Þjóðólfur - 22.09.1880, Page 1
32. ár.
Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef
borgast fyrir lok ágústmán.
Reykjavik, 22. sepí 1880-
Bréfkafli frá Árnesingi.
Mikið þykir mér þeir menn gjöra oss sveitabændunum
rangt, sem halda því fram, að búnaðar sé í apturför hjá oss,
en þessum mönnum er að því leyti vorkunn, að þeir eru
sjálfir ókunnugir en byggja allt á skýrslum, sem allir vita að
ekkert, er að marka. pað gengst víða við, aö menn eru svo
skeytingarlausir með búnaðarskýrslur sínar, að menn annað-
hvort alls ekki telja eða þá nefna af handahófi, það sem eng-
in gjöld hvíla á og einungis gæti verið þeim til sóma. f>etta
á sér stað bæði um maturtagarða og ýmsar jarðabætur og þá
má nærri geta, hvernig fer um túnið og fénaöarframtal til
búnaðartöílu, sem menn vilja að beri nokkurn veginn saman,
þó það sýnist á litlu standa, því allir vita að eptirlitið með
tíund hetir verið sama sem ekkert, og þegar það gekk nú
svona meðan bæði ágirnd og réttlæti átti að knýja sýslu-
mennina, er ekki við miklu að búast af réttlætinu einu.
Framfarir í búnaði vorum má sjá af mörgu; jarðabætur hafa
mikið aukizt einkum síðari hlut þessarar aldar, og má nú víða
sjá mannvirki þau á smá kotbæjum, bæði í vatnsveitingum,
þúfnasléttunum o. H., sem ekki sáust áður á hðfðingjasetrun-
um ; ýms verkfæri hafa og tekið miklum framförum og með
vaxandi fólksfjölda hlýtur vinnuaflinn að verða meiri, svo það
getur ekki hjá því farið að heyafli og fénaðarhald sé á fram-
faravegi. pó þeir, sem eptir skýrslum telja að fénaður fækki,
hefðu rétt að mæla, er það engin sönnun um apturför búnað-
arins, því búsældiu er meira komin undir afrakstri en höfða-
tölu fénaðarins. Fénaðarmeðferð vorri og hirðingu er enn í
mörgu ábótavant, en þó má sanna með skýlausum rökum, að
henni hefir fleygt fram hin síðustu árin, og þó vér séum að
maklegleikum lastaðir fyrir byggingar vorar er þó sama að
segja um þær; þær eru rýmri, loptbetri og bjartari, baðstofur
alstaðar undir súð og leka litlar og margar með fjalagólfl,
sem varla sást áður. En þó öllu hafi nú miðað áfram á fram-
faraveginum, og arður búanna hljóti því að vera meiri, og líf-
ið ætti að vera ánægjulegra, er eptir að skoða það, hvort af-
koma manna og efnahagur í raun réttri er betri nú en fyrri.
pessu munu flestir kunnugir neita og mun það óhætt, þegar
það er undanskilið, að búin eru nú vissari eign en áður.
|>egar leitað er að orsökunum til þessa, er nú sjálfsagt að
hlaupa fyrst í óþörfu vörurnar, kaffi, sykur, ölföng, og eg tel
þar með mikið af hinum útlenda vefnaði, sem til landsins
flyzt. Ef vér nú, sem ætla má, brúkum árlega 500,000 pd. af
kaffi með möluðu kaffi og rót, jafnmikið eða meira af sykur,
300,000 potta af allskonar ölföngum og 600,000 álnir af alls
konar útlendum vefnaði, og skoðum, eins og óhætt er, mest-
an hluta þessa nýjar álögur á búnað vorn, má með sanni
sogja, að hann þoli mikið, og undir þessu hefði hann ekki
risið fyrir 50—60 árum síðan. Yið þetta má líka bæta jafn-
mðrgum pundum af smjöri og kaffipundin eru mörg, og er
þá vonandi að menn hætti að furða sig á, þó smjörsala ís-
lendinga ekki hafi aukizt, heldur rýrnaö á síðari árum. En þó
þetta dragi mjög mikið úr ávöxtum þeim, sem framförin ætti
að færa oss, er margt fleira sem tálmar búsæld vorri og það
ef til vill engu síður en munaðarvaran, og tel eg fyrst af
þessu hjúahald vort. Helzta undirrótin undir hinum óhemju-
legu munaðarvöru-kaupum cr óefað heimtufrekja hjúanna, og
er þetta þó ekki eini og, ef til vill, ekki lakasti gallinn.
Kaupgjaldið helir hækkað hér um bil um helming hin síðustu
30—40 ár, en þó er ekkert jafn skaðlegt búnaðinum og auka-
kvaðir þær, sem nú orðið fylgja hjá tiestum hjúum, einkum
Se borgaö að haustinu kostar árg. « p k»aa
3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok.
