Þjóðólfur - 11.12.1879, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.12.1879, Blaðsíða 1
32. ár. Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík, 11. des. 1879. Sé borgað að haustinu kostar árg. 3 kr. 25 a., en 4 kr. eptir árslok. fllannirða- og snnnndagAskólar. J>að er lofsvert að sjá, hvernig konur höfuðstaðarins í seinni tíð, eldri og yngri, keppast við með samtökum að efla atvinnu hinna fátækari heimila og menntun stúlkubarna bæjarins. fannig kostar ullarvinnufélagið og heldur stöðugan vinnusköla í vetur handa fjölda barna, og láta hin- ar heiðruðu frúr þar á ofan kenna þeim ýmsar bókmenntir á sunnudögum — allt ókeypis — og ganga sjálfar dagsdaglega til þess að stýra þessu og stjórna með konu þeirri, sem þær kaupa til að kenna. Aptur hefir yngiskvennafélagið, er kallar sig Thorvaldsensféiag, haldið samskonar skóla á sinn kostnað fulla þrjá mánuði í senn nokkur umliðin ár, og mun tala kennslubarnanna optast hafa náð 40. Hefir nú þetta félag haldið tombólu þessa daga til þess að auka efni og framkvæmdarafl sitt, enda langar það líka til þess, að reyna til að koma á sunnudagaskóla. fess er vert að geta, að yngisfrúrnar, sem eru í þessu félagi, hafa alla kennslu og um- sjón skóla síns á hendi sjálfar, og leggja óspart fram vinnu- gripi sína og önnur efni til viðgangs félaginu, sem nú muu eiga í sjóði um 1000 krónur, og mun hávaðinn af því vera tekjur af sjónarleikjum og tombólum, því enn hefir því ekki verið stórum gefið svo oss sé kunnugt, en aptur hafa bæjar- menn og aðrir skotið töluverðu fé til unnarvinnufélagsins. Vér skulum snöggvast taka það fram hér, að þótt vér einu sinni kölluðum tombóluhaldið ísjárvert fyrirtæki, þá neitum vér því ekki, að það (með góðri stjórn og eptirliti náttúrlega) geti verið nauðsynlegt og jafnvel óumflýjanlegt til styrktar góðum fyrirtækjum, sem ekki fæst fé til á annan hátt. J>að er auð- vitað, að tilgangurinn helgar ekki meðalið, en hitt er líka auðvitað, að miklu sldptir, hvernig á stendur, og mesti munur er, hvort ísjárvert meðal er notað til góðs eða til ills, og betra er að eyða nokkrum aurum fyrir «núll», sem auðga unglinga að þrifum og þroska, en að eyða þeim í drykk eða drabb. J>essi samtök og skólahöld gjöra nú Reykjavík í þessu tilliti að því, sem hún á að vera : fyrirmynd sveitanna. (|>ví miður vantar á að hún sé það enn að öllu leyti). |>ó vantar bæinn enn að mestu leyti sinn Niinnnda^aNlióIa. Að vísu hefir liandiðnamannafélagið nokkrum sinnum, tíma og tíma í senn, látið veita slíka tilsögn, — eins og sama fé- lag er einmitt nú að bjóða mönnum til — en til fastra, al- mennra og verulegra nota hefir sú stofnun enn ekki komizt á. Sunnudagaskólar finnast nú í flestum borgum, bæjum og enda þorpum hinna menntuðu landa, og þetta skólaleysi hér í bæ má ekki lengur viðgangast. Heiðruðu bræður ! herrar jarðarinnar, höfuð kvennanna! skyldum vér láta konurnar, sem ekki eru taldar fjár síns ráðandi, ekki fullveðja til að greiða eitt einasta atkvæði í mannlegu félagi, — eigum vér að láta þær fylla bæinn með félagsskap og skólum og hafast ekki að sjálfir? Eiga pœr að stofna sunnudagaskóla en ekki ver? Að vísu vantar hús og fé, en það er annað meira, sem hing- að til hefir vantað, það er áhuginn, það er félagsskapurinn, uppoffranin, áreynslan, fengist þetta þá, bættist hitt smámsaman. Aðalmálið er, að fá hús og hlýindi, kennslan ætti að fást ó- keypis — hér sem annarstaðar — og bæknr og áhöld mun þá fást líka og koma hvaðanæva frá. Ver leyfum oss pví að skora á alta pá,sem til pess finna köllun hjá sér og manndóm, að ganga í félag til pess að koma á stofn föstum sunnudagaskóla fyrir Reykjavík! Prófessar Fiske og; Time»-blaðið. í Times 1. okt. stendur grein eptir próf. Fiske (sem þá var hér) vel samin, oins og líklegt var, og til sæmdar landi voru ogþingi. Rétt á eptir færði hið sama allshorjarblað langa grein um ísland, eptir einn í blaðstjórninni; er þar djarflega