Þjóðólfur - 26.02.1881, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.02.1881, Blaðsíða 4
20 «9- Auglýsingar. — Hérmeð innkallast, samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1801 og lögum 12, Apríl 1878, með 6 mánaða fresti, allir þeir, sem telja til skulda hjá dánarbúinu eptir bónda Björn Brynjólfsson, sem andaðist að Bolholti á Rangárvöllum í næstliðnum Septem- bermánuði, til að lýsa kröfum sínum ogsannaþær fyrir skipta- ráðandanum hér í sýslu. Rángárþingsskrifstofu, Velli, 3. janúar 1881. H. E. Johnsson. Til liinna íslenzku kaupmanna í Kaupniannahöfn. Vér leiddum þegar í sumar athygli yðar að því, að nokk- uð af þorsklýsi því, sem þér höfðuð flult frá íslandi, væri mjög illþefjað, og að lýsi þetta, sem líklega hefir verið brætt úr úldinni lifur, væri mjög svo erfitt að selja, enda fyrir lægra verð enn það, sem fæst fyrir gott þorsklýsi. Oss er kunnugt, að þér hafið tilkynt þetta þeim mönn- um á íslandi, sem gera út vörur til yðar, en það hefir ekki borið nægan árangur, því nýlega hefir aptur verið þaðan út flutt þorsklýsi, sem hefir hina fyr umkvörtuðu ýldu- lykt, og sem þar af leiðandi hefir orðið að seljast 4 til 6 kr. minna fyrir tunnuna heldur en fæst fyrir góða vöru af því tagi. par sem er nð keppa við hið miklu betur verkaða norska lýsi, er að samtöldu fullerfitt, að geta að eins selt hið ís- lenzka þorsklýsi til útlanda, og haldi menn áfram að senda illþefjað lýsi til Kaupmannahafnar, þá mun það tilfinnanlega skaða álit hins íslenzka þorsklýsis í útlöndum, en slíkt getur hvorki hentað yður eða kaupunautum yðar. Vér biðjum yður því í nafni sameiginlegra hagsmuna, sjálfs yðar, yðar íslenzku vina og okkar, að gera hvað í yðar valdi stendur til þess að vér á næstkomandi ári komumst hjá því, að fá illþefjað íslenzkt þorsklýsi. Með virðingu. F. E. Pt'tersen. ./■ P. Quaadn Krncke. A, F. Möller. B/oc/i <$' Behrenz. Fr. «/u/ius Znnderl. Coinmcrciiil lnioii Assnrance Conipany í London liöfudstóll kr. 45,000,000. tekur í ábyrgð fyrir eldsvoða: hús, vörur, innbú og skip á þurru, með vægasta brunabótagjaldi, og geta lysthafendur á íslandi snúið sér til agents félagsins herra faktors J. Steff- ensens í Reykjavík. Ábyrgðarfélag það, sem hér að ofan auglýsir löndum mínum, að þeir eigi kost á að fá eignir sínar í ábyrgð hjá því, er hið áreiðanlegasta og hefir agenta í mörgnm höfuð- borgum í Norðurálfunni og um alla Ameriku; ábyrgðargjald fyrir innbú, hverju nafni sem nefnist er 4 kr. 25 aur. fyrir 1000 kr. virði. ---- — Óeldfimar vörur í geymzluhúsum 4 kr. 50 aur. 1000 kr. virði. ---- — verzlunarhús, lýsisbræðsluhús og þvílíkt 4 kr. 75 aur. —5 kr. 1000 kr. virði. Upp frá þessum tíma gegni eg öllum þeim störfum, sem að þessu lúta. Bráðabyrgðar ábyrgðarbréf (Policer) fást hjá mér, um leið og einhver óskar ábyrgðar á einhverju því, sem ofanskráð auglýsing nefnir, og eru hlutirnir í ábyrgð frá dag- setningu ábyrgðarbréfsins. Ábyrgðargjaldið borgist fyrirfram hvert ár, og er borgun árgjaldsins um leið endurnýun ábyrgð- arinnar. Reykjavík 23. Febrúar 1881. ./. St.c/Z'ensen. Afgreiðslustofa pjóðólfs: húsið M 8 við Austurvöll. — — 1878 léði eg þáverandi settum sýslumanni í Gullbringu- sýslu herra G. Pálsyni, eptir beiðni hans, kassa með smá- skámtameðölum sem kostaði 30 krónur; átti þetta að vera til vitnisburöar gegn mér, í máli sem höfðað