þó vinnumðnnunum. Sú vinnukona er tæplega vistgeng, sem
ekki vill hafa 2 til 4 kinda fóður auk utnsamins kaupgjalds,
en hvað er þetta móti vinnumönnunum. Vinnumannskaup
nefnist nú varla minna en 50 kr. og þetta þiggja tæplega
aðrir en þeir, sem annaðhvort ekki nenna eða ódugnaðar
vegna ekki geta róið í góðum skiprúmum. Hinir röskvari
heimta 7* hlut, hingað til flestir um vetrarvertíð, en hin síð-
ustu árin einnig nokkrir vor og vetur. J>etta væri enn þolandi
ef hér við mætti sitja, en svo kemur nú aukagetan, 10, 20,
30 og máske fleiri kindafóður, allt eptir því hvað óavífnin er
mikil að heimta og heimska bóndans mikil að lofa, og svo
má enn bæta við fóðri eins eða tveggja hrossa, hjúkrunarhesti,
eldishesti og hamingjan veit hverju. f>egar svona er komið
ástandi bóndans þá getur hann farið að kveða gömlu vfsuua:
Köng er trú að sé nú sæll, o. s. frv. Með þessu móti verða
hjúin sambýlismenn bóndans, en gjalda samt ekki eptir jörð
og gjöra engum nein skil. I>etta verður bóhdi allt að gjöra
og launa svo að auki ríkmannlega þessum svo kölluðu þjón-
um sínum. Hjúin græða en bóndinn situr við sultinn og
seiruna og skuldirnar, því jörð hans framfærir ekki, auk hjúa-
fénaðarins, þann fénað, sem nauðsynlegur er til framfærslu
heimilinu. J>essi kúgun hjúanna, sem nú er orðin almenn og
fer árlega vaxandi, er líklega nokkuð að kenna bændum sjálf-
um, en þó einkum fólkseklunni og því, að svo mikill fjöldi
streymir til sjávarins; þar eru tómthúsin opin, þar er næðið,
næðið til að Iifa í leti og ómennsku og unga út krökkum,
sem send eru á hreppinn til þess að fullgjöra kúgun bóndans.
í>að er sorglegt, að hin yngri kynslóð ekki skuli einu sinni
láta sér koma í hug, að hún með þessu ráðlagi smíðar þá
hlekki á sjálfa sig, er með tímanum hlýtur að draga hana
niður í saur ómennsku og fátæktar. Sem dæmi þess, hvað
þessi svo kallaði undirfólksfénaður nú gengur úr hófi, má
nefna, að á bæ, þar sem 60 ær voru alls, átti bóndi 12, 9
voru í kúgildi, hitt áttu aðrir heimilismenn. |>etta dæmi er
óefað með þeim lökustu, en allvíða mun 6. til 3. hluti sauð-
fjárins ekki heyra bónda til. Eg þori ekki nú að stinga upp
á ráðum til að afstýra þessu, en álft þó mjög nauösynlegt að
um það komi lagaákvarðanir í búnaðarlögum vorum. Annað,
sem hnekkir fjarskalega búsæld vorri, er verzlun og aðdrættir.
Um kaupstaðarskuldir er mikið búið að tala og álít eg óþarfa-
flækju gjörða úr jafn einföldu máli. Kaupmenn eru ekki síður
fjár síns ráðandi en hver annar og þurfa því ekki að lána
fremur en þeim gott þykir. En það er deginum ljósara að
lán kaupmanna er eitt af þeirra mörgu brögðum til þess að
kúga oss. Lán kaupmannsins skoða eg líkt og þegar bóndi
gefur til jarðar til þess að fá fasta ábúð. f>egar bóndinn er
orðinn skuldugur, er hann orðin föst féþúfa kaupmanns, og
skuldin er band það, sem heldur honum föstum undir okinu.
f>egar skuldin hefir náð þeirri upphæð, sem kaupmanni þykir
nægja, segir hann við bónda: nú má skuld þín ekki vaxa
meir, og nú fer bóndi að höndla skuldlaust, en gamla til-
gjöfin stendur. Kaupmaður gefur til bóndans allt eptir efnum
hans og vörumegni, og þó til sveitabænda sjaldnast meira en
um 200 kr. £>að er þá rentan af þessum 200 kr. eða svo sem
4 pottar af spritti, sem bóndinn lætur sér nægja, sem þóknun
fyrir frelsi sitt og má það ekki dýrt heita. Ef kaupmenn
vildu losna við skuldaverzlunina er auðséð að þeim er enginn
hlutur hægari. J>eir geta samið við skuldunautana að greiða
tiltekinn hluta skuldanna árlega og hverfur skuldin þá öll á
vissu árabili. Rentu geta þeir ekki talað um, því fyrst hafa
j þeir lánað samningalaust og svo er hver afborgun beinn
97