði þeim fremur til óhags en ábata. Fischer stórkaupmaður, kvaðst fús að borga fiskinn með eins háu verði i ár og hann hefði nokkra von um að fá aptur fyrir hann, enda hét bændum því, að hækka verð hans upp í 45 kr. eða jafnvel betur, óðara en hann frétti, að útlit yrði til að 50 kr. fengist fyrir skippundið á Spáni, og gefa fátækum gjafir að auki. Jón Breiðfjörð spurði kaupmenn, hvort þeir mundu hepta nauðsynleg útvegslán, ef bændur legdu nú saman og geymdu svo eða svo mikinn fisk til þess að selja Spánverjum á sínnm tíma fyrir eigin reikning. Kaupmenn kváðu því fjærri fara, en vildu telja þá frá þeirri fyrirætlan, sem næsta ísjárverðri, meðan slíkt árferði stæði og verzlun heimti svo mikið vit og varúð. Mun og bændum hafa skilist það rétt. l’annig standa þá sakirnar ; sú bót er þó í máli, að tíðarfarið i sumar er að öðru leyti hið besta, þótt grasbrestur sé nokkuð víða (helzt á harðvelli), sökum hinna raiklu þurka og fjallkulda f hærri sveitum. Yér endum þessa grein með þvi heilræði til almennings, að menn athugi sem best öll við- skipti sín og búskaparbrögð, a. m. fjár- og kjötsölu í haust, óhófsvörukaup, meðferð á skepnum, o. sv. frv. Bæknr. Lýsing Pingeyrarkirkju og ræður við vígslu hennar, með uppdráttnm. í prentsm. ísaf. 1878. Oss hefir ofiengi gleymst, að nefna þeonan bækling, og þá ekki siður að minnast á kirkju þessa. Bækliugurinn er prýðilega vand- aður að frágangi, og myndirnar af kirkjunni greinilegar. Hann kostar að eins 35 a. og er «ágóðinn œtlaður til að kaupa cinhvern skrautgrip handa kirkjunni». Allstaðar, þar sem þessi kirkjulýsing er boðin, ætti alþýða að kaupa hana, þvi með því efia menn góðan og maklegan tilgang. Af lýsingunni sjá menn að eigandi Þingeyra (síðan 1860) herra Ásgeir alþingis- maður Einarsson, dbrm., hefir með kirkjubyggingu þessari, leyst af hendi í elli sinni, bæði stórmannlega og giptusamlega, mikið og lofsvert fyrirtæki, sem er meira en þess vert, að öll landsins blöð hefðu fyrir löngu látið þess getið, enda þólt kirkjan sjálf verði hinn bezti og varanlegasti minnisvarði við leiði stofnarans. Kirkjan er, eins og kunnugt er, öll úr ts’- lensku grjóti, (sem allt varð að draga að langa vegu og heila milu sjóveg, auk margra annara erfiðleika, sbr. bæklínginn) og eplir því vönduð og pryðileg að öðruleyti. Yfirsmiður var Sverrir heitinn Eunólfsson. Byggingin kostaði rúm 16000 kr. og lagði kirkjudrottinn sjálfur til meira en 2/a þess fjár. Hún mun vera sú 4. steinkirkja á landi hér, og hin einasta, sem einstakur eigandi hefir byggja látið. Ræðurnar eru tvær, önn- ur eptir Eyrík Briem prófast í Húnavatnssýsln, en hin eptir Ásgeir sjálfan; eru þær báðar góðar, en hin síðarnefoda sýn- ir að auki, að sá sem kirkjuna lét gjöra (mest eptir egin for- sögn), gjörði það verk ekki af tómum metnaðarhvötum, heldur af öðrum æðri og helgari, þeim að efla guðs dýrð og vegsemd kristinnar kirkju. Jóns prests þorsteinssonar og konu hans Í'uríðar Hallgrímsdóttur, (frá Reykjahlíð, dáin að Hólmum, hann 14, júní 1862, en hún 30. okt. 1867.) í ísaf. prent- smiðj. Æfiminning þessi er mjög fallega samin, eptir séra Svein Níelsson, og lýsir einkum vel hinum tápmikla og elsku- verða öldungi séra Jóni, sem vafalaust hefir verið einn vorra þjóðlegustu presta-mikilmenna, er afreksmenn hafa verið jafnt að karlmennsku og latínulærdómi, og endað sanna stríðsdaga í hárri elli, sem guðs- og mannvinir — venjulegast studdir samvaldri konu, fullri þolgæðis, trygðar og blíðu. Blessuð veri minning slíkra, og eru þvílikar æfisögur mjög mikils virði, þótt að eins séu handa löndum að lesa. Enn er í sömu prentsmiðju nýprentað minningarrit ept- ir Bjarna E. Hagnússon, sýslumann Húnvetninga. Úað er með eirstunginni andlitsmynd og prýðilegt að öllum frágangi, útgefið á kostnað ekkjunnar, frú Hildar (dóttur Bjarna amtm. Thórarensens), en samið af hinum lærða presti, séra E. 0. Briem á Höskuldsstöðum. Það hefir að færa 1, æfisögu, 2. 81

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.