Þjóðólfur - 10.01.1880, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.01.1880, Blaðsíða 2
10 bak einhverju hinu bezta ári, góðviðrisári, aflaári, heynýting- arári. þ<5 varð grasvöxtur víða mjög lítill, enda sumarið mjög stirt í fáeinum sýslum, helzt eystra, og heilsufar manna ekki háska- laust. Skæð lnngnabólga gekk yfir flest héruð og leiddi flölda fólks heim. 1 fólksflesta prestakalli landsins, Beykjavík, dóu alls á árinu 79 manns (þar af 16 utan sóknar) en 47 1878. Verzlunin var rýr og óhagfeld, en góðar tilraunir voru gjörð- ar til að koma á betri vöruvöndun. Skotar (Slimon) keyptu hér þetta ár fyrir nál. 150 þús. krónur, og varð það stór hjálp í peningaeklunni. Hinn fyrsti kjörtími vors löggjöfarþings endaði með al- þingi þessa árs friðsamlega og farsællega, og þótt ár þetta verði ekki kent við neinar sérlegar réttarbætur, hefir þó bæði menntunar- og atvinnumálum landsins miðað sýnilega áfram. Næst fullum landsréttindum eru og þessi mál vor mestu lífs- mál. •Elsklegu landsmenn! Nýtt ár er byrjað; hnýtum hönd- ur saman á nýbyrjaðri braut. Vorir gömlu, góðu stríðsmenn hnýga óðum á orustuvelli tímans; blessum þeirra minningu og huggum oss við að verk þeirra lifi, og höfum vakandi ept- irlit á hinum ungu; gleðjumst af þeirra framfarahug, en fylgj- um þeirn þvi að eins að þeir séu sannir oghreinir. Hið helzta allsherjar-verk, sem fyrir liggur, eru nýjar kosning- ar til alþingis. Neytum nú vorra kosningarréttinda, sem viturri þjóð sæmir. Kjósum bæði samvizkusamlega og hyggi- lega. Gefum þeim einum sæti á löggjafarþingi voru, sem reyndír eru að drengskap og hyggindum og helzt kunnir sem framfaramenn. Menntun og atvinnukjör landsmanna eru, að vorri ætlun, þau mál, sem næst standa hinum nýja kjörtíma. Mjög hefir verið fundið að, hve iauslega þingmál séu undir- búin í héruðum, sem aptur valdi þinginu ókljúfandi erfiðleika; einnig er fundið að, hve lítið beri enn á framförum almonn- ings í sveitar- og sýslustjórn — þrátt fyrir réttarbót hinna nýju sveitarstjórnarlaga ; svo virðist yfir höfuð að tala, sem þjóðin og þingið hafi verið fljótari að skilja og tileinka sér stjórnarskrána, en binum einstöku hreppum að skilja og hag- nýta það forræði, sem þeim var gefið. fetta allt virðist oss vel skiljanlegt. Á þingi sitja vorir vitrustu menn, ásamt landshöfðingjannm, sem sjálfur er helzti höfundur stjórnar- skrárinnar. J>ar hefur því lent í samvinnu og lagst á eitt viðleitni beggja aðila, þirigs og stjórnar, og allt farið laglega úr hendi. Áptur heima í héruðum voru þeim fengin ný lög og landsstjórn í hendur, sem öllu voru óvariir og þjóðfélagið hafði enga stjórnlega menntun veitt. þetta tökum vér fram til þess að benda á þá miklu nauðsyn, sem nú liggur fyrir, sem er, að efla betur allsherjar-menntun alþýðunnar. Hvert vit er það, að sleppa löggjöf og landstjórn í hendur manna, sem ekki hefir verið kennt að skrifa nafn sitt og aldrei hafa séð stjórnarskrá landsins? í frjálsu landi á hver einasti borgari að verða menntaður maður, annars snýst frelsið í hefndargjöf eða verður meiningarlaust. Með þeirri ósk, að frelsi og upp- lýsing megi vaxa jöfnum höndum á komanda tíma, viljum vér öruggir byrja hið nýja ár! Um mnrkað á í'é. Á hinum síðustu 20 til 30 árum hefur það mikið farið í vöxt að reka til kaupstaðanna og að sjónum hinn mesta íjölda af óráðstöfuðu fé, jafnvel úr fjarlægum héruðum, t. a. m. Skaftafellssýslu. þ>að er eðlilegt að sala á þessum mikla fjölda, sem kémur til Gullbringusýslu og Reykavíkur úr öllum álfum, gangi ýmislega, því þó þörfin þar sé mikil og margur munnur- inn, er þó við því að búast, að einhvern tíma verði nóg boð- ið, og að þegar margir eru jafn snemma að bjóða og þörfin orðin lítil eða engin, að kaupendur noti hinn hentuga tíma og kaupi það eina og með því verði, sem þeim bezt líkar. Sjávar- menn og kaupmenn vita það jafn vel og vér sveitabændurnir, að þegar vérerum komnir til þeírra með fjárrekstra vora langar leiðir að, eigum vér eigi annars úrkosti að losa oss við féð á einhveru hátt, og hver getur þá ætlast til að þeir kaupi það dýru verði, sem hægt er að fá með góðu; slíku bróðerni ætti enginn að búast við í verzlunar sökum, og þó verðnr eigi annað séð, en að vór gjörum það þrátt fyrir margra ára sorg- jega reinslu um hið gagnstæða. jþað er hörmulegt að heyra sögurnar af sumum rekstrunum suður, bæði í fyrra, hitt ið fyrra og í baust. Veturgamlar kindur