Þjóðólfur - 17.11.1880, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.11.1880, Blaðsíða 3
115 bann ekki að taka frarn, «að alment muni vera- efl á þörf og nauðsyn þessarar nefndar». Er ritstjórinn viss um það? Vér erum vissir um hið gagnstæða, og líka vissir um, að hinn heiðraði ritstjóri er annaðhvort fávís í því máii, eða miðiungi sanngjarn. Nú þótt ritstjórinn hrósi happi yfir því, að síðasta þing hafi neitað að veita þessari nefnd nokkurn styrk, þá má hann vita fyrir víst, að fáir eða engir gjalda honum eða þinginu þökk fyrir þann sparnað, enda vonum vér fastlega að næsta þíng verði á voru máií en ekki hans, því annað væri beinn ójöfnuöur. — Bráéapestin gjörir mikinn usla, síðan frostin komu, enda er hún hér víða stöðug og óbrigðul plága. Helzta ráðið henni til stöðvunar, er að taka fé á hús og hey strax þegar hélar og haustkuldar byrja, en beita heldur djarfara þegar líður fram á jól. — Smáskaintalæknarnir. Vér erum á sama máli og «ísa- fold», að það sé ótækt ráðlag af yfirvöldum vorum, að fylgja svo strangt fram tilsk. frá 1794. f>að, að sekta menn fyrir lækningar, skoða landar vorir alveg jafn sanngjarnt eius og að sekta menn fyrir gjafir við fátæka. Sýna þetta meðal annars þakkar- og gjafabréf þau, sem Mýrasýslumenn hafa seut húsfrúnni á Staðarhrauni, sbr. 27. tbl. «ísaf.». Annað mál væri, að sekta fyrir sannaðar skemdir með meðölum; enda má fátt vera sárara fyrir duglega og ötula lækna, en að sjá ekta skottulækna káka við umfangsmikla og þunga sjúkdóma. Smávegis. Auðfræðingurinn Dr. E. Engel í Berlín hefir reiknað samau, eins og bezt verður, verð og ati allra heimsins gufu- véla. Járnbrautavélarnar metur hanu 80 milíarða króna (1 milíarð er 1000 milíónir), en skipavélar 5l/a milíarð, og aðrar gufuvélar 40 milíarð. jþessar upphæðir tákna 13,330,000 hesta öfl, en gufuhestsafiið telzt 9 manna afi (rúmlega eins Grettis aíi hjá oss!). Hafa menn því síðan um aldamótin lært að auka viunukraptinu með nál. þús. milíón manna krapti. En þótt þetta ógnar-afi hafi eptir því aukið vinnu- arð og viðskiptafjör, þá gengur hávaðinu af arðinnm aptur í súginn, (segir Dr. Engel), þ. e. í hít uýrrar eyðslu og nýrra þaria. Hiö norska skáld A. Munch var á dögunum heiðraður með minnishátíð. Stóð fyrir henni Óskar Evíakonungur, þó hann sjálfur væri þar ekki viðstaddur. Fór veizlan fram einn sólfagran dag á búgarði skáldsins nálægt Kristianíu. Var veizla þessi haldin í minuingu þess, að 50 ár eru síðan að Munch gat út sín fyrstu ljóðmæli, og voru þar viðstaddir hinir helztu viuir hans. Munch hefir bæði veriö tilfinninga- maður mikill og mótlætismaður, og kveðskapur hans opt mætt hörðum dómum, en flestir lofa hann þó fyrir fegurð, viðkvæmni og mildi, þó ekki sé Munch almennt talinn jafn- oki stórskálda Norðmanna, þeirra Wergelands, Welhavons, Björnstjerne og Hinriks lbsens. Hinn andríki prófessor Lorenz Dielrichsou mælti fyrir minni Munchs og var aðal- kafiinn þessi: «Hálf öld er langur tími, á honum fyrnist margur söng- ur sakir yngri ijóða, enda segir orðtækið : «fljótgleymið er fólkið». Leyfið mér því að minna á hinn gamla forngrízka skáldmæring, er bjóst að kveðja sín 50 ijóðaár með dreypi- fórn á altari þess guðs, er vakið hafði anda hans á æskunn- ar morgni. Hann hafði boðið æskulýð Aþenuborgar til fagn- aðar með sér; en þegar kvöldið kom, voru ungmennin þotin út til að elta ungan söngvara; enginn boðsmaður drap á dyr öldungsins meðan sólin seig til viðar. Hann sat cinmana. fá skildi hann og sá, að hans tími mundi vera liðinn og annar yngri upprunninu. Hanu slökkti lampann í gestasaln- um og kveykti á næturlampa sínum til þess hann gæti end- urnært sig á ljóðum hinua ódauðlegu gömlu. |>á heyrir harui hvískur frammi í anddyri hússins, og inn til hans geng- ur sveinn forkunnar fagur og með honum hópur gulllokkaðra meyja, öll klædd göngumanna geríi. l>au kváðust frá skip- broti komin og leita hins lýðfræga skálds, er þau einum hefðu afspurn af í landi þar. Og er öldungurinn hafði glatt gesti sína á ljúffengu víni, báðu þeir hann að kveða. En hönd hans