Þjóðólfur - 06.02.1882, Síða 1

Þjóðólfur - 06.02.1882, Síða 1
ÞJOÐOLFUR. 34. ár. Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur), á að borgast fyrir lok ágústmánaðar. Reykjavík 6. fekrúar 1882. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, ne.ma það sé gjört fyrir i. okt. árinu fyrir. 2. blað. Nýjar Ibækur. Jþað er fyrirætlun vor, að geta lítil- lega hinna helztu rita, sem út koma, því að bæði er það alvenja, að blöð minnist á hið helzta, sem út kemur, og annað það, að það getur verið alþýðu manna til leiðbeiningar, eigi að eins að því leyti, að hún á þá hægra með að fylgja með tímanum og leiðbeiningar í því að meta rit þau er út koma. Eg veit að sönnu ofurvel, að eg er enginn ó- skeikunarmaður, hefi enga páfalega „infallibilitas" til að bera, enda hefir enginn almennur dómarafundur löggilt slíka setningu um mig, svo að mér er vorkunn. Enn hitt er það, að eg vildi setja fram álit mitt á ritum þeim, er út koma, svo rétt og hlutdrægnislaust, sem mér er framast unnt. það er auð- sætt, að eg held mér að ritum þeim, er koma út á íslenzku og á Islandi, enn þar fyrir getur verið, ef rúm og tími leyfir, að eg minnist á rit, sem koma út ytra á útlendum málum, eink- um ef eg áliti að þau hefði sérlega þýðing fyrir ísland eða íslendinga, eða snerta ísland og íslenzkar bókmentir að einstöku leyti. Vér höfum í huga að líta ögn aptur fyrir oss, og gæta að nokkrum ritum, sem tilheyra árinu sem leið, og leiða athuga manna að einstökum þeirra. Þjóðvinafjelagið heldur áfram ritstörf- um sínum, og gerir vel; Andvari fyrir næstliðið ár var gott rit og skemtilegt, með góðri mynd og æfiágripi Jóns heitins Guðmundssonar; það var að eins að því að það var heldur stutt, Um greinir Jóns Olafssonar (um ráð- gjafa-ábyrgðarfélög) og Arnljóts Olafs- sonar (um nokkrar greinir sveitamála) verð eg að játa, að eg er ekki nógu vel inni i þeim vfsindum til þess að geta dæmt um þær til hlítar; mér finn- ast greinarnar mjög góðar, og efnis- færsla þeirra ágæt sem von er á eptir einhverja hina pennafimustu menn, sem rita á íslenzka tungu. Ritgjörð í>or- valds Thóroddsens, tim skóla í Svípjóð, er sem annað frá hans hendi ljóst, lip- urt, alþýðlegt og fræðandi, og er eigi efamál, að hann verður hinn alþýðleg- asti höfundur, sem ritað hefir á íslenzku. Síðast er ritgjörð utn búnaðarskóla. Lpsing íslands eptir porvald Thor- oddsen, Kh. 1881, 98. bls. 8° kostar kr. 1,00. Rit þetta er gefið út af hinu íslenzka Tjóðvinufjelagi, og var það í sannleika hið mesta þarfaverk, þar sem engi slik bók var til áður, nema hið stutta ágrip Halldórs Friðrikssonar, sem var lítið annað en nafnaregistur. Kver þetta er að sönnu stutt, en það gefur þó ljóst og glöggt yfirlit yfir landið í heild sinni. J>að telur ekki upp hvern ein- asta fjörð og vík á landinu eins og sálnaregistur, heldur þvert á móti læt- ur höfundurinn sér nægja, að telja hina helztu fjörðu, en ætlar lesandanum, eins og hver almennilegur landfræðingur, að finna hina eptir uppdrætti íslands, því að hann gengur út frá því sem sjálfsagt er að allir þeir, sem lesa land- fræðileg rit, lesi þau með landsupp- dráttum, því að annars fá menn ram- öfuga hugmynd um mynd og lögun landanna, og eru þannig litlu nær en áður. í ritinu er ágætur kafli um myndan íslands og jarðlagafræði þess, þó að hann sé stuttur; en þess má gæta, að í litlu kveri er ekki hægt að fara nákvæmlega út í allt. Sömuleiðis er talað um náttúrusögu landsins, eld- fjöll, dýr, jurtir og steina, og alt upp- lýst með fróðlegum greinum úr sögu