Þjóðólfur - 29.05.1880, Síða 1

Þjóðólfur - 29.05.1880, Síða 1
32. ár. Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavik, 29. mai 1880. Khöfn 17. aprílm. 1880. Yer munum hafa síðast getið um, að þ. 2. d. marzmán. hélt Rússakeisari afmælisdag 25 ára stjórnar sinnar, og að honum hafi verið ógnað með morði, án þess þó að gert væri nokkuð í þá áttiua þann dag. Daginn eptir var gjörð morð- tilraun á Loris Melikoff, sem er alræðismaður settur um þess- ar mundir í Pétursborg; er það duglegur maður, og þykir hafa frjálslegri ráðagjörðir með höndum, enn hinir fyrri ráð- gjafar keisara. í>eim sem framdi tilræðið, tókst eigi betur enn svo, að kúlan gekk eigi inn úr kápu Melikoffs, og liann tók sjálfur manninn, sem var kristnaður Gyðingur, höndum, og hann svo hengdur daginn optir, að mörgum mönnum ásjá- öndum, og urðu engar óspektir við það tækifæri. Annars er ástandið í ríkinu enn sem fyrr hörmulegt; níhílistar bera enn jafnhátt höfuðið sem fyrr; en þó er það ætlan manna, að þeir verði kúgaðir um síðir, enn til þess þarf eigi svo lítið; mjög misjafnlega eru þeir dæmdir í blöðum og atgjörðir þeirra; sum níða þá freklega, sum tala vægilegar um þá. Eptir orð- um þeirra sjálfra, sem þeir rituðu Frakkastjórn, út af framsali Hartmanns þess, sem á að hafa veitt keisara banatilræði í vetur, þá vilja þeir að eins, að þeirri kúgun og ánauð sé létt, sem legið hefir á Rússum allt í frá tímum Péturs mikla, og eptir því verður ekki annað sagt, enn að mark þeirra sé gott, enn hitt getur líka verið, að þeir fram fylgi þessu marki á nokkuð freklegan hátt og of geyst; yfir höfuð er vandaverk, að dæma atgjörðir þeirra enn, svo að rétt sé. Eitt Austurríkis blaðið fer svo felldum orðum um á- standið: «felmtur hefur gagntekið alla þjóðina, allt fjelagslíf er að þrotum komið, því að enginn trúir öðrum. Leikhúsin eru fámenn, einkum þá er eitthvað af hirðinni ætlar að vera þar. Viðsjár ríkja jafnt hjá æðri sem lægri mönnum». Af atgjörðum níhílista er það eitt, að þeir hafa nýlega sprengt í lopt upp nokkurn hluta klausturs, af því að munkar vildu eigi leggja fé »tilþess að leysa Rússaþjóð úr ánauðarlæðingi» eiusog níhílistar sögðu. Hartmann sá, sem áður er getið, fór brott úr landi og kom í Frakkland; sendiherra Rússa á Frakklandi sagði að hann væri sá, sem hefði verið valdur að morðtilraun- inni í Moskwa, og heimti hann fram seldan. |>að kom hik á Frakkastjórn, og það því fremur, sem hún vissi ekki hvort mað- urinn var sá seki, enda kom bónarskjal frá 2000 stúdentum um, að hann væri látinn ósnertur, og svo fór, að stjórn Frakka neitaði að framselja manninn, en vísaði honum úr landi og leitaði hann undan til Englands, og þar er maðurinn nú. Rússa sendiherrann varð reiður við, og þótti sjer misboðið, og veik brott og heim. Eigi ætla menn þó að þetta muni valda neiuum stórtíðindum milli líússa og Frakka framvegis. A Frakklandi hafa verið samþykkt laganýmæli Ferrys um kennslu-tilhögun, nema 7. grein sem var felld; um hana höfum vér áður talað; hún fór fram á, að takmarkað væri kennsluleyfi klerkalýðs. Enn fremur hefir þingið ákveðið, að allir trúarflokkar, sem ekki hefði heimild sína af stjórninni, yrðu að láta veita sér hana, ella færi þeir sömu för sem fé- lag Kristsmunka, sem nú hefir verið uppleyst og allir þeirra skólar lagðir niður; þessir trúarfiokkar vilja eigi ganga að þessum kostum, og þykjast sem hver annar eiga heimting á laganna verndan móti ágangi. Nú eru hér um bil 114,000 nunnur í 406 óheimiluðum trúflokkum, og eiga 950 skóla. sjúkrahús, munaðarleysingja stofnanir o. fl. Allir biskupar hafa látið útganga umburðarbréf harðorð um stjórnina. Menn efast