hafa verið seldar fyrir 3 til 4 kr. og allir kvarta um að fjársalan nái engri átt; og <-pegar menn gæta þess, að hin sömu haustin, sem veturgam- alt fé hefur verið selt fyrir 3 til 4 kr. syðra, hefur það eigi ■£» verið falt hér í sveitunum fyrir minna en 6 kr. og 1 vetrar sauðir jafnvel ekki minna en 7 til 8 kr, þá er eigi gott að sjá í hverjum tilgangi lagt er í langferðir og miklum tíma og tilkoztnaði varið til slíkrar verzlunar. Svarið mun verða, að kaupendur vanti í sveitunum og er nokkuð satt í því, þó mér þyki líklegt að kaupendur fengjust að mörgu af hinu únga fé sem suður er rekið, væri það boðið hér með því verði sem það selst fyrir syðra, og er það auðséður hagnaður. En það játa eg þó, að alt það fé, sem rekið er úr sveitunum mundi, eigi seljast þar með nokkurn vegin verði, því margir þurfa að selja, bæði hjú vegna fóðurskorts og bændur vegna skulda. pað væri líka hin mesta fásinna, að ætla sér að hefta alla fjársölu, því hún er að mínu áliti jafn nauðsynleg sjávar- sem sveita mönnum, og vildi eg eigi í neinu spilla þár góðu samkomulagi og viðskiptum, heldur öllu fremur tryggja þau. En fyrirkomulag það, sem uú er, getur tæplega þrifist til lengdar, því viðskiptin sínast svoi öfug, sem mest má verða. jþað mega varla heita viðskipti, þar sem báðir viðkomendur ekki hafa frjálsar hendur, en þetta er ekki með fjársölu vora. það er sárt til þess að vita, að menn, stundum í illu veðri og færð, eru að hrekjast nes af nesi og úr einum staðnum í annann, til þess að leita upp kaupendur að kindum þeim, er menn hafa í blindni anað með ólofaðar í fjarlægar sveitir, Sképnurnar eru slæptar og húngraðar, líða tíðum óhæfilega illa meðferð, horast daglega á hrakningi þessum, en líta þó jafnvel verr út en þær eru að reyna, svo að menn, sem, ef til vill, vildu gefa sanngjarnlega fyrir þær, þora ekki að bjóða eins og vert er. £>að er sárgrætilegt að vita til þess, að vér skulum þannig fleygja útúr búum vorum hiuum bezta kjarna þeirra, opt með hálfvirði, opt að nauðsynjalausu, ætíð með miklum kostnaði og fyrirhöfn, og optast til þess að ná aptur í einhvern óþarfan eða til að kvitta skuldir, sem óþarfinn hef- ur hleypt oss í. J>etta sjá líka margir, og því hafa menn fund- ið uppá ýmsu til þess að hrynda þessu í lag. Mig minnir þjóð- hátíðar árið, þegar allt átti að verða nýtt með nýum 1000 árum, að Arnesingar gjörðu samtök um markaði innan sýslu. J>etta lofsverða fyrirtæki féll þó um sjálft sig, óefað sumpart af því, að önnur héröð ekki voru samtaka , en þó að minni ætlun einkum vegna fyrirkomulagsins. J>á vildi svo að segja hver sveit hafa sinr. markað, því allir þóttust jafnt koronir að hægðinni og hagsmununum, og svo ætla eg að verðið hafi verið sett of hátt, einkum þegar litið til þess, að nóg var á boðstólum syðra annarstaðar frá. Mér þykir engin von að fjárkaupamenn vilji sækja slika smámarkaði, því þeir eru í alla staði óaðgengilegri, en ef hver sýsla hefði einn markað. |>ó Rángárvalla- Árnes- og Borgarfjarðarsýslur hefðu sinn mark- aðinn hver, væri flestum sýslubúum hægt að komast á dag með rekstur sinn til markaðar, væri markaðarinn á hentugum stað; annað ráð til þess að bæta fjárverzlunina tóku Árnesingar í voreðleið og ætluðu þá að fá til Hafnarfjarðar skip frá Skot- j landi, sem keypti vissa tölu sauða með vissu verði, en þettay^w' fórst líka fyrir sem vonlegt var, því varla syndist til þese ætl- anda að útlendir menn, sem eigi þekkja oss að neinu, geti ráðist í slíkt eptir lauslegmu tilmælum vorum, en lausleg tilmæli kalla eg þetta, hafi eigi verið sett tryggjandi ábyrð, en það mun engum hafa komið til hugar. En þó þessar tilrauuir Árnesinga hafi misheppnast, eru þær engu að síður lofsverðar. J>ær sýna þó að menn finna gallana og una illa ólaginu. Menn geta og lært af tilraunum þeirra, hvernig markaðir eiga ekki að vera, og þá er hægra að finna rétta veginn, þegar maður þekkir villigöturnar. Eg get ekki neit- að því, að mér finnst það skoðun margra í verzlunarefnum, að vilja gjöra meira en losast við kúgun þá, sem svo lengi hcfir á oss legið og liggur enn tilfinnanlega, þrátt fyrir allt verzl- unarfrelsi á pappírnum; þegar menn því eru að leitast við að losa um okið, hafai þeir það jafnframt í huga, að ná hinu sama tangarhaldi á öðrum, sem þeir svo lengi hafa liaft á oss, En þetta er of stór hugur og engin sanngirni og svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.