Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.09.1880, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 22.09.1880, Qupperneq 3
99 þeir, seœ mæltu með hverjum fyrir sig, og þá þingmanna- efnin sjálf, hver eptir annan eptir stafaröð. Síðan hét for- maður á hvern, er vildi, að taka til máls og reyna þingmanna- efnin (einn í senn). Urðu þeir séra forkell og f>orlákur einir fyrir því prófi, en sá sem prófaði var Dr. G. Thomsen. Að því þófi enduðu var tekið til atkvæðagreiðslunnar. Dr. G. Thomsen var flutningsmaður séra J>órarins og Ásbjarnar og vissu fæstir um hans framboð fyrri en þá á fundinum, en vel fylgdu honum sveitungar hans þar sunnan að. Með forláki mælti Kristinn í Engey, og Gísli á Leirvogstungu með séra J>orkeli. Var kjördæmið þannig fjórskipt og fylgdi Kjósarsýsla og Alptanes fast sinum mönnum, enda er ósagt hvernig kosn- ingar hefðu farið, hefði hinn fjórði ekki bættst við ; er ætlan vor, að jporlákur hefði ella orðið valinn ; vildu og flestir, að oss heyrðist, greiða annað atkvæðið bónda, og ekki bæði presti. Tvennt þykir oss ísjárvert, ef fyrir kemur á kjörfund- um hér á landi; það annað, að maður gefi kjósendum fyrst kost á sér á kjördegi, því slíkt getur ruglað menn og valdið ráðleysi og fljótfærni í kosningunum; menn ættu, einkum ef innan héraðs eru, annaðhvort ekki að bjóða sig fram eða þá löngu fyrir kjördag, ella koma menn ekki nógu frjálslega fram, heklur í opna skjöldu og eins og að baki mönnum. A hinn bóginn er þeim vorkunn, sem á er skorað af helztu mönnum að þiggja kosningu, þótt þeir láti tilleiðast að gefa kost á sér enda þótt í eindaga sé komið, eins og hér átti sér stað með herra Ásbjörn í Njarðvík. Hitt er meðallagi drengilegt, ef góður drengur er hafður að ginningarfífli á kjörfundi til að rugla með því kosningu annars góðs manns. Annað, sem mjög er varhugavert á kjörfundum er það, að telja saman og láta spyrjast atkvæðatölu hinna kosnu fyr en allir hafa kosið þeirra, sem sem von er á á sama fundi; verður kjörstjórnin stranglega að skora á menn að bíða unz allri atkvæðagreiðslu er lokið. En á þessum fundi kusu nokkrir menn eptir að kunnug var orðiu atkvæðagreiðslan og þorri manna farinn burt úr fundarsalnum. Keyndar gátu þau fáu atkvæði engum urslitum valdið hér, en aðferðin var samt sem áður ísjárverð- Fyrir Snæfellsnessyslu var kosinn þingmaður llolgeir Clausen- kaupmaður í Stykkishólmi með 133 atkv. Fundurinn var haldinn þann 13. þ. m. að Görðum í staðarsveit. Auk hans hlutu atkvæði: pórður |>órðarson á Rauðkollsstöðuin 50 atkv. og séra E. Kuld prófastur 10. I Rangárvallasýslu: Sighvatur Árnason með 82 atkv. og Skúli Porvarðsson með 47 atkv. Fundinn sóttu milli 80 og 90 manns. í Húnavatnssýslu: Lárus P. Blöndal sýslumaður og Eiríkur Briem prófastur í Steinnesi. (Um atkvæði hefir ekki heyrst). í Mýrasýslu: Egill Egilsson í Reykjavík. (Um atkvæði hefir ekki fréttst). Arcturus kom hingað 17. þ. m. og með honum 115 ferðafólks, þar á meðal margir skólapiltar, J>orvaldur Thor- oddsen kennari Möðruvallaskólans, Fischer sýslumaður Skapt- fellinga, fröken J>óra dóttir Jóns háyfirdómara o. fl. Veitt cmbætti af konungi 18. f. m. Hólmar í lleiðar- firði séra fínníel Halldórssyni R. D. prófasti á Hrafnagili; s. d. Oddi á Rangárvöllum séra Matthíasi Jochumssyni. í R.vík. Úr bréfi úr Iíangárvallasýslu. «Helztu fréttir eru héðan af kjörþinginu á Stórólfshvoli í gær, þar mættu 85 kjósendur og kusu fyrir alþingismenn sýslunnar: Sighvat hreppst. Árnason á Eyvindarholti með 82 atkv. og Skúla bónda |>orvarðssou á Fitjarmýri með 47 atkv. Helgi Helgasen í Reykjavík hlaut 8 atkvæði og Jón bóndi í Austvaðsholti 36 atkv., aðrir gáfu okki kost á sér. Síðan í byrjun ágústmán. hofir gengið hér rigningatíð til stórskaða og skemmda á heyaflanum, en grasvöxtur var moð bezta móti yfir höfuð að tala einkum á túnum, valllendi og allri áveitujörð. Kjörþingið í Vestur-Skaptafellssýslu var á- kveðið í dag og voru fyrir fáum dögum 2 þar á