Þjóðólfur - 17.11.1880, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.11.1880, Blaðsíða 2
114 hafa leyst það furðulega vel af hendi. Enn fremur hefir hún samið og haldið fyrirlestra marga, þar á meðal heift bindi um hina dönsku skáldkonu frú Gyldenbourg. fessir nefndu fyrirlestrar hennar standa í sambandi við eina aðallífsstefnu hennar og starfa í seinni tíð, sem er ab efla mentim oy menningu kvenna. Er hún ein meðal hinna fremstu kvénna í Danmörku, sem leggja áhuga á það hið mikla tímans spurs- mál. Auk þess, sem hún bæði styður hinn nafnkunna, dug- lega kvennaskóla, sem kendur er við Fröken Zahle, og eigi síður ofélagið til verndunar dýrumn (for Dyrenes Beskyttelse), er hún bæði forseti og heiðursfélagi í »Lestrarfélagi kvenna» í Khöfn, og í því félagi starfar hún með mestum krapti. Vér höfum nýlega lesið hinn síðasta fyrirlestur hennar um kvenn- frelsi, og er hann svo vel saminn, að hann gjarna mætti sjást á öllum tungumálum. Aðalskoðun hennar er þessi: Kvenn- fólk á fyrst og fremst að kappkosta að vera sannar konur, samkvæmt skaparans tilætlun, dætur, systur, mæður, heimil- anna prýði, líkn og létlir, karlmannsins önnur hönd, og — umfram allt — kynslóðanna fósturmæður. f’ær eiga að fá öll þau jafnréttindi, sem þær enn vanta (t. d. jöfn laun fyrir lík störf) og sem geta samþýðst þeírra eðli og lífsköllun. En þessi réttindi eiga þær engu síður að taka undir sjálfum sér en heimta af karlmönnunum, þ. e. þær eiga að stunda jafnframt sjálfar framfarir og fullkomnun og félagsskap síns kyns. því þá koma bræður þeirra (og landsstjórnirnar) því fyr og fljót- ara þeim til hjálpar. oKvennfrelsi fer nú óðum fram í lönd- unum, — segir hún — en eigi að sama skapi sjálfu kvenn- fólkinu, en alt frelsi, sem á að verða að notum, stendur og fellur með mannsins kunnáttu með það að fara». Hún leggur því mesta áherzlu á uppeldið, að það sé gott og skynsamlegt, og fyrst og síðast helgað guðsótta og góðum siðum, svo og þeirri æru, sem hjá konum sem körlum, er leynifjöðrin í allri sannri mikilmennsku. Af þessu má ráða í lífsskoðun fröken B. og hvílíka kvennkosti hún hafi til að bera. Um hana, sem skáld og lærða konu, gætum vér og sagt margt fleira, en rúmið leyfir það ekki hér; einungis getum vér þess, að eptir hana liggja ekki fá kvæði, sem vel eru kveðin bæði að efni og formi, og sem lýsa því — sem mest er vert — að höfundur þeirra er kona, gædd anda og hjarta til að starfa dyggilega í fiokki hinna fáu útvöldu, sem helga æfina binu góða og fagra. Bit hennar um ísland, sem áður er nefnt, lýsir því á hverju blaði, að hún finnur lands vors bezta blóð í æðum sínum og ann því eins og góð dóttir móður sinni. Hina ungu kvennaskóla hér á landi hefir hún 1£T minni gæti verið hætta búin, þegar eg færi að venja mig á að segja ósatt um eitthvað eitt.» »En sleppum nú öllu þessu. Hafðu ofurlitla þolinmæði enn Guðrún, og svo skal eg þagna. Eg ætla að eins fyrst að segja þér ofurlítið af æfi minni, sem eg hef'aldrei sagt þér enn. Síðustu orðin, sem faðir minn sagði við mig, áður en hann fór í suðurferðina, sem varð honum að bana, voru þessi: »Vertu nú duglegur, Siggi minn, meðan eg er í burtu.» Ann- ars hafði móðir mín ekki viljað að hann færi þessa ferð, og eg heyrði þegar þau töluðu um hana. Nóttina áður en hann sagði henni frá fyrirætlun sínni, hafði hana dreymt, að hann kæmi á gluggann upp yfir sér og kallaði: »Vertu sæl, elskan mín!»; en hún vildi ekki segja honum drauminn, því hann hafði enga trú á draumum. Mér sagði hún drauminn eptir að hann var látinn. Móðir mín sáluga var ein heima með mig, barnið tíu ára gamalt, og hann átti náttúrlega við það, að eg ætti að vera duglegur að hjálpa henni, sem alltaf var fremur heilsutæp. Eg man allt af meðan eg lifi eptir henni móður minni þegar hún frétti látið hans. Fyrst sagði hún ekkert, en eg sá að hún fölnaði. Hún gekk þegjandi inn, og eg á eftir henni grátandi. Ilún lagði sig því næst upp í rúm, og sagði við mig óskýrt, en svo