Þjóðólfur - 12.08.1880, Blaðsíða 3
83
þeim muninum óvitrari, aem hann þykir óskeykandi — þeim
sem hafa rangfært guðs ritningar, ekki þeim einum til tjóns,
heldur og mannkyninu til glötunar.» Síðan fer Farrar mörg-
um öflugum og fögrum orðum um rettan biflíulestur; lesi menn
hin helgu rit í Jesú Krists anda, segir hann, það er, í auð-
mýkt og þó frjálsum upplýstum anda, með háu og hreinu
augnamiði sér og mannkyninu til blessunar, þá deyðir ekki
bókstafurinn, heldur finnst þá andinn, hinn rétti andi, sem
lífgar. «í>að er hægðarleikur að verða Fariseari; það er
hægðarleikur að fylla þann eða þann flokk; það er hægt að
stýra gegnum sund meiningarleysisins milli skerjanna já og
nei. Gjör það og þú ert öruggur, þú verður uppáhald þinnar
kirkju, og verði þér nokkru sinni eitthvað á, mun allur þinn
trúarflokkur fylkja sér þér til varnar og skjóta skildi fyrir þig!
og hve nær sem þú gjörir hið minnsta góðverk, mun blásið í básúnur.
En sértu maður til að standa á þínum eigin fótum, þorir þú
að ganga í gegn almennings-áliti sakir sannleikans, hafir þú
hugrekki til að Ijósta «hið gráa höfuð á gömlum ósið», þá
skaltu viðbúinn vera að þola hatur og stríð með öllum guðs
heilögura! Lesir þú bók guðs í anda Fariseans við gjörninga-
glóð gamals klerkahaturs og sérvizku, þá ertu handviss að
rangsnúa henni þér sjálfum til töpunar; en lesirðu hana með
elsku og auðmýkt og alvörugefinni bæn, þá líður ekki langt
þangað til allur efi og óvissa hverfur og þú getur sagt eins
og Davíð: “Lögmálsorð Drottins eru fullkomin, þau endur-
skapa sálina».
— Hér með vil eg benda þeirn á, sem byggja eða láta
byggja hús með steinveggjum, sem lagðir eru í kalk, að mjög
nauðsynlegt er, að bræöa svonefnt asfalt ofan á fyrsta lag
fyrir ofan jarðveg, til þess að fyrirbyggja raka, sem vill koma
frá jörðunni upp í vegginn. Líka er það nauðsynlegt á út-
veggjum, ef veggina á að slétta innan með kalki, áður en
þeir eru orðnir vel þurrir, að bera asíalt á hleðsluna, verða
menn þá að hafa við hendina grófan sand eða smátt mulið
grjót, og kasta því á asfaltið strax og það er komið á
vegginn. Verður þá asfalts-húðin svo óslétt, að kalkið, sern
veggurinn er slöttaður með, loðir eins vel við hana, eins og
því væri kastað á brunnið grjót; sé þetta umhyggjusamlega
gjört getur enginn raki komið frá veggnum inn í húsið. Einn-
ig finst mér væri þarflegt fyrir menn, sem byggja áðurnefnda
veggi, ef þeir ætla að þekja húsið með torfi, að slétta fyrst
vegginn ofan með veggjalími (sement) og síðan bræða asfalt
ofan á það, mun þá naumast geta komið væta frá torfþakinu
ofan í vegginn.
Asfaltið er svart á lit og er seighart. Verða menn því
að bræða það í potti yfir eldi og bera það heitt á veggina,
líkt. og þegar menn bika úr tjöru. í Khöfn kostar 1 pd. af
asfalti 8 aur. og dugar það hér um bil á 1 □ alin, vinnulaun
á því verða nálægt 4 aur., kostar þá hver □ alin með efni
og vinnu 12 aur.
Til þess að verja tré við fúa, sem lagt er í steinveggi,
einkum bitatré undir lopti og sillur, þá er optast brúkaður
pappi, sem asfalt er borið á beggja megin; er pappinn lagður
utan um tréð og negldur með smásaum á þá staði, sem í
múrnum liggja. Líka er gott að leggja pappa ofan á glugga-
kistur þegar múrinn liggur ofan á þeim, eins má brúka til
þess venjulegan þakpappa. Pappi með asfalts-húð beggja meg-
in, kostar í Khöfn 12 aur. hver □ alin en þakpappi 35 aur.
hver □ alin.
lteykjavík 24. júlí 1880,
llelgi llelgason.
Foruskip í'uiulið í Noregi.
(Fæðrolandet No. 124).
Skip þetta er grafið úr liaug einum á Vestfold(?) í Nof-
egi á Gotstað í Sandfirði. Lengd stafna á milli á víkinga-
skipi þessu er full 74 fet, breiddin um miðjuna 16 fet. Af
siglutrénu er neðsti hlutinn óbrotinn á sínum stað, en efri
hluti siglunnar, 22 fet á lengd, hefir verið lagður í skipið áð-
ur en það var sett í hauginn; rengur og súð er saumneglt.
