Þjóðólfur - 20.08.1879, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.08.1879, Blaðsíða 3
87 2. Frmnvarp til laga um sölu á jörðunni Miðhópi í Húnavatnssýslu. 3. Frumvarp til laga um sölu á jörðunni Arnarnesi í Eyjafjarðarsýslu. 4. Frumvarp til laga um verðlagsskrár. 5. Frumvarp til laga um sölu á j)jóðeignum. 6. Frumvarp til laga um breytingar á peim ákvörð- unum, sem gilda um að ávinna Iireppshelgi. 7. Frumvarp til laga um leysing á sóknarbandi. 8. Friunvarp til laga um leiguburð af peningalánum. 9. Frumvarp til laga um breyting á lögum um laun íslenzkra embættismanna. 10. Frumvarp til laga um bann gegn aðflutningum sakir pestkynjaðs sjúkdóms. 11. Frumvarp til laga um löggiltan verzlunarstað við Kolbeinsárós. 12. Frumvarp til laga um sölu á Grímstunguheiði og Auðkúluheiði. — í „]5jóðólfi“ þ. á., bls. 82, hefir ritstjórinn eða einhver annar minnst á „Kirkjutíð.“ þ. á., 1. hepti, og kveður meðal annars svo að orði: „en ekki fellum vér oss alstaðar við skoðanir höfundarins, og allra sizt um hugsanir lians um samband ríki og kirkju, sem vér ætlum að standi reglulega á höfði“. En eg verð að lialda, að petta standi á höfÖi hjá höfundinnm. Af ó- skiljanlegu pekkingarleysi eða fljótfærni segir hann, að pað sé ekki rétt, sem er rétt. það er ekki mín „skoðun“ eða „hugsun“, heldur framsetning á pví, sem er. Til pess hann geti sannfærzt um þetta, ræð eg honum til að útvega sér og lesa pær bækur, sem eg vitnaði til: Ueber den christlichen Staat, Zon Heinrich W. F. Thiersch, doctor í heimsspeki og guðfræði. Basel 1875. Og 1’ Eglise et la sosiéte crétienne eptir Guizot. París 1801. þessi síðarnefndi, mjög merki höfundur, leiðir rök að pví, að bæði ríkið og kirkjan mundu niðurlægjast og veikjast, ef pau væru að skilin. Höf. í „Pjóð.“ neitar pví, að pegar ríki og kirkja sje að skilin, pá sje pjóðfjelagið ekki bundið við neina trú. það parf ekki postullega polinmæði til að umbera petta, nema þegar maður atlmgar, að peir sem pannig neita augljósum sannindum, hafa gefið sig fram til að leiðbeina öðrum. Ilöf. segir, að eg gangi út frá þeirri skoðun, að ef ríkið verði að skilið frá kirkjunni, pá hætti kirkjan að vera til, og hver einstakur maður verði guðleysingi. petta er að mínu áliti rangfærsla eða óskiljanlegur misskilningur. Eg segi í Ivirkjutíð., að sé ríkið að skilið frá kirkjunni, pá hafi ríkið, sem ríki, eða pjóðfélagið, sem þjóðfélag, ekki framar neina trú. I’að er ekki bundið við neitt guðsorð, pað laun- ar engum biskupi eða andlegrar stéttar mönnum, pað styður ekkert að því, að við halda kristnum siðum, helgihaldi sunnudagsins, kristilegum hjúskap, o. s. frv. En prátt fyrir petta getur hver einstakur, sem vill, ver- ið kristinn og stofnað sér kirkjuQelag og verið í kirkju- félagi, verið sonítari og mormóni og hvað sem er; pjóð- félagið skiptir sér ekki af pví lxvorki til né frá. fví -Scm höf. talar við sína elskulegu bræður ætla eg að ganga frarn hjá. Eg verð sarnt að vekja athygli lians á pví, að pað fyrsta sem hann parf að gjöra, ef hann vill koma breytingu á trú manna hjer á landi, er pað, að liann útrými úr stjórnarskránni 45. grein- inni, sem segir: „Ilin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja“. það sem liann vitnar til Ameríku, er í vissum skilningi rétt. það er að vísu satt, að Uki og kirkja er þar eptir bókstafnum að skilið, en alls ekki í raun og veru. Kristilegir siðir, sem eru • sterkari en nokkur lög, eru par drottnandi einmitt í rikisstjórninni. pingið er byrjað með bæn, sunnudag- nrinn