Þjóðólfur - 18.10.1879, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.10.1879, Blaðsíða 4
112 liðnu, vorið 1860, að Eystramiðfelli, hvar pau reistu M og hjuggu síðan umbreytingarlaust. Jðliannes lifði með korm sinni í 20 ár í einliverju ástríkasta og farsæl- asta hjónabandi, eignaðist með henni 8 börn, 4 pilta og 4 stúlkur; af þeim eru 3 stúlkur á lífi. Eins og Jðhannes var uppbyggilegur dugnaðar- og felagsmaður, ráðsvinnur, hreinskilinn, friðelskandi, eins var hann virtur og elskaður af öllum nær og fjær. Hans er pví að maklegleikum sárt saknað, ekki einungis af ekkju hans og börnum, heldur líka sveitarfélaginu og öllum peim, er nokkur kvnni höfðu af honum. — Jarðarför hans framfðr 3. júlí. ]>. B. —- 3. dag júlímánaðar næstl. andaðist eptir lang- vinnar pjáningar af krabbameiui, merkiskonan Helga Gísladóttir á Ferstiklu. Hún var fædd 17. júlí 1822 að Ferstiklu; misti föður sinn í æsku, og ólst upp hjá móður sinni, ekkju í annað sinn, sem alla tíð bjó á Ferstiklu. 1842 17. dag júlím. giptist hún, tvítug að aldri, merkismanninum Jóni meðhjálpara Sigurðssyni á Ferstiklu. Bjuggu pau hjón par síðan heiðarlegsta búi og í ástríkasta hjónabandi hartnær full 37 ár. í hjónabandi sínu eignuðust pau saman 18 börn, 9 pilta og 9 stúlkur. Af peim hóp lifa 10, 4 synir og 6 dætur, öll að mestu upp komin og mannvænleg. Helga var einhver mesta táp- og prekkona, hún var mjög vel greind, umhyggjumikil, stjórnsöm og ráðdeildarmikil, sem ektamaki, móðir og liúsmóðir ástrík og skylduræk- in; mátti hún með sanni kallast jiöfuðprýði bónda síns. Lengst æfinnar var hún lieilsugóð, sem hún svo mjög purfti á að halda í sinni opt érfiðu stöðu, og svo lengi heilsan entist, sýndist líkams og sálarfjör og prek henn- ar ópreytandi. Seinustu æfiárin fór heilsaii að bila svo, að liún lá rúmföst fleiri stórlegur; var henni jafnan með mikilli alúð leitað lækninga af manni hennar, sem allt vildi í sölurnar leggja, til að gefa henni heilsuna aptur. petta heppnaðist og fleirum sinnum svo að hún komst á fætur og til nokkurrar heilsu. En meinsemd sú, sem hún lengi hafði pjáðst af, lagði hana á porra næstliðinn vetur á banasængina. Og pótt allra læknis- ráða og meðala væri leitað, varð ekkert viðráðið; mein- semdin færðist æ meir út um líkaman, og varð ólækn- andi krabbamein. Minning hennar mun æ lifa í bless- un hjá ektamaka börnum og vinum. — Jarðarför henn- ar framfór við fjölmenni að Saurbæ 15. s. m. Th. B. — p>ann 27. júní p. á. andaðist að Vatnsenda á Vill- ingaholtssókn, ágætismaðurinn Gissur bóndi Diðriksson, 57 ára að aldri. Hann var ættaður úr Biskupstungum, samanber p>jóðólf 31. ár 21. bl. Bjó hann og var kvongaður 34 ár, og átti eina dóttur barna gipta, og 5 ung - en efnileg dótturbörn. Við fremur lítil efni flntti hann til Villingaholtssóknar, hvar hann bjó sín 16 ár á hverri af 2 jörðum, en svo blómguðust efni hans, einkum á hinni síðari, sem lengi mun sýna miklar og góðar menjar dugnaðar hans og atorku, pótt ekki ætti hann hana, að liann var hinn efnabezti bænda í sveit sinni að gangandi fje. Gissur sál. var fyrirtaksmaður að búviti og framkvæmd og sannkallað valmenni, svo ávalt, hog var sem var og við alla kom hann fram til góðs. Að maklegleikum ávann hann sér pví ástsæld, virðingu og traust allra, sem við hann kynntust, voru með og leituðu til hans. Var góðviljinn og hjálpsemin eptir efnunum og opt fram yfir efnin. Er hann pví sártharihaður af sínum vandamönnum og vinum, eins og sóknar- og sveitarflelagið hefir í honum að sjá á bak hinum bezta og uppbyggilegasta meðlima sinna. Minn- ing hans