Þjóðólfur - 10.01.1880, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.01.1880, Blaðsíða 3
11 fer allt út um þúfur, því vér erura enn eigi þeir garpar í verzlunarefnum, að vér þar getum ráðið lögum og lofum, held- ur megum þakka fyrir, ef oss auðnast að verjast stórslysum, og reynslan ætti að vera búin að sýna oss það fyrir löngu, að þetta gætum vér ekki einu sinni nema með einbeittu fylgi og félagsskap. Fjármarkaðir vorir ættu því alls ekki að vera stofnaðir til þess að búa til okurverð á fé, heldur að ná sann- gjörnu verði, og einkum að fá kaupstefnuna á svo hentugan stað, að vér kæmum því af fé voru heim aptur óskemdu, sem ekki býðst sennilegt verð fyrir. Mætti jeg nú hugsa mérþað, að fjárrekstrar með því lagi sem nú er, væru með öllu af teknir í hinum þremur áður nefndu sýslum, og markaðir komnir í þeirra stað, vildi eg helzt hugsa mér þá þannig: Rangæ- ingar héldu markað sinn beggja megin ytri Rangár hjá svo kölluðu Heiðarvaði; Árnesingar hjá Hvítá, þar sem Sogið og hún mætast, þannig að Flói, Skeið og Hreppar væru austan megin árinnar; Grímsnes, Laugardalur, Biskupstungur og þing- vallasveit austan Almannagjár í tanganum milli Hvítár og Sogsins,en Selvogur, Ölves, Grafningur og hinn hluti þ>ingvalla- sveitar utanvert við ána ; Borgfirðingar hefðu sinn markað beggja megin Hvítár, líklega helzt hjá þúngnesi fí þeim markaði ætti sá hluti Mýrasýslu, sem til getur náð, einnig að taka þátt). Á markaðsstaðnum ætti hver sveit að gjöra tvær réttir fyrir fé sitt, aðra fyrir veturgamalt og ær, hina fyrir eldri sauði. Hver einstakur maður ætti náttúrlega að ráða verði á fe sínu, og allt að vera sem óbundnast og frjálslegast að orðið gæti. pað orð hefir leikið á, að sjávarmönnum og kaupstaðarbúum stæði stuggur af marköðum þessum, sem, eins og áður er á vikið, hafa komið til tals áður, en þetta álít eg ástæðulaust. í>ó að einhver einn markaður vildi halda fé sínu með sam- tökum í ósennilega háu verði, sem varla er ráárfyrir gjörandi,1 mundi það lítið skaða fjárkaupin, því samband milli markað- anna í þessa stefnu finst mér óhugsandi, og á markaðina mundi koma sá fjárfjöldi, að úr nógu yrði að moða. Eg tel það þvert í móti efalaust, að markaðirnir yrðu báðum til góðs. kaupendum og seléndum. Eins og kunnugt er, reka menn nú suður til skurðar ekki fremur sauði en annað rýrara fé, bæði ær og veturgamalt, og kemur þetta mest af því, að þeir þurfa helzt að selja, sem engan eiga sauðinn, en þetta svo kallaða trosfé er lakara til skurðar jafnvel eptir verði, enda munu flestir ráðmenn helzt vilja kaupa sem vænsta sauði. |>etta mundu markaðirnir laga mikið, því þangað mundi margur senda sauði, sem nú rekur engan suður, og þá aptur kaupa til lífs á •markaðinum ungt fé, svo markaðirnir yrðu á þennan hátt ekki einungis viðskipti sjávar- og sveitamanna, heldur einnig sveitamanna innbyrðis. Eigi er heldur efi á því, að þeir léttu fyrir kaupmönnum að ná inn skuldum sínum, því óvissan um það, hvað fyrir kindina fáist syðra, liamlar opt mörgum frá því að senda kind í skuld þá, sem hann getur og vill borga, og efalaust borgaði, vissi hanu að hann þyrfti ekki að gjöra það með skaða sínum. J>ó eg að undanförnu eingöngu hafi talað um haustmark- aði og einkum á skurðarfé, gætu þó markaðirnir, ef þeir kæm- ust á, orðið að öðrum notum. Nú er verið að tala um að koma á gripasýningum hjá oss. Jeg skal að vísu játa, að eg álít þær ótímabæran burð, og næsta óheppilegt að amtsráð og , sýslunefndir skuli koma með þessa uppástungu einmitt það .árið, sem fénaður var feldur unnvörpum sjálfsagt meðfram, líklega mest, fyrir illa meðferð. ISÍær heföi verið að stíga spor til þess, að rannsakaðar hefðu verið orsakir til fjárdauðans og _J\^horsins, sem var svo almennt mein vort síðastliðið vor, og þeim refsað að maklegleikum, sem áttu reisa kýr og kvöldu lífið úr sauðfé sínu og jafnvel hrossum, fyrst með vægðarlausri beit og útistöðum í óminnilega löngum og hörðum göddum fyrri hluta síðastliðins vetrar og síðan fullkomnuðu hið góða verkið með illu og ónógu fóðri. Ekki veit eg til hvers er að eiga lög um illa meðferð á skepnum verði þeim eigi beitt við slík tækifæri. þ>að er annars eptirtektavert, að að eins ein kæra skuli hafa risið út af illri