Þjóðólfur - 24.06.1882, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.06.1882, Blaðsíða 3
53 dauðanum byrginn, og lætur ekkert á sig fá, enn hugsar að eins um það, sem hann hefir alla æfi unnað heitast, exina Rimmugýgi, ----------meðan eldslogahrannirnar flétta úr eldtungum umgjörðir titrandi utan um hetjuna, bjartar og glitrandi, og segir kjassandi við vopnið: „Hvað ernú, öx mín, hitnar þér nokkuð ? þú skyldir eigi svo þurmynnt vera væri í annað enn eld að bíta“. Lífsvon er engin; „báldrekar skriðu fram------- lögðust að fótum hans, fæt- urna sleikjandi flakandi tungum“, hetj- an brennir sér kross á brjósti með eldi- brandi, og innan skams stendur hann dauður i eimyrjunni við gaflinn; hann hefir dáið rólegur, er hann hefir forð- að vopni sínn skaða. Fornaldarhetjan með fyrirlitning sinni fyrir dauðanum stendur hér eins og málverk eða staudmynd fyrir hugskotssjónum les- arans. Sumstaðar koma samt fyrir bláþræðir í þessu kvæði. Sama afl og sama málverk kemur fram i sumum af ferðakvæðunum, t. d. „við Valagilsá11. þ>egar eg las kvæðið fanst mér eg vera kominn upp í Valagil, og sæi ána kolmórauða lemjast um í gljúfr- unum, draugslega og dimt. þ>að er sannarlegt málverk af íslenzku gljúfri, því að þau eru sum svo myrk og trölla- leg. Eða er það eigi tröllsleg hugmynd „af Vatnsskarði",- þegar þokan lænir yfir láglendinu og fjöllin gnæfa upp úr : Standa fjöll sem risaraðir rammar vaði þetta haf!? þ>að kvæði er yndisfögur hugleiðing á ferð, náttúran með allri sinni fegurð og öllum sínum ummerkjum. f>að er ið eina, að kvæðið er heldur langt og dofnar. Einkennilega íslenzkur hetju- hugur er í þessum orðum : Eg vildi’ að það yrði nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kaldadal! eða í þessu: Ef kaldur stormur um karlmann fer og kinnar bítur og reynir fót þá finnur ’ann hitann í sjálfum sér og sjálfs sin krapt til að standa mót. þ>að er sama, hvar Hannes ber niður á lýsingum eða hetjuskaparanda, þar er hann ágætur. Alt stendur opið fyrir honum, og lýsingar hans nálgast jafn- vel Freiligrath og slíka heljarmenn andans. Enn þegar hann telcur fyrir tilfinninguna, verður það alt öðruvísi. Tilfinningin er utan við hann, ogíþeim kvæðum er ekkert hljóð eiginlega hlerað frá tilfinningarnæmu hjarta. í stað þess að láta tilfinninguna koma frá sér og stnu hjarta (subjectivt) verð- ur hún að einhverju öðru, t. d. í end- anum á „Gleði“, sem annars er mjög gott kvæði: O, drag mig að brjóstunum blíðu með brimhvítum, sívölum arm’, og veit mér af vörunum þýðu, og vertu svo glöð' við minn eldheita barm; það er fljótséð, að þetta er ekki stflað af tilfinningu, og sama kemur fram i „Endurminningar", og seinustu vísunni af „Nei, smáfríð er hún eigi“. Hann kemst þar alt af afvega, enn fær eigi haldið sér. Hann hefir eigi vald á að sýna vel tilfinningalífið i neinni mynd, enn sem lýsandi (descriptiv) skáld tel eg hann ágætan, og sýnir það bezt ferðaflokkurinn „Norður fjöll“, því að þar er í fullum sannleika lýsing á þeim ferðum og náttúruviðbrigðum, nema það að eins að kvæðin eru alt of fá, og flokkurinn er því of sundurlaus. Framhald síðar. ÁrMk hins íslenzka Fornleifafélags 1880 og 1881. Reykjavik 1881. (Niðurlag). þ>essu næst er ritgjörð um Borgarvirki í Húnavatnssýslu eptir Björn Olsen, kennara við latínuskólann (bls. 99—113). Höf. hefir sjálfur rann- sakað virkið og mælt það svo nákvæm- lega sem kostur var á; hann lýsir því mjög ljóslega og hljóta jafnvel þeir, sem eigi hafa séð virkið, en lesa lýsing hans með athygli, að geta gert sér skýra hugmynd um útlit þess. J>ví næst talar hann um til hvers virkið hafi verið notað, og verð- ur þá niðurstaðan sú, að það hafi verið gegn óvina