Þjóðólfur - 18.09.1881, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.09.1881, Blaðsíða 3
85 eio' er kent í skólanum, verða þeir svo að segja að stelast ^ þess, því að þegar þess er allt af gætt, að láta þá að kveldi bafa afarmikið að lesa undir næsta dag er ofætiun að Nr konrist yfir meira enn það, og enginn tími er þá aflögu, Þv> að sunnudagana veitir þeim eigi af að hafa til þess að U'tta sér upp, og rétta sig upp, því að aðra tíma hafa þeir ei8* til þess> siíka tíma, sem þessa mætti nú kannske gefa Pdtum hér við skólann ? Hjá Svíum er beinlínis ætlast svo ^1*' að skólastjóri sjái svo um, að piltar hafi lítið að gera tvo daga í viku, einmitt til þess, sem áðan var tekið fram. En ^®1' dettur engum í hug að ætlast til þess. <> Eptir lögunum skólalögum Svía) á 6. bekkur að hafa 2 heila daga fría í toánuði en 7. bekkur 4.» í 8. gr. hinnar háttvirt.u reglu- SJörðar fyrir hinn lærða skóla í Reykjavík 1877, stendur svo skrifað: «má skólastjóri gefa piltum leyfi hálfan dag í mán- «ði hverjum». fað er skólastjórinn. sem á að hafa æruna af því, að ryðja úr sér þessum ósköpum — hálfum degi í ^ánuði hverjum, — en kennurunum kemur það ekkert við eP5r þessu, og þarf hvorki að ráðfæra sig við þá né umsjón- ^nann. f>egar menn bera nú þetta leyfi reglugjörðarinnar, v'ð liið lögkveðna hjá Svíum, geta þeir bezt séð rausnarskap re§lugjörðarinnar. þ>ótt leyfið sé nú svona eins og það er, £etur skólastjóri eigi að því gert, því að honum er skamtað hað, sem hann á aptur að skamta. J>að er að vísu satt, að allur jöfnuður er góður, og að eitt gangi yíir alla, er þeim, sem fyrir verða ljúfara enn hiö gagnstæða; en þótt svo sé nú, hnst mér alt um það mjög sanngjarnt, að meira væri slakað til við efribekkinga enn neðribekkinga, því að þeir eru ráðn- an og rosknari og mundu fremur verja frístundum sínum Se>' til gagns enn hinir, því að margir þeirra eru orðnir full- riða menn. Svíum þykir tilslökun við pilta í efri bekkjunum lleldur ekkert ódæði. Hver sá piltur, sem eigi hefir staðist aðalpróf upp úr einhverjum bekk að vorinu til. «á heimtingu a því, (í hinum lærðu skólum Svía) að ganga undir próf um l'austið eptir sumarleyfið, og er þá fluttur upp ef hann stenzt prófið". f>etta er mjög sanngjarnt og eðlilegt. f>að er því næsta ótrúlegt, sem heyrzt hefir, að skólastjóri, sem er mjög sanngjarn og notalegur piltum, hafi amast við því, að piltur, sem eptir varð í 4. bekk í vor, gengi undir aðal- Próf 4. bekkjar í haust,. Eg veit ekki til að þetta sé banaað ^r við skólann og eigi heldur hið gagnstæða, en því ótrú- legra er það, sem eg sagði áðari að heyrzt, hefði, ef skólastjóra var það á sjálfs valdi. Vitnisburðir eða daglegar einkunnir þekkjast ekki í hinum lærðu skólum lijá Svíum og eigi nærri alténd við próf, en hér hefir slíkt verið «viss passi», daglega þangað til í vetur í 5. og G. bekk, hefir því verið slept, og er það öldungis rétt, og mun það heldur vera til bóta, Því að daglegar einkunnir hafa engin áhrif á pilta, að minsta '!°sti eigi svo ofarlega í skólanum, þeir hlægja að þeim og þfrirlíta þær og skoða þær eins og annan hégóma. J>að “ætti kanske hugsa að «kúska» mætti með því nýsveina og neðribekkinga til þess að lesa, en ekki aðra. Miðsvetrarprófið 1 lærðu skólunum hjá Svíum, er aldrei haldið í 2 efstu hekkjunum. Ekki vænti eg að það mætti nú missa sig hér í 5. og 6. bekk ? Við próf hafa piltar í lærðu skólunum hjá 8víum meira enn helmingi lengri tíma til ritlegu úrlausnanna e>in hér, og fá að auki að hafa orðabækur við alla stíla. Pað er heldur ekki ofmildð vit í því, að banna piltum orðabókar- s,yrk. því að það er segin saga, ætli piltur þegar hann er kominn úr skóla, að rita eitthvað á því rnáli, sem hann nú l'efir gert stíl í í skóla, að hann flettir náttúrlega því upp, Setn hann er í vafa um, og {>að gera allir, sem ekki eru þeir ri'assar að þeir hirði ekki um hvað þeir segja, slíkt hið sama hennararnir sjálfir, eins og auðvitað er. pað getur vel verið, að kennarnir geti ráðið því, að nokkru leyti en þó eigi öllu, hvernig þeir skipta með sér enslunni, og má kannske