Þjóðólfur - 11.12.1880, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.12.1880, Blaðsíða 1
þJODOLFUR (M IL L IB IL S B L A Ð). Kostar 3 kr (erlendis 4 kr.), borgaat fyrir lok ágústmán. Reykjayík 11. Des. 1880. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema það sé gjört fyrir 1. okt. árinu fyrir. — Oss hefur þótt betur eiga við, að pjóðólfur byrjaði með nýju ári, heldur en að hann endaði eins og hingað til og fylgdi ekki árinu. Fyrir því höfum vér ráðið af, að gefa út þetta «millibilsblað» 'og fá kaupendurnir það ókeypis, en hið fyrsta blað næsta árgangs af pjóðólfi mun koma út á ný- ársdag 1881 og svo að foifallalausu annanhvorn laugardag úr því, en um alþingistímann að sumri á hverjum laugaidegi. Vonumst vér til að menn taki það eigi illa upp, þó þetta blað hafi engar alþjóðlegar ritgjörðir að færa, því nú er logn, eins og við veðraskipti, á meðan hinn gamli pjóðólfur er að leggjast til hvíldar en hinn nýi að rísa. Mega menn þakka ritstjóranum, sem nú fer frá, langa og trygga þjónustu og fyrir baiáttu hans, einkum fyrir því, eptir hans eigin orðum, oð inissa ekki góðra manna hylli. Pví miður mun OSS ekki takast að halda þeirri stefnu, sem pjóðölfur hefur haft, því vér getum ekki áttað oss á henni. Vér ósk- um og vonum, að hver og einn muni meta að verðugleikum hið langa erfiði og stríð vors burtfarna vinar og íhugi um leið, hvað það er, að gefa hér út blað. pað, sem fiekar þyrfti að minnast á við fráför hins gamla ritstjóra pjóðölfs, þá vís- um vér vorum heiðruðu lesendum til síðasta tölublaðs af bans gamla pjóðólfi, 27. f. m., hvar hann lýsir sjálfum sér, og kunngjörir fyrir almenningi hiós það, er hann fái í dönskum blöðum. Eitstjórn slíks blaðs sem pjóðólfs verður að vera öllum óháð, og má eigi láta tálmast af persónulegum hlutfölluro, en þetta hefur optast nær loðað við blö'ð vor, og ekki sízt nú á síð- ustuárunum, og hefur það verið einn meðal hinna örg- ustu fjanda gegn framförum í þeim greinum, sem blöðin hvað helzt eiga að styrkja. pað hefur gegnt furðu, hversu vor íslenzku blöð á seinni tímum hafa sneitt fram hjá að hafa greinar meðferðis um "lífið í Reykjavík», en um það er sannarlega vert að rita opt og títt, og vér vitum, að það er einnig nauðsynlegt fyrir landsmenn, að heyra frá því sagt hispurslaust. Lífið í Keykja- vík verkar á allar stéttir landsins, því þaðan kvíslast allur embættismannaflokkurihn, og mikið af handiðnamannaflokkn- um, svo nú einnig á síðari árum kvennfólk allmargt, sem ýmist giptist þaðan eða sem hafa verið þar á kvennaskólan- um. Sé nú góður bæjarbragur í Keykjavík, þá nýtur laudið þannig góðs af honum, sé hann slæmur, þá ættu landsmenn að forðast að láta ungmenni sín alast þar upp. Landsmönn- um getur því ekki staðið á sama, hvernig til hagar í Reykja- vík, og mætti þykja vænt um að fá sannar sögur af því, og þær munum vér meðal annars færa lesendum vorum. Lands- mönnum má engan veginn þykja lítilfjörlegt að heyra talað um Reykjavík, hún er þó sannarlega höfuðstaður landsins, því getur enginn neitað, og að vissu leyti eign landsins með öll- um hennar opinberu byggingum og stofnunum, landshöfð- ingjasetri og fl., og af því einkum Norðlendingar opt hnýta að henni með óþægilegum orðum og ástæðulausum getsöknm, þá ætti það að vera skylda pjóðólfs, að leiðrétta slíkt, þar sem ekki er rétt hermt, og halda taum hennar