Þjóðólfur - 18.06.1881, Page 1

Þjóðólfur - 18.06.1881, Page 1
ÞJÓÐÓLFUK. B3. ar. Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík 18. Júní 1881. Uppsögn á blaíinu gildir ekki, nema ninS pað sé gjort fyrir 1. okt. árinu fyrir. lö> fteikningsdómur og eptirlit með brúkun á landsfé. í ísafold VIII. 12. hefir verið stungið uppá því, að tak- ttiarka ávísunarvald landshöfðingjans með því að setja hér á landi upp reikningsdóm, sem skrifi á hverja ávísun að hana toegi greiða, en vanti samþykki reikningsdómsins sé ávísunin ógild. ísafold fræðir menn um það, að slíkir dómar séu í "Englandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi o. fl. löndum». Blaðið stingur að síðustu uppá því, að löggjafarvaldið ætti að gjöra yfirdóminum það að skyldu að vera reikningsdómur og skrifa llPp á allar ávísanir landshöfðingjans, bæði af því að yfirdóm- ararnir séu óafsetjanlegir, nema eptir dómi, og af því þeir öJundu ekkí telja þetta litla ómak eptir sér. Höfundur grein- arinnar álítur að endingu, að með þessu móti mætti byggja fyrir að umboðsstjórnin brúkaði meira af landsfé enn fjárlögin heimila í hvert skipti. l>ar sem Isafold fræðir almenning um, að slíkir reiknings- 'lómar, — eða óafsetjanlegir menn (nema eptir dómi), sem geti beitað því, að einn eyrir sé greiddur úr lands- æða ríkissjóði fram yfir fjárlögin, — eigi sér stað í Belgíu, þá verð eg að teyfa mér að gjöra athugasemd við það. Eg er svo heppinn að hafa i höndum stjórnarskrá Belgíu 7. fébrúar 1831 og belg- *sku lögin um reikningsdóminn 29. október 1846 eða þau lög, ®em nú gilda um hann. í 116. gr. hinnar belgisku stjórnar- skrár stendur: »Meðlimir reikningsdómsins eru valdir af neðri málstofunni fyrir svo langan tíma, sem ákveðinn er með jögum». Lögin 29. október 1846, sem skipa fyrir um reikn- mgsdóminn, ákveða í 1. gr.: «í reikuingsdómnum situr 1 formaður, 6 meðdómendur og 1 ritari». «l>eir eru valdir (Ha hvert ár af neðri málstofunni, sem bvenær sem vera skal getur vikið þeim frá embætti».— Má eg spyrja: eru nú þessir menn aðeins afsetjanlegir með ^ómi? Eptir því sem ísafold segir verða menn að ímynda ser, að hið belgiska ráðaneyti geti ekki farið fram yfir fjár- lögin í neinu, því að reikningsdómurinn neiti þá að skrifa !)Pp á ávísanir þeirra uppá þjóðbankann í Belgíu1, þá muni t) JjóBbankinn í lielgíu annast alla fjárgreiðslu landsins, og veitir móttöku öllu landsfé. bankinn neita að borga þær út, og ráðaneytið komast í vand- ræði. En reikningsdómurinn er ekki svo hræðilegur fyrir um- boðsstjórnina. 14. gr. laga 29. október 1846 skipar nefnilega svo fyrir: «Enga ávísun má borga af ríkissjóði, nema samþykki reikningsdómsins sé ritað á hana». "pykist reikningsdómurinn ekki geta gefið samþykki sitt, rannsakar ráðgjafafundur ástæðurnar fyrir þessari neitun». “Sýnist ráðgjöfunum að útborgunin eigi samt sem áður að fara fram uppá þeirra ábyrgð, gefur dómurinn samþykki sitt með skilyrði». “Hann gjörir grein fyrir ástæðum sínum í ársskýrslunum til málstofanna». Eptir þessu að dæma virðist heldur ekki vera rétt sem Isafold segir, að með þessu fyrirkomulagi sé stjórninni gjört ómögulegt að fara fram úr fjárlögunum. pó ísafold vitni til Belgíu sínu máli til sönnunar, og Belgía sé svo rustaleg, að hafa ekki getað vitað það fyrir fram, hvernig ísafold mundi ímynda sér að belgiskur reikningsdómur ætti að vera, og þess vegna búið til alt öðruvísi dóm, þá er reikningsrétturinn ekki