Þjóðólfur - 17.11.1880, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.11.1880, Blaðsíða 1
32. ár. Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík, 17. nóv. 1880. Sé borgaö að haustinu kostar árg. nn u.i 3kr. 25 a., en 4kr. eptir ársiok. UlttO. Benedicta Arnesen Kall. I suruar stóð andlitsmynd þessarnr konu ásamt æfisögu- ágripi í blaðinu «SkuId». Við það leyfum vér oss að bæta fáeinum línum, því fyrir löngu síðan höfðum vér ásett oss að geta þessarar andríku skáldkonu, ekki einungis fyrir þá sök, að hún er kunn að því, að unna engu miður íslandi, ættjörð feðra sinna, en Danmörku, þar sem hún er borin og bam- fedd. Fröken Benedicta hefði verið merkiskona hverrar ættar og hvers lands, sem hún hefði verið, enda þótt hitt sé satt, sem æfisögur heunar taka fram, að hún, eins og annað merkisfólk, á mikið að þakka ætt sinni og uppeldi. Hún var borin 1813 í Slagelsi á Sjálandi, þar sem faöir hennar, hinn nafntogaði málfræðingur Dana, Páll Árnoson, þá var yfir- kennari. Páll rektor var einn af hinum gömlu íslendingum, bverjum manni meiri og sterkari, og hinn mesti fræðimaður, nokkuð skapstór, og þó viðkvæmur og hinu hjartabezti maður. Benedicta var einbirni hans og unni hann henni mikið, lagði og aha stund á að kenna henni alls konar menntir, enda þær, er þá var fátítt að kenna yngismeyjum, svo sem kiassisk visindi. Hún var og snemma námfús mjög og er mælt að faðir hennar hafi einatt mælt þau orð: «Hefðirðu verið dreng- ur, dóttir mín, hefði eg gjört úr þér gersemis-stúdent». Opt- lega sagði hann beuni sögur, ýmist frá hinu merkilega landi feðra hennar, kappanna og skáldanna, ellegar frá landi feg- urðargyðjanna og listanna, hinu forna Grikklandi, og hvorar- tveggja sögur vöktu þegar í barnæsku hennar skáldskapar- anda, efiausta meir en faðir hennar þá leiddi í grun. fegar hún var nokkuð komin á legg, komst hún í hús hins alkunna sagna- og listafræðings, Abtuhams Kall, sem tók hana sér í dóttur stað og arfleiddi að fé sínu. J>ar naut hún hins mildasta og bezta uppfósturs. Var og það hús talið eitthvert hið ágætasta í Kaupmannahöfn. Hér virðist hún að hafa séð og numið hið sanna, fagra og góða í meiri samhljóðun en hún áður átti kost á í húsi síns alvörumikla og önnum kafna föður, enda var hjarta hennar og hugur upp frá því engu síður helgað fósturhúsinu en föðurhúsinu. í húsi Kalls var skáldskapur, listir og saga sífellt umtalsefni, og urðu því þeir hlutir upp frá því hennar önnur lífsstefna. Fröken Arnesen hefir síðan reynt margt og mikið, en aðalreynsla hennar hefir eflaust verið sú, að verða ung að sjá á bak, fyrst föður sín- um og síðan fóstra sínurn og öllum hans nánustu; var það og hennar hlutskipti að vaka yfir flestum þeim sjúkum og deyjandi. Eptir þá sorgardaga leitaði hún sér hressingar á ferðalögum, og komst hún alt austur í Asíu og um flest lönd Evrópu hefir hún f'erðast. Tvisvar hefir hún og vitjað hingað til föðurlands síns og heimsótt fiesta frændur sína bæði fyrir norðan (þá Briems frændur) og hér syðra. Að öðru leyti hefir æfi hennar, sem annara hógværra kvenna, iiðið áfram stór- breytingalaust; hefir hún ýmist búið á garði hins gamla skáldvinar síns, Holbergs, sem heitir Terslösegaard, eða í sjálfri Khöfn, og aðalstarfi hennar verið ýmist bókleg störf, skáldskapur, kennsla og fyrirlestrar, eða þá kvennleg heimilis- störf. Fröken B. er ekki ein þeirra «hávitru» iærdóms- eða listakvenna, sem minnkun þykir að því, að vera kona í þessa orðs afgömlu og góðu þýðingu; hógværar heimilisiðnir, fóstur- störf og uppoffrun fyrir unga og auma, hefir ávalt verið hennar önnur, eða jafnvel fyrsta