Þjóðólfur - 24.06.1882, Blaðsíða 4
54
því bókfell sögu frjáls í hjarta fól
hin fjörga sál í hildi grimma buðla,
og kveikja vel ’ann kunni úr neista sól
og kraptyrðin að saman ríma stuðla,
svo Islands dætur allar vildu hlýða,
og aldrei mun þeim gleymast skáldið fríða.
JE ! hvað er eptir? helja dimm og þögn,
sem hróðmæringsins auða byggja sæti
enn vitið : himins ráða sterku rögn,
þið raskað hafið jarðarbarna kæti,
því enginn finnst nú ólærður sem syngur
svo ástar blítt sem hniginn skáldmærihgur.
Enn hörð var, vinur, heimi í þín braut,
um hrannir breiðar, fjöll há, dali langa,
þú lékst þér æ að lífsins hverri þraut,
og lézt þig aldrei sjást með tár á vanga.
Og far nú sæll til sólarheima vinur
í sölum drottins ekkert hjarta stynur.
S. B.
Til íslendinga.
A fundi deildar hins íslenzka bókmenta-
fjelags í Kaupmannahöfn 16. maí, var sam-
þykkt uppástunga um, að láta prenta að nýju
kvæöi Jónasar Haligrímssonar,
sem uppseld eru fyrir löngu, svo sem kunnugt
er, og bæta þar við ritum eptir hann í sund-
urlausu máli, og æfisögu hans. Vjer undir-
skrifaðir höfum verið kosnir í nefnd til að
búa ritin undir prentun, og eru vinsamleg
tilmæli vor til allra þeirra, sem eiga óprent-
uðrit eptir Jónas, kvæði eða annað, eða eiga
eða kunna eitthvað eptir hann eða honum
eignað, að senda oss það að láni. Sömuleið-
is þætti oss máli skipta að fræðast um sjer-
hvað, sem að kvæðunum lýtur, eða ritum
hans öðrum, og ekki síður um öll atvik í
æfi Jónasar. Vjer biðjum alla þá, sem
verða við bón vorri, að gjöra svo vel að
senda það, sem til er mælzt, til skrifara
nefndarinnar, svo fljótt sem auðið er.
Kaupmannahöfn, 24. maí 1882.
Björn Jensson. Hannes Hafstein,
skrifari.
Jón Sveinsson. Konráð Gislason.
Sigurður Jónasson,
forseti.
Lýsing á manni.
Snemma í desember f. á. kom til mín
maður að nafni Einar Sigurðsson, og kvaðst
hafa verið hjú þórðar Jónssonar í Gróttu á
Seltjarnamesi, enn fengið sig lausan úr þeirri
vist, þvf sér léti ver sjávar- enn landvinna;
hann mæltist til, að eg vildi taka sig, og
samdist svo með okkur, að hann dveldi
hjá mér yfir veturinn, og yrði svo mitt hjú
næstkomandi vistar ár. Enn 11. þ. m. var
eg ekki heima staddur; átti hann þá að gæta
fjár frá bæ, enn um kveldið kom hann eigi
heim, síðan hefi eg ekki um hann spurt, af
ýmsum líkum er síðar hafa uppgötvast, ræð
eg að hann hafi fremur strokið, enn annað
hafi fyrir hann lagzt.—Maður þessi er lítill
vexti, skegglaus með ljóst hár. Var með
svartan hatt og á samlitum klæðisjakka og
buxum, hreifur á velli, og mun þykja góð
öll munaðar vara, þess skal getið, að hann
fór með fatnað, sem honum ekki var frjáls.
Eg verð nú að ímynda mér að maður þessi
réttilega geti skoðazt sem strokumaður er
lögum samkvæmt eigi að handsamast, og
þykir mér því rétt, að auglýsa þetta hrepp-
stjórum, og öðrum til leiðbeiningar.
Miðfelli í þingvallasveit, 24. apríl 1882.
Hannes Guðmundsson.
Auglýsingar.
TIL ARSLOKA 1882 fást hjá bókaverði
deildar hins íslenzka bókmenntafélags í
Reykjavík þessar bækur, sem félagið hefir
gefið út, með niðursettu verði.
1, Biskupa sögur, 2 bindi; upprunalegt verð
16 kr. 40 a., niðursett verð 8 kr.
2, Safn til sögu Islands og íslenzkra bók-
mena að fornu og nýju, 1. bindi og 2.
bindis 1. — 3. hepti; upprunalegt verð
12 kr. 35 a., niðursett verð 6 kr.
3, Skýrzlur um landshagi á Islandi, 5 bindi;
upprunalegt verð 39 kr. 75 a., niðursett
verð 15 kr.
4, Tíðindi um stjórnarmálefni Islands, 3.
bindi; upprunalegt verð 24 kr. 75 a.,
niðursett verð 10 kr.
5, Eðlisfræði, samin af Magnúsi Grímssyni
eptir J. G. Fischer, með 250 myndum;
upprunalegt verð 4 kr., niðursett verð 1 kr.
