Þjóðólfur - 30.12.1879, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.12.1879, Blaðsíða 4
8 — í apóteklnu í Reykjavík fást vln — aðflutt beina leið — fyrir neðan greint verð, móti borgnn út í hönd : Sherry . . . . . . 1 flaska 2,50 Sherry . . — 2,00 Portvín . . . . . . 1 — 2,65 Portvfn . . — 2,25 Sauterne . . . . 1 — 1,65 Moselvín . . . . 1 — 2,00 Sæt «dessertvín» Tinto . . . . . . 1 — 1,75 Pagarete . . . . 1 — 2,50 Muscatell . . . . 1 — 2,50 Lfkörer»: Maraschino di Zara . . 1 — 3,75 Borð-ákavíti . . . . 1 — 0,85 Flöskurnar kosta 15 aura hver, en eru teknar aptur fyrir sama verð, ef miðarnir eru eigi dottnir af þelm. Sje keypt töluvert af Sherry og Sauterne, fæst afsláttur. — HOMÖOPATISK MEBUL fást framvegis til kaups í lyfja- búðinni í Reykjavík ; verða þan seld bæði í stærri og smærri kössurr, hin svo nefndu «hús-apótek», og einnig á einstökum glösum. Borgun greiðist I peningum út I hönd; þó geta kunuugir menn fengið að borga í innskript. þar eð eg fyrir mitt leyti cr þeirrar skoðunar, að hin svo nefndu homöopath- isku læknislyf séu meinlaus og gagnsiaus, og hafl engan lækn- ingakrapt, þá má auglýsing þessi eigi skoðast sem meðmæling frá minni hálfu, heldur hefi eg vörur þessar á boðstólum til þess, að menn freistist ekki til að brjóta móli einkaréltindum þeim, er eg hefi keypt. Eg skal leyfa mér að geta þess, að sérstök meðul, sem nefnast eiturnöfnum, verða eigi látin af hendi nema eptir fyrirskipun (recepli) læknis, sem hefir lækninga- heimild (veniam practicandi). Reykjavík, 11. desember 1879. N. S. Krúger. SKIP TIL SÖLU. Skonnertskipið «Lasldragen» á stærð 55,40 Register Tons endurbyggt 1874, matið af norsku Firitas til 1. flokks A I x, í 3 ár (frá septembermán. 1878), fæst til kaups með öllu því er skipinu fylgir. Nákvæmari upplýsingar fást bjá herra verzlunarstjóra Guðbr. Finnbogasen i Keflavík. — Hér með auglýsist, aðjörðin «Jörfi» f Iíolbeinsstaðahrepp í Hnappadalssýslu, sem er að fornu mati 20 hndr., en að nýju mati 23,5 hndr., er til sölu fyrir gott verð, og eru lysthafend- ur beðnir að snúa sér til herra óðalshónda Iír. Matthiesen á Hliði á Álptanesi. sem fyrir mlna hönd semur við kaupandann. Reykjavík, 9. desembermán. 1879. G. Grfmsdóttir. — Nóttina milli híns 7. og 8. þ. mán. fannst sjalklútur hjá biskupshúsinu hér f bænum, og má eigandinn vitja hans til undirskrifaðs Jens Jóhannessonar (vaktara). — Sómamaðurinn Páll Þórðarson á Spóastöðum hefir fyrir nokkrum tfma síðan tekið af mér bláfátækum fjölskyldumanni ungt barn til fósturs án alls endargjalds. þetta mikla góðverk er þeim mun lofs og þakklætisverðara, sem jeg ekki gat kosið á betri stað fyrir barn mitt,og velnefndur Páll hefir þar að auki reynst mér betur en flestir aðrir bæði skyldir og vandalausir. Matteus 24, 40. Höfða, 18. október 1879. Bjarni Jónsson. — Hér með bönnum við undirskrifaðir hverjum manni, alla fuglaveiði i löndum þeim, er við höfum til eignar og umráða, einkum að drepa rjúpur, álftir eða endur, nema leyfi sé fyrir- fram fengið hjá hverjum okkar sérstak|ega fyrir sfnu landi. Lfka bönnum við öllum þurrabúðarmönnum og öðrum, sem ekki eiga veiðirétt í afréttarlöndum þeim, sem okkur heyra til, að hagnýta sér veiði þessa. Brjóti nokkur bann þetta, mun- um við verja réttindi vor samkvæmt landslögum. Ólafur Ólafsson Vatnsenda, Jón Guðmundsson á Setbergi. Guðm. Magnússon Elliðakoti, Sæmundur Sæmundsson á Brú, Guðmundur Einarsson Miðdal, Grímur Ólafsson Hólmi, Árni Jónsson Breiðholti, Þorlákur Guðmundsson Hvammkoti, Jón Jónsson, sama bæ. — Á næstliðnu hausti var mér f Ölfusréttum