er helgur haldinn, menn afleggja eið. Allt petta sýnir, að ríkið hefuí ekki skilið sig við kirkjuna »ð öllu leyti. Prestar og trúarboðendur hafa fría ferð á járnbrautum og gufuskipum. En gæti höf. par að auki að pví, að þeir sem fyrst byggðu Ameríku, voru flestir mestu trúmenn, þeir gjörðu uppreisn með guðs- orð í hendinni vegna trúar sinnar. Leysing á sókn- arbandi kemur aðskilnaði á ríki og kirkju ekkert við. Iíöf. hneyklast á pví, að menn segi, að tíminn sé ekki kominn. Iiann veit pó, að pað er tími til að tala og tími til að þegja. Görðum, 28. júlí 1879. Þórarinn Böðvamson. * * * — Vér skulum lofa hinum heiðraða greinarhöfundi, að eiga síðasta orðið i þessu máli að sinni. petta framtíðar-mál er svo risavaxið, að lítið gjörir til, hvorumegin þeir tveir, hinn heiðraði greinarhöfundur og ritstjóri pjóðólfs, narta í það. Ríkiskirkjan hefir svo sterka hornsteina — nei, vér vildum heldur segja h o r n, að þótt sín flugan settist á hvert, mætti hún svara eins og nautið í vísunni eptir sira Jón porláksson, (þótt ólíku sé saman að jafna): ■'Öflugt settist á uxahorn eitt sinn dálítið flugukorn; «viltu», fékk hún af vorkunn spurt, «veslingur, að jeg fari í burt?» «Ei vissi eg» kvað hann, «af þjer fyr, «eins er mér hægt þó sitjir kyr». Að öðru leyti skulum vér játa með ánægju, að auðséð er á svari greinarhöf, að skoðun hans á þessu máli stendur til bóta í frjálsari eða skynsamari stefnu. Ý m i s 1 e g t. — Englendingar eru auglýsinga- eða plakatamenn mestir í heimi; hvervetna par sem auga er litið, sjást söluplaköt, prentuð með allskonar hugsanlegu og óhugs- anlegu letri og flúri, og eptir pví er efnið útbrotasamt og ótrúlega margbreytt. Stöku sinnum Iiittist plakat, sem „ekki er af þessum heimi“, svo sem t. d. þetta; Týnst hefir! einhverntíma milli sólaruppkomu og sólarlags tvær gullnar klukkustundir, liver um sig sett s e x t í u d e m a n t s - m í n ú t u m. Engum fundarlaunum er lofað, pví pær verða aldxæi að eilífu aptur fundnar. — Dr. C h a n n i n g. Að áiá verður öld liðin frá fæðingu pessa fræga rithöfundar; ætla Amerikumenn pá að byggja kirkju mikla til að kenna við hann, í bænum Newport, par sem hann var borinn, og í Boston á að reisa honum minnismerki, en trúarbræður hans, hinir ensku Unitarianar, ætla pá að gefa út rit hans í 100,000 exempl. og selja hvert á 1 shilling (80 a.). — Maður er nefndur Bradlaugh, hann er kennimað- ur mikill og kennir: að afnema allan kristindóm og alla trú. Ilann er í London og kallast trúarleysingja- flokkur hans secúlaristar. Um daginn hélt hann ræðu út af þeim texta; „hvað lxefir kristindómui’inn unnið til gagns fyrir Evrópu?“ og vildi sanna að pað væri ekkert. Maður nokkur tók til máls í móti honum og sýndi fram á liið gagnstæða, kvað anda kristindómsins hafa ávallt verið einn og hinn sama heilagan og hreinan, pótt kirkjan hefði jafnan atað sitt skírnarklæði með hjátrú og ofríki. „Og hvað á pá — spurði liann — að korna í staðinn; jarðfræðin talar um tórna steina, efnafræðin um tóm öfl, sálarfræðin um eðlislög vitundarinnar, o s. frv. en engin vísindi tala um anda og skyldu, ábyrgð og ákvörðun eða nokkur hin æðri spursmál mannkynsins“. pá svaraði Bradlaugh: „pessu er of fljótt að svara, mitt embætti er að rífa niður, en seinna er nógur tírni til að byggja upp aptur“. pá gall við einn í söfnuð- inum: „Nú skil eg hvað presturinn meinar, hann meinar: Eg ætla fyrst að taka af mér höfuðið, og svo ætla eg að fara að sjá mér út annað“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.