meðferð á skepnum öll þau ár, sem lög þessi hafa staðið, og hún kom af hendingu. En þótt gripasýningar verði, eins og nú stendur, að mínu áliti þýðing- arlitlar, er eigi ótrúlegt að vér með tímanum og máske inn- an skamms tökum þeim framförum, að þær verði viðvorthæfi. Ættu þær þá að fara fram á markaðastöðunum. Færi þá vel að lífga og glæða sýningarnar með því að sameina þær mark- öðum. |>etta mundi óefað gjöra þær fjörugri og betur sóttar, því margir vilja selja og kaupa ýmsan fénað eigi síður vor en haust. J>essar samkomur vor og haust gætu og að öðru leyti komið mörgu góðu til leiðar, aukið félagsanda og orðið til þess að menn tækju margt það fyrir, sem nauðsynlegt er og hægt að framkvæma, en sem nú ekki er hreift af því menn svo sjaldan koma samann, og þó sízt til þess að hugsa um og ræða það, sem næst liggur, sem er framfarir í búnaði vorum, sem er og verður jafnan hyrningarsteinninn. J>að er sjálfsagt, að menn þyrftu að byggja góð skýli á samkomustöðum þess- um, svo menn gætu dvalið þar nokkra daga óhraktir, en slíkt ætti ekki að vaxa mönnum í augum, ef fyrirtækið álitist þarf- legt, sem eg vona. Fyrirkomulagi því, sem hér er lauslega stungið upp á, má ef svo sýnist, breyta í mörgu, en málefnið í heild sinni álít eg svo mikilsvarðandi, að það verðskuldi hið öflugasta fylgi þings og þjóðar, og að því ætti að hlynna á sem flestan veg, og þá einnig með því, að þar yrði séð um góða stjórn, svo að samkomurnar misstu ekki þýðingu sínaog álit fyrir annan eins gauragang og allskonar óreglu og nú tíðkast á hrossamarköðunum, sem bezt væri að jarðsyngja þegar hinir fæðast, verði það eigi búið áður1. Ritað í október 1879. Árnesingur. * * * J>essi tiliaga er spáný, sem blaðamál, en eins og höf. segir, er fjársala hér optlega eintómur hringlandi. Að öðru leyti er markaðatillagan svo ung og óþroskuð og málið svo vaxið í sjálfu sér, að það hlýtur að vekja ýmsar ólíkar skoðanir (eptir háttum og hagsmunum hinna ýmsu sveita). Vér viljum — til byrjunar — leyfa oss að skora á sem flesta fjárbændur og aðra skynsama menn, að athuga tillögu þessa, og senda oss skoðanir sínar, stuttar og ljósar, um þetta efni. Ritst. — Maður getur verið fátækur, þó hann hafi miklar tekjur og þarf í þessu tilliti höfundurinn að aðsendu greininni í síð- asta blaði fjóðólfs um efnahag minn, ekki að fara lengra en til yfirkennara hins lærða skóla. Hann mun hingað til ekki hafa átt hægra en aðrir með að verjast skuldum, þó tekjuf hans, taldar eplir sama modikvarða Og tekjur mínar voru reiknaðar í téðri grein, munu, auk tekna eða afnota af 5000 kr, húseign, verða þessar : Föst embættislaun .................................. 3200 kr. Umsjónarmannslaun............................... 300 — Tímakennslulaun hér um bil.......................100 — Alþiugislaun...................................... 348 — Málatiutningslaun líklega hér um bil.............. 300 — Tekjur af sauðfjárbúi líklega hér um bil . . . . 200 — Kaupstjóralaun í veltufélaginu líklega hér um bil . 2000 — fóknun fyrir að semja skólabækur og gefa út fornrit sbr. kirkju- og kennslustjórnarbrjef 27. október 18(33 í stjórnartíð. I. bls. 773—774 líkl. hér um bil 100 — Ritlaun fyrir útleggingar handa bókmenntafélagsdeild þeirri, er Magnús assesor veitir forstöðu og land- sjóður leggur 2000 kr. árlega, líklega hér um bil 500 — 7048 kr. En því verð eg að neita, að eg liafi á fyrirlestrum mín- um um stjórnarfrelsi eða annarstaðar talið allar árstekjur þær er eg hefi haft 2000 kr. eða 2200 kr., eða farið fram á að fá embættislaun mín hækkuð, enda kemur þessi áburður aðsend- arans ekki vel heim við það, er hann sjálfur telur mig hafa sagt, að laun sumra embættismanna væru meiri en landið gæti borið, ef það ætti að rísa við aptur og eignazt þá skóla, vegi, brýr og gufuskipsferðir, sem gætu stutt svo að atvinnu- vegum landsins, að flskileysi, grasbrestur og eldgos komi ekki aptur og aptur yfir oss óviðbúna, og stofni ekki öllu landinu 1) AB eg liér heíi að eins talab um Rangárvalla- og Árnessýslur og Borgarfj'örÖ, kemur af pví, að eg erþar kunimgastur, en gjöri ráð fyrir, að slíkir markaðir komist sem víðast á, eptir uppástungum kunnugra manna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.