boðstólum nefnil. séra Páll á Stafafelli og séra Hannes á Mýrum. t Vestmannaeyjum er kjörþingið ákveðið 27. þ. m. og helir enginn enn sem komið er gefið þar kost á sér nema J>orsteinn í Nýjabæ hinn fyrverandi þingmaður þeirra». Úr öðru bréfi úr sama héraði. «í júlímán. í sumar kom útlent skip við Rangársand, sem sjaldan ber við, og varpaði þar akkerum prír skipverjar skutu báti á land og gengu heim að Skúmstöðum; voru þeir snyrtimenn til að sjá og kváðust vera Hollendingar; þeir töl- uðu þó dönsku, kváðust hafa villst hér að landi í þoku, og hefðu bilaðan leiðarstein. J>eir könnuðust við Heklu og létust vilja skoða hana, en Sigurður bóndi réð þeim frá að dvelja liér lengi með skip sitt sökum brimsins. Létu þeir og út næsta dag eptir og komu við í Vestmannaeyjum; þar seldu þeir töluvert af fatnaði og skófatnaði fyrir þriðjung verðs. Á Skúmstöðum sögðust þeir vera 5 en í Vestmannaeyjum að eins 3. Sumra mál er, að eitthvað hafi verið grunsamlegt við skip þetta, enda má sýslumaður Vestmanneyinga vita það bezt. 16. þ. m. var héraðsfundur haldinn að Stórólfshvoli; var þar fyrst og fremst rætt um uppfræðingu ungmenna, en þar næst um hina nýju sameiningu Odda og Keldnaþinga; er það almennings álit hér, að sú tilhögun sé óviðurkvæmileg, enda gjörð að heraðsmönnum fornspurðum; æskja menn því, að hvort brauðið fyrir sig sé gjört aptur eins og var». Fréttir frá útlöndum komu fáar. Uppskera víða hin bezta í norður-Evrópu og óvenju-góð í Bandaríkjnm Ameríku. Austræna málið stóð enn við sama, enda þykir utanríkisstjórn Bnglands mjög reykul og óviðfeldin; Gladstone er á bata-vegi en verður að fela öðrum á hendur sín stjórnarstörf langt fram á haust. Líklegt þykir að Grikkir í trausti stórveldanna hefji ófriðinn víð Tyrki þegar minnst varir. Af fundum og stórhátíðunum segja blöðin mikið að vanda; má alla vora öld kalla fundaöld. Á norðurlöndum hefir sjaldan verið haldinn stærri fundur en kennarafundur sá, sem haldinn var í Stokk- hólmi í f. mán. Mættu þar nál. 6000 kennarar hærri og lægri skóla; þar var margt orð talað. J>á stóðu ákafleg hátíðahöld á Frakklandi, er þeir Grévy forseti og Gambetta ferðuðust til Skerborgar, þar sem ríkisflotinn liggur. í Belgíu stóð og til dýrðleg þjóðhátíð í minningu þess, að 50 ár eru liðin síðan ríkið fékk fasta skipun. Frá Höfn er fátt tíðinda, nema að Fischer ráðherra kennslumálanna fékk lausn en Scavenius kammerherra var tekinn í hans stað. Fischer þótti jafnan meir en hófi gengdi liðsinntur vinstrimönnum og að öllu ólíkur hinum ráðherrunum, sem eru hægrimenn og góðseigendavinir, en hvort stjórnin græðir mikið á skiptunum mun óvíst. Ole Bull, hinn víðfrægi fíólínisti, andaðist á eyjunni Lýsu í Noregi 17. f. m. og var jarðaður í Björgvín með fátíðri við- höfn. Jpjóðskáldið Björnstjerne Björnson hélt hrífandi ræðu við gröf hans. Ole Bull varð sjötugur og andaðist úr mein- læti (krabba), en ern var hann og unglegur til hins síðasta. í andláti sínu bað hann að spilað væri Mózarts ódauðlegu andlátsljóð, Bequiem. jpar misstu Norðmenn einhvern hinn mestahljóðfærasnilling, sem sögur fara af. Ole Bull fór víða um lönd og margt dreif á hans daga, lengst dvaldi bann í Vesturheimi, græddi opt auð fjár, en var þó annað veifið snauður. Hann var afar-örr í lund, fljótráður og stórráður, en ávallt hinn bezti drengur. í Höfn gekk mikið á í fyrra mánuði, er hin víðfræga Sarah Bernhardt kom frá París og töfraði Hafnarbúa nokkra daga á konunglega leikhúsinu. Hún þykir vera önnur frægust allra leikmeyja á þessari öld, ðnnur en Rachol frá París. i Dómkirkjau í Kolni á J>ýzkalandi var fullgjörð í sumar. Smíði hennar var byrjað 1248 en nál. 1500 var hætt við hana, vantaði á hana annan meginstöpul framkirkjunnar o. fl.: var hún þó jafnan talin með mestn kirkjum í heimi. 1821 var tekið að rétta hana við til fulls og er hún nú talin eitt af heims- ins undrasmíðum og hæst allra húsa í heimi, nál. 500 fet.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.