undurblítt: »Sæktu mér vatn í bolla, Siggi minn.» Eg hljóp fram, en þegar eg kom inn af alhuga reynt að styrkja og fylgir þeim með sama áhuga eins og helztu vinkonur þeirra hér á landi. — {*iughúsið er nú bráðum fullgjört að utan. og er bæði fögur bygging og rambyggileg, svo að aldrei mun jafn vand- að og sterkt hús hafa bygt verið á íslandi. yfirsmiðurinn herra Bald fær almenningsorð fyrir framgöngu sína við þetta vandaverk. Fjöldí innlendra manna — þó fáir úr öðrum sveitum — njóta vinnu við bygginguna, og er það landi voru ekki síður en þeim sjálfum, mikil hagsbót, því slík vinna undir góðri umsjón, er hinn bezti iðnaðarskóli. Annars hefir hið umliðna sumar verið stök byggingatíð í höfuðstaðnum, nálægt 20 hús og bæir hafa verið reistir frá grundvelli eða endur- bættir. Hið fegusta og stærsta þeirra húsa, er hið uýja hús þeirra mága Jónassens bæjarfógeta og M. Stephensens yfir- dómara; það stendur hátt upp í Júngholtum og er því þaðan fagurt víðsýni. J>að er byggt úr sænsku timbri (nema kjall- arinn) og hið vandaðasta. (að sögn rúmlega 30,000 kr. virði). Yfirsmiður: Helgi Helgason. — Nýtt barnaskólahús, er geti orðið real-skóli um leið, er í ráði að byggja hér í bænum (sbr. auglýsingu bæjarfó- getans), sumpart fyrir bæjarfé og sumpart fyrir styrk og lán úr landssjóði. Er þetta hið þarfasta fyrirtæki; hús það, sem hingað til hefir verið barnaskólahús, rúmar ekki V* af börn- um bæjarins, sem munu vera hátt á 4. hundrað. — „ísafoI(l“ er æði-úrill við landshöfðingjann í sínu 27. tbl. Hnútuna um alþingishússtæðið, skulum vér leiða hjá oss, nema vér spyrjum : Hví kom blaðið eða ritstjóri þess ekki með hana löngu fyr? En þar sem blað þetta veitir landsh. álas fyrir það, að hann veitti 400 kr. af fé því, sem í 12 gr. fjárlaganna er veitt til óvissra útgjalda, þá er það að öllu ó- sanngjarnt. Samkvæmt embættisrétti sínum þurfti landsh. enga sérskilda hoimild að fá til slíkrar veitingar, enda sýnir það ljóslega bréf ráðherra Nellemanns frá 5. desember þ. á., þar sem segir, að það sé alveg á valdi landsh. hvort hann vilji veita slíkan styrk til þessarar nefndar af téðu fé, enda lofar ráðherrann í sama bréfi að sjá um, að það fé, sem nefndin nauðsynlega þurfi, geti fengizt bæði með viðauka til aukafjárlaga fyrir yfirstandandi tímabil og næsta fjártímabil, 1881—82. Ritstjórinn gleymir líka að geta þess — sjálfsagt í velvildarskyni við nefndina! — að nefnd upphæð er ein- ungis veitt til lúkningar ferðakostnaði, og aö sjálft starfið hefir ekki enn kostað landið einn eyrir. Hitt gleymir 20 aptur, var liðið yfir hana. Eg hafði aldrei séð það fyr, og vissi ekkert hvað um var að vera. Eg bar vatnsbollann að munninum á henni, en var svo hræddur, að höndin á mér titraði eins og hrísla og þessvegna skvettist út úr bollanum á andlitið á henni; hún rak upp sárt hljóð um leið og hún raknaði við, og yfirliðinu var lokið að því sinni; en eptir það lifði hún engan dag heilbrigð, og þegar komið var fram á haust, hætti hún að klæðast, því henni var þá ómögulegt að vera lengur á fótum. J>á var það eitt kvöld sem oftar að eg sat hjá rúininu hennar; tunglskiu var úti, en um stund hafði dregið fyrir tunglið, og við vorum í myrkrinu. »Nú fer eg bráðum að deyja»; sagði hún þá við mig. Eg heyrði að hún sagði þetta grátandi, og eg fór svo líka að gráta, án þess eg þó tryði því, sem hún sagði. Áður en faðir minn dó, hafði mer aldrei komið til hugar að foreldrar mínir mundu nokk- urn tíma deyja; en eptir að liann dó, gat eg ekki ímyndað mér, að móðir mín gæti dáið öðruvísi en í vatnsfalli. »I>ú verður að fara til vandalausra,» hélt hún áfram. þ>á hafði eg hvorgi hugmynd um hvað það værí að fara til vandalausra, eða fara á hreppinn. »Veiztu hvað þú erfir eptir okkur, góði minn» sagði hún. Nei» sagðieg; eg vissi ekki einusinni hvað það var að »erfa». »|>að er óflekkað mannorð okkar beggja, og síðustu orðin hans föður þíns: «Vertu duglegur». Mundu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.