var móti mér, fyrir það að eg hafði Iæknað marga sjúklinga, og var mér lofað, sem ekki var svo ónáttúrlegt, að eg skyldi fá kassann aptur, en til þessa hefi eg ekki fengið hann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði við nefndan sýslumann og eptirmann hans 1 embættinu. Nú vildi eg mega biðja hvern þann sem gæ^ vitað eitthvað urn, hvað réttvísi í Gullbringusýslu hefði gjört við þessa eign míria, fyrst hún veit það ekki sjálf, að gjöra mjer fyrst viðvart, því eg þarf máske sjálfur á einhverju að halda úr kassanum, einkum ef yfirdómurinn verður mér örð- ugur í máli því, sem hann hefir nú með höndum gegn rnér. En verði eg einskis áskynja eptir að anglýsing þessi hefir gengið manna í milli, mun eg neyðast til að leita réttar míns lagaveginn, gegn þeim, sem kassann fekk í fyrstu hjá mjer lánaðan. Sjónarhól á Vatnsleysuströnd, 1. febr. 1881. Lártts Pu/sson. — Eg undirskrifaður tapaði snemma í nóvember dökkrauð- skjóttum hesti 6 vetra, mark: sýlt hægra og spjald í taglinu, merkt : B S Melbæ. Hvern, sem hitta kynni þennan hest, bið eg svo vel gjöra að koma honum eða gjöra vísbendingu að Melbæ í Leiru. í desember 1880. Björn Sturlaugsson. — I næstl. mán. fékk eg úr Mýrasýslu hvíthyrndan lamb- hrút með marki mínu: blaðstýft fr. hægra. Hrúturinn hefir auðkennilegan svaitan blett á sér, og af því vafi er á, hvort eg rnuni eiga hann, skora eg á hvern þann, er getur helgað sér hann, aö gefa sig frarn og semja viö mig um markið, ef hann við hefir það á fé sínu. Stafholtsey í Des. 1880. P. J. Elöndal. — Brún hryssa 10 vetra, mark: biti framan vinstra, spjald í tagli brennimerkt INGVAR, tapaðist héðan nokkru fyrir jól; hver sem hitta kynni hryssu þessa, er vinsamlegast beðinn urn að láta mig vita það hið fyrsta eða koma henni til mín mót- borgun. Krísuvík 12. Janúar 1881. Vigfús Guðnason. — Mér hefir verið næstliðið haust dregið hvítt geld' ingslamb með mínu laukréttu marki, sem eg ekki átti: tví' stýft apt. h., sýlt lögg fr. v. Réttur eigandí má vitja and- virðisins til mín fyrir júlímánaðarlok næstkomandi. jporgautsstöðum 9. janúar 1881. Ólafur Davíðsson. — Mig undirskrifaðan vantaði af fjalli í haust bleika hryssU þriggja velra óaffexta, illgenga, glaseygða á báðum augum, eyrnamark: sneitt framan hægra, og lítil stjarna í ennr- Hvern þann, sem kann að hafa fundið og hirt hryssu þessa, bið eg að gjöra mér vísbendingu af hið allra fyrsta, naó'1 sanngjörnurn hirðingarlaunum. Lambhúskoti í Biskupstungum þann 18. janúar 1881. Þorsteinn l’orsteinsson. Lýsing á óskilakindum, sem seldar voru í Norðurárdals' hreppi haustið 1880. 1. Hvítur haustgeldingur, veturg., mark, gat h., geirstúf' rifað v. 2. Hvítt geldingslamb, mark, sýlt gagnfj. h., tvístýft fi'- biti apt. v. 3. Hvítt hrútlamb, mark, hálftaf fr. bragð apt. h., heilrifað Eigendur þessara kinda, geta fengið verð þeirra hjá hrepP' stjóranum í Norðurárdal, til Septembermánaðarloka, þ. á. Brekku 14. Jan. 1881. þórður Jónsson. — pann 26. Janúar fannst á ísnum á Skerjafirði kvenn' mannsreiðtreyja úr ldæði, sem réttur eigandi getur vitjað . undirskrifaðs móti sanngjörnum fundarlaunum og borgun DÓ auglýsingu þessa. Hjallakoti á Álptanesi 13. Febr. Reginbald Erlendsson. Útgefaudi og ábyrgðarmaður: Kr. Ó. þorgrímsson. Prentaíur í prentsmiðju Einars þúrðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.