Þjóðólfur - 12.08.1880, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.08.1880, Blaðsíða 1
32. ár. Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavik, i2- ágúst 1880, Sé borgað að haustinu kostar árg. n< k|aa 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. &*• Fomleifafélagið. £>ann 2. ágúst var ársfundur haldinn í fornleifafélaginu. Fundurinn byrjaði með fyrirlestri, er varaformaður félagsins Sigurður Vigfússon hélt um rannsóknir sínar fyrir skemmstu um fornstöðvar á Kjalarnesi og á Hvalfjarðarströnd. Skýrði hann þar frá hoftóptar undstöðu þeirri, er grafin hefir verið út á f>yrli, og sem með áreiðanlegu steinalagi sýnir að tóptin öll hefirverið 57 fet á lengd og á breidd 17 fet á ytri hleðslu, þar í afhús 17 fet á hvorn veg með steinlögðu gólfi, og stalla inn úr einni hliðinni, og ösku á tveim stöðum, sem vottaði fyrir að þar hefði verið eldstó. Hann lýsti nákvæmlega Geirshólma, er hann hafði rannsakað og öðrum staðarlegum ummerkjum, sem enn eru þar, svo og örnefnum eptir Harðarsögu og Hólraverja. 1 félagið hafa gengið 19 félagsmenn með 25 kr. tillagi og 158 með 2 kr. árstillagi. í félalaginu eru 18 konur, og sóktu nokkrar þeirra fundinn. Má það telja góðan fyrirboða fyrir félag þetta að konur hafa tekið svo vel boði félagsins að ganga í það, og heppilegt að þær hafa kosið það til hinnar fyrstu framgöngu í alþjóðlegum efnum, enda njóta þær þar jafnréttis. Á þeim þrem missirum, er félag þetta hefir staðið, er það búið að hefja ítarlega rannsókn á pingvelli, sem síðar mun verða framhaldið. Aðrar fornstöðvar þar og í Grafningi hafa og verið skoðaðar, og að nokkru rannsakaðar, t. a. m. við Ölfusvatn, Dráttarhlíð o. s. frv. Meðal annars má telja að rann- sóknir á hinum forna farveg Öxarár gjöra sennilegt að á þessari hafi verið veitt úr fyrra farvegi sínum niður á völluna, þar sem hún rann áður út hraunið fyrir vestan Almannagjá fyrir neðan Brúsastaði og Kárastaði og í vatnið skammt fyrir austan Skálabrekku. Innan skamms á þessu sumri ætlar félagið að láta rann- saka hauginn við Haugsvað, sb. Landnámu og Flóamannasögu, og gjöra lýsingu á Borgarvirki, Goðahól við Flateyri og nokkr- um fleiri fornstöðvum. Á fundinum voru sýndir ýmsir uppdrættir af |>ingvelli, Geirshólmi, hoftóptinni á pyrli o. fl. Félagið hefir í áformi að gefa út nú þegar á þessu ári tímarit, er skýri frá helztu athöfnum þess og fornfræðilegum efnum. Bæknr. Auðí'ræöi síra Arnljóts Ólafssonar er nýstárleg bók á vorri tungu og undireins eitt höfuð-frumrit í vorum bókfræð- um. Kitstjóri Fjóðólfs er nú að vísu all-rýr auðfræðingur, en lesið hefir hann bók þessa bæði með athygli og ánægju, og áleit hann að lyktum skyldu blaðsins að mæla fram með henni við almenning. Eins og höf. segir í formála ritsins, skiptist öll þjóðmegunarfræði í tvennt, auðfraiði og felagsfræði, er því þessi bók einungis hinn fyrri partur fræðinnar, hinn almenni (abstrakti) hluti hennar, eða hinn heimspekilegi. Hinn hlut- ann kveðst höf. ekki hafa tíma né efni í hendi til að rita að svo stöddu, og er það að vonum, því félagslíf landsins,. stjórn og atvinna er enn á því stigi, að lieimfærsla þeirrar fræði og hennar ransókna yrði næsta erlið eða ómöguleg, en án heimfærslu til reynslunnar er félagsfræðin ónýt, því hún byggir miklu meira á reynslu-sönnunum og skýrslum en auð- fræðin, er empírisk og statiskisk (sem kallað er) fremur en heimspekileg (þeóretisk). f>ó liggur sá kafli þjóðmegunarfræð- innar miklti nær skilningi almennings en hin þura auðfræði, sem mest er fólginn í útlistun eða rekstri almennra sanninda og unninna ályktana; verður úttistarinn þar að leiða lesend- ann