Þjóðólfur - 07.12.1881, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.12.1881, Blaðsíða 3
látið til sín taka opinberlega, hvort sem það er af því að það sé að safna kröptum til nýrra framkvæmda eða það hafi fengið svo alvarlegan hnekki við fráhvarf erkibiskupsins og hans manna og mótstöðu þá, er það hefir mætt af hálfu stjórnarinnar; en miklar eru viðsjár með mönnum. Gladstone hefir verið mjög lofaður af Englendingum fyrir frammistöðu sína í þessu máli, en geta má nærri, hvert skap írar muni bera til hans, enda þora menn ekki annað en hafa strangan Vörð um bústað hans. í mæli er, að hann muni ef til vill með öllu hætta stjórnarstörfum, áður langt um líður, en sjálfur segir hann opinberlega hvorki af né á. Níhilistarnir hafa sett fram í 8 greinum, hvert sé mark sitt og mið: 1) Fullkomin þjóðstjórn, þjóðkosin, sem hefir fult vald í öllum vanalegum stjórnmálum. 2) Sjálfsstjórn, svo yfirgripsmikil, sem framast má verða, trygð með kjör- gengi borgaranna til allra embætta. 3) Sjálfstæði sveitar- stjórnanna að því, er snertir fjármál og umboðsvald. 4) All- ar jarðir þjóðeign. 5) Allar verksmiðjur eignir vinnumann- anna. 6) Fullkomið samvizkufrelsi, málfrelsi, ritfrelsi og samkomufrelsi. 7) Almennur kosningarréttur, ekki bundinn við stétt eða eignir. 8) Enginn fastur her, en allir karlmenn skyldir til landvarnar, þá er útboð hefir fram iarið. Hinar nýu kosningar á jpýzkalandi hafa gengið Bismarck mjög í mót. Hefir hann látið í veðri vaka, að hann muni segja af sér stjórnarstörfum, með því að hann geti ekki unnið með þessum ríkisdegi og verðleikar sínir séu launaðir með vanþakklæti af þjóðarinnar hálfu. Ekki eru menn þó hræddir um, að mikið muni úr því verða, en halda að hon- um muni ekki falla létt sjálfum að framkvæma þá hótun sína; enda sagði hann skýrt og skorinort á ríkisdeginum 4. febr. síðastl., að hann mundi verða við embætti sitt meðan nokkuð væri eptir af sér. 28. okt. heimsótti Umberto Ítalíukonungur Austurríkis- keisara með drotningu sinni. Vita menn eigi með vissu, hvað undir þeim fundi muni búa, en sumir telja það ástæð- una, að honum þyki nóg um aðfarir Frakka í Afriku og vilji því tryggja vináttuna við Austurríkí til vonar og vara. Apt- ur segja aðrir, að sú tilgáta sé komin frá Englendingum, og vilji þeir með henni vekja tortrygni ítala og Frakka innbyrðis. Ferry, stjóruarforsetinn franski, hefir orðið fyrir miklu álasi fyrir frammistöðu sína í afrikanska málinu og hefir það mikið stutt að því, að hann nú fer frá sem stjórnarforseti. Gambetta verður eptirmaður hans. Frökkam er farið að ganga betur í Tunis. jþeir hafa tekið hina helgu borg Kair- van og margir flokkar Araba hafa gefið sig undir þá. fingið hér var sett 3. f. m., en tekur til starfa 29. þ. m. Hér er alt tíðindalaust. ' S v a r upp á greinina í |>jóðólfi 26 tölublaði, bls. 63—64. Presturinn herra St. Stephensen á Ólafsvöllum hefur nú auglýst bréf sitt eða meiri hluta nefndarinnar í Skeiðahreppi dags. 8. marz þ. á. er inniheldur ýmsar útásetningar á gjörðir sýslunefndarinnar í Árnessýslu 1880 og bætir við ein- stöku aðfinningum að sýslunefndargjörðunum 1881. Jafuvel þó útásetningar þessar séu litils virði og flestar ef ekki allar smásmuglegar, álít ég þó réttast að svara þeim nú til að fyrirbyggja, að þær villi sjónir almennings, skyldu þær ella geta haft svo mikinn árangur. Undir tölulið 1 tilgreinir presturinn að sýslunefndinni hafi þótt sér ofvaxið að stofna gagnfræðaskóla á Eyrarbakka, og því viljað bjóða Rangæíngum í félag með sér, en þrátt fyrir þetta hafi sýslunefndin þá á sama fundi falið oddvita sínum að fá 1000 kr. lán í þessu augnamiði áður hún vissi, hverjar undirtektirnar myndu verða í Kangárvallssýslu. Af því prest- urinn finnur svo mikla mótsögn í þessu, vil ég leiða athygli bans að því, að þó fsýslunefndin fyndi sér eða Árnessýslu einsamalli ofvaxið__að stofna gagnfræðaskóla á Eyrarbakka, hefur hún þó hvergi lýst yfir því, að henni væri ofvaxið að stofna minni námsskóla, svo sem hina