í því sem hrósvert er, en draga ekki dulur á það, sem miður mætti fara, til varúðar fyrir aðra. pað er samt enganvegin meining vor, að vilja ota slík- um Reykjavíkurgreinum svo mjög fram í blaði voru, að ekk- ert annað verði umtalsefni þess, því ndg er um að ræða: um verzlunina, þingmál, póstferðir og póstafgreiðsln, vegi, skólana og margt fleira, sem vér ekki munum láta í þagnargildi; en það má nærri geta, að vér í œðrgu yfirgefum þann anda, sem pjóðóifur hingað til hefir talað í um fiesta þessa hluti; en þess var engin von að hann hefði það öðruvísi. því mest var um það hugsað að reka sig hvergi á, og styggja engann. En nú er eptir að vita, hvernig hinni nýu ritstjórn tekst að gjöra blaðið úr garði, og er það mjög undir hælinn .lagt, en allt far mun hún gjöra sér um það, að láta það verða sem bezt; en þar sem það sýnist hafa verið mark og mið pjóðólfs á seinni tímum, að ávinna sér hylli einstakra manna, þá mun sú stefna hans vera undir lok liðin með hinni nýu ritstjórn, sem mun eiga undir að láta pjóðólf flytja hreinan og beinan sannleika, hver sem í hlut á, og alls ekki fara í manngreinarálit, því hún vill heldur fáa vini, sem styrki hana í þessa átt, en marga smjaðrara, sem aldrei reynast vel, ef á þarf að halda. — Póstskipið Phönix, skipherra Kihl, lagði af stað héðan i siðasta sinni þ. á. þann 1. þ. m.; var það sökum óveðurs að það varð ekki fyr. Með því fóru til Kaupmannahafnar: kaup- mennirnir Holgeir Clausen, alþingismaður Snæfellinga, Valde- mar Bryde frá Borðeyri, Jón Jónsson frá Borgarnesi, faktor Matth. Johannesen, skipstjóri Jón Gunnlaugsson, snikkari Helgi Helgason, 2 múrarar, Andersen og Low, sem hafa verið við alþingishússbygginguna, og yngismey Kristín Bjarnadóttir. pessir 6 síðasttöldu faiþegar voru allir hér úr bænum. Auk þessara fór og maður að vestan. Skipið flutti héðan ógrynni af rjúpu og talsvert af salt- fiski, og skal síðar getið nákvæmar um farm þess hingað og héðan, því það er eptirtektaveit, en nákvæmar skýrslur um það höfum vér enn ekki getað fengið. Rjúpnaveiði Nú í nokkur undanfarin ár hefur rjúpnaveiði sunnanlands veiið tíðkuð svo mjög, og ógrynni drepið af fugli þessum, að maigur er farinn að verða hræddur um, að það horfi til eyði- leggingar á honum. pað sýnist líka fjarski, þegar á einu hausti, eins og nú í ár, eru drepnar fram undir lOOþúsundir. Eg get aldrei verið þeirrar meiníngar, að þetta gjöri svo mikið til, því ifyrst verður maður að aðgæta, að rjúpan klekur út minst 10 eggjum að meðaltali á ári hverju, og er því við- koman geysimikil; og í annan stað er fugl þessi um fjöll og jökla á öllu landinu, og hartnær alstaðar í friði, nema hér sunnanlands, þareð hér er sá eini markaður fyrir rjúpu, með því eimskipaferðir eru hér fram eptir vetri og svo aptur seinni hluta vetrar, en annarstaðar frá verður hún ekki send til útlanda. Á meðan því markaður fyrir rjúpu er eingöngu syðra þá álít eg rjúpnaviðkomunni als ekki hætta búin, enda væri það talsverður skaði fyrir landið, ef þessi fugl væri eyði- lagður, því minna munar, en ef svo færi, því að meðaltali nú hin síðustu 3 ár mun meiga fullyrða, aðrjúpa hefur verið keypt fyrir hérumbil 20 þúsund krónur á ári. pegar svona mikill arður er af rjúpnaveiðinni, þá gegnir það furðu, að þeir landeigendur, hvar rjúpa fæst, ekki skuli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.