Þjóðólfur - 16.10.1880, Qupperneq 1
32. ár.
Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef
borgast fyrir iok ágústmán.
Itejkjavik, 16. okt. 1880. H. blaJ.
Eiiis og kunnngt er af síðasta tölublaSi
„|>jóðólfs“ nmn eg taka við útgáfu pess blaðs frá
byrjun desembermán. ]». á. og gjiira mér allt far
nm, að pað verði sern bezt úr garði gjört bæði
að hinn innra og binu ytra, og vona ]»ví að
landar mínir sýni mér J»á velvild að kaupa blaðið
ekki síður en ]>aö hefir verið keypt að undanförnu.
j>eir, sem vilja koma ritgjörðum eður öðrn í
„j>jóðólf“ frá nefndum tíma, eru beðnir að senda
pað til herra Egilsson í Reykjavík (Cílasgow) og
mun hann veita j»ví móttöku.
Iipykiavi.k 1ö. októbrr 18SO.
KRISTJÁN Ó. ]>OR(ÍRÍMSSON.
Skólíir á Vestfjörðum.
(Niðurlag). Barnaskólum er erfitt við að koma á vestur-
landi nema í sjóplássum, þar er það víða hægt verk — álíka
hægt og hér á Álptanes, hvað þéttbýli snertir eða hægð til
að hagnýta slíka stofnun. En í öðru tilliti mæta líka mein-
bugir á slíkum stöðum. í sjóplássum er venjulega mentunar-
áhuginn minstur og hagur almennings, þegar á allt er litið,
lakari en í meðal-sveitum. Virðast orsakir þess vera sumpart
það, að sjólífinu fylgir meira ónæði, stríð og stopulleiki en
sveitalífi,- og sumpart sú forna landsvenja, að til veiðistöðva
treður sér tómthúsfólk, félítið og fákunnandi, sem leiðir með
sér örtröð og ómennsku. Einmitt vegna þessa ástands ber
hvergi hér á landi brýnari nauðsyn til að koma ment-
unarstofnunum á, en í slíkum plássum, og má það kallast
hróplegt skeytingarleysi og háskaleg fyrirmunun yfirvalda,
O i* g e 1 i ö.
„Eg er að hugsa um að skreppa suður á land, góðin mín,
fyrir hann Illuga á Grund“, sagði Grímur við konu sína um
leið og hann kyssti hana, því að hann hafði skroppið fram að
Grund, og var nú að koma heim.
«Suður á land?« sagði Ólöf kona hans og hrökk saman;
«suður á land? það er ómögulegt. Nú, nú ertu að gjöra að
gamni þínu».
«Nei, mér er alvara. Illuga liggur á að fá mann til að
fara suður til hans Jónasar, bróður sfns, og þú veizt, að eg
er ekki vanur að neita því fáa, sem hann biður mig um, og
sem mér er mögulegt. Hann á annað skilið af mér».
« Æ, góði, farðu nú ekki að fara þetta», sagði Ólöf. ]>ú
veizt það sjálfur, að þú átt ekki gott með að fara svona frá
heimilinu, þegar enginn er heima, nema eg og barnii). Nú
eru líka allir vegir svo óttalega vondir og vöxtur í öllum ám,
og guð veit nema þér hankist eitthvað á».
«Hankist eitthvað á! því læturðu svona, kona? Heldurðu
þá ekki, að guð geti eins varðveitt mig á leiðinni, eins og
hér heima hjá þér, og alstaðar annars staðar á jörðunni?*
"AHt af er nú sarat betra að fara gætilega», sagði Ólöf,
þings og þjóðar, hve lítill gaumur er slíku gefinn. Hvar hefir
þjóðfélag vort ræktað sér mest af eymd og volæði, skömm og
skaða? í sjóplássunum. Hvaðan hefir þjóðin fengið sér flesta
umrenninga, auðnuleysingja og óreglumennn? í kring-
um kaupstaði og í verplássum. Hvernig lýsir meistari Jón
háttalagi manna í slíkum plássum á sinni tíð ? Nú á dögum
er að vísu allt vort þjóðlíf orðið jafnara, siðaðra og upplýst-
ara en var á fyrri tímum, en miklu er enn ábótavant; sá
mentunarkeimur sem kominn er, hann er víða litur einn, sem
fer og kemur, eða hreistur, sem ekki glóir, nema í sólskini.