Hér með er skorað á erfingja að
reitum eptir Hallfreð Grímsson er dó
g. f. m. á Gröf í Eyðahreppi hér í
sýslu, að gefa sig fram fyrir undirskrif-
uðum skiptaráðanda fyrir nýár næst-
komandi.
Hallfreður sál. kvað hafa verið fædd-
ur i Grfmsey fyrir nálægt 50 árum,
fór þaðan ungur til f>ingeyjarsýslu
(Sauðaneshrepps) og kom hingað aust-
ur um 1848.
SkrifstofuSuðurmúlasýslu, 13. marz 1882.
ffón Jóhnsen.
Samkvæmt opnu brófi 4. jan. 1861 og
lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á
alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi kaup-
manns Ólafs Jónssonar, er andaðist að heim-
ili sfnu í Hafnarfirði 23. marzmán. þ. á.,
að koma fram með, og sanna kröfur sínar
á hendur dánarbúi þessu, fyrir undirskrif-
uðum skiptaráðanda innan 12 mánaða frá
síðasta birtingardegi þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu,
20. maím. 1882.
Kristján Jónsson.
Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861, og
lögum 12. apríl 1878, er hér með skorað á
alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi
gestgjafa M. A. Th. Clausens, er lézt í
Hafnarfirði 5. f. m., að koma fram með og
sanna kröfur sínar á hendur dánarbúi þessu
fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda innan
6 mánaða frá birtingardegi þessarar auglýs-
ingar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu, 27.
maí 1882.
Kristján Jónsson
Undirskrifaður skiptaráðandi í Kjósar-
og Gullbringusýslu skorar hjer með á alla
þá, sem standa í skuld við verzlun Ólafs
heitins Jónssonar, kaupmanns í Hafnar-
firði, að greiða skuldir sínar hið allra fyrsta
annaðhvort til mín, eða til einhverrar verzl-
unar í Hafnarfirði. þeir, er eigi hafa inn-
an loka næstkomandi júlímánaðar annað-
hvort greitt skuldir sínar á þennan hátt,
eða samið um greiðslu þeirra við mig, verða
lögsóttir til lúkningar skuldanna.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu,
27. maímán. 1882.
Kristján Jónsson.
Skýrsla
um jarðabótavinnu, í Hraunhrepps búnaðar
og jarðabótafélagi, á tímabilinu 1878-1881.
1. Sléttaðar flatir 4458 □ faðm., túnútgræðsla
364 □ faðar.
2. Túngarður hlaðinn úr torfi 92 f., úr grjóti
323 f., brú til engja 162 f.
3. Skurðir til vatnsveitinga 624 f. á lengd,
4-6 fet á breidd 3—4 fet á dýpt.
4. Dagsverk í varphólmum til stækkunar
metin 30 dagsverk.
5. Nýjar heyhlöður byggðar, metin dags-
verk á þeim 72, öll jarðabótar vinna á
hér um ræddu tímabili metin til dags-
verka, er 826 dagsverk.
Koma því þessi 826 dagsverk niður á 13 bú-
endum sem fengið hafa verðlaun úr búnaðar-
sjóði hreppsins, því fleiri hafa ekki gefið sig
fram eða sagt til þess sem þeir hafa unnið eða
látið vinna jafnvel þó fleiri í hreppnum hafi
unnið meira og minna að jarðabótum.
Vogi, Álptá, Saurum, 30. óktóber 1881.
Helgi Helgason, Jónáthan Salómonsson,
Jón porvaldsson.
(Stjórnendur félagsins)
Frá 11. júní 1882 fara fram inn og útborg-
anir til samlagsmanna í sparisjóði Reykja-
víkur á hverjum
miðvikudegi kl. 4—5 e. m.
laugardegi kl. 4—5 e. m.
eða tvisvar í viku.
Gjaldkeri tekur eigi við innlögum eða
borgar samlagsmönnum fé út nema á spari-
sjóðsstofunni og á hinum ákveðna tíma.
A. Thorsteinson.
JS^Með þessu blaði þjóðólfs fylgir til út-
sölumanna hans í Arness- og Kjósar- og
Gullbr.sýslum Boðsbréf um
Lagasafn lianda alþýðu.
LEIÐRETTING við æfiágrip Finns Ara-
sonar á Bæ á Rauðasandi í þjóð. í haust.
Jónssonar pr. í Vatnsfirði les: Gíslasonar-
pr. o. s. frv., d dæturles: Sdætur; barna-
börn les: barnabarnabörn; á eptir af al-
mannafé bætist við : enn þó meiri heiður í
því, að gjörast fyrirmynd annara í því og
fleiru til o. s. frv.
Norðan- og vestanpóstur komu að
kveldi hins 20. Fréttir næst,
Afgreiðslustofa pjóðólfs: , V" 8 við Austurvöll
Útgefandi og ábyrgðarmaður Kr. Ó. þorgrímsson.
Prentaður í prentsmiðju ísafoldar.