Þjóðólfur - 22.11.1881, Page 1

Þjóðólfur - 22.11.1881, Page 1
þJÓÐÓLFUK. Reykjayík 22. Nóvbr. 1881. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema nn fað sé gjört fyrir 1. okt. árinu fyrir "*• l’ld'*. 90 t _ Kostar 3kr, (erlendis 4kr.), 00. ar. borgast fyrir iok águstmán. — p. 28. f. ra. kom gufuskipið «Racoon» hingað, og með því kaupstjóri E. Gunnarsson; var skipið fermt vörum, hæstum eingöngu matvöru og kolum, og er verzlan hins skotska verzlunarfélags hér í bænum byrgast allra verzlana hér að matvöru, enda er aðsóknin að verzlan þeirri mikil, því margir áttu inni í henni fyrir fé og hesta, og borgar verzlan þessi eingöngu með mat og peningum. Með skipinu fóru nú út aptur um 2000 fjár, og fylgði hinn ótrauði kaup- stjóri skipinu út aptur til nýrra útvega, og ætlar að koma aptur með póstgufuskipinu «Waldemar» í þessum mánuði. þ>. 3. . . þ. m. kom hingað gufuskipið «Camoens» hlaðið kolum, og affermdi þau í hið stóra skip sem það félag á hér bggjandi á höfninni; munu það hafa verið hér um bil rúm 4000 skpnd. svo flutti það hingað nokkuð af matvöru, sem ýmsir höfðu «pantað» hjá herra Coghill, sem má kalla kaup- stjóra herra Slimons hér á landi; vitnisburður þessa kaup- stjóra hjá almenningi hér er þessi: hann er viss eins og bankinn, og mun enginn þykjast hafa farið varhluta í við- skiptum við þenna útlending, og skiptir hann þó við aragrúa fólks í öllum fjórðungum landsins ár hvert. það er sannarlega farið að muna um verzlun Skota hér á landi, og væri óskandi að landsmenn hændu þá að, með.y því að sýna þeim góð skil, því ekki flytja þeir hingaö nema hið nauðsynlegasta, og heðan mest megnis það, sem kaup- menn vorir ekki vilja kaupa né flytja nl. hesta og lifandi fé, og borga þetta líka betur enn kaupmenn vorir mundu gjöra. — Fréttir frá útlöndum með Camoens voru þær einna helztar, að á írlandi er enska stjórnin nú farin að ganga hart- að «The Land League (leiguliðasambandi mót eignardrotnum) og hafði hún látið taka fasta helztu oddvita hennar, fyrst og fremst Parnell; er þeim gefið að sök, að þeir hafi beinlínis æst til uppreisnar og séu berir orðnir að landráðum. það stóð til að Alex 3. og Austurríkis keisari ættu fund með sér. Ítalía var komin í samband við þýzkaland og Austurríki og mun þetta mest vera af Bismarks toga spunnið og stílað á móti Frakklandi. En ítölum er gramt í geði við Frakka bæði af eldri sökum og nú síðast af því þeir hafa bolað þá út frá Horður-Afríku. Húmbert Ítalíu konungur var kominn af stað til Berlínar, til að binda sambandið fastmælum, Frökkum var farið að ganga betur í Túnis. Um þ. 20. okt. hafði á Englandi og Skotlandi (og eflaust víðar) geysað óg- urlegur stormur og þar við strendur farizt fjöldi af skip- um og mönnum, — í einu skotsku blaði (The Peoples Journal 1. Oktbr.) stendur eptirfylgjandi smágrein: »Uin nýa ark/isha (norðlœga) telegraflínan. Hinn nýa undirsjóar-fréttaþráð — þann norðlægasta í Evrópu — á að leggja milli Thurso, í Caithness (nyrðsta fylki Skotlands), og Islands, þannig að hann gangi yfir Færeyar. Aðalstöðin á íslandi á að vera í Iíeykjavík og línan að ná til Stapa (Stappen ?) sem er helzti bær í Vesturamti, og til Möðru- valla í Norðuramti. Fyrirtæki þetta er formað í Kaup- mannahöfn, og er upphæð hins áætiaða kostnaðar til þráðar- ins 26,000 p. st.» (ca 468,000 kr.) Vér skulum láta ösagt hvað hæft sé í þessu, enda munu