Yér trúum ekki á neinar af hinum háttlofuðu fraraförum þess-
ara aldar, fyr en vér sjáum fasta og fjöruga skóla vera að
myndast í landinu, fasta skóla, sem fólkið sjálft fæðir af sér
og fóstrar, varðveitir og verndar eins og sjáaldur augna sinna.
Menn skulu varast að ímynda sér, að «frelsið» — þetta tóma
orð, þessi tómi vindur — flytji oss sofandi nokkra farsæld;
ekki heldur megum vér treysta því, að «bækur og blöð» sé
einhlýtt til að menta oss og börn vor — því síður, sem öld
þessi með allt sitt bókaskvaldur er, að margra skoðun, bæði
grunn og græn í andlegum efnum, það er, í trú, siðgæði og
sálarþreki (karaktér); ekki heldur megum vér heimta að vor
andlegu auðæfi fáist gegnum alþingislög og yfirvöld. Forin
við bæjarvegginn byrgist ekki nema bóndinn fái framtak til að
gjöra það sjálfur; framfarirnar, sem næst liggja, verðaaðvakna
og spretta hjá oss sjálfum, ef allt á að fara með feldi og eigi
þær að geta þrifist og blessast betur en «innréttingarnar» á
18. öldinni, sem utan frá komu, utan á sátu og aldrei
urðu að gagni, af því þær komu ekki frá vilja og vitund vor
sjálfra. Hitt er satt, að það þarf meira en lítið eitt til að
rækta þann akur, sem margar aldir hefir legið í órækt, og
eins og einyrkjanum einum er ofætlun að þurka upp og rækta
öll fen og foræði jarðar sinnar, eins er alþýðu vorri ómögu-
legn ef egin ramleik að kippa öllu í lag nema með öllum þeim
kröptum sameinuðum, sem til eru,bæði utan frá og innan frá,
og þó því að eins, að bæði alþýða, þíng, yfirvöld, blöð og bækur
2
og þegar menn hlaupa viljandi út í voðann, þá getur maður
alls ekki átt víst, að guð taki í taumana. Að minnsta kosti
hafa menn dæmin fyrir því gagnstæða*.
«Já, en þetta er svo sem engin voðaför; einhvern tíma
hefir maður séð annað eins; meiri hættur mega margir hafa
bæði á sjó og landi. Eg er líka hræddur um að eigur okkar
verði aldrei langtum of miklar, þó að eg sleppi ekki vinnu,
þegar mér býðst hún, og eg hef svo sem ekkert að gjöra, og
þú veizt að Illugi mun borga mér ferðina. Hann er ekki
vanur að láta menn vinna fyrir sig fyrir alls ekkert».
Sigurður litli stóð hjá og horfði á foreldra sína á víxl;
hann var öldungis hissa, drengurinn, því að þeim hafði
aldrei fyr litizt sitt hvoru, svo hann hefði heyrt.
Ólöfu vöknaði um augu, en hún sagði ekki neitt meira;
hún sá að það var ekki til neins.
— «Vertu sæl, elskan mín», sagði Grímur daginn eptir
við konu sína, þegar hann ætlaði að fara að leggja af stað
í suðurferðina.
Ólöf hrökk saman alveg eins og deginum áður, þegar
hann minntist fyrst á ferðina.
«Guð hjálpi þér», sagði hún og grét þá hástöfum.
Grímur kyssti Sigurð litla, son sinn; strauk svo hendinni
um glóbjarta kollinn á honum og sagði;