Þjóðólfur - 15.10.1879, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.10.1879, Blaðsíða 1
 31. ár. Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík, 15. okt. 1879. Sé borgaB a8 haustinu kostar árg. 97 MaA 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. ^1' u,tt0' — Með póstskipinu „Phönix", kap. Kihl, sem kom 9. þ. m„ bárust fá nymæli og stórtíðindi engin. Með því kom til lærða skólans nýr settur kennari, Sigurður Sigurðursson (frá Hjörtsey á Mýrum) málfræðingur; tek- ur hann við kennslu í stað Jóns A. Sveinssonar, er af- pakkað hefir embættið og sezt að í Kliöfn. Enn frem- ur komu inn á skipinu ungfrú Jóhanna Amljótsdóttir og fröken Bertelsen, tengdasystir Kriigers lyfsala. Kap- teinn Ambrosen lá veikur eptir í Khöfn. f 5. p. m. sálaðist í húsi foreldra sinna úr brjóst- veiki Hálfdán Helgason, elzti sonur sira Helga Hálfdánarsonar prestaskólakennara. Hann skyldi út- skrifast af lærða skólanum næsta vor; misstu þar for- eldrar, skóli og land eitt hið bezta mannsefni. Jarðarförin framfór í gær með miklu fjölmenni. SkÍlDaðarSamsætÍ. Herra Egilsson stóð fyrir skiln- aðarveizlu, er 11. p. m. var haldin þeim W. Fiske prófessóri og félögum hans, þó að eins fáir þeirra, er hefðu viljað, fengi þar rúm. Hafði Egilsson með þeirri snilld, sem honum er lagin, undirbúið allt og séð svo um, að menn af sem flestum stéttum, en þó einkum bændur, gætu þar séð og kvatt hinn kæra og nafnfræga gest vorn og hugljúfa, hinn ameríkanska pró- fessor. Samsætið fór hið bezta fram, enda skemti mönn- um til skiptis söngur hörpufelagsins, hornblástur, eða minnisdrykkjur og samræður. Glasgow var skrautlýst um kvöldið með 80—90 Ijósum. Fyrir minni gestanna mælti Árni landfógeti fagurt erindi, en prófessor Fiske svaraði með nokkrum hjartanlegum kveðju- og árnaðar- orðum til lands og þjóöar. Ýms önnur minni voru drukkin; fyrir minni herra Patersons mælti dr. Hjalta- lín með viðurkenningu fyrir dugnað hans og alúð við hið áríðanda brennisteinsverk hans, en hann drakk apt- tir minni íslands og mælti fyrir á íslenzku. Egilsson mælti fyrir minni bænda, J»orl. Ó. Johnson fyrir minni Ameríku, Páll Melsteð fyrir skál kvenna, sira^Matthías Jochumsson fyrir minni Ameríku-kvenna, o. s. frv. þ>eir felagar prófessorsins, Reeves og Carpenter, skemtu og vel að sínum hluta með ameríkönskum stúdentasöngvum. En sem inntak þess, sem mælt var í samsæti þessu, setjum vér hér kvæði það, sem sungið var íyrir minni gestanna: Nú horfinn er farfugl af haustlegri grund, Eins hollvinir senn við oss skilja; ]pví velkomnir hingað á Frónbúa fund, pér finnið hér alúðar vilja. Heill, Fiske vor kæri! með félögum tveim, pér fegins-gestir frá Vesturheim'. pér komuð og gistuð vort fannkrýnda frón 1 fagrahvels gulldregnu skrúði, pá hásumar kætir með heiðríkju sjón, Svo hittuð þér ísjökla brúði. pér sáuð vors föðurlands svipmörk fiest. J>ér sáuð á fólkinu kost og brest. Hjá yður er þjóðlíf sem þrúðugust eik Með þúsundir blómgaðra greina, Hjá oss er það dvergbjörk í vextinum veik, pví viðganginn hindranir meina; Sú önnur er jarðlág, en himingnæf hin, pó hefir sú smáa þá stóru að vin. |>ó bugar ei neyðin, ef hugur er hár, Ver hugsum að lifa', en ei tóra; Jpann úrkost á sá, sem i örbirgð er smár, Að unna því göfuga og stóra; Til frjálsra manna frá frjálsri storð Ver fram berum þakkar- og kærleikans orð. Til foldar, þar heiðríkt skín frelsisins ljós, |>ar finnast ei kongar né þrælar, |>ar manndáð er aðall og atorkan hrós, Sem ein gerir þjóðirnar sælar, — þ>ér kveðju nú berið um svellanda sæ, Ó, sendið oss aptur margt lífsgróðans fræ! Sem Leifur hinn heppni vér kætumst í kvöld, pá kom hann að Vínlandi forna; Nú syngur og klingir hin fagnandi fjóld, pví fundið er landið hið horfna: „Hið forna Vínland er vinland nytt" Frá vörum íslenzkum hljóma skal títt. Stgr. Th. Ræða prófessors Fiske hljóðaði þannig: „Góðir herrar og vinir! „Opt er sorgfullt brjóst undir sjálegri skikkju", segir íslenzki niálshátturinn, og í kvöld vitum við, landi minn og jeg, að þessi orðskviður .er sannmæli. Á Egiptalandi í fyrndinni — allir hafa lesið frásöguna — var það siðvenja, þegar haldin var veizla eða annar gamansfundur, að láta beinagrind sitja að borði til þess að minna á, að lífið er ekki tóm nautn, að maðurinn er dauðlegur, að það kemur loksins skilnaðar-stund, sem er allt annað en gleðileg. Oþarfi er að sýna okkur gestum yðar í kvöld þcssa beinagrind hinna egipzku fornmanna. Okkur er því miður full-kunnugt, að bráðum kemur hin óþægilega skilnaðar-stund. Við vitum vel, að við eigum að skiljast við þetta sagnaríka, þetta fróðlega land, þar sem við höfum fundið — á norður- og austurlandi ekki síður en sunnan- og vestan- lands — svo marga góða vini, þar sem við höfum séð svo marga ljómandi fallega daga, Hingað til hef eg aldrei vel skibð orð þau, sem Njála og skáldið láta ágætiskappann segja, þegar hann stendur ferðbviinn við hafið. En nú, væri það mögulegt, vildi eg snúa aptur, eins og hann sneri aptur, og segja, eins og hann sagði: „Hér vil jeg una æfi minnar daga alla, sem Guð mér sendir". pað er nokkuð, þótt lítið sé, sem einstakur maður getur komið til leiðar, og ef Guð gefur mér heilbrigði og styrkleik, ætla eg að vinna framvegis fyrir framför íslands, að svo miklu leyti, sem á mínu valdi er. Úr minni mínu líður aldrei ísland og íslenzka þjóðin. Og nú kveðjum við yður vináttu-kveðju. Hafið þökk fyrir alla gestrisni og alla gæzku yðar og sam- landa yðar! Guð feðra yðar, Guð þjóðanna, blessi sí og æ yður og ísland!" Lög staðfest af konungi, 19. sept.: lög um kirkju- gjald af húsum, lög um löggiltan verzlunarstað við Jök- ulsá á Sólheímasandi, lög um kaup á þrem hlutum silfurbergsnámans í Helgustaðafjalli, og lög um breyting á lögum um bæjargjöld í Reykjavík (3 a. af ferhyrndri alin af hússtæðum færist niður í 2 a. hvað torfbygging- ar þær snertir, er voru til 1. jan. 1878). -í 105

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.