Þjóðólfur - 08.05.1880, Page 3

Þjóðólfur - 08.05.1880, Page 3
51 Börn mín eg faðma fast í dag — Faðma þau látin bæði. Hvíldu þig, dóttir! Með heiðri þreytt Hefir þú endað skeiðið; Hvíl við hans hlið; sjá, allt varð eitt: Æfin, dauðinn og leiðið! Sorgin er hörð. Nú er horfið sjón Höfuðið tignarbjarta. Sorgin er stór. Ó sofðu, Jón, Sætt við mitt gamla hjarta!» Solo (Bass). Fjallkonan hefir upp harmakvein: «Hnigin er stoðin bezta. Komið er heim að bera sín bein Barnið mitt afreksmesta. Lifandi, Jón, þú leiðst fyrir mig, Liðinn mér ei þú gleymir: Hjartans feginn minn faðmur þig Frelsisdeginum geymir». Fjallkonan syngur sorgarlag: «Sárt er mitt hjarta lostið; Skjöld minn og sverð eg sé í dag Sundur í miðju brostið!» Kór. Nei, stilltu þinn harm! Við hverju er hætt? Er Herrann ei sjálfur í stafni? Vér trúum á Guð. — Ó sofið sætt í signuðu Frelsarans nafni! Kór. Grát ei, ísland! þreyttu þína braut, Þótt sé lögð í gegn um sorg og stríð. Hetjumóðir, þoldu hverja þraut; J>ú fær sigur eptir hverja hríð! Graf á skjöld þinn orðin: aldrei víkja! Áfram beint i horfi réttu! Mundu, Guð þinn: aldrei — aldrei svíkja; Áfram svo að marki settu! Loks sté fram biskup Islands dr. P. Petursson, og flutti þriðju ræðuna. Að henni lokinni var sungið: Fagra tíð, er fólkið vaknar Frelsisdegi sínum á, Og úr dvala-dróma raknar Dauðans myrkri stigið frá; far er ódauðleikans lind, Lífsins stóra fyrirmynd. Fagra tíð, er friðarboðinn Fellur yfir lífsins stríð; Fegri tíð, er frelsisroðinn Fyllir krapti vakinn lýð; Fegurst tíð, er Herrans hönd Höggur sundur dauðans bönd. Mikli frelsisi'oðinn rauði — Beykur, bóla, vindaský, Ef hinn gamli, dimmi dauði Dyrum lífsins stendur í!--------- Dauði, burt með dramb og hrós! Drottinn sagði: «Verði ljós!» Bind þú, Dauði; Drottinn leysir, Drottinn græðir lífsins sár; Felldu, Dauði; Drottinn reisir, Drottinn þerrar lífsins tár. Fram til þroska, frelsuð þjóð! Fram í nýjum hetjumóð! Amen, amen, hæðir, hálsar, Himingeimur, sjór og jörð! Amen syngi sálir frjálsar, Sigurljóð og þakkargjörð. Amen, amen, ómi hel. Öllu stjórnar Drottinn vel. Sálma þá og söngva, er fluttir voru í kirkjunni, hafði sam- ið Matth. Jochumsson. Cantate-sönginn hafði kennt landshöfð- ingjainnan frú Finsen, og stýrði þeim söng sjálf. Solosöng- ana sungu þau frú Ásta Hallgrimson og kandídat Steingrímur Jdhnsen. Kórarnir voru sungnir af völdu söngfólki, 4 karl- mönnum og 4 kvennmönnum (tvöfaldur kvartett). Að endaðri guðsþjónustunni báru emhættismenn hins ís- lenzka bókmentafélags kistu Jóns Sigurðssonar út úr kirkjunni, en bændur báru kistu frú Ingibjargar. Hélt nú líkfylgdin áfram til grafarinnar, en alla leiðina var leikið á lúðra. Aður en kisturnar voru látnar síga niður í gröfina, mælti Hálldór Kr. Friðrihsson nokkur kveðjuorð í nafni ísfirðinga yfir kistu Jóns Sigurðssonar. Að því búnu voru kisturnar látnar niður í steingröf þá, er tilbúin hafði verið; var hún að innan öll alskreytt grœnu laufi. Hún er hol innan og steinhvelfing yfir. J>á gekk fram sira Hallgrímur og talaði nokkur