Þjóðólfur - 29.01.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.01.1881, Blaðsíða 2
10 Herra ritstjóri! I grein í hinu síðast út komna blaði af» fjdðólfi’ stendur nafnlaus grein með yfirskrift» Mormónar í Reykjavík» og er þannig komizt að orði í henni: «Ef að einhver ærlegur sveitamaður sem af löngun til að gera sér meira gagn með því að vinna hér í bænum, hvar jafnan atvinnu er að fá fyrir þá, sem nenna að vinna, hvarflar hingað í bæinn, þá er hann strax lagður í einelti af fátækranefnd bæjarins, og ef hún ekki er megnug að reka hann burtu, þá erjafnharðan lagt á hann tilfinnanlegt bæjargjald, eins og til þess að sýna honum hvers hann megi vænta, ef hann ílengist hér». þ>etta er nú ekki fögur lýsing á aðgjörðum fátækranefndarinnar, ef hún væri sönn, en því fer betur, að þetta er með öllu ranghermt, og furðar mig stórlega á því, aðþér, herra ritstjóri, úr því þér viljið skrifa um bæarmálefni hér, ekki skulið kynna yður þau betur áður enn þér farið að rita um þau. Síðastliðið ár sóttu 29 utanbæarmenn um tómthúsmenskuleyfi til fátækranefndar- innar, sem samkvæmt löggjöfinni og samþykt um bæarmálefni í Rvík á að veita slík leyfi, og var 21 þeirra veitt leyfi að setjast hér að, en 8 synjað um það. Auk þess hefir fjöldi af utanbæarmönnum háft hér árið sem leið vinnu bæði við al- þingishúsið og aðrar hyggingar, og veit eg ekki til þess að fá- tækranefndin hafi neitt amast við veruþeirra hér, hvað þá heldur reynttil að reka þá tfurt héðau. Ekki heldur hefir fátækranefndin lágt á þá bæargjöld, enda er það ekki hún, heldur sérstök nefnd, er jafnar hér á aukaútsvörum eða bæargjöldum og tjáir því ekki að hallmæla fátækranefndinni fyrir þau gjöld til bæar- þarfa, sem á þessa menn hafa verið lögð, ef þau annars hafa nokkur verið. Að því þessu næst snertir mormónana, þá er ekki heldur rétt sagt frá um þá í áminstri grein. J>eir voru farnir héðan úr bænum fyrir 6 dögum, þegar nefnt blað af »{>jóðólfi» kom út og þar sem í greininni stendur, að þeir «hamist hér áfram undir vernd hinnar verzlegu stjórnar» þáskal þess getið, að mér er kunnugt, að þeir í húsum þeim, sem annar mormónanna býr í, þegar hann heldur til hér í bænum, tvisvar á sunnu- dagskveldura, og einu sinni í húsum eins tómthúsmanns, sem býr yztíbænum, hafa haldið ræður um trú mormóna fyrir ein- hverjum hræðum, er þeir líklega hafa boðið þar á sinn fund, en undireins og eg varð var við það, að þeir voru farnir að taka uþpá þessu háttalagi, þá tjáði eg þeim, að svo framarlega sem þeir færu að prédika opinberlega kenningar mormóna, þá mundi eg skerast í leikinn sem lögreglustjóri og taka til minna ráða eins og eg hef áður gert við þá. Tveimur eða þremur dögum eptir að eg hafði tjáð mormónuuum þetta, fóru þeir burt úr bænum. Reykjavík 25. Janúar 1880. Me8 virbingu E. Th. Jónassen bæarfógeti og formaður fátækranefndarinnar í Reykjavík. þessari grein mun svarab í næsta tölublabi „þjóðólfs" og mun rithöfundur greinarinnar: „mormónar f Reykjavík“ pá gefa sig frain. Eitstjóri. þoiTahlót í Reykjavík 21. jan. 1881. í fornöld voru um miðjan vetur haldnar veizlur eða fagnaðarsainkomur, og hafa nú ýmsir menn, sem eru í forn- leifafélaginu, tekið upp þann sið. Á föstudaginn voru komnir saman til slíkrar veizlu nær fimmtíu félagsmanna, og þar á meðal nokkrar af konum þeim, sem eru í félaginu. Salur sá, sem samsætið var haldið í, var skrýddur með fornum voðurn, skjaldarmerkjum og öndvegissúlum. Samsætið byrjaði ineð griðasetuingu að fornum sið, og var ekki undir borðum mælt meira. Við samdrykkjuna þar á eptir var minst hinua for'nu goða, Óðins sem alfööur, fórs, Freys og Njarðar til ár- sældar, Braga, Freyju o. fi. og gjörði það varaformaður fé- lagsins Sigurður Vigfússon. Fyrir minni forfeðranna mælti skólakennari Björn Magnússon Ólsen, og fyrir dánarminni Jóns Sigurðssonar ekólakenuari Steingrímur Thorsteinsson, og amt- maður Bergur Tborberg mælti fyrir skál fornleifafélagsins. Saaskðt nokkurra Reykvíkinga til að útvega ofn og fl. í ferðamannaloptið á sæluhúsiuu á Kolviðarhóli: Hilmar Finsen 10 kr., Bergur Thorberg 5 kr., Jón ritari Jónsson 10 