fyrirhuguðu unglinga- skóla, og þegar sýslunefndin fól oddvita sínum það framan- greinda vakti þetta fyrir henni, fengist ekki samvinnan við Rangæinga. Áframhald af þessari hugmynd var bænarskrá sýslunefndarinnar til Alþingis, síðast liðið sumar um fjárveit- ingu til fyrírtækisins, og reglugjörð sú er samin var fyrir hinn fyrirhugaða skóla, og sést ljósast af námsgreinunum og því hve lítið er í hverri námsgrein tiltekið, að þessi fyrirhugaðiEyrar- bakkaskóli að eins er undirbúningsskóli undir gagnfræðaskóla eða rétt nefndur unglingaskóli, er sýslunefndin álítur mjög nauðsynlegan hér í sýslunni og þess verðan að kostað væri til hans talsverðu fé. Að vísu var orðinu: gagnfræðaskóla haldið í reglugjörðinni, en bæði urðu umræður um það í sýslu- nefndinni í þá átt að slíkt væri ekki rétt, og þess utan veitti fjárlaganefnd alþingis, sem hafði málefnið til meðferðar, orðinu enga eptirtekt, heldur veitti unglingaskóla á Eyrarbakka tals- verðan styrk, svo vonandi er, að að sýslunefndinni vinnist með tímanum að koma skóla þessum á fót, þó prestinum þyki - byrjunin vera einber mótsögn. > Undir tölulið 2. finnur presturinn aðþví, að sýslunefndin hafi álitið 200 kr. rétthærri enn 371 kr. 95 a. af þeim 571 kr. 95 a. er Eirikur Ásmundsson í Grjóta heimtaði af sýslu- nefndinni fyrir vegagjörð hér í sýslu. fetta er alveg rétt tilgáta, því nokkuð af þessum vegakafla heyrir mótmælalaust undir sýsluveg Árnessýslu en nokkuð óvíst enn þá hvort heyri undir hann. Sýslunefndin heldur sem sé, að fjallvegir í byggð eigi að enda undir brekku, en ekki upp á brekku brún, og sé þetta rétt, tilheyrir dýrari kaflinn af þessum opt umrædda vegi fjallveginum yfir Hellisheiði en ekki sýsluvegum Árnes- sýslu. Undir tölulið 3 er talað um að sýslunefndin hafi borgað fleiri sýslunefndarmönnum fyrir setu á fundinum enn vera bar, að sýslunefndarmenn hafi reiknað sér of marga daga til ferðar og fleira. Viðvíkjandi þessu vil ég leyfa mér að benda á, að þegar sýslufundurinn var haldinn það ár, vantaði aðeins fáar vikur upp á að breytingin á sveitarstjórnarlögunum hefði náð lagagildi, og þar sem breytingin hlýtur að álítast bæði réttlát og sanngjörn nefnil. að sérhver hreppur sýslunnar megi hafa mann á fundi í hvert skípti, þræddi ég ekki þá gildandi lög, eins og lítur út fyrir að hreppsnefnd Skeiðahrepps muni gjöra í orði kveðnu. Áð vísu boðaði ég á fundinn þá sjálfsögðu sýslunefndarmenn, en aðvaraði hina um fundardaginn, ef þeir hefðu nokkuð áríðandi málefni fram að bera, en sagði þeim um leið að verið gæti að þeir fengju enga þóknun fyrir að sækja sýslufundinn. 2 af þessum mættu, sátu á sýslufundinum og var mótmælalaust úthlutuð sama þóknun sem hinum, án þess amtsráðið mér vitanlega hafi nokkuð fundið að því, en sem heldur ekki var við að búast, þar ráðið mun ekki fara gegn réttsýni og sanngirni. Viðvíkjandi ferðalögum sýslu- nefndarmannanna yfir höfuð, ber þess að geta, að í fundar- boðun minni er ávalt skorað á sýslunefndarmennina, að ein- daga sig ekki, svo funduriun geti orðið settur á réttum tíma; þess utan eru sumir sýslunefndarmennirnir aldraðir og veikfeldir menn, sem ekki þola að vera á ferð í slæmu veðri eða halda langa áfanga, t. a. m. sýslunefndarmaður Hruna- mannahrepps og fi. Sýslunefndarmaður Grímsneshrepps hafði árinu áður verið kosinn til að yfirskoða sýslureikninginn árið eptir. J>ess vegna skrifaði eg honum til, og bað hann að koma á undan fundinum til að yfirfara reikninginn, svo að hægt væri að leggja hann fram á sýzlufundinmn, endurskoð- aðan, eins og átti að vera. Velnefndur sýslunefndarmaður varð við áskorun minni og var því eðlilega fleiri daga burtu frá heimili sínu þessa vegna, en hann hefði ella verið. Sýslu- nefndarmaður Sandvíkurhrepps var að vísu við skiprúm á Eyrarbakka, þegar sýslufundurinn var haldinn, svo haun hefði getað beinlinis gengið þar inn á fundinn, hefði hann álitið það velsæmi, að sitja á fundinum í skitnum -og slorugum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.