og helzta köllun, og eptir henni eru höfð þau ummæli: «Hefði eg verið karlmaður, hefði eg orðið lærðari eu eg er, en eg hefi ekki viljað vera annað en Guð lét mig vera, og það að vera sönn kona í mínu húsi, er mér dýrmætara en öll frægð fyrir lærdóm oglistir». Fröken B. hefir orkt og ritað allmikið af konu að vera, og skulum vér nefna hið helzta af því. Hið fyrsta, sem kom á prent eptir hana, voru nokkur ljóðmæli og fi. í tímariti því, sem hét «Viutergrönt»: þar næst «Min Söns Breve», skáldsaga; þá kom «Zillerdal», eins konar róman; þá kom kvæðasafnið «1 Sorg og Glæde»,og eru þar í mörg fögur kvæði frá ferðalífi. heunar; þá «Smaaskizzer fra en Islandsreise» og «Gjennem Kirkeaarets Evangelier»; enn fremur leikritið «Robert Bruce». Auk þessa hefir hún þýtt öll leikrit hins fræga franska skálds Moliére’s á dönsku — bæði mikið verk og torvelt, og þykir 17 verið. Hann hefur engan kostnað af þessari ferð minni, og honum er enginn bagi að missa mig í vetur. þú segir kannske, að fyrst honum sé þetta á annað borð á móti, þá standi það mjer fjærst að styggja hann. En setjum nú svo, að hann bafi óbeit á öllum breitíngum, sem að jarðabótum horfa, eins og hann hefur á breytíngum á söngnum. Svo skyldi eg vera farinn að búa; ætti eg þá, að eins til að styggja hann ekki, að forðast að gjöra nokkrar jarðabætur, þó eg hefði hið bezta færi á því, og það er alls ekki íráleitara að standa á móti framförum í því efni, en í söngnum, þær breitingar koma eins ómjúklega við kyrrsetu fýsnina, eins og þessar breitingar gjöra; Og meö þessum breitíngum gæti ungur maður eins rutt gamla manninum úr sæti sem bezta búmanninum í sveit- inni, eins og faðir þinn er nú hræddur um að eg muni gjöra við sig. En mundi nokkur heilvita maður taka til greiua slíka ásæðu fyrir því, að hrynda ekki því í lag, né taka þeim framlörum, sem maður hefur færi á? Nei, það er eg sann- færður um, að enginn mundi gjöra» »f>ú hefur opt beðið míg um það, Guðrún,aðleyna því fyrir föður þínum, hverjar skoðanir eg hafi á nýju og gömlu lögun- um, og þú hefur allt af gjört það sjálf. Eins og eg hef sagt þér, hefur mér verið það ómögulegt. Mér var lengi ekki fulljóst, hverjar ástæður væru á móti því, en nú er eg farin 18 að gjöra mér fulla grein fyrir því, enguð sé lof, að hann hefur til þessa forðað mér frá því; eptir því sem eg hef kynnzt mönn- um betur, og lært betur að þekkja lifið, eftir því hef eg betur sannfærzt um hve háskalegt það er. Mundu ekki vera meiri framfarir hérna í sveitinni, ef fleiri þyrðu að láta meiningu sína í Ijósi en nú gjöra, og þeir annahvort ættu ekki von á eintómu háði og spotti eða væru svo kjarkmiklir, að þeir þyrðu að bjóða því byrgin? Mundu ekki vera færri hleypi- dómar og einstrengingslegar skoðanir, ef fleiri þyrðu að kveða upp úr, svo eitthvert færi væri á að ræða málin og sýna mönnum hvar þeir færu viltir vegar? væri þá ekki hægra að leiðrjetta fyrir þá, sem betur vita? Jú. Og þessi andi, að melta allt með sér, et'maður er að einhverju leyti frábrugðinn öðrum mönnum, hann ber ekki að eins það meö sér, að allt stendur í stað, og engra framfara er von, heldur eyðir hann líka smásaman siðferðistilfiuningu og sannleiksást hvers ein- staks manns. því hvað er það, að dylja það, sem maður þó í raun og veru fremur, annað en þegjandi lygi ? Og eg fyrir mitt leyti er ekki svo sterkur á vellinum í siðferðislegu tilliti, að eg geti verið óhræddur um, að slíkt komist upp í vana fyrir mér, ef eg gef því lausan taurainn að einu leyti. Eg hef aldrei álitið mig betri en það, að sannleiksást 113

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.