drepið á sögu vora og samband við Dani og stjórn þeirra til forna brugðið um misjafna meðferð á oss. Times spáir oss fljótum og fögrum þroska og árnar oss allra heilla. Prófessórinn segir mest frá þingi voru. Á einum stað segir hann: «Enginn efi ■ er á því, að stór blessunarvegur fyrir landið hefir byrjað við breytingu ráðgefanda þingsins í löggjafarþing. Báðar málstof- urnar cru skipaðar duglegum mönnum, málin hafa verið rædd með sæmd og siðprýði og afgreidd eptir því fljótt og með fullri skipan». Hann lofar örlyndi þings og þjóðar í að fram- leggja fé og telur tvíára leifarnar (50 til 100 þús. kr.) öll- um vonum meiri. Hann hrósar og samgöngu- og atvinnu- framförum vorum síðan 1874 og fer þá að telja hin helztu þingmál vor í sumar. «Forseti efri deildar er hinn æruverði öldungur og biskup íslands, dr. P. Pjetursson. Forseti neðri deild- arinnar hefir verið hiun gamli forseti þingsins, hra Jón Sig- urðsson, stjórnvitringurinn þjóðholli, sem landið á stórum að þakka sín fengnu landsréttindi, með því að hann hefir vakið anda þjóðarinnar og síðan viturlega stýrt honum. Heilsa hans er nú þrotin eptir 40 ára stríð og starf við stjórnarmál og vísindi, og fyllir nú sæti hans nafni hans, fráhær fyrirmynd frjálsborinna óðalsbænda» (Admirable specimen of the better class of rural yeomanry). *«Maður, sem kemur snöggvast til landsins, fær varla metið framfarir þær, sem nú er verið að gjöra í landinu, enda styður þar að ýmislegt íleira en stjórn- arskráin ein». Síðan telur hann upp: hestaverzlun Skota, þil- skipafjölgunina, framfarir landbúnaðarins, einkum meðferð sauðfjárins, laxveiðanna o. fl.; byggingar, aðbúnaður og heilsa vor segir hann fari síbatnandi, og að bæir séu að myndast hér og þar (nefnir sérstaklega Akranes, sem bæjarefni): «þ>að sem landið helzt vantar — segir hann síðast — er, ef til vill, aftaka láns- og skiptiverzlunarinnar, sem hinir dönsku kaup- menn hafa komið á og alið í landinu, þeim til mikils ábata en landsmönnum til stórskaða. Sama verzlunarlag viðgekkst á skotsku eyjunum allt til þess, er viturlegri löggjöf nýlega tókst að taka það af. Næst endurbót á þessu böli, vantar íslendinga útbreiðslu hinna nýju þjóðvega og innfærslu vagna og hjólsleða í öllum landsins sýslum og sveitum. Eitt af að- almeinum landsins cr, að samgöngumeðölin, sem þar, eins og hvervetna annarstaðar í norðurálfunni, hefði átt að undirbúa á síðari hluta hinnar fyrri aldar og framan af þessari, þau verður nú af nýju að skapa». Trófessor lordenskjöld. Mikið var um dýrðir meðal Svía, þegar allt í einu eptir heilt ár hraðfrétt kom sem sagði, að «Vega» væri komin með heilu og höldnu til hafnar í Yokohama í Japan. Til þess menn í sem styttstu rnúli heyri fiásögn þessarar frægu ferðar, og undir eins fái hugmynd um, hvernig hraðfrétt or stíluð, setjum vér hér orðrétta þýðingu á hraðfrétt fréttaritara stórblaðsins «New York Herald», dagsettri í Yokohama 4. sept. síðastl.: »Vega komin. Talað við Nordenskjöld. Segist hafa farið frá Gauta- borg 4. júlí 1878. Fjóra daga í Tromsö; grávara, nauðsynjar. Milli Waigatch og meginlands íslaust. Kariska hafið, fjóra daga i Dicksons höfn. Frá Jenesei í norðaustur; ístálmi. Ept- ir fjóra daga Taimur-höfði 19. ágúst. Tsejdskin, norðuroddi Asíu; stutt viðdvöl. Fram með nesinu; nokkur ís. 26. ágúst, Lenu-mynni, Ný-Síberíueyjarnar ókannaðar sökum ísa. Kolymu- mynni, auður sjór; andstreymið byrjar, óx daglega, tafir stór- ar. Cookstangi. Vankarema, þvert yfir Koljutskinvík 27. sept. Inniluktir þann 28. Tschutschi-bær 67,7 norðl. breiddar, 174,24 vestl. lengdar. Veturseta lU mílu frá landi. Heilsa, gott skaplendi, eng- inn skyrbjúgur. Stytztan dag 3 stunda dagsbirta; efri rönd sólar sýnileg. Vísindalegar iðkanir. 4000 íbúar, nefnast Tschik- tschíar. Fundum ýmsa bæi, fiskimenn, selveiðara; birnir, hreinar. Kuldi mikill, 36° C. meðaltal. Villibráð gnóg, villi- 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.