landsins. í kverinu er og langur kafli um þjóðina, siðu hennar og háttu, at- vinnuvegi, menntun o. fl. allt ágætlega framsett. Vér þurfum eigi að hvetja landsmenn til að kaupa rit þetta, því að það hefir þegar fengið sína beztu viðurkenning með því að kverið hefir flogið út meðal landsmanna. Uppdrátt- ur íslands, sem J>jóðvinafélagið gaf út 1880 er ætlaður til að fylgja kveri þessu, og eptir honum er alhægt að finna nöfn þau, sem menn vilja finna en eigi standa f kverinu. Eintóm re- gistur í kennslubókum eru eigi til ann- ars en fæla hvern mann frá að líta i þær; hver skyldi t. d. hafa gaman af mannkynssögu, sem ekki væri annað að finna í en tóm nöfn og ártöl, og þess konar dót, svo sem í gamla Ko- fod ? Eða hver hefir gaman af að lesa Riises eða Ingerslevs landafræðisbæk- ur, sem telja fjarska samvizkusamlega upp heilar runur af bæjum, og íbúatöl þeirra upp á tug, en gefa eigi minnstu hugmynd um, hvernig þjóðháttum, þjóð- lífi, menntun eða stjórn landanna er varið ? J>ví er betur, að þessi bókablær er nú að úreldast og á að eins heima hjá sumum gamaldags höfundum, sem að eins hugsa um nöfn og stafi, en ekki anda eða orð. Eg er nú að kom- ast út frá efninu; kverið er í stuttu máii hið ágætasta, en þó vil jeg geta þess, að nokkrar smávillur hafa læðzt inn í það, t. d. í menntunarsögulega kaflanum bls. 82—87, og víðar; en þær villur eru smálegar og líta út fyrir að vera prentvillur, því að prófarkalestur hefir eigi verið vandaður á bókinni, eða að minnsta kosti er æði mikið af prentvillum í henni. En þær er auðið að laga ef kverið verður lagt upp apt- ur, sem lítur út fyrir að verði bráðlega gjört. 'Tímarit hins íslenzha bókmentafélags II, 2.—é.hepti 1881 8°, komútskömmu fyrir jólin ; í því er mikil ritgjörð eptir Árna landfógeta Thorsteinsson um lax- kynjaða fiska og fiskirækt; sú ritgjörð er fróðlega samin, og hefir margar góðar vísbendingar að geyma, sem vel mætti verða að notum ef þeim væri fylgt. Löng ritgjörð er þar og um framrœslu, eptir Torfa Bjarnason í Ól- afsdal, og er hún að sönnu góð og vel samin, enn allt of löng og margorð. Langar búskaparhugvekjur eiga ekki almennilega heima í þessu tímariti, þar sem bæði er margbúið að rita um það áður, og svo ætti búnaðarfélögin að vera fær um að gefa þessi rit út, eigi siðurnúenn þegar húss- og bústjórnar- félag suðuramtsins gaf út rit sín kring nm 1840. f>ess konar ritgjörðir eru mikið góðar, en mér finnst þær eigi ekki heima í fræðiriti, sem á að vera til alþýðlegrar menntunar. J>riðja rit- gjörðin í heptum þessum er stutt rit- gjörð um bókmenntir íslendinga á 19. öld eptir Jónas stúdent Jónasson. Söngvar og kvæði með premur og fjórum röddum. Útgefandi: Jónas Helgason, V. hepti. Reykjavík 1881. Stórt 8° 60 bls. Kr. 1,00. J>etta er hið fimmta hepti söngva þeirra, sem Jónas Helgason hefir gefið út; eins og allir vita hafa hin fyrri hepti safns þessa fengið hinar beztu viðtökur hjá landsmönnum, og jafnan hefi eg heyrt menn spyrja hvern ann- an þegar þeir hafa fundizt, sem söng kenna eða hafa vit á honum: „Skyldi ekki fara að koma út eitt heptið enn“ ? Svo hefir margur spurt í áheyrn minni. í hepti þessu er 21 sönglag, og eru þau sem í hinum fyrri heptum, hin feg- urstu; kvæðin eru flest eptir Steingrím Thorsteinson og er 'á þeim hið sama snildarbragð sem á öðrum ritum hans. Landsyfirréttardómur og hæstaréttar- dómur fyrir árið 1879. Rvík 1881. 55 aura. Hepti þetta er eins og hin fyrri hepti safns þessa, en þess má

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.