Þjóðólfur - 18.09.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.09.1881, Blaðsíða 2
84 1. Vík í Dyrhólahreppi fyrir 7370 kr. 2. fverá í Kleyfahreppi — 2027 — 3. Hlíð í Leiðvallahreppi — 2360 — 4. Arnarnes i Eyafjarðarsýslu — 3200 — 5. Hrísakot í Húnavatnssýslu — 900 — 6. Miðhóp í sömu sýslu — 4500 — 7. Kornsá í sömu sýslu — 4800 — 8. Kringla í sömu sýslu — 1716 — 9. Orrastaðir í sömu sýslu — 2800 — 10. Grund í Svínadal í sömu sýslu — 4500 — 11. Hagi í sömu sýslu — 2450 — 12. Spítalaeignin Kaldaðarnes í Árnes- sýslu með hjáleigunum: Höskulds- stöðum, Mosastöðum Magnúsfjös- um, Valdastöðum, Móakoti, Hreið- urborg, Miðhúsum og með Kaldað- arneskirkjujörðunum: Kálfhaga og Lambastöðum .... fyrir 17000 — Heiði með Breiðstöðum í Sauðár- hreppi........................fyrir 4500 — þórðarstaðir í Hálshreppi (Munkaþverárklaustursjörð) fyrir jörðina Bakka í Hálshreppi, í makaskiptum. Jarðir þessar bjóðist upp á lögmætu uppboði. Ábúandi hefir forkaupsrétt, ,en segi til innan 2 mánaða hvort hann gangi að kaupinu. Helmingur jarðarverðsins má standa með fyrsta veðrétti í hinni seldu eign gegn 4 °/o vöxtum og með hálfs árs uppsagnarfresti á báðar hliðar. Hinn helmingur verðsins borgist þannig, að helmingur þess sé goldinn um leið og kaup- bréf er útgefið, en hinn helmingurinn á 5 árum með vöxtum, og standi jörðin einnig í veð fyrir því, sem óborgað e'r af þessu, eins og fyrir fyrsta helmingnum. Heimild til sölu á þessum ofangreindu jörðum gildir aðeins til 31. Des. 1883. 13. 14. Kosning presta. Öllum sóknarmönnum, sem hafa ófiekkað mannorð og gjalda til prests og kirkju, er heimilt að kjósa sér prest af peim, sem um brauðið sœkja og eru hæfir til prestskapar. Sá sem sækir sendir um það bréf bæði til við- komandi prófasts og biskups. pá 10 vikur eru liðnar frá því brauð er auglýst, sendir biskup héraðsprófasti skrá yfir um- sækendur, og má biskup mótmæla að einn eða fleiri þeirra verði kosnir, en ekki má biskup ryðja fleirum enn þriðjung umsækenda. \>& auglýsir héraðsprófastur sóknarmönnum nöfn þeirra umsækenda, er biskup hefir eigi mótmælt. Prófastur tiltekur stund og stað, hvar kjósa eigi prest í sókninni. Sókn- arnefndin stýrir kjörfurulinum, ef hún er ekki nema ein í því prestakalli, en séu þær fleiri, kjósa allir sóknarnefndarmenn 3 úr sínum flokki í kjörstjórnina. Rétt er að prófastur sé viðstaddur á kjörfundinum ef honum virðist þörf á. Kosn- ingin fer fram eptir sömu reglum sem kosning til Alþingis. Enginn getur samt orðið sóknarpréstur nema hann fái tneiri hluta atkvæða þeirra sóknarmanna, sem kosningarrétt hafa í prestakallinu og sem neyta atkvæðisréttar síns á kjörfundi. Eptir að kosningin hefur framfarið, sendir kjörstjórnin tafar- laust prófasti kosningargjörðina staðfesta með vottorði henn- ar um að hún sé rétt. þ>á sendir prófastur hana biskupi, og skal þá biskup gefa hinum kosna presti veitingarbrrf. Hjúkrunarfræði. eða leiðbeiniug við lijúkrun sjúkl- inga, eptir P. Kielsen, með formála eptir yfirlæknir Holmer, þýdd af landlækni Jóní Hjaltalín, Reykjavík 1881». pannig heitir bæklingur einn nýútkominn, á stærð rúmar 6 arkir í litlu broti og kostar 1 krónu. J>að er án als efa hið mesta nauðsynjaverk, að vekja áliuga manna og skýra þekkingu þeirra á meðferð sjúklinga hér á landi. J>að vantar að vísu ekki, að allir vilja hjálpa þeim sjúku, en viljinn einn nægir þó ekki, þar verður að vera þekking með. Með bezta vilja, en af þekkingarleysi geta menn jafnvel skaðað hinn sjúka í stað þess að hjálpa honum. Hér í þessari bók er bent á svo margt, er menn alment eigi þekkja, en sem hlýtur að vera alveg ómissandi að þekkja fyrir þann, sem á að vaka yfir sjúkum og annast