Þjóðólfur - 18.10.1881, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.10.1881, Blaðsíða 4
98 nafnið „skeptisismus“ var haft í fyrirlitlegri merkingu; nafnið „magnetis- mus“ var ekki til og mönnum kom það ekki til hugar. Náttúrusaga Islands telst einkum til þessarar nýu rannsóknargreinar, til þessa ný- fundna lands náttúruvísindanna. A einum stað á eynni má finna steingjört jurtaríki (fossil Flora); þetta jurtaríki er irá tímabili, þegar loptslag eyunnar var likt og hún væri í hitabeltinu, þegar tré, burkni og pálmaviðir uxu þar, þegar hit- inn i þessu landi, sem nú liggur rétt að heimskautabaugnum, hlýtur að hafa komist í námunda við hitaun f löndunum, sem Amazon-fljótið rennur um. Engu síður eru hraunin og klettarnar, sem af jarðeldum er komið, Obsidian (hrafntinna), Agat, Zeolith og aðrar steinategundir, merkilegt fyrir náttúrufræðingana. Islandi hefir skotið upp úr sæ fyrir eldsumbrot í haíinu, sem fyrst skutu upp undirstöðulaginu, en það er mikill palagónit-fláki; upp úr honum nær á ýmsum stöðum trap, trachyt og hraun, sem þannig hcfir rutt sér brautir með aðstoð eldsins gegnum upphaflega lagið; þess vegna geta áhangendur hinnar „plútónsku theoríu“ haft fyrir sér hin íslenzku jarðlög, sem mikla sönnun fyrir því, að botn- lögum hafi skotið upp fyrir eldsumbrot á hafsbotni. það er auðséð að margt er eptir að finna í þessum jarðlögum, af því að vissa þykir feng- in fyrir, að silfur hafi fundist í palagónitnum, nægilegt til þess að það borgi sig að ná þvf úr honum. Ef þessi nýasta uppgötvun í jarðlögum hinnar gömlu eyar. skyldi sönn vera, þá geta góðír tímar fyrir Island og Islendinga komið, ef það eru góðir tfmar að verða þrætuepli milli keppifélaga, sem vissulega munu flykkjast að. eins og hrafnar að bráð, þegar svo óvæntur ábati er í vændum“. J>etta mun vissulega vekja eptirtekt Breta, og með því að margar eru ferðirnar milli Leith og íslands í sumar, þá þætti mér mikið undir því komið, að góður jarðfræðingur yrði sendur hingað; en af því dr. Hjaltalín er farinn að eldast og er sá eini, sem nokkuð veit um það, þá ræð eg til að fresta því ekki. Hverjum þeim, sem kemur til íslands í jaiðfræðis- legnm tilgangi, er óhætt að treysta því. að dr. Hjaltalín muni leggja honum vinsamlega hjálp og leiðbeiningu og sýna honum steina, sem veiti honum gilda ástæðu til að heim- sækja íslands. Islendingur. pAKKARÁVARP. J>að er bæði skylt og verðugt, að við með opinberu þakklæti minnumt þess framúrskarandi veglyndis, er ísfirðing- ar sýndu okkur, þá er við í næstliðnum Desembermán., sökum eldsvoða, urðum af með hverja ögn fjármuna okkarra — er þeir með stórgjöfum og margháttaðri hjálpsemi bættu okkur svo langt fram yfir það, sem hugsanlegt var í svo fámennnm bæ, en við þeim lítt kunn og als óviðkomandi. Auk bæar- búa réttu okkur drengilega hjálparhönd ýmsir menn í Hnífs- dal; einn á Laugadalsströnd, þrír á Vopnafirði, tveir feðgar í Reykjavík og einn í Seltjarnarneshreppi. Okkur er ekki hægt að greina nöfn allra okkar hjálparmanna, því við vitura sum ekki og aðrir vilja eigi láta sín getið. J>ess vegna biðjum við og felum þeim eina algóða guði að iauna öllum þessum vel- gjörðamönnum okkar af ríkdómi sinnar gæzku og blessunar. Isafirði, 15. Ágúst 1881. Fyrir hönd okkar og annara viðkomanda fíjörn Árnason. Sigribur M. Þortáksdóttir. Anglýsinga r. Allir þeir, er til skuldar hafa að krefjast í dánarbúi í fyrverandi kaupmanns P. Th. Johnsens hér úr bænum, inn- kallast hér með með 12 mánaða fresti til að sanna kröfur sínar fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda. Skrifstofu bæarfógeta á Akureyri, 10. Septbr. 