skalf á strengjum hinnar fornu hörpu og tárin tepptu rödd hans, er hann minntist þess, að hann hlaut þetta kvöld að kveða og leika fyrir útlendingum einum. þ>á tók hinn ó- kenndi sveinn hörpuna úr liendi hans og lýkur við ijóðagjörð- ína til lofs hinum himneska söngguði, og hann kvað-lengra, og kallaði það skáld öllum farsælia, sem heilsað hefði sem gesti sínum skáldguðnum sjálfum og Helikons blómfögru dætrum. þ>á opnuðust augu ölduugsins og hann þekkir hinn fjarvirka Apollón og hinar hýreygu gyðjur fegurðarlistanna, og hann sá, að ljóð sín mundu ævinlega iifa. En er æsku- lýðurinn kom heim frá náttgildinu með hinu nýja unga skáldi, lýstu morgungeislarnir húsdyr hins gamla skáids og þeir blygðuðust sín sökum gleymskunnar og lögðu laufkransa niður fyrir fætur lionum. En hið unga skáld tók af höfði sér lárviðarkórónu sína og iagði hana með helgri lotningu í kné öldunginum; því barnið með hið niðurteygða blys dauð- ans stóð við hægri hlið hinum gamla. Sagan um hátíð hins forna söngmanns ítrekast aptur og aptur í sögu mannkynsins; þótt hún segi frá gleymsku og blekkingu, þá vottar hún líka hitt, að ijóðin eiga sín laun og hæstu hátíðarstund í sér sjálfum; hún kennir oss og, að til sé æðri réttvísi en tímans dagdómar. þ>egar mennirnir fara að gleyrna, fara guðirnir að muna, þá koma þeir eins og gestir fram á leiksviði lífsins, og fyrir þeim fer sögunnar gyðja». MANNALÁT. t 17. sept. þ. á. andaðist húsfrú Margrét Lúðvígs- dóttir, kona séra Gunnlögs Halidórssonar á Skegajastöðum, en dóttir L. Knudsens verzlunarmanns í Rvík. Hún var barnung kona, fríð sýnum, ástrík og öllum harmdauð, sem hana þektu; fædd 9. júlí 1849. f 19.f. m. andaðist að Mógilsá í Mosf.sv. Guðrún Jóns- dóttir, ekkja séra Magnúsar sál. Grímssonar (f1860) á Mosfelii, systir Bjarna prófessors og rektors. Hún varð hálfsjötug að aldri. Húsfrú Guðrún var tápkona mikil, trúföst í lund og einhver hin bezta fósturmóðir, enda fóstraði hún og ól upp fjölda barna öll þau ár, sem hún bjó í ekkjustandi sinu. f 24. f. mán. andaðist einn lærisveinn hins lærða skóla, Ólafur Einarsson frá Hvítanesi í ísafjarðarsýslu, bróður- son séra Helga prestaskólakennara og systurson B. Thorbergs amtmanns. Eins og Hálfdán sálugi frændi hans, sem sama banamein leiddi heim í fyrra, nl. brjóstveiki, var liann eitt af skólans beztu mannsefnum og hvers manns hugljúfi. Jarð- arför hans framfór 5. þ. m. í viðurvist mikils fjölmennis. Auk dómkirkjuprestsins, minntist séra H. Hálfdánarson hans með hjartnæmri ræðu, en skólabræður hans gengu fyrir kistunni með fylktu liði og með merki sitt á stöng. Við gröfina sungu þeir snotur skilnaðarljóð, er orkt hafði Einar Hjörleifsson, og á kistuna höfðu þeir lagt krans mikinn og fagran. f Sólborg Sigurðardótti r. Síðasta dag ársins í fyrra, 1878, sálaðist í Flatey á Breiðafirði þessi heiðurskona, hátt á níræðisaldri og eptir nál. 50 ára ekkjulíf; hún var og blind síðustu 10 ár æfinnar. Sólborg sál. dvaldi lengst æfi sinnar í Flatey, ávalt einkar vel metin kona, fastiynd mjög, guðlirædd, fróð og vel mentuð. Hún var vel hagorð, þótt hún léti þar lítið á bera. |>egar Brynjólfur Benedictsen var andaður og frú Herdís ekkja hans fór alfari frá Flatey, kvað hún þetta: Hissa er eg og harmslegin að hugsa um sterku forlögin, hvernig Flatey föl á kinn fagran misti búning siun. Madm. Sólborg var 2lh ár í hjónabandi og alla þá stund lá maður hennar rúmfastur, nema fyrstu viku sambúðar þeirra. Einkabarn þeirra var Jóhannes Ísleífsson; hann sigldi og var snikkari og bjó síðan í Flatey og dó þar. Hann var lítill maður vexti en hið mesta snoturmenni. — Bæjarstjórnin í Reykjavík hefir í hyggju að byggja nýtt barnaskólahús á næstkomanda sumri úr steini með 8 kenslu- stofum og hæfilegum herbergjum handa 1 kennara. Fyrir þá sök er hér með skorað á húsasmiði þá, sem nú eru hér á landi, að búa til uppdrátt yfir slíka byggingu, og ljósa og sundurliðaða áætlun yíir, hvað hún muni kosta, og senda uppdráttinn og áætlunina til bæjarfógetaus í Reykjavík fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.