Siglutréð er eins og í því, sem fannst í Thune; fyrir framan
holu þá er siglutréð stendur í, er önnur hola, ef til vill
fyrir nokkurs konar skakkskífu til að styðja sigluna, eða
hitt er ef til líkara, að þar á hafi verið mænirás, er
tjalda skyldi yfir skipið, og hafi þá hinum enda ássins verið
stungið inn í gat á trébút, sem er nokkru framar á
skipinu og var í lögum sem fiskur. Stýrið er á vanal.
stað, nl. aptan á hliðinni á stjórborða við öptustu röng, sem
er miklu digrari en hinar; stýrið lá aptur með skutnum.
A skipinu eru rengurnar alls 20, og hafi engin ár verið við
fremstu og öptustu röng hefir skipinu verið róið með 36 ár-
um. Ararnar eru langar, mjóar með ekki breiðum blöðum,
og lítur út fyrir að einn maður hafi getað valdið hverri ár.
Ein árin er heil og er hún 10 álna löng. Sömuleiðis fanst
partur af rá. Skipið er skarað skjöldum á bæði borð. Skild-
irnir hafa verið málaðir (steindir) gulir og svartir. í skip-
inu og við það eru fundnar leifar af 3 smábátum; hafa þeir
og stýri á stjórborða. Svo virðist, sem bátar þessir hafi verið
brotnir (með vilja) áður en þeir voru hauglagðir. í skipinu eru
fundnir ýmsir hlutir. Fyrir framan siglu stóð eirketill með
krókum, svo stór að hann tekur l/3 tunnu; enn fremur fannst
stórt stafaker úr tré, og ketill járnseymdur með höldu, prýði-
lega gjörður; þá fundust og margir hlutir úr tré; voru nokkrir
af þeim útskornir mest dýrahöfðum og dýrahnútum (orma-
knútum), líkt og þeim í haug |>yri drottningar Danabótar á
Jalangursheiði. Hjá bátunum fundust bein af 3—4 hestum
og 2 hundum. Fyrir aptan siglutréð fannst grafrúm gjört af
sterkum plönkum; það var 5 álna langt. Mænirás lá langs
eptir skipinu, og frá honum liggja sperrur á 2 vegu niður að
skipsborðunum (tjaldklofar). Öðru megin voru sperrurnar
brotnar undan þyngslunum af haugnum og var grafrúmið fullt
af leir, þar fungust mörg óbrend bein af líkinu og nokkrir
smáhlutir t. d. I pálstafur, 2 önglar, sömuleiðis fundust þar
partar af umgjörðum (Beslag) 50 að tölu, og var sumt ágætt
smíði; nokkrir voru úr þykku silfri gylltu; sumir úr bronci;
sumir hlutir þessir sýnast hafa verið af beltum, sumir af
hestbúnaði; það sem úr silfri var, var miður vandað en það
sem var úr bronce, ær allt var prýtt með líkingum af dýrum
og fornu hnútaverki. Líka hafa fundist þar partar af marg-
litu silki, sterklituðu ; einnig trebútur holur til að geyma í;
þar í lá vefnaður gullofinn, en hann var skemdur af leir, er
komizt hafði ofan í trébútinn. Hingað til hafa engin vopn
fundizt, enda er grafrúmið eigi enn fullrannsakað.
❖
* *
fessi fundur er einhver sá merkasti, sem fundist hefir
þess kyns, en skip hafa þó fundist áður í haugum; 1863 fannst-
skip á austurströudinni á Suður-Jótlandi með 28 árum alls.
þ>að var 24 meter (80 fet) á lengd, en 3,30 meter (11 fet) á
breidd. |>að var frá 4 öld e. Kr. Svía saga Sth. 1877, I. 201
bls. hefir mynd af því. í Noregi nær austur við landamæri
fannst og skip í stórum haug við Thune. jf>að var þó ekki
heilt að ofan. Kjölurinn í því nær 14 meter á lengd, breidd
á skipinu var nær 4 meter, og 10 árar hverju raegin. Svía
saga 285 bls. hefir og mynd af því.
Við Austursjóinn nálægt Danzig fanst skip 1872 að mestu
heilt að utan, það var 57 fet á lengd og 16 fet á breidd.
í Illustrirte Zeitung 18. janúar 1873 er lýsing af því.
Sögur vorar tala um, að meun voru hér á íslandi opt
lagðir í skip, væri því ekki ómögulegt að hér kynnu að finn-
ast leifar af slíku, ef víða væri leitað.
Sigurðr Vigfússon.
Enskii* í'erðamenn. Með «Camoens» 8. þ. m. komu 15
ferðamenn, en margir fieiri sigla aptur með skipinu; hefir
fjöldi af ferðafólki alls verið á ferð um land vort allt þetta
mikla góðviðrasumar. ; -Fjórir stórbornir yngismenn komu í
júlí til Akureyrar og hingað þessa daga; þeir hafa ferðast yfir
land og veitt lax sér til skemtunar, eins og siður er enskra rík-
ismanna. Nöfn þessara manna eru: Hon. O. Wallop, sonur
jarlsins af Portsmouth; H. B. Portsman, sonarson hins gamla
lávarðar Portsman; E. D. Goshing og J. E. K. Wing-
peld-Digby.