árásum, eins og öll munn- mæli segja, sem enn eru til. Höf. sýn- ir og ljóslega fram á, að þau munn- mæli, sem eigna virkisgjörðina Finn- boga ramma, er hann átti illdeilur við Vatnsdæli, geti eigi verið á rökum bygð. J>ar á móti leiðir hann svo mikl- ar líkur að þvi, að hin munnmælin, sem eigna virkisgjörðina Barða Guð- mundarsyni (sbr. Leifarnar af Heiðar- vfgasögu), og eru eigi yngri en frá miðri 17. öld, styðjast við söguleg rök að oss þykir lítið efamál, að þau sé sönn í öllum aðalatriðum. Dr. Kálund hefir fyrstur manna vakið máls á því, að sögubrotunum, það sem þau ná, beri saman við munnmælin, og að Barði muni hafa setið í virki þessu fyrir at- sókn Borgfirðinga. |>að er af annari hálfu mjög heppilegt, ef munnmælin geta þannig fylt upp eyður þær, sem eru f fornsögunum um virki þetta, og það svo vel, að eigi verði efazt um, að þau hafi rétt að mæla. Grein þessi er vel samin, málið hreint og tilgerðar- laust. Að lokum er dálftil grein um Goðhól í Onundarfirði eptir Á. Thor- steinson. í hól þenna hefir verið grafið en eigi til hlftar; þó hafa fundizt þar ýmsar menjar frá fyrri öldum, sem ljós- lega sýna, að þar hafa verið manna- virki, og væri árfðandi að hóll þessi yrði grafinn upp hið bráðasta, því að þar má búast við, að eitthvað finnist, sem nokkuð er í varið. Eg hefi að eins drepið á nokkur at- riði í riti þessu, sem að ætlun minni fullnægir í flestum greinum þeim kröf- um, sem heimtaðar verða af þeim mönn- um, sem stunda forn fræði og rita um þau efni. Eg vil þvf skora á almenn- ing að hlynna að félagi þessu svo vel sem verða má; það er ómissandi til þess að halda uppi sóma lands vors, og vernda jafnvægi vort gagnvart brœðraþjóðum vorum á Norðurlöndum, sem að vísu eru nú komnar langt fram fyrir oss í þessu sem flestu öðru, sem til menningar heyrir. P. P. Mannalát. Guðrún Jónsdóttir, kona Magnúsar kaupmanns Jónssonar f Bráðræði, syst- ir landlæknis Jóns Hjaltalíns, varðbráð- kvödd 24. dag maímánaðar. Hún var fædd 12. okt. 1808, gift 1833; hún þótti jafnan í alla staði hin merkasta kona. Frú Lydia Ethelinde Thorsteinson, kona þjóðskálds vors, Stgr. Thorstein- sonar, andaðist 5. þ. m. Húnvarfædd 17. des. 1821, og gift honum 1857. Hún lét eptir 1 son á lífi. Landlæknir Jón Jónsson Hjaltalín, andaðist í svefni aðfaranótt hins 8. þ. m., hann var fæddur 21. apr. 1807. Helztu æfiatriða þessa þjóðskörungs mun sfðar getið í blaði voru. f Nikulás Guðmundsson. Dáinn veturinn 1881. Og nú er hnigin hetjan fyr er söng svo hreint og blítt að allir vildu hlýða; J>ví Skuldar hönd, sem ristir rúnir ströng að raska enginn kann þeim dómi stríða, hún tók burt skáld frú sorg og svæði hörðu að sjá hvert enginn gréti sárt á jörðu. Enn enginn raskar urðar orði því; og aldrei hræddist skáldsins djarfa hjarta ’ann mælti: »eg á móti veðri sný og mun ei hót um slíka hluti kvarta«. Enn fram kom stund að fullnægt var þeim dómi er fyrrum skráðu nornir grimmum rómi. ’Ann fann sér skjól und freðnum eyðistein enn frost-hríðin var afli lífsins þyngri, enn hetjan sem á heiðinni var ein, hún hróður efsta reit á snjó með fingri, enn enginn kominn aptur er að segja það orð sem skáldið mælti, er var að deyja. Enn hitt veit eg, hin himinfleyga önd, að hugglöð kvaddi jörð og vini forna, og friðuð sál of frelsis sér nú bönd af fegri degi á æðra kveldi morgna, þar ekkert framar eygló bjarta skyggir, og ekkert framar skáldsins hjarta hryggir. ’Ann traustur var í tímans hörðu rás, og tímans öldur braut ann lfkt og hetja, og hetju geymdi hjarta Nikulás, það hjarta sem að enginn þurfti hvetja því hvattur andi æðra frelsi treysti með æðri vonurn tímans þrautir leysti.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.