segja, að mönnum komi þess konar ehkert við. En allt um það, get jeg með engu móti að mér ^ert> að hafa ekki orð á því, sem eg sá í stundatöflum kenn- aranna í skólaskýrslunni 1879—80 af því eg held að kennar- arnir hafi ekki ráðið því. Eins og menn vita var eigi als fyrir löngu aftekið umsjónarmannsembættið við skólann, og ákveðið, að einn af kennurum hefði umsjónarmanns embættið á hendi, og skyldi kennaraembætlið veitt með því skilyrði, en samt með þeim réttindum eða réttara hlunnindum, að hann hefði leigulausan bústað í skólahúsinu. Nú var settur í embættið sama ár og umsjónarmaðnr fór frá, kandidat í málfræði. En þá var annað kennara embætti laust, og var litlu síðar settur í það annar kandidat, sem skyldi taka nokk- urn þátt í umsjón, en sem engan rétt, hafði til þess að búa í skólahúsinu. Hann tók sér því bústað út í bæ á leigu, en hinn settist að leigulaust í skólahúsinu. Síðan t.akast, þeir báðir á bendur umsjón alla, nema með skólahúsinu sjálfu, áhöldum og innkaupum, og skiptu henni þannig sem skipað var, að kennarinn, sem bjó í skólahúsinu hafði umsjón frá kl, 4 e. m. til kl. 7, en hinn frá kl. 8 e. m. þangað til kl. var farin að ganga til ellefu eða þangað til bænir voru úti, og hljóp auk þess opt undir bagga meðhinum og var í hans stað, þegar hann þurfti að fráskáka sér, sem kvað þó nokkr- um sinnum hafa komið fyrir eptir kunnugra manna sögn, en það var það, sem ekkert gerði til, þegar jafngóður eða betri var í staðinn. þ>annig hafði sá kennari, sem bjó í skólahús- inu eigi miklu fremur «höfuðumsjón» enn hinn. Nú þegar litið er á stundatöflu kennaranna í skólaskýrslunni 1879—80, sést, það, að einmitt kennarinn, sem nýlur þeirra hlunninda að búa í skólahúsinu, hefir 8 kenslustndum færra enn hinn, sem leigði bústað í bænum, og tók þó engu minni þátt í um- sjóninni. þ>essu gátu kennararnir ekki ráðið, enda má sjá á athugasemdum yfirskoðenda landsreikninganua, að téður kenn- ari hefir beiðzt þess, að kenslustundum hans væri fækk- að, og þar er í ljós látið hver heimild hafi verið fyrir því, að hann fengi það. þ>ess konar sérhlífni og þetta er eigi góð, því að fyrir það verður að borga meira til tímakenslu, og ætti ekki að koma mönnum upp á slíkt. Hitt og þetta. Á árunum 1873 til 1879 hafa árlega að méðaltali farið í sjóinn 116 gufuskip upp á 80,758 tons, og 1,569, seglskip upp á 336,392 tons, þannig samtals 1,169 skip upp á 407,150 tons. Beri maður þessar tölur saman við «tons»-tölu hvorr- ar skipategundarihnar um sig, þá kemur út, meðalhlutfallið 2,79 procent fyrir gufuskip og 3,79 fyrir seglskip. Eptir því liafa gufuskipin að jafnaði meiri líkur t.il að sleppa við skip- reika heldur enn seglskipin. Á Luneborgar-heiði í Hannover hafa fundizt steinolíu uppsprettur, og þegar myndázt 6 félög til að nota þær. þ>ær eru sagðar svo ríkulegar, að þær komist til jafns við stein- olíu-uppspretturnar í Pennsylvanin og muni að minsta kosti nægja til að byrgja alt |>ýzkaland ; er þó ekki lítið sem til þess þarf, því seinastliðið'ár voru frá New-York til f>ýzkalands fluttar 64,979,832 gallónur (gallóna — 4Vio pt.) af hreinsaðri; 7,503,109 af hrárri steinolíu. Ef þessi fregn reynist sönn, eru allar líkur til að steinolía heldur lækki enn hækki í verði. í efra Egyptalandi nálægt Luksor hafa fundizt líkkistur nokkurra egypzkra fornkonunga, Raskhenens, Amasis (1700 f. Kr.) Ramses I. (1400) o. fl. ásamt öðrum merkum fornleif- um. þar á meðal «papyrus»-handriti í fjórum rúllum, er menn vonast eptir að muni hafa markverðar sögulegar upp- lýsingar inni að halda. Enskur maður Bower að nafni, hefir fundið upp máta til að tryggja járn mót ryði, og eru þegar sumstaðar stofnaðar verksmiðjur til að vinna járnsmíði þannig. 15. þ. m. kom gufuskipið Arcturus. Voru,allmargir far- þegar með því. þar á meðal Jón alþingismaður Ólafsson, Pétur Eggerz með frú sinni, nokkrir skólapiltar, og að endingu |>órður fórðarsson fyrrum þingm. Snæfellinga og Jón Jónsson hreppstjóri á Hjarðarfelli, báðir að sögn í erindum við útgef- anda fjóðólfs. L:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.