Þjóðólfur - 18.06.1880, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.06.1880, Blaðsíða 4
68 ef nokkrar líkur eru til þess, að pað sé af liinu stóra enska skipi Atalanla, sem menn eru hræddir um að farizt haíi í vetur á Atlantshafinu, ])á tafarlaust að skýra næsta yfirvaldi frá ]>ví, en öllum valdsmönnum er hér með skipað að senda hingað sem fyrst slika skýrslu, og að gjöra gangskör að því, að viðkomandi vogrek verði geymt til ítarlegri rannsóknar og annara ráðstafana. Lundsköfði.níjinn yfir islnndi, Reyhjavik 7. júni 1880. Hilinar Finsen. __________________________ ,l()ii Jóus.son. — Hinn 24. febr. þ. á. rak á Nýjabæjarfjöru í Vestur- Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu þilskip mannalaust og brot- in úr því möstrin. Á skipinu var nokkur trjáviðarfarmur: 74 tylftir af borðum ýmsrar stærðar, 54 tylftir af eikarspítum l3/4 ál á lengd, 3—5 þuml. á breidd, 1 — IV* þuml. á þykkt, og nokkuð annað viðarrusl; þar að auki: 23 tunnur og hálf- tunnur, sumar með saltaðri síld, og ýmisleg áhöld. Á skip- inu fannst ekkert nafn, og af þeim hlutum, sem í því fund- ust, varð þetta eigi heldur séð. Gózið var eigi heldur með neinum einkennum, að því undanteknu, að á einni lítilli krist- allsilösku var þetta letur: «Florida water —Murray Lanman — Druggists — New-York» og á eldamaskínu þetta: «At- lantic N 2 1858 — J Harris & Co — St John— N — B». í sldpinu fundust nokkur blöð úr biblíunni á ensku, og nokk- ur blöð af enskri bók með þessari yfirskript á hverri blaðsíðu ; «Cause and cure of infidelity•>. Eigandi vogreks þessa innkallast hérmeð samkvæmt lög- um um skipströnd 14. jan. 1876 22. gr., til þess innan árs og dags að sanna fyrir amtmanninum í suðuramti Islands rétt sinn til andvirðisins fyrir hið umrædda vogrek, en missi ella rett sinn til þess. íslands Suðuramt. Reykjavík 18. maí 1880. Bcrgur Thorberg. — Hér með leyfi eg mér að mælast tii, að fjárhalds- menn skólapilta sendi mér bónarbréf fyrir þá um fjárstyrk, heimavist í skólahúsinu, inntöku í skóla o. s. frv. fyrir fyrsta dag júlímánaðar. ,2le—80. Jón þorkclssm. Her með auglýsi eiað þeir <if út.sölumönuuni minum (að «$ltuld» eða forlagsbóltum minum). sem hœgra eiga með að ná til hr. bóksala Kr. 0. Porgrímssonar i. Reykjavík. en til mín sjálfs, með peningaborganir, mega borga til ham það, er t.il min á að fara, og gefur hann lcvittun fyrir mína hönd. p. t. Reykjavík, 8. júni 1880. Jón Ólafsson eigandí „Skuldar“ og Skuldar-prentsmiðju. — Ársfundur búnaðarfélags suðuramlsins verður haldinn mánudaginn 5. dag næsta júlímánaðar í prestaskólahúsinu hér í bænum, og byrjar um hádegi (kl. 12). Verður þar skýrt frá fjárhag félagsins og aðgjörðum, rætt um verðlaun og önnur félagsmálefni. Reykjavík 17. dag júnímánaðar 1880. H. Kr. Friðriksson. — priðjudaginn 6. dag næsta júlímánaðar verður aðalfund- ur haldinn í hiutafélagsverzluninni í Reykjavík; verður sá fund- ur haldinn í «Glasgow» hér i bænum kl. 4 e. m., og verður þar skýrt frá ástæðum félagsins og nýjir stjórnendur kosnir. Reykjavík 17. dag júnímánaðar 1880. H. Kr. Friðriksson. — Af jarðeigninni Laugardælum í Árnessýslu, sem öll er að dýrleika 57.6 hndr. eptir jarðab. 