ályktunarorð og jós síðan kisturnar moldu. |>á var sunginn eptirfylgjandi skilnaðarsálmur, eptir Benedikt Gröndal. í>ú ísalands fögur ást og von, Sem opnaðir frelsis sali, Vér kveðjum þig nú, Jón Sigurðsson! Með saknaðar hinzta tali. Um himininn, svífur sorgar ský Og slær yfir íslands dali. Vér sungum þér áður sigurhljóð, Og sólin var björt í heiði — Nú syngjum vér um þig sorgarljóð Og signum þitt mæra leiði. Hið íslenzka vor, sem unnir þú, Nú á það sín blómin breiði. Æ, farðu nú vel, þú fagra sól! J>ú forsetinn Islands niðja! pú frægasti son, er öldin ól, Og upp fæddi menta gyðja! Sem konungur fyr þú sazt í sal, Og einn roáttir alla styðja. Um morgun og dag og myrkt um kvöld J>ú mintir oss á að vaka; J>ú barst yfir oss þinn ægiskjöld Og aldregi vékst til baka. Hver verður nú til, þín vopnin góð 1 hraustlega hönd að taka? Jón Sigurðsson kær! vor þjóðin þér Nú þakkar með beiskum tárum! Á barminum grafar bezt hún sér J>itt blessaða líf í sárum — J>inn kraptur og fjör, og þol og þrek, Oss lýsi með ljóma klárum! Og takið svo blessan lýðs og lands, Og lítið frá himni skærum, J>ið elskuðu hjón, á heiðurskrans, Sem hreldir vér ykkur færum! Og sofið nú Jón og Ingibjörg, í friðarins faðmi værum! Síðan gekk meiri hluti líkfylgdarinnar aptur til dómkirkj- unnar, og var þar að endingu sunginn sálmurinn: Jammoesta. Ollum söng, nema Cantate-söngnum, stýrði Jónas Helga- son, organisti. Mun betri söngur en þann dag heyrðist, fá- gætur hér á landi. Athöfninni var lokið kl. 3 e. m. Lýsing á kistum þeirra hjóna mun koma í n. bl. Um stjórn og tilhögun útfarar þessarar ætlum vér hér ekki að dæma. En eins og forstöðu- nefndin vann með einlægum vilja, eins gleðst hún í þeirri von, að það augamið hennar hafi náðst, að jarðarför Jóns Sig- urðssonar og konu hans yrði samboðin bœði þeirra sæmd og þjóðar vorrar; og hvað aðalstjórnara athafnarinnar snertir, er blað vort skyldugt að votta, að herra landshöfðingi Hilmar Finsen hefir frá byrjun hennar til enda sýnt þá sömu snild- ar-alúð, sem hann áður hefir sýnt við alþjóðlega viðhöfn hér á landi, þannig að landi voru varð innaníands og utan til sóma. Kyjar bsehur. Frá Hafnardeild hins ísl. bókmenta- félags komu nú 2 nýjar bækur; önnur er Auðfræði eptir Arnljót Ólafsson, ogl.bindi af íslenzkum fornsögnm: Glúma og Ljósvetningasaga. A forlag Kr. Ó. J>orgrímssonar: Stígvélaði kötturinn; alkunn erlend barnasaga, íslenzk- uð af Stgr. Thorsteinson, með fallegum litmyndum; kostar 85 aura. Hvað auðfræðina snertir, munum vér reyna til að segja álit vort um hana í næsta blaði. Fornsögubindið er vönduð og dýr textútgáfa, ekki alþýðu útgáfa, og fyrir þá sök fær hún ekkert lof hjá oss. J>ótt félagið eigi að efla bók- mentir vorar, álítum vér enn sem fyrri, að það eigi ekki að eyða fé sínu eða almennings til sprenglærðra fornrita-bóka; nógir verða til að kosta þær, en íslenzkir bændur, sem til fé- lagsins leggja mest, hafa þar af engin not. Um breytingu félags þessa skal bráðum koma bending í blaði þessu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.