gegnum langa hugsunarvefi og opna skilning hans ýmist með innleiðslu eða afleiðslu (indúktíón eða dedúktíón) heim- spekilegrar meðferðar. Á þetta bendir þegar efnisyfirlit rits- ins: Muðuririn ; þörfin; nytsemi; viðskipti; Vcrð; fé; auður, o. sv. frv. þessar orðmerkingar (begreb, notions) á að láta al- þýðumenn skilja auðfræðislega. Höfundurinn kveðst lielzt hafa fylgt auðfræði hins nafntogaða franska auðfræðings Fr. Bastiat, en sem lærðasti auðfræðingur, að m. k. annar, á landi hér, hefir hann haft hliðsjón af ritum margra fleiri góðra höfunda, t. d. Ad. Smiths. Vér sem fá auðfræðisleg rit höfum lesið, getum nú ekki dæmt um vísindalegt mæti verks þessa, en þessa kosti viljum vér telja því til gildis: góðan stíl, eða ágætt og ein- kennilegt mál og orðfæri. Mál og orðfæri höf. þekkist hver- vetna frá annara; hann er bæði orðhagur og orðríkur fremur flestum ef ekki öllum, sem nú rita óbundna íslenzku. J>ó finst oss sá galli á stíl hans, að honum hættir ekki sjaldan við að yfirgefa sitt forngríska fegurðar-lögmál og blandast býsanþínskri óhófsfegurð. Hinn andríki kafli, bls. 6—10, í 2. kap., bendir á hvað vér meinum. Mál og framsetning getur hjá sama höfundi haft eins margbreyttan stílsblæ og bygg- ingarkonstin hefir í frá dóriskum stíl lil rokokkóstíls 17. ald- arinnar. En yfir höfuð að tala er stíll höfundarins einhver hinn snjallasti og glæsilegasti; íslenzkan hvervetna vöndnð mjög, auðug og hefluð. í slíku ritsmíði hefði höf. trauðla komizt hjá að innleiða ný orð með nýjum merkingum, enda finnst Qöldi slíkra orða í bókinni og flest af þeim all-heppileg, t. d. framförull og framfœrinn (progressiv og perfsstibilis) framstíga; kappnautur (ríval); frœkni. Óheppilegri orðmyndir þykja oss: Samfelaginn; fullnœgður; áferðarfagur. Stöku orðum hefir hann gefið meiri eða heimspekilegri þýðing en þau áður hafa haft, t. d. orðinu siðsamlegur, sbr. bls. 219: «að velmegunarfýsnin sé siðsamleg» o: samkvæm lögmáli guðs, eða mórölsk. Gott hefði verið, hefði höfundurinn sett hin helztu evrópeisku vísindaorð hér og þar milli sviga, því þá glöggva menn sig fyr á hugmynd þeirra. Enn er nálega ó- mögulegt að rita hreina heimspeki með tómum íslenzkum orðum, því oss vanta orðin, eða þau ná ekki öllum hliðum hugmyndanna, sem þau þurfa að ná yfir; þar af kemur stund- um of mikið af fjölyrðum og ítrekunum hjá höf., sem skemmir stílinn, en sem hann opt er neyddur til að viðhafa til þess að verða ljós. Ljósleiki framsetningarinnar er annar næsti kostur bókarinnar; lesarinn hlýtur víða að dáðst að gáfum höf., hvernig hann fer að láta skilja sig, enda gjörir hann það ekki síður með heppnum og skemtilegum dæmum en með málsins íþrótt, sbr. 2. kap. og einkum 8. kap., kaflann um féð, o. v. Skýritigardæmin eru ætíð alþýðleg, máske sumstaðar nógu mikið, og optast heppileg. Annars hefði eins mátt, eða betur, hafa öll heimfærslu-dæmin neðanmáls, við það hefði hin heimspekilega alvara efnisins og textans haldið sér betur, en þá hefði og bókin orðið að meginefninu óskemtilegri og erfiðari alþýðu. Flestar atriðistetningar höf. eru bæði skarpar og ljósar, t. d. þessi málsgrein á bls. 158: <>Féð er verkfæri í vinnandi hönd mannsins, scm eykur honum ásmegin». pó líkar oss ekki sem bezt fyrsta inntakslýsing bókarinnar eða byrjun 1. bls., einkum þessi orð: «hún (o: auðfræðin) sýnir oss», o. sv. frv., því eptirsetningin á illa við fyrri forsetning- una: «náttúruna með gjöfum hennar og gæðum». Finst ekki fleirum eins? jf>riðja og seinasta aðalkost bókarinnar viljum vér miða við efni hennar, þótt, ver dæmum það ekki sem vís-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.