lifir í blessun. — 2. júlí p. á. andaðist að Hæringsstöðum í Gaul- verjabæjarsókn Gunnar bóndi Ingimundsson (Gunnars- sonar Filippussonar prests að Kálfholti), og Guðrúnar Árnadóttur (Sigurðssonar prófasts, seinast prests að Holti undir Eyjafjöllum), 71v2 árs að aldri. Gunnar átti fyrir konu pmríði Guðmundsd. (Magnússonar frá Keldum á Rangárvöllum), sem enn lifir og 6 mannvænleg börn og 8 barnabörn. Hann var sannkallað góðmenni, siðprýðis- og stilbngarmaður, og rækti skyldur sínar Arið sína og út í frá með mikilli alúð, elju og samvizkusemi, einsog hann framast mátti allt til enda. Sárt tregaður af sín- um, virtur og elskaður sem sannur dánumaður og ljúf- menni, en preyttur af lífsins löngu starfi, hefir liann fengið maklega hvíld. ■—• 12. júlí p. á. andaðist að Efri-Gegnishólum íGaul- veljabæjarsókn Jón bóndi Jónsson, rúmlega 39 ára að aldri. Hann var sonur Jóns bónda Bjarnasonar (Orms- sonar, sem átti fyrir konu p>óru, systur sira Odds Sverr- issonar, seinast prests að Stóra-Núpi), en móðir Jóns, og lifir hún enn, er pmríður Tómasdóttir Guðmundssonar, seinast prests að Viliingaholti. Að atgjörfi sálar og líkama tók Jón sál. ilestum fram; gáfurnar voru bæði iniklar og fjölhæfar og lánsamar; hann var sannur fram- taks- og framfaramaður; góðum efnum búinn, gat hann komið sér vel við, og reýndist pví fremur að góðu sem hans lengur naut. Hann var siðprúður og stiltur vel, hinn góðlátasti og viðfeldnasti í viðmóti við alla, ráðhollur, góðviljaður og lijálpsamur við pá er til hans leituðu. Ilann syrgir sárt honum jafnaldra ekkja með 2 sonum peirra ungum, öldruð mædd móðir og systkyni og sveitungar allir. — 27. apríl f. á. andaðist hjá syni sínum að Torfa- stöðum í Biskupstungum ekkjan Ragnheiður Eggerts- dóttir, prófasts Guðmundssonar í Reýkliolti. Ilpn var fædd 23. ágúst 1803. 1835 giptist hún gullsmið Birni Jakobssyni frá Húsafelli og áttu pau 7 börn, en að eins 2 lifðu liana, presturinn sira Jakob á Torfastöð- um og Jón bóndi í Reykjarfirði i ísafjarðarsýslu. p>enn- an mann sinn misti hún 1844. 1849 giptist hún aptur Sigurði Helgasyni dbrm. frá Jörfa, sem einnig dó á undan henni. — Ilún var kona gáfuð og guðhrædd og vel menntuð bæði til munns og handa, ástríkasta móðir, elskuð og virt af öllum, sem liana pekktu og lifir pví minningin um hana í hjörtum eptirltfandi barna og ástvina. — Brunabótagjaldi til hinna dönsku kaupstaða fyrir tímahilið frá 1. okt. til 31. marz n. á. verður veitt móttaka á póststofunni í Reykjavík á liverjum priðju- degi og miðvikudegi frá kl. 10—12 til nóvemberloka. Reykjavík 26. sept. 1879. 0. Finsen. — I pingvalla- og Hveragerðisréttum varmér dregin tvævetur ær geld, sem eg á ekki, með mínu marki: tvístyft aptan hagra, sýlt biti framan vinstra, og má eigandi vitja hennar til mín fyrir næstu fardaga og semja við mig um markið og borga allan kostnað, Illíð í Grafningi 27. sept. 1879. Jón Guðmundsson. — Seint á næstliðnum vetri hvarf úr Reykjavíkur- högum mógrá hryssa með mark: steitt aptan hægra og biti framan; auðkenni á hryssu pessari er brixl í háls- inum fyrir framan bóginn vinstramegin. p>ann er kynni að verða var við hryssu pessa bið eg undirskrifaður að láta mig vita sem fyrst, hvar hún er. Reykjavík 12. oktbr. 1879. Magnús Árnason, snikkari. Af alþingistíðindunum eru komin út. 22 hepti. — PRENTVILLA í greininni um Kornsárfundinn f síðasta blatii: Hallgrímur fyrir H a 11 o r m u r. Afgreiðslustofa p>jóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaöur í prentsmiðju Einars pórðarsonar,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.