um, að páíinn muni nokkuð skerast í mál þessi. Aptur eru aðrir af klerkalýð mjög frjálslyndir, og munkur einn að Sé borgaðað haustinu kostar árg. jr li.i 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. niau* nafni Didon hefir opt haldið ræður og sagt meðal annars, að kirkjan hafði ekkert saman að sælda við einn stjórnflokk fremur enn annan, og að kirkjan ætti sem bráðast að sættast við ríkið, og ekki að eins að sættast við það, heldur skipa sér undir merki þess. Annars þykir allt í góðu gengi á Frakk- landi um þessar mundir. Á fýzkalandi hafa komið til tals nýmæli um að stofna einokunarverzlun með tóbak, er hafa þegar vakið illan kurr um allt, og þykir viðurhlutamikið, því að þá mundu margir verzlunarmenn missa mikils í, og'gæti það því valdið töluverðum hnekki fyrir þrifnað og velgengni margra manna. (Vér þurfum eigi annað en líta á ísland undir kvalræðisokun Dana, sem náði reyndar yfir fleiri greinir verzlunarinnar [þ. e. allar,] en sú, sem her um ræðir). Að líkindum verður þeim ekki framgengt. [>að hefir verið látið ófriðlega af viðskiptum Rússa og jájóðverja á seinni tíð, en það þykir ástæðulaust, því að Vilhjálmur keisari sagði til hermanna, er komu að heillæskja honum á fæðingardegi hans: «Eg held, að eg megi fullyrða yður um, mínir herrar, að öll líkindi séu til, að þér þurfið eigi í bráð að taka til herfræða yðvarra á verklegan liátt, því að allur ótti við styrjöld er nú horfinn». J>að þótti tíðindum sæta, er það fréttist þ. 7. að Bismark hefði sótt um lausn frá sýslu sinni, en keisarinn svarað því með: «aldrei». Orsökin til þessa á að hafa verið sú, að sambandsþingið felldi nýmæli um toll af «stimpluðum pappír», sem stjórnin lagði fyrir það; en atkvæði eru greidd svo á sambandsþinginu, að hvert smáríki greiðir eitt, og hvert stórríki eitt, án þess tekið sé tillit til íbúafjöldans, og þykir það ójafnlegt, og þannig voru þessi nýmæli nú felld svo, að Prússland, Bæjarland, Saxland og Waldeck urðu að lúta fyrir öllum smáríkjunum, eða som er það sama, að 7V2 miljón manna gat ráðið niðrlögum 33 miljóna, en við þetta er ekki svo gott að eiga. En þetta sýnir að Bismark hefir ekki það almættisvald, sem geipað hefir verið af. England. Á þinginu komu svo megnar misklíðir og flokkadrættir fram, að því var slitið og nýjar kosningar látnar fram fara. Við kosningar þessir hafa hinir «líberölu» unnið sigur yfir stjórnarsinnum, og eru, sem enn er komið, 120 mönnum fleiri enn hinir; orsökin til þess er sú, að stjórninni þykir í sumu miður hafa tiltekist, til dæmis í styrjöldum þeim sem háðar hafa verið bæði í Afríku og Asíu. í Afganistan varð hlje á friðnum um stundarsakir, en er nú byrjaður aptur og gengur lítið né rekur enn, og munum vér síðar segja, ef eitthvað ber þar við, er tíðindum sætir. Að öðru leyti er fréttadauft og viðburða lítið annarsstaðar. Sameining Bókmenta- ojf fajóðvlna- íelaganna. Vér skulum játa að vér í 13. bl. þjóðólfs nefndum í of miklu fljótræði 1. bindi af íslenzkum Fornsögum (Glúmu og Ljósvetningasögu). Eins og allar bækur, sem bókmentafélagið gefur ut, er einnig þetta bindi hið vandað- asta. Að útgáfunni hefir unnið vor ungi fornfræðingur kand. Guðmundur Porláksson; lýsir formálinn því, að hann hefir enga alúð sparað eða lærdóm til þess að útgáfa þessi yrði svo vísindalega nákvæm, sem unt var, enda verður hún honum að sama skapi til sóma. í annan stað skulum vér taka fram, að full þörf var orðin á, að íslenzkar fornsögur yrðu gefnar út eins og samstætt og samkyhja ritverk. Hvað því þetta bindi, sem vísindalegt verk snertir, höfum vér fátt að athuga, nema 57

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.