1861, eru til sölu bér um bil 48V? hndr. og heimajörðin Laugardalur einnig til ábúðar frá fardögum 1881, með öllum þeim hlunnindum, er henni fylgja, sem eru : duntekja (20—26 pd. æðardúns á ári), lax- veiði, er hefur gefið af sér mest 600 kr. á ári, og ferja á Öl- fusá, sem meta má á 400 kr. árlega, að frádregnum öllum til- kostnaði. Tún heimajarðarinnar er að miklu slétt og gefur af sér allt að 240 hestum, en úthey er nautgæft. í túninu er heit laug. Úr kálgörðum hefur fengizt mest 40 tunnur, og mætti vera miklu meira. A jörðinni stendur kirkja, sem fylg- ir með í sölunni ásamt öllum húsum, sem heima standa, svo og skipum og veiðarfærum. peir, sem vilja kaupa jarðeigu þessa, verða að semja um það við eiganda hennar, Símon Bjarnason á Laugardælum, fyrir næstkomandi veturnætur. Bær- inn er nýbyggður með 7 ál. langri og 6 ál. breiðri, málaðri stofu og steinveggur undir annari hlið bæjarins. Að öðru leyti er ætlast til að sá sem kaupa vil!, komi sjálfur og skoði kaup sitt. — Hestamarkaði er ákveðið að halda, sem fylgir: Að Iívennabrekku p. 5. júlí. Að Mýrdal í Kolbeinstaðahrepp 6. júlí. Að Galtarholti 7. júlí. Að Steinum 20. júli. « Leirá 2/. júlí. « Möðruvöllum 22. júli. Að Núpakoti undir Eyjafjöllum 2. ágúst. « Hvoli 3. ágúst. « lteykjum á Skeiðum 10. ágúst. « Laugardælum 17. ágúst. Æskilegt væri að markaðirnir gætu byrjað svo snemma sem hægt er, eða nálægt kl. 10 f. m. ,/. Coy/u/L — Sökum þess að Borgfirðingar sunnan Hvítár, sem upp- rekstur eiga á Arnarvatnsheiði, bafa rekið svo illa bæði sauð- fé og hross, að það gengur í búfjárhögum og slægjulöndum okkar, þá höfum við áformað að smala og rétta öllum hross- um í Fljótstungurétt, sem í búfjárhögum finnast, laugardaginn 3. júlí og verður því haldið áfram að hálfsmánaðar fresti ef þurfa þykir. Með ofanrituð hross verður höndlað eptir ráð- stöfun viðkomandi sýslumanns. Nokkrir búendur í Hvítársíðu. — Föstudaginn þann 11. júní næstkomandi verður Ölves- hrepps aíréttur smalaður að hrossum, og þeim réttað í Mar- ardal, en það sem ekki verður hirt, verður vaktað í 14 daga upp á fullt endurgjald, og að þeim tíma liðnum selt. Síöar verður auglýst hvenær næst verður smalaður afrétturinn að hrossum og þeim réttað, yfirstandandi sumar. Ölveshrepp 24. maí 1880. Hreppsnefndin. — Eg bið hér með alla að kannast við rauðgrátt hesttryppi vakurt, klypptu í nárum, afrökuðu í vetur, ómörkuðu, og bið eg hvern sem það hitta kynni að gjöra mér það fyrsta aðvart. Hellum í Gaulverjabæjarhrepp 8. júní 1880, Markús Björnsson. — Fundizt hefur nálægt Flensborg handhringnr (einbaugur) úr gulli, og má réttur eigandi vitja hans, mót fundarlaunum og borgun fyrir þessa auglýsingu, að Óseyri við Hafnarfjörð til Einars Vigfússonar. — Lítill léreptsböggull merktur A. G. B. fannst á Hvaleyri um Páskadagana. Má vitja hans á skrifstofu «]>jóðólfs». — Síðasta f. m. týndust hér í bænum frá húsi Bergs söðla- smiðs upp eptir stígnum gráar buxur með trefli bundið um. Sá sem finnur er beðinn að skila þessu til ábyrgðarmanns pjóðólfs, eða til Petersens í Keflavik. Afgreiðslustofa fjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og á'byrgðarmaður: Matthías Jochumsson. PrentaBur i prentsmiðju Einari pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.