Þjóðólfur - 11.12.1879, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.12.1879, Blaðsíða 2
2 fuglar undir yorið. Inniluktir af ísum 264 daga; losnuðum, sigldum 18. júlí. Fram hjá Austurhöfða, Beringssund hinn 20. Leikurinn unninn. Norðausturleiðin sýnd möguleg. faðan suður með Asíu tíl St. Lárenzvíkur; þvert yfir til Port Cla- rence Amerikumegin. Aptur yfir til Konyan. Nákvæm rann- sókn hafsbotnsins og tekin sýnishorn. Einkum merkileg straumamót íshafsins og Kyrra-hafsins. Fórum að St. Lárenz- ey, komum við á Beringsey; hér fengum vér fyrstu fréttir frá Evrópu gegn um agent verzlunarfélagsins frá Alaska. Fundin steind grind af kynlegu sædýri, Rhytina ntellari. Létum frá eynni 19. ágúst. Góða ferð til hins 31; ofviðri; elding klauf stórmersið, smá-meiddi nokkra menn. Lentura í Yokohama hinn 2. septbr. kl. 10,30, e. m.; allt heilt. — Enginn látizt alla ferðina. «Vega» hin fyrsta, sem farið hefir þessa för. Nordenskjöld kallar ferðina frá Evrópu til Asíu gegn um Beringssund vissa og óhulta, með frekari kannan norðurhafanna. Frá Japan til Lenu ekkert torleiði góðum farmönnum. Lena leiðir upp til milli-Síberíu. Útlit til stórra verzlunarsamtaka». Um prestssetor o. fl. (Niðurlag). En þetta er nú hvorki sá eini nje lakasti ójöfn- uður, sem kemur fram eða getur hugsast að komi fram við þessi lán, sem á prestaköllunum hvíla. Ef uppgjafaprestur er í brauðinu, þá er rétti hans mjög svo hallað, með því að taka tiltölulegan hluta af lannum hans til afborgunar höfuðstóls og vaxta. J>ví það liggur í augum uppi, að uppgjafaprestur- inn, sem optast nær mun búa annarstaðar, en á prestsetrinu, getur engan hag eða hagnaðarvon haft af því, þó það sé endurbætt að húsum eða túnum og engjum, nema því að eins að afgjald prestsetursins yrði hækkað jafnframt, en það væri því verra fyrir sóknarprestinn sjálfan. Uppgjafapresturinn á þá að borga úr sínum vasa (af launum sínum) til þess að eptir- maður hans í brauðinu geti lagfært íveruhús sín, eða fram- fært fleiri fénað á prestsetrinu, en sjálfur hefir hann ekkert annað fyrir peninga sína en ánægjuna eða heiðurinn, eða hvorttveggja, af því, líklega nauðugur fremur en viljugur, að stuðla að annara gagni, án þess að gæta síns eigin. fetta gæti orðið hálf hlægilegt, ef svo kæmi fyrir, sem vel er hugs- anlegt, að prestur, sem gæfi upp prestsskap, hefði byggt vand- að hús á prestsetrinu, er hann ætti sjálfur; hann skyldi vilja selja það við burtför sína ; viðtakandi fengi lán úr landssjóði ( til að kaupa húsið, þar eð það álitist nauðsynlegt handa prestssetrinu, móti því að borga höfuðstól og vöxtu af tekjum brauðsins. Nú færi þá svo, að uppgjafapresturinn yrði að taka tiltölulegan þátt, að sínum hluta í að borga landssjóðn- um það hús, sem hann er einmitt að selja landssjóðnum. Eg get ekki fundið neina rétta, því síður sanngjarna liugsun í þessu. J>að má nú að vísu segja, að ósanngirni þessi, sem hér er bent til, komi eigi fram á einstöku mönnum, að því leyti, sem þeir, sem lánið taka, ættu að vita, hvaða gjöld þeir baka sér með því, og þeir, sem sækja um brauðin meðan afborgun- in hvílir á þeim, ganga vakandi að því, hverjar hinar sömu tekjur embættisins eru. En samt sem áður verður það í öllu falli ranglæti við prestastéttina yfir höfuð, þar það er rýrð í tekjum hennar, og sýnist það vera alveg gagnssætt þeirri hugsun, sem annars mun vera að ryðja sér til rúms hjá þjóðinni, sem sé að nauðsynlegt sé, að rífka embættistekjur prestanna en eigi rýra þær. Fptir því, sem eg hefi nú tekið fram hér að framan, eru prestsetrin í raun réttri eign landssjóðsins, og það er því skylda að styðja í verkinu að því að þau verði sem að- gengilegust, og afnot þeirra sem arðsömust, en dingja ekki þeim kostnaði, sem þar af leiðir, á einstöku menn, eða eina stétt. Mér virðist því það vera vafalaus skylda landssjóðsins, sem eiganda, að leggja fram fé til þess að prestsetrunum fylgi nægileg og sómasmleg hús, án þess að prestarnir sjálfir eða réttara sagt prestaköllin beri kostnað þann, er það hefir í för með sér. Víða munu nægileg heimahús fylgja prestsetrinu, en óvíða fénaðarhús, svo mikil, er nokkurn veginn samsvari fénaði þeim, sem það beri. Til þess að ráða bót á