þá. Vitaskuld er það, að í bók þessari kemur margt fyrir, sem eigi verður við komið á venjulegum bæum hér á landi, en samt sem áður eru svo margar ágsetar bendingar gefnar í bókinni, að sé þeim fylgt skynsamlega> má alstaðar koma þeim við; og ómögulegt að segja, hve mörg' um getur að liði orðið. Hinn gamli, góði landlæknir á mikl' ar þakkir skilið fyrir alla sína góðu framgöngu, og alt, se® hann hefir hér til vegar komið til þess að verja líf og heilsft landa sinna. Sjálfur með veikum mætti er hann nú á elfi' árum að reyna til að hjálpa öðrum, en líklegt er að þetta sé hið síðasta rit, sem kemur frá hans hendi, enda eru nú liðiu rúm 40 ár síðan hans fyrsta rit, kom á prcnt. Rv. 4/v 81. P. M. M a u n a 1 ú t. þ>ann 1. ágúst andaðist að Sandhólaferju merkisbóndion> fyrrum hreppstjóri Gunnar Bjarnasom, 71 árs, og húsfreya hans J>órun Ingimundardóttir andaðist 17. næstl. marzmárm 67 ára. — Helztu æfiatriða þessara alþektu heiðurshjóna mun síðar getið í blaði þessu. 13. ágúst andaðist eptir skamma legu í taugaveiki séra Hannes Stephensen á Mýrum, prestur til jþykkvabæarldausturs í Veri. Hann var á fertugs aldri, atgjörfismaður mikill og dugnaðarmaður og vel metinn. Er því að honum mikill mannskaði. Nýdánir eru og Guttormur Guttormsson prestur á Stöð í Stöðvarfirði og prófastur Einar Hjörleifsson í Vallanesi. Örfáar línur uin lærða skólann. (Framhald). þegar litið er nú á kenslufyrirkomulagið í einu, virðist, ef til vill, mega segja um það fleira enu eitt. Ekki er að tala um það notaður er t.íminn, og ómögulegt or að neita því, að altaf sé gott, að láta enga stund svo hjá líða, að hún sé ekki höfð til einhvers gagnlegs. Stundatafian í skólaskýrsl- unni hverri, sem er, ber með sér það, sem eg segi. í hverj- um bekk eru eptir skólaskýrslunni 1879 — 80, 36 kenslustundir á viku. þ>egar því er skipt niður á hina 6 virkn daga í viku hverri, koma 6 stundir á hvern dag, og fleiri mega þær eigi vera. Og eflaust eru þess fá dæmi, að piltum sé haldið í 6 kenslustundum alla daga í viku, nema hér. Við hinar áðurgreindu 36 stundir á viku, bætast 6 kenslustundir í leikfimi. I Svíþjóð eru 27—32 kenslustundir á viku, og auk þess er leikfimi, vopnaburður og söngur; þó má eigi hafa fleiri enn 6 kenslustundir als á dag, þ. e. að meðtöldum þeim kenslustundum, sem varið er til leiklimi, vopnaburðar og söngs, eða með öðrum, orðum að aldrei má í neinum bekk hafa fleiri enn 6 kenslustundir að öllum þeim greinum með- töldum, sem kendar eru, og þá náttúilega aldrei vera tíeiri enn 36 stundir á viku, en hér verða þær 42 á viku, og því stundum 7 kenslustundir í bekk að meðtaldri leikfimi. Hér eru piltum ætlaðar 5 mínútur af hverri heilli kenslustund sér til hressingar og hreyfingar, en hjá Svíum, og eflaust í flestum skólum nema hér, eru þeim ætlaðar 10, eða helmipgi fleiri enn hér. Hjá Svíum mega aldrei vera fleiri enn tvær kenslustundir hvor eptir aðra, og oru millumstundirnar ætl- aðar piltum til hressingar og undirbúnings, en hér við skól- ann eru þær allar í þaula hver eptir aðra. Að láta pilta sitja svona lengi inni í kenslustofunum kyrra fyrir í einu, er fortakslaust ein af orsökum til heilsulasleiks pilta, sem mjög hefir farið vaxandi á síðari árum, síðan piltar tóku að fjölga. «í efstu bekkjum (hjá Svíum) eru opt frídagar, sem ætlaðir eru til þess, að piltar lesi ýmislegt fræðandi, sem eigi bein- línis er kent í skólanum, og til þess piltar æfist upp á eigin spítur og tilsagnarlaust að hjálpa sér, og æfa sig í ýmsu». þess háttar þekkist ekki hér við skólann hinn lærða í Reykja- vík. Ef piltar hér vilja lesa eitthvað gott og fróðlegt, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.