bráðum koma vissari fregnir um, hvað þessu máli líður. En það hefir annars einnig heyrzt á skotspónum, að etazráð Tietgen hafi gengist fyrir því í Kaupmannahöfn, að m'enn skrifuðu sig fyrir »aktium» í fyrirtæki þessu og undirtektir orðið svo góðar að ekki þurfi annað enn að Norðmenn, Eng- lendingar, Ameríkumenn, og ef til vill fleiri taki eins vel þátt í fyrirtækinu að sínum hluta. Merkilegt steinker! (Eptir Hannes skólapilt þ>orsteinsson). — Sunnan undir túninu á Bergstöðum í Biskupstungum er ker nokkurt höggvið niður í móbergsklöpp.. þ>að er kring- lótt í lögun, 2 álnir og 7 þumlungar á vídd og 22 þumlung- ar á dýpt. f>etta ker er mjög merkilegt sökum þess, að vatn og sýra blandast ekki saman í því, hvernig sem hrært er, því vatnið sezt ávalt ofan á. S-ú er sögn manna meðal þar Skoðanir og lífsreglur Garfields. Eptirfylgjandi smágreinir eru teknar úr bók, sem nýlega er út komin í Philadelphia eptir William Balch og sem hefir inni að halda safn af lífsreglum Garfields, dómum hans urú félagslífið og öðrum setningum. «Eg vil heldur bíða ósigur í réttu máli enn sigra í röugu. — Eg ber dýpri lotningu fyrir dreng enn manni. Aldrei naæti eg tötrugum dreng á stræti svo eg finni mig ekki skyldugan til að heilsa honum, því eg veit ekki hvaða mögu- legleikar kunna að vera hneptir undir treyu hans. — Fátækt- 'n er óyndisleg, það get jeg sjálfur vitnað, en af því, sem nngan mann getur hent, þá er í níu tilfellum af tíu það langbezta, að honum sé kastað útbyrðis, svo hann megi til annaðhvort að sökkva eða synda upp á eigin býti. Af öllum, sem eg hefi þekt, veit eg ekki til að neinn hafi druknað, sem var þess verður að komastaf. — Sé krapturinn til að vinna §franga vinnu engin snildargáfa (talent), þá er hann samt hið bezta, sem til er í hennar stað. — Ef vér sökkvum oss nokkuð djúpt niður í rannsókn náttúrunnar, þá getum vér ekki ann- aú enn komizt í samkynni við þann snillianda, sem gegnum Þfengir og uppfyllir alheiminn. — Sé nokkur hlutur á þessari j jörð, sem mannkynið má elska og dást að öðru fremur, þá er það drengskapar- maðurinn; það er sá maður, sem þorir að horfa framan í djöfulinn og segja honum að hann er djöfull. — I>að er einn af hinum dýrmætu leyndardómum sorgarinnar, að hún finnur huggun í sjálfselskulausri hugsun. — Sérhver karaktér er sameinað framkVætni af náttúru og uppfæðslu. — Vér álítum ekki framar að ótímabær dauði ungbarna orsakist af synd Adams, lieldur af vondri uppfæðslu og fákunnáttu. — Þvingun er grundvöllur als lögmáls, hyort sem það er guð- legt eða mannlegt. Lög, sem engin þvíngun stendur á bak við, eru engin lög. — Gegnum allan vef vorrar þjóðlegu tilveru getum vér rakið gullþráð mannlegra framfara til hærra og betra ástands. — Líf og ljós einnar þjóðar er óaðskiljanlegt. — pað skiptir litlu, í hvaða formi hinar þjóðlegu stofnanir eru, ef næg trygging er fyrir lífi, frelsi og framför félagsins. Að endingu: vor mikla von á framtíðina, vor öfluga vörn mót hættunni er fólgin í almennri og ýtarlegri uppfræðslu þjóðar vorrar og í þeirri dygð, sem slík uppfræðsla hefir í för með sér. — Vísir vorra pólitísku stofnana, sá frjókimi sem þær lið- uðu sig fram úr, var í borg Nýa Englandi og lífskrapturinn, hin skapandi sál borgarinnar, var sá borgarfundur, sem fyrir öll staðarleg málefni var alt í einu: kóngur, herrar og borg-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.