kr., E. Th. Jónassen 2 kr., Jón Pjetursson 2 kr., P. Pjetursson 2 kr., Magnús Andrésson 2 kr., Chr. H. Lange 2 kr., Ólafur Ámundason 1 kr., Helgi Jónsson 1 kr., Konráð Maurer 1 kr., Jón Guðnason 1 kr., Jón Hjallalín 4 kr., Jófl faktor Jónsson 2 kr., N. S. Kreuger 4 kr., L. Larsen 2 kr., 0. Finsen 2 kr., Jón forkelsson 3 kr„ Björn Ólsen 2 kr.. H. Hálfdánarson 1 kr., Löve 2 kr., Hallgn'mur Sveinsson 2 kv.. Sigurður adjunkt Sigurðsson 1 kr., als í peningura 64 kr. Af steinolíu gáfu Egill Egilsson 20 polta Emil Unbebageu 10 potta, H. St. Johnsen 10 potta. Loksins hefir herra Egill Eg- ilsson geflð stóra lukt. Peningunum hefir verið varið á þennahátt: Faklor Ernil Unbehagen fyrir ofn og steinolíubrúsa 29 kr.. 45 a. Smith kaupm. fyrir kol 13 kr. 81 a. Thomsen kaupm. fyrir birkivið 3 kr., 20 a. |>orsteinn járnsmiður fyrir reykpípur 6 kr. 40 a. E. Eg- ilsson fyrir steinolíubrúsa 4 kr. og sóktu Ölvesingar hingað í gær alt það, sem þannig var keypt handa sæluhúsinu, ásamt steinolíunni er gefin var, þeim 7 kr. 40 a. sem eptir eru af peningasamskotuuum mun verða varið til kolakaupa, og hefir ritstjóri pjóðólfs góðfúslega lofað að birta skilagreín þessa kauplaust. Reykjavík. 13. janúar 1881. Jón Jónsson. Fréttir: Hér syðra hefir ve'rið hið stiltasta veðuráttu- far síðan um miðjan þenna mánuð, en frostharka með köfl- um, og komu hér innfjarða fult svo mikil ísalög sem í fyrra kastinu, en fóru snögglega aptur, og hina síðustu fyrirfarandi daga var hartnær frostlaust, þangað til 25. gjörði hörkufrost aptur (12° R.) og norðanstorm. Jörð er hér næg víðs- vegai, og peningshöld gdð enn sem komið er. Fiskur nægU1' fyrir í Garðsjó og Miðnessjó. Barnaveikin stingur sér alt af niður hér og hvar og er allskæð; er það andarteppa og kíg- hósti. 23. þ. m. kom skip til Hafnarfjarðar frá Englandi meö salt til Knudtzonsverzlunar þar; hafði það farið af stað líkt og skip það, sem getið er um fyrr að kom hingað 9. þ- m. og voru því engar nýar fregnir með því; einasta sagði það þau tíðindi, að skip það, sem hingað var á leið frá Eng- landi til verzlunar Carl Fr. Siemsens, hefði farizt við Sbet- landseyjar, en mönnum öllum bjargað.— 24. þ. m. kom norð- anpósturinn, og var það hinn sami sem fyrr, liinn ótrauði og áreiðanlegi Daníel Sigurðsson; hafði hann staðfastlega æílað sér að fara ekki fleiri ferðir þá haun fór héðan síðast, en amtmaður nyrðra mun hafa getað ánnnið, að hann héldi á- fram; hafði hann komizt með miklum hrakningum norður síðast, en skildi hvergi neitt eptir og skilaði öllu (af 11 hesl- um) í bezta ástandi, en nú á ferðinni að norðan, segir hann, að alt hafi mátt fara beint, og varla markað fyrir spori alla leið. Bárust oss með honum hin norðlenzku blöð alt til 12. þ. m. segja þau mjög hart til jarðar og sumstaðar haglaust þegar fyrir jólin, en með nýárinu kom mildari veðrátta og gjörði góða hláku 6. þ. m, og kom þá víða upp allgóð jörð. — A Seyðisfirði hafa Norðmenn í sumar og haust fengið 45,000 tunnur af síld; hafa þcir fiutt hana burtu mestmegnis á gufu' skipum, og var eitt gufuskip á Seyðisfirði þ. 27. Nóvember f. á- og þá von á mörgum fleiri gufuskipum; þá höfðu þeir líka 6 seglskip þar á firðinum. Einn bónrli í Mjóafirði hafði í sumai fengið 1000 kr í landshlut hjá Norðmönnum. Nyrðra hefi>' rjúpan leitað venju fremur til bygða, og þó þar ekki sé ncim1 markaður fyrir rjúpu, hefir ógrynni verið drepið þar af hennn svo sem á eínum bæ í Eyaíirði 1700. í Bárðardal hafa rjúp111 fundizt dauðar heima við bæ. Músagátigur hefir og verið venja fremur nyröra, og músin lagst á sauðfé, og sumstaðar jet' kindur á hol, einnig grafið sig í makka á hestum. Hefir va'í1 þessum verið eyðt með öllu móti, og á Silfrastöðum í Sk*ga' íirði voru 1700 mýs drepnar. Öll hross nema vænstu gangshross komin á gjöf i Húnavatssýslu fyrir jól; bafís staðar kominn inn á fjörðu nm sama leiti, og frostið lö 1 20° R. Úr Múlasýslum er sagt, að fjárkaup Englending* ® orðið þar raeð minsta móti í haust, því ekki vildu bæudur pa selja sauði sína á 20 kr. meðan þeir fengu alt að 25

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.