þessu mundi að vísu þurfa æði mikið, en það er hvorttveggja, að eigi þarf að leggja það til nema einu sinni (þar sem annars nokkuð þarf að bæta við), því það er vitaskuld, að þegar hús- in eru einu sinni komin, þá verður það skylda prestanna að halda þeim við og svara þeim í gildu standi eða með fullu álagi; eptir þessu eiga prófastar að ganga ríkt (ríkara en hingað til) við úttektir prestakallanna, og gæta þannig vand- lega réttar landssjóðsiqs; og að öðru leyti fylgja mörgnm prestaköllum bæði peningar og ýmsir munir, dauðir og lifandi, auk kúgildanna, og mætti verja þessu fylgifé til nauðsynlegra húsa-auka; það yrði til talsverðs sparnaðar fyrir landssjóðinn, og yfir höfuð notalegra fyrir prestana, að taka við því, halda því við og skila því í húsum, heldur en annaðhvort í dauðu skrani, sem smámsaman hlýtur að ganga úr leik, eða þá í hestum og geldpeningi, sem prestsetrið vel má án vera. En þar eð vonandi er, að atriði þetta lagist við landbúnaðarlögin nýju, sem að líkindum koma fyrir á næsta alþingi, þá álít eg að svo komnu ógjörning fyrir presta, að taka lán úr lands- sjóði upp á tekjur prestakallanna til þess að byggja á þeim hin nauðsynlegu hús, sem eigandinn er sjálfur skyldur að leggja til. Öðru máli er að skipta með að taka lán til að endur- bæta tún, engjar, varplönd og annað þvílíkt, á prestsetrunum. Að vísu er það skylda landssjóðsins, að styrkja til þess eptir ftrasta megni; en þar eð slíkar endurbætur verða fljótt arð- berandi, og auka þar með tekjur brauðanna, þá er sanngjarnt að prestaköllin borgi þann kostnað að mestu leyti. Mér virð- ist það væri nærri sanngirni, að þar, sem mikilvægar jarða- bætur þyrfti að gjörast, svo sem túnasléttun, framskurð mýra, vatnsveitingar og máske endurbót varplanda, þar legði lands- sjóðurinn fé til, eptir því sem þurfa þætti, rentulaust í 5 til 10 ára tíma eptir málavöxtum. Að þeim tíma liðnum ætti arðurinn að koma fram, og þá fyrst ætti afborgunin að byrja. Lánið ætti sjálfsagt alltaf að vera rentulaust. J>egar lánið væri borgað að fullu, þá skyldi meta brauðið að nýju, og þá gæti vel svo farið, að brauðið þyldi að missa til annars tekju- minna brauðs, sem bætt er upp af landssjóði, einhverja vissa tekjuupphæð. Við það þyrfti minna tillag af landssjóðnum til rýrari brauðanna, og þannig fengi hann þá aptur leiguna af hinu fyrra láni sínu, jafnvel margfaldaða, þá er fram líða stundir, og hefði svo í raun réttri engu fö til kostað. Með þessum tillögum kemur mér ekki til hugar að ætl- ast til, að húsagjörðir og lán til jarðabóta á prestssetrum geti almennt fengist á stuttum tíma. Endurbót húsanna ætti að framfara smámsaman við prestaskipti, og lánin yrðu einnig að veitast smámsaman, eptir ásigkomulagi prestakallanna og efnahag landssjóðsins. Umboðsstjórnin ætti að hafa nákvæmt eptirlit með því að lánunum væri væri vel og haganlega varið og þau ekki veitt nema því að eins að vissa væri fyrir því að verkið yrði fullgjört. Mér þótti það skylt, að hreifa þessu máli, af því það stendur í nánu sambandi við hið svo nefnda «presta- og prestakallamál* og treysti eg því, að einhverjir af þeim sem til þessa eru betur færir, láti álit sitt í ljósi blöðunum um það og bendi á hugsunarvillur þær, er kunna að vera í þessum tillögum mínum. P. Hin nýja tríraddaða sáhnabók Péturs sái. Gub- jolinsens hefir fengið snotran dóm lrjá norsku blaði í Chicago, sem „Norden“ heitir, af ritstjóranum sjálfum, sem Hallvard Hande heitir og er söngfróður rnaður. Um íslenzku sálmalögin segir hann: „Einkenni þeirra er, yfir höfuð að tala, hjartnæmi, eðlilegt fjör og Iiátiðleg- ur alvarleikur, og pað yrði áhati fyrir vorar kirkjur, ef vér lærðum pau og tileinkuðum oss“. Hann getur hinnar fyrri sálmahókar liöfundarins (frá 1861) og pess lofs, sem hún fókk í Jjjóðverzku söngfræðistimariti; einn- ig nefnir hann aldavin og ráðgjafa Guðjolmsens, pró- fessor Bergreen í Khöfn. Ilann óskar Islendingum í Ameriku sérstaklega til lukku með hókina. Form lag- anna segir hann sé víðast hvar „einkar heppilegt“, ein- ungis varar hann við að leggja of míkla áherzlu á fer- möt endanótnanna, svo „hin jafna takthreifing ekki trufl-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.