1881. S. Thorarensen. Samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861 og lögum 12, Apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldaí dánarbúi prestsins séra Jóns sál. Hjörleifssonar á Gilsbakka, er andaðist í síðast liðnum Júnímánuði, til þess, áður 6 mán- uðir séu liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 5. Oktbr. 1881. Guðmundur fíátsson. N Ý BÓK Fjörutín tímar í dönsku, fást keyptir hjá mér, helming' i urinn, sem út er kominn kostar innfestur 60 aura. fessi bók er hin hentugasta fyrir alla byrjendur að læra af dönsku, hún er prentuð í dálkum, íslenzkan annarsvegar og danskan á móti. Bókin er undirbúin til prentunar af kandídat por- steini Egilssyni. Reykjavík 15. Október 1881. Einar Pórðar.son. Steinhúsið í Laugarnesi, sem nefnt hefir verið Laugar- nesstofa, fæst til kaups, hvort heldur til eignar og íbúðar, eða til niðurrifs. j>eir sem kynnu að vilja kaupa húsið, geta snúið sér til yfirkennara H. E. Helgesen með tilboð sín inn- an 15. nóvembermán. næstkomandi. Reykjavík 14. Október 1881. Sameigendur Laugarness ng Klepps. L J Ó Ð M Æ L I eptir Steingrím Tliorsteinsson eru nýútkomin, 20 arkir að stærð, og kosta í mjög fallegu bandi 3 kr. 50 a. Kr. Ú. Porgrímsson. WILLIAM JAMIESON FISKIVERZLUN í STÓRKAUPUM 15, Pitts stræti í Liverpool, stofnsett 1821, tekur að sér að kaupa og selja í umboði fyrir aðra (Commission) farma af saltfiski, löngu og ýsu frá íslandi og Færeyjum. Banki: Liverpool Uriion banki. A næstliðnum lestum tapaði undirskrifaður þessum mun- um innsveipuðum, sem var: 1 matskeið (úr pletti), 1 theskeið (úr silfri) og 1 gyltur skúfhólkur. Hvern þann, er kynni að hafa fundið muni þessa, bið eg að skila þeim á skrifstofu J>jóðólfs, mót sanngjörnum fundar- launum. Staddur í Reykjavík 6. Oktbr. 1881. ■Jon Sigurðsson. Reiðbeizli með koparstöngum, nýlegu höfuðleðri og mjó- um kaðaltaumum, nokkuð slitnum, en þó heilum, tapaði eg við Reykjaréttir 23. þ. m. Frómur finnandi geri svo vel að skila því til mín, gegn sanngjörnum fundarlaunum, að Sól- heimum í Hrunamannahreppi. 26. Sept. 1881. ,/on Eiríksson 28. dag f. m. hvarf mér héðan úr bænum brún hryssa, lítil vexti, klárgeng, aljárnuð, mark: sylt hægra. Hver, sem kynni að hitta hana, er vinsamlegast beðinn að koma henni hið allra fyrsta raót borgun t.il tnín eða Tómasar bónda á Esjubergi. Hlíðarhúsum við Reykjavík 8. Sept. 1881. Ólafur tsleifsson. Eg undirskrifuð tapaði á Laugarvatnsvöllum þann 20- þ. ra. ljósgráum hesti; hann var affextur næstliðið vor, ómark- aður, ójárnaður með óglögt brennimark á öðrum hvoru® framfæti og á að vera Evík. Hvern sem hitta kynni best þennan bið eg að koma honum srm fyrst til skila mót borgun- Eyvík 20. Septbr. 1881. Guðrún Sigurðardóttir. Fyrir næstliðin júlímánaðarlok kom hingað moldótt hryssa, mark: sneitt fr. hægra, stýft vinstra, og má réttur eigandi vitja hennar til mín, mót sanngjarnri þóknun fyrR hirðingu á henni og þessa auglýsingu. Forsæli 26. September 1881. Gestur Guðna.son. Algreiðslustofa þjóðólfs: húsið M 8 við Austurvöll. — Útgeíaudi og ábyrgðarmaður: Kr. Ó. J> o r g r í ms s o n. Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.