fallinn með því. En “pær sannanir, sem ísafold sækir frá ástandinu í Belgíu, hafa hér eptir minni þýðingu enn þær líklega höfðu áður; því getur ekki hver maður, sem vill fara eins að og ísafold VIII. 12. hefir gjört í þessu, sagt þegar hann vill blekkja fáfróðan almúga með ástæðu- lausum uppástungum: »Svona er það í Belgíu»? Til þess að gæta þess, að skattarnir séu heimtir rétt inn, skattalögin séu skilin eins um alt land, og til að hafa eptirlit með öllum reikningshöldurum landsjóðsins o. s. frv., hetir land- ið hina umboðslegu endurskoðun. En til þess að gæta þess, að hin æðsta umboðsstjórn fylgi fjárlögunum, að allar tekjur séu taldar í landsreikningnum, og ekkert sé goldið út án heimildar, þá velur alþingi jafnan 2 yfirskoðunarmenn sam- kvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Sé landsfé brúkað án lieim- ildar, þá eiga yfirskoðunarmennirnir að gjöra athugasemd um það, sem síðan er lögð fyrir þingið; þingið sker úr. Nú vill ísafold VIII. 12. setja nýan hiekk í keðjuna, og það-er yfir- dómurinn, og hann ætti þá aðeins að passa uppá það sama Ríkis-mein Rússlands og orsakir pess.1 (Dregið saman eptir J. Vilbort). fað er ekki svo æði langt síðan, að menn í Evrópu hugsuðu Ser Kússland eins og volduga hetju, vopnaða með kylfu Her- ^úlesar. fetta ógurlega ríki, sem breiðir sig út í þremur leitnsálfum, var ógnandi fyrir ímyndun þjóðanna eins og hin i°rna Svinys með sínar óleysanlegu ráðgátur, og þær hinar 0 milíónir manna, sem þræluðu undir hinum guðdómlegu ú'aktarráðum alveldisstjórans, vöktu alment hjá mönnum eins °nar hjátrúarlegan ótta. Eitt orð, ein bending frá Zarin- W* ^ikolási’ kom kverri einustu hirð til að skjálfa, og í ang- ý ar draumórum sá margur stjórnfræðingur hinn rússneska ítlvarbai^ “-grúa g°ysast inn 1 Evrópu. vMenn trúðu þá í fullri 0r« á erfðaskjal Péturs mikla og þau orð þess, að undir- jj Un iieimsins sé það heilaga ætlunarverk, sem eptirmenn ^^igi^að inna af hendi. úú j ^ltgj°rð Þessi var rituð skömmu fyrir dráp Alex. II. og er sumt r®kur srU h°rfi enn var> en hún er samt einkar fróðleg, af pví hún 1 hússland'0' ^1111 söguteSa aðdraganda að núlegu ástandi og atburðum Hvort að Pétur mikli hati verulega alið slíkan jötundraum í huga, þar um fræðir sagan oss ekki, en hitt kennir hún oss, að hann hafi gengið í skóla hinna tattarisku sigurvegara, sem í tíð fyrirrennara hans höfðu geysað um Kússland, ogað hann hafi þaðan lánað stjórnarfyrirkomulag hins óbundna ein- veldis. Til þess að safna allri makt ríkisins, bæði hvað hið líkamlega og andlega snerti, í hönd eins einvaldsdrottins, þá ruddi hann burt öllu því, sem í vegi stóð fyrir vilja hans eða gjörræðis hugþótta: réttindum, einkaleyfum, stofnunum, þjóð- siðum og þjóðvenjum, já, hann leitaðist jafnvel við að uppræta náttúrugáfur og eðlishvatir þess þjóðkyns, sem í sinni dýpstu rót var lýðvaldslegt (demokratisk), frelsi unnandi og á fram- faravegi. Hann grundvallaði jöfnuðinn á sameiginlegum þrældómi. Hið rússneska einveldi er hið fullkomnasta, sem hugsast getur; enginn af öllum þeim furstum, sem kalla sig guðs fulltrúa á jörðinni, getur óskað þess í fyllra mæli. í grund- vallarlögum Kússa stendur: «Keisarinn yfir öllum Rússlönd- um er ótakmarkaður einvaldsdrottinn. Guð heimtar, að menn hlýðnist valdboði keisarans og það ekki einungis af ótta, heldur einnig svo sem samvizkuskyldu», og enn fremur: 51

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.