dreginn svart- höttóttur hrútur veturgamall með erfðamarki mínu: hamarskor- ið hægra, hálft af framari biti aptan vinstra. Hrút þennan þykist eg ekki eiga, og bið því þann, sem getur helgað sér hann af marki þessu, að gefa sig fram og semja við mig um verð hans og brúkun á markinu. Laxárnesi 25. nóv. 1879. Þ. Guðmundsson. — Af fjalli vantar mig 2 tryppi, fola 3vetr. bleikalóttan ó- aífextan, mark: biti .framan bæði, standfjöður aplan bæði, jarpa meri vetnrg. mark: standfjöður apt. bæði, en getur verið með sama marki og hilt, afrakað, og er beðið að halda til skila tryppum þessum eða gjöra aðvart um, hvar sem fram koma. Lfka skal þess getið, að mér var dregin á uæstliðnu hansti hvithyrnd ær með mfnu fjármarki: biti fr. bæði, standfjöð. apt. bæði, brennirn. en svo óglöggt, að ekki verður úr gert. Sá, sem getur sannað eiguarrétt sinn til kindar þessarar að sam- anbornu brennimarki, má semja við mig, ef hún þá verður lif- andi eða vís. Vatnsenda 14. desbr. 1879. Ólafur Olafsson. — Lýsing á hrossum: llauð meri með folaldi á 8. vetur, rauð meri á 3. velur, jarpt tryppi 3veturt. alls 4, öll með sama marki, tvístýft framan hægra, tvö slig aptan vinstra. Hver sem þessi hross finnur, er beðinn að halda þeim til mín fyrir sann- gjarna borgun. Skildinganesi, 27. desemb. 1879. Jón Einarsson. — Nóttina milli 27. og 28. september hvarf af túninu á Þingvöllum hestur, móalóttur að lit, velgengur, aljárnaður, skafla- skeifur undir framfótum, mark: blaðstýft fr. vinstra. Ef nokk- ur kynni að verða var við hest þennan, er beðið, að gjöra þar um vísbendingu að Mosfelli í Árnessýslu. — Mig undirskrifaðan vantar af fjalli rauðgráa hryssu 3 vetra með mark : boðhílt aptan viustra, og bið eg alla, hvar sem finnst, að gjöra mér þar um vfsbendÍDgu. Gröf 1. desbr. 1879. Sigurður Guðmundss. — Undirskrifaðan vantar af fjalli rauðan hest 2 vetra, af- fextan á góu ( fyrra, mark: standfjöður fr. h. Sá, sem veit af tryppi þessu er beðinn að koma sem fyrst boðum til mín. Isak Eyjólfsson á Melshúsum á Álptanesi. — Mig undirskrifaðan vautar af fjalli brúnan fola tveggja vetra, mark: biti og fjöður aptan vinstra. Hliðarhúsum, Runóifur Runólfsson. N Ý F J Á R M Ö R Ií. Jóns Sigurðssonar í Hafnarfirði: hálft af apt. hægra, stýft v. Brennimark: J. S. S. HF. Hinriks Hinrikssonar á Marteinstungu: tvístýft fr. standfjöður apt. h.; sneitt apt. standfjöður fr. v. Kristjáns Þórðar Gíslasonar á Unnarholtskoti í Hrunamanna- hrepp: heilrifað hægra; hvatt vinstra. $2§r’Nú eru komin út 19. hepti af alþingistíðindnnnm og 20. heptið á ferðinni, og kvað nú prentun tíðindanna nær þvílokið. — Sæluhúsiðá Kolviðarhóli er núí eyði og fullt af snjó, og með alla sína glugga mölbrotna. Er þetta mikil fyrirmunun og ábyrgðarhluti fyrir viðkomandi yfirvöld, að láta þessa lífs-stofnun drafna þannig niður fyrir helbera hand- vömm — þessa lífs-stofnun, sem eptir svo langa mæðu komst á legg fyrir gjafir og uppoffrun almennings. Að ætlast til að nokkur «familía», sem til þeirrar stöðu er fær, fáist til að búa þar án styrks af opinberu fé, er engin fyrirætlan. I nafni almennings álítum vér fjóðólfi skylt, að vekja alvarlega eptir- tekt yfirvaldanna á þessu vandræðí. — Nýtt blað er hlaupið af stokkunum hér í höfuð- staðnum, sem «MÁNI» heitir, en ritstjórinn Jónas Jónsson. J>að á að vera 12 nr. árg. og kosta 1 kr. Af því er þegar út- komið IV2 örk. Um blað þettaer of snemt að dæma, en ekki fór það